Alþýðublaðið - 29.04.1962, Qupperneq 3
TELEXÞJÓNUSTA
VIÐ ÖTLÖND
TELEXÞJÓNUSTA verður opnuð
niilli íslands og útlanda mánudag-
inn 30. apríl n. k. kl. 13. Þessi
þjónusta er í því fólgin, að notend-
ur geta með fjarritatækjum heirna
★GRÍMA sýnir „Biedermann
og brennuvargana” í næst
síðasta sinn í kvöld klukkan
8.30. Þessi sýning Grímu
hefur vakið mikla athygli, og
fengið mjög góða dóma í
blöðum. Þessi mynd er af
Brynju Benediktsdóttur í
hlutverki þjónustustúlkunn-
ar.
MMtUMMMMMMMMMUMH
hjá sér skrifast á við aðra telex-
notendur, hvar sem er í heiminum,
en þeir eru nærri 50.000 að tölu.
Hefur póst- og símamálastjórn-
in að undanförnu samið um slík
viðskipti við flest lönd Evrópu, svo
og önnur utan álfunnar.
Stofngjald er 10.000 krónur og
érsleiga tækjanna 16.000 krónur,
en viðskiptagjaldið er um 40%
lægra en símtalagjaldið og mun
ódýrara en skeytasendingar.
Þessi þjónusta er ætluð fyrir
þá, sem hafa mikil skeytaskipti.
Auk þess sem að þessi nýbreytni
getur orðið til mikils sparnaðar, er
mun fljótlegra að ná sambandi við
útlönd á þennan máta en með því
sem hingað til hefur tíðkast. 14
aðilar hafa nú þegar óskað að
gerast telexnotendur, en skiptiborð
ritsímans getur annað 20 notend-
um.
Aðalfundur
AÐALFUNDUR íslenzk-sænska fé-
lagsins var haldinn í Þjóðleikhús-
kjallaranum miðvikudaginn 25.
apríl. Formaður félagsins, Guð-
laugur Rósinkranz, flutti skýrslu
um störfin á síðastliðnu starfsári.
Hann gat þess sérstaklega, að
nú væri fjárhagslega tryggt með
fjárframlögum frá Svíþjóð og ís-
landi að hafizt yrði handa um
samningu sænsk-íslenzkrar orða-
bókar. Afhenti hann orðabókar-
nefnd fé það, að upphæð nær
10 000 krónur, sem útvegað hefði
verið fyrir löngu í þessu skyni og
verið hefur í vörzlum félagsins.
Halldór Kiljan Laxness, sem ver
ið hefur í stjórn félagsins frá
stofnun þess, var kjörinn 1. heið-
ursfélagi þess.
Utankjörstaðakosn-
ing hefst
UTANKJÖRSTAÐAKOSNING
liefst í dag, sunnudaginn 29. apríl.
Þeir, sem ekki verða heima á kjör-
degi geta kosið hjá sýslumönnum,
bæjarfógetum og hreppstjórum og
í Reykjavík hjá borgarfógeta. Er-
lendis er hægt að kjósa hjá ís-
lenzkum sendiráðum og ræðismönn
um sem tala íslenzku.
Nýkomin .
röndótt ullarefni og ódýr sum
arkjólaefni.
Lítið í gluggana.
Verzlunin Snót
Verzlunin Snót.
í dag
Kosningaskrifstofa borgarfógeta
í Reykjavík er í HAGASKÓLA. —
Skrifstofan er opin alla virka daga
kl. 10—12, 2—6 og 8—10. Sunnu-
daga kl. 2—6.
Kosningaskrifstofa Alþýðuflokks
ins í Reykjavík er í Alþýðuhúsinu
við Hverfisgötu, símar 15020 og
16724. Skrifstofan er opin al'.a
virka daga kl. 9—22. Alþýðuflokks-
fólk er beðið að hafa samband við
skrifstofuna og veita upplýsingar,
er að gagni mega koma. Einkum
er mikilvæg vitneskja um þá kjós-
endur, er eiga að kjósa utankjör-
staðakosningu, jafnt þá sem dvelja
nú erlendis eða verða ytra á kjór-
dag og hina, sem flutzt hafa milli
byggðarlaga innanlands. — Kjós-
endur Alþýðuflokksins eru hvatt-
ir til að ganga úr skugga um sem
fyrst hvort þeir eru á kjörskrá eður
ei með því að hafa samband við
skrifstofuna.
„Það er frá Kiljah: Kæri Rósinkranz, hef lokið við að semja nýtt leikrit . . .“
Wyszynski gagn-
rýndur
VARSJÁ, 28. apríl
(NTB—REUTER)
Wyszynski kardínáli hefur sætt
harðri gagnrýni í blaði einu I Pól-
iandi og er sakaður um að hafa
reynt að spilla góðri sambúð, sem
ríkt hafi milli ríkis og kirkju.
Ennfremur var kardínálinn sak-
aður um að hafa brotið stjórnar-
skrá landsins, sem veitti trúfrelsi,
bæði til handa trúuðum og trú-
lausum. Árásir Wyszinskis á þá,
sem ekki eru kristnir, brjóta bein-
línis í bága við stjórnarskrána,
segir blaðið.
Kanadamenn tor-
tryggnir
BRÚSSEL, 28. apríl
(NTB —Reuter)
Talsmaður brezku samninga-
nefndarinnar í Briissel hafnaði í
dag þeirri frétt kanadíska blaðsins
„Toronto Globe and Mail, að efna-
hagsbandalagið hefði neitað að
fallast á tryggingar þær, sem
Bretar hafa beðið um gagnvart
samveldislöndunum.
Kanadíska blaðið sagði, að sér-
kröfum Breta varðandi hagsmuni
samveldislandanna hefði verið vís
að á bug, og bráðabirgðalausn í
nokkrum atriðum væri það bezta,
sem menn gætu gert sér vonir um.
Brezki talsmaðurinn f Brussel
sagði, að skýrsla sú, er talað væri |
um í kanadíska blaðinu, væri að-
eins venjulegt yfirlit um gang við-
ræðnanna til þessa, og þar væri
ekkert nýtt að finna fyrir neinn
samningsaðila.
Nýr „toppkommi"
Moskva, 28. april.
(NTB-AFP).
AÐALMÁLGAGN sovézka kom-
múnistaflokksins, Pravda, skýrir
frá því, að Andrcj Pavlovitch Kiri-
lenko hafi verið skipaður fyrsti
varaforseti miðstjórnarinnar í
rússneska ráðstjórnarlýðveldinu,
sem er stærsta „sovét-lýðveldið“ í
Sovétrílcjunum.
Nikita Krústjov er sjálfur for-
seti í miðstjórninni.
Nýr SÞ hershöfð-
ingi
Leopoldville, 28. apríl.
(NTB-AFP).
EÞÍÓPSKI hershöfðinginn Keb-
bede Gebre er nú kominn til Leo-
poldville, þar sem hann tekur við
stöðu yfirhershöfðingja herafla SÞ
í Kongó.
Gebre hershöfðingi er 41 árs
gamall, og hefur áður verið í þjón-
ustu SÞ sem yfirmaður hersveita
Eþíópíumanna í Kóreustríðinu. —
Hann barðist með Bretum fyrir
frelsi lands síns snemma í heims-
styrjöldinni, þegar ítalir voru rekn
ir úr landi.
Áður en Gebre hershöfðingi var
tilnefndur yfirmaður SÞ-hersveit-
anna í Kongó var hann yfirmaður
herráðsins í eþíópska keisarahern-
um.
jr
Arangurslaus
sáttafundur
ENGINN sjáanlcgur árangur varð
á sáttafundinum í togaradeilunni,
sem sáttasemjari boðaði til í fyrra-
kvöld.
Sáttasemjari sagði blaðinu í
gær, að ekkert væri um fund þenn-
an að segja, en hann hefði engan
árangur borið. Nýr fundur hefur
ekki verið boðaður.
MMMMMMMMMMMMMMMM
næsta
bæjar
SAGA TIL
NÆSTA BÆJAR
Hin 38 ára gamla kona,
Elísabet Foyle liefur nýlega
fengið skilnað frá manni
sínum, ekki þó vegna hans
sjálfs, heldur vegna ljóns.
Svo var mál með vexti, að
eiginmaðurinn hafði villt
ljón í búri í garðinum um-
hverfis húsið, og með stöð-
ugu öskri sínu um nætur
gerði það frúna svo hrædda,
að hún varla mátti vatni
halda. Þar kom að hún sótti
um skilnað, og nú situr mað-
urinn heima með sárt enn-t
ið — og ljónið.
MMMMMMIMMMMMMMMMt
ALÞÝÐUBLAÐID - 1962 29. apríl 3