Alþýðublaðið - 01.05.1962, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 01.05.1962, Qupperneq 2
RLtstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri: JBjörgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími llf906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 6-4-10. — Áskriftargjáld kr. 55.00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvaemdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Verkefnin framundan VERKALÝÐUR Reykjavíkur gengur til hátíðar (halda 1. maí klofinn í tvær fylkingar. Enn einu sinni hafa