Alþýðublaðið - 29.04.1962, Page 5

Alþýðublaðið - 29.04.1962, Page 5
NOTIÐ FRÍSTUNDIRNAR TIL tiAGKVÆMS NÁMS STUNDIÐ NÁM í BRÉFASKÓLI SÍS NNT ER MATTUR 1. Skipulag og starfshættir samvinnufélaga: 5 bréf. Kennslugjald kr. 100.00. Kennari er Eiríkur Pálsson, lögfræðingur. 2. Fundarstjórn og fundarreglur: 3 bréf. Kennslu- gjald kr. 200.00. Kennari er Eiríkur Pálsson. 3. Bókfærsla I, byrjendaflokkur: 7 bréf Kennslu- gjald kr. 350.00. Kennari Þorleifur Þórðarson, for- stjóri. 4. Bókfærsla II: 6 bréf, framhald fyrra flokks, sami kennari. Kennslugjald kr. 300.00. 5. Búreikningar: 7 bréf og bókin „Leiðbeiningar um færslu búreikninga". Kennari er Eyvindur Jónsson, búfræðingur. Kennslugjald kr. 150.00. 6. íslenzk réttritun: 6 bréf eftir kennarann Svein- björn Sigurjónsson, magister. Kennslugjald kr. 350.00. 7. íslenzk bragfræði: 3 bréf eftir kennarann Svein- björn Sigurjónsson, magister. Kennslugjald kr. 150.00. 8. íslenzk máifræði: 6 bréf eftir kennarann Jónas Kristjánsson, cand. mag. Kennslugjald kr. 350.00. 9. Enska J, byrjendaflokkur: 7 bréf og ensk lesbók Kennari er Jón Magnússon, fil. cand. Kennslugjald kr. 350.00. 10. Enska II: 7 bréf, auk leskafla, orðasafns og mál- fræði. Framhald fyrra flokks, sami kennari. Kennslu- gjald kr. 300.00. 11. Danska I, byrjendaflokkur: 5 bréf og Litla dönskubókir. eftir kennarann Ágúst Sigurðsson, cand. mag. Kenrislugjald kr. 250.00. 12. Danska II: 8 brét og kennslubók í dörisku eftir k,ennarann. Kennglugjald kr. 300.00. 13. Danska III: 8 bréf, svo og kennslubók, lesbók, orðasaft) og stílhefti eftir kennarann. Kennslugjald 450.00. 14. Þýzka: 5 bréf þýdd og samin af kennaranum Ingvari Brynjólfssyni, menntaskólakennara. Kennslu- gjald kr. 350.00. 15. Franska: 10 bréf, þýdd og samin af kennaranum Magnúsi G. Jónssyni, menntaskólakennara. 16. Spænska: 10 bréf, þýdd og samin.af kennaran- um Magnúsi G. Jónssyni, menntaskólakennara. Kennslugiald kr. 450.00. 17. Esperanto: 8 bréf. Kennslugjald kr. 200.00. 18. Reiknirigur: 10 bréf. Þorleifur Þórðarson kenn- ir. Kennslugjald kr. 400.00. 19. Algebra: 5 bréf eftir kennarann, Þórodd Oddson menntaskólakennara. Kennslugjald kr. 300.00. 20. Eðlisíræ'ði: 6 bréf eftir kennarann Sigurð Ingi- mundarson, efnafræðing. Kennslugjald kr. 250.00. 21. Móíorfræði I: 6 bréf eftir kennarann Þorstein Loftsson, vélfræðing. Kennslugjald kr. 350.00. 22. Mótorfræði II: 6 bréf um dieselvélar eftir kenn- arann, Þorstcin Loftsson. Kennslugjald kr. 350.00. 23. Siglingafræöi: 4 bréf. Kennari Jónas Sigurðs- son, stýrimannaskólakennari. Kennslugjald kr. 350.00. 24. Landbúnaðarvélar og verkfæri: 6 bréf. Kennari er Haraldur Árnason landbúnaðarvélaverkfræðingur kennslugjald kr. 150.00. 25. Sálarfræði: 4 bréf, þýdd og tekin saman af kenn aranum dr. Brodda Jóhannessyni og frú Valborgu Sig- urðardóttur. Kenslugjald kr. 200.00. 26. Skák I, byrjendaflokkur: 5 bréf á sænsku. Kennslúgjald kr. 200.00. 27. Skák II: 4 bréf. Kennslugjald kr. 200.00. 