Alþýðublaðið - 29.04.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.04.1962, Blaðsíða 8
u SJÁLFSMORÐ TÍÐUST Á FREDRIKSBERG SJÁLFSMORÐ eru tíu sinnum algengari meðal þeirra, sem eiga við bág kjör að búa, segir í grein eftir danskan mann, sem gert hef- ur athuganir á sjálfsmorð- um í Danmörku. Sjálfsmorð eru fieiri í Danmörku en í flestum öðrum löndum. Þar kemur í ljós, að mikill munur er ■ á tíðni morðanna eftir héruðum í Danmörku. í út- borg Kaupmannahafnar, Fred riksberg, eru sjálfsmorð al- gengust, eða um 42,4 á hverja 100 þús. íbúa, en fjöldi þeirra á öllu landinu er um 23,5 á sama íbúafjölda. Kaupmanna höfn og Fredriksborg Amt standa mjög nærri Fredriks- berg í þessum efnum. Það merkilega er, að hundraðs- tala sjálfsmorða hefur verið svipuð í Danmörku undanfar- in hundrað ár. Helmingur allra sjálfs- morða í Danmörku eru fram- In í Kaupmannahöfn og út- r borgum hennar, þótt þar búi hins vegar aðeins þriðjungur í'oúanna. Danir segja, að orsök þess fjölda sjálfsmorða, sem sjá má á slcýrslum, sem er hærri hjá þeim en langflestum þjóðum, sé ekki aðeins sá, að sjálfsmorð séu raunveru- lega fleiri í Danmörku en í ýmsum öðrum löndum, held- ur megi því hér um kenna, að danskir læknar séu sam- vizkusamari í skýrslum sín- um en læknar i mörgum öðr- um löndum, enda séu dönsk lög í þessum efnum strang- ari en víða annars staðar. Vitað sé að víða um heim skrifi læknar slys eða ein- hvern eðíilegan dauðdaga á dánarvottorð, þótt þeir viti, að um sjálfsmorð hafi verið að ræða. Heiðarleika -lansk- ra lækna sé því að nokkru leyti um að kenna hárri tölu sjálfsmorða í Danmörku. % mhmmbmmmm g '29. apríl 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ KOLBRÚN LÁRUSDÓTTIR Meðal þeirra, sem unnu við smíði írafossvirkjunar var ungur sænskur verkfræðing- ur, Rune Myhrberg að nafni. Meðan hann dvaldist hér á Iandi kynntist hann urgri stúlku, sem var við nám í Menntaskólanum í Reykja- vík. Þau felldu hugi saman og nokkru eftir að stúlkan, Kolbrún Lárusdóttir, lauk stúdentsprófi flaug hún út til Kaupmannahafnar til þess að hitta unnusta sinn, sem farið hafði heim til Sviþjóðir strax og lokið var framkvæmd uni við írafossvirkjunina. — Hjónaefnin voru gefin saman og tóku sér brúðkaupsferð á hendur til Suður-Evrópu. Að brúðkaupsferðinni lokinni tók við afvara lífsins og brúð- hjónin settust að í Jamta- landi í Norður-Svíþjóð þar sem Rune Myhrberg skyldi vinna við virkjun um tveggja ára skeið. Og þar varð þeirra fyrsta heimili. Síðan hefur Kolbrún ferðazt með manni sínum út um allan heim þar eð fyrirtæki það, sem Myhr- Ung íslenzk húsmóðir segir frá dvöl sinni erlendis: berg starfar hjá vinnur að virkjunargerð í mörgum lönd um. Kolbrún hefur nokkrum sinnum komið heim til ís- lands til þess að heilsa upp á foreldra sína Lárus Samúels son verkstjóra og Guðmundu Guðmundsd. Og er hún var á ferð heima rétt fyrir pásk- ana ásamt manni sínum, greip fréttamaður Alþýðu- blaðsins tækifærið og ræddi við hana stundarkom um það helzta, er á daga hennar hafði drifið frá því að hún fór ut- an 1953. Kolbrún sagði, að þau hjónin hefðu búið 10 mán- uði í Norður-Sviþjóð en þá hefði maður hennar farið til Filipseyja, þar sem í.vrirtæki hans, Widmark og Platzer hefði átt að vinna að gerð virkjunar. Hún hefði þá hins vegar farið heim til íslands og alið þar fyrsta barn þeirra hjóna, Erik. Þegar hann var tveggja mánaða gamal', fór- um við til Filipseyja, sagði Kolbrún. Þau hjónin bjuggu í borg- inni Baguio á Filippseyjum, sem er 1500 metra yfir sjáv- armáli, mjög falleg borg og eftirsóttur ferðamannastað- ur, einkum þegar hitinn er sem mestur á láglendinu. Filippseyingar fengu stjórn allra innanríkismála í sínar hendur árið 1935. En áður höfðu eyjamar 'otið Ameríkumönnum og Spán- verjum. 