Alþýðublaðið - 29.04.1962, Side 12
Hvern eruð þér að skjóta á, Hickman? — Ætlarðu þá að kasta þessari skamm- — Sjáðu fyrst, hvað ég fann, Eddie. Judy
Hvað gengur á? — Þegið þér, — nú er það byssu út um gluggann, eða viltú, að ég( Williams á það til að birtast á ótrúlegustu
fyrir okkur bæði. sæki hana? tímum, ha . . .?
KRULLE
FYRIR LITLÁ FÓLKIÐ
GRANNARNIR
Sagan um unga kónginn
í Hversdagslandi
Ég veií þú ert fegri
en grasið, sem grær
eins geislandi og stjarnan
og máninn, sem hlær.
Mig dreymir um mánann
og grasið á grund,
en get ekki komizt
í vöku á þinn fund.
„Ó, Selina“, hrópaði kóngurinn“, ertu kóngsdótt
ir?“
„Alltaf“, sagði Selina — „í Vesturskógum“.
„Viltu giftast mér?“
„Já,“ sagði Selina — „í Vesturskógum“.
„Og fyrir utan þá líka“, hrópaði kóngurinn.
Hann tók í hönd hennar og dró hana á eftir sér gegn
um blómagerðið og út fyrir girðinguna.
„Jæja, Selina, viltu það?“
„Vil ég hvað?“
„Giftast mér, Selina?“
„Jú, ætli það ekki“, sagði Selina og svo giftust
þau. Og þar eð hún hafði alltaf verið góð vinnu-
kona, þá varð hún líka góð eiginkona og drottn-
ing.
En sama daginn og brúðkaupið stóð, lét kóngur
inn rífa burtu sjö hundruð sjötugustu og sjöundu
fjölina jr girðingunni milli Hversdagslandsins og
Vesturskóga, svo að bæði hörn og fullorðnir gætu
skriðið í gegn að vild — nema þeir — væru orðnir
of feitir — og það kemur því miður nokkuð oft
fyrir.
ENDIR.
Lögfræöi...
Framhald af 7. síðu.'
ávallt sett þaö sltilyrði fyrir veit-
ingu ríkisborgararéttar, að þeir,
sem heita erlendum nöfnum,
verði að taka sér íslenzk nöfn.
Þessi regla Alþingis orkar mjög
tvímælis og getur í mörgum til-
fellum skert viðkvæm persónu-
réttindi og verið til þess fallin að
valda ruglingi. Eitt dæmi skal
nefnt í þessu sambandi. Fvrir síð
ustu heimsstyrjöld dvldi hér á
landi þýzkur maður, Max Keil að
nafni. Hann gerðist þekktur
kennari í móðurmáli sínu og skrif
aði kennslubækur í þeirri náms-
grein. Vegna þjóðernis síns var
Keil ipeinuð dvöl hér á landi á
stríðstímunum. Að þeim loknum
kom hann hingað aftur og íékk
íslenzkan ríkisborgararétt með
áðurgreindum skilyrðum. Hann
tók upp nafnið Blagnús Teitsson.
Þeir, sem ekki eru kunnugir ferli
þessa manns, þekkja ekki sam-
bandið milli Max Keil og Magn
úsar Teitssonar.
Stefna Alþingis er greinilega
andstæð ættarnöfnum yfirleitt, og
má ætla, að sú stefna sé í sam-
ræmi við skoðanir mikils
meirihluta þjóðarinnar. En afstað
an til hinna erlendu manna, sem
gerast íslenzkir ríkisborgarar, er
allt of einstrengisleg. Skynsam
.legri lausn hefði verið að leyfa
þessum mönnum sjálfum notkun
hinna erlendu nafna, en skylda
hins vegar börn þeirra og firn
ari niðja að taka upp íslenzk nöfn
Lögin setja prjú skilyrði um
eiginnöfnin, þau er nú skuiu
greind: 1) enginn má bera íleiri
en tvö nöfn 2) nafnið á að vera
íslenzkt 3) það á að vera rétt að
lögum íslenzkrar tungu.
Það er mála sannast, að öll fram
angreind ákvæði laganna hafa
verið þverbrotin, og er það xyrst
og fremst sölc íslenzku prestanna
sem lögin iólu ' eftirlitsskylduna.
Börn eru skírð mörgum nöfnum.
Önnur eru skírð erlendum nöfn
um. Út af fyrir sig er ekki rétt
að amast við nöfnum af erlendum
uppruna, t.d. biblíunöfnum, en
gera verður það ófrávíkjanlega
skilyrði, að nöfn þessi samþýð:st
íslenzkri tungu og beygingar
fræði hennar. Lögin verða skilin
á þann veg, að erlend nöfn, sem
ekki voru tíðkuð við setningu
laganna, séu með öllu óheimil.
Nöfnin eiga að vera rétt að
Iögum íslenzkrar tungu. Að skíra
börn kenningarnöfnum er brot á
lögunum. Einnig er vafasamt að
skíra stúlkur karlmannsnöfnum,
t.d. Karla, Sigurjóna. Einnig virð-
ist það andstætt lögunum að gefa
börnum sem eiginheiti þolfalls
mynd af öðru nafni t.d. Ásberg,
Hallberg, Dagmey, í stað Ásberg
ur, Hallbergur, Dagmær.
Þótt höfuðsökin á vanrækslu
með framkvæmd á lögum um
mannanöfn sé hjá prestunum, þá
hefur heimspekideild Háskólans
og stjórnarráðið ekki hreinan
skjöld í máli þessu. Þessir aðilar
áttu að Semja skrá yfir þau
mannanöfn, sem banna skyldi
samkvæmt lögunum. Skyldi skrá
in gefin út á 10 ára fresti. Ekki
fara sögur af, að skrá þessi hafi
nokkru sinni komið út.
Lesið AlþýðublaSið
Áskriflasíminn er 14901
12 29- aPríl 1962 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