28. Starfsfræösla: Bókin „Hvað viltu verða“. Ólafur Gunnarsson sálfræðingur svarar bréfum nemenda og gefur upplýsingar og leiðbeiningar varðandi starfs- og stöðuvaí Kennslugjald kr. 200.00. Bréfin eru samin og svörin leiðrétt af ágætum kenn- urum í hverri grein. Skólinn leggur ekki til svara- og verkefnahefti, en mælist til, að nemndur noti litlar stílabækur eða laus blöð. Áherzlu ber að leggja á það, að ganga sem bezt frá svörunum, skrifa greinilega og hafa spássíu fyrir leiðréttingar. Það er góð regla að skrifa aðeins í aðra hvora línu. Nemandi getur tekið eina námsgrein eða fleiri eftir því sem ástæður hans leyfa. Um leið og hann sækir um kennslu í einhverri grein, sendir hann kennslu- gjaldið fyrir þá námsgrein, eða vottorð frá Sam- bandsfélagi um, að hann hafi greitt því kennslugjald- ið, eða biður um fyrstu námsbréfasendingu í póst- kröfu. Nemandi verður að gæta þess, að gefa upp. greinilegt heimilisfang. Nemanda eru svo send tvö fyrstu bréf námsgreinarinnar. Hann svarar fyrst bréfi nr, 1 og sendir það til baka. Svarar bréfi nr. 2 meðan hann bíður eftir svari Bréfaskólans. Þegar skólinn fær svar nr. 1, sendir hann nemanda bréf nr. 3 og 1. bréf leiðrétt Þegar skólinn fær svar nr. 2 sendir hann nemanda bréf nr. 4 og leiðrétt bréf nr. 2, og svo koll af kolli, þangað til flokkurinn er búinn. Svar við hverju bréfi verður að vera komið til skólans eigi síð- ar en 3 mánuðum eftir að bréfið var sent út. Annars verður litið svo á, að nemandi hafi hætt námi, og hef- ur hann þá fyrirgert kennslugjaldi sínu. Undanþágu frá þessu getur skólinn veitt, ef ætla má, að póstsam- göngur hafi hamlað, eða nemandi hafi verið veikur. Innan þessara tímatakmarka ræður nemandi því sjálf- ur, hve mikill námshraði hans er, en heppilegast er fyrir hann að svara bréfunum eins fljótt og hann get- ur. Nýir nemendur fá inngöngu, hvenær sem er á starfstíma skólans. Þegar nemandi hefur lokið námi, fær hann vottorð um það frá skólanum. Nemendur verða að skuldbinda sig til að sýna ekki óviðkomandi mönnum bréf skói- ans, né svör. Bréfaskólar eru mikið notaðir erlendis. Samvinnu- sambönd nágrannalanda okkar reka flest bréfaskóla. Þeir eru hentugir fyrir fólk á öllum aldri og hvaða at- vinnu, sem það stundar. Nemandinn getur notað frí- stundir sínar hvenær sem þær eru, til að lesa bréfin og svára þeim. Hann ræður sjálfur að miklu leyti nómshraða sinum. Á þann hátt notast frístundirnar miklu betur en í venjulegum skólum. Bréfaskólarnir hafa og þann kost, að fólk, sem búsett er á stöðum, þar sem lítið er um kennslukrafta, getur á þennan hátt notið kennslu færustu manna í hverri grein. Margir ágætir menn hafa sótt menntun sína til bréfa- skóla. í ýmsum löndum eru skólarnir orðnir svo fuil- komnir, að þeir kenna allt, sem þarf til stúdentsprófs. , Þetta kennsluform hefur alls staðar reynzt mjög vel. TAKIÐ EFTIR..— Bréfaskóli S.Í.S. veitir ungum og gömlum, konum og körlufn tækifæri til að nota frí- stundirnar til að afla sér fróðleiks, sem allir hafa gagn af. Með bréfaskólanámi getið þér bætt yður missi fyrri námsára, aukið þekkingu yðar og möguleika á að kom- ast áfram í lífinu. Þér getið gerzt nemandi, hvenær ársins sem er og eruð ekki bundinn við námshraða annarra nemenda. Bréfaskóli S.I.S. býður yður vclkomínn. Utanáskrift Bréfaskólans er: BRÉFASKÓLI S.Í.S. Reykjavík. Undirritaffur óskar að gerast nemandi í eftirtöldum námsgreinum: □ Vinsamlega sendið gegn póstkröfu. □ Greiðsla hjálögð kr. nafn heimilisfang CO o> c/>' oo \ ALÞÝÐUBLAÐIO - 1962 29. apríl $

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.