1941 — 1945 voru eyj- arnar hersetnar af Japönum og hernámsstjórn var kesin. En 1946 veittu Ameríkumenn Filippseyingum algert sjálf- stæði. Filippseyjar voru mjög illa leiknar eftir síðari neiras- styrjöldina og ennþá bera þær þess mjög greinilega merki. Var álitið, að Manilla hefði verið önnur mest ger- eyðilagða borgin eftir stríðið, næst Varsjá. Kolbrún og þá lá leiðin á ný til Jamtalands. En ekki vor- um við lengi í Svíþjóð þar eð nú var maðurinn minn ráð- inn til starfa á Spáni og við héldum til Salamanca á landa mærum Spánar og Portúgal. Er það einhver elzta háskóla borg Evrópu. Þarna var í smíðum ein stærsta virkjun Evrópu og þar vorum við í 2 ár, sagði Kolbrún. Árið 1958 fæddist þeim hjónum dóttir á Spáni og var hún skírð Oiga María. Kolbrún kvaðst hafa orðið þess greinilega vör, er hún dvaldist á Spáni, hversu mikið lögregluveldi þetta ríki er. Jafnvel við virkjun- ina í Salamanca voru lög- reglumenn Francos ætíð á verði og alltaf var verið að stöðva áætlunarbíla til þess að athuga skilríki farþe Kolbrún sagði, að 1 fólksins í Salamanca verið mjög bágborin o yrði fólk á Spáni að búí um örgustu hreisum. 1959 var haldið he'im þjóðar á ný. Var enn norður í land og uni virkjunargerð í þrjú ái Við komum frá S núna sagði Kolbrún en á leið til Colombia í ! Ameríku, þar sem Runi vinna við vatnsveiti kvæmdir næstu árin. Kolbrún sagði, að húr haft yndi og ánægju af sjá sig um í heiminum hefur á ferðalögum með manni sínum ferða fjölmörg lönd Evróp Asíu. Hún hefur haft færi til þess að læra < tungumál til hlítar og mikla reynslu. Þó sagð: að þau hjónin mundu ni vilja fara að setjast a kyrrt og ætlunin væri ai ast að í Stokkhólmi er !: Ameríkudvölinni lyki. Á laugardaginn fyrir flugu þau hjónin út börnum sínum. Kolbrún góð orð um það að sen> þýðublaðinu línu — e hefði tíma til. Mars hefur líklega Io: sem er eins þéttur 0| hjúpur jarðar, segir neski stjörnufræðini Nikolas Kosyrev í greii vestia. Hann teJur, að rauði litur í lofthjúp stafi frá biáum og ú bláuni geislum, sem loi urinn sýgur í sig. Ef þ< eins og hinn rússneski s fræðingur segir, þá þýð að lofthjúpur Mars ei eins þunnur og menr haldið til þessa. Arnarhjón í Sviss fvrir nokkru á sportfluf stórskemmdu stýrishús Þessir risastóru fuglar víst, að hér væri andst: Margir ólíkir þjóðflokkar eru á Filippseyjum og eru að- eins 10 ár síðan hinum frum- stæðustu þeirra var bannað að myrða kristna menn sér tU matar eins og tíðkast hafði. Kolbrún kvaðst hafa hitt full- trúa Ifugao kynflokksins, sem hafði þann sið að fórna kristn um mönnum á þann hátt að höfuðið var skorið af höfuð- leðrið flegið, heilinn tekinn burtu og hauskúpan sviðin yf ir eldi. Kolbrún sagði, að með an hún hefði dvalizt í Baguio hefði einn maður fundizt myrt ur í Ifuagio og vantaði einmitt höfuðið á hann. Eftir tveggja ára dvöl á Filippseyjum héldum við aft- ur heim til Svíþjóðar sagði Timor, lítill útgerðarbær á Filippseyjum. Taiaðu aldrei lítilsvi um sjálfan þig. Vinirr um það. Talleyr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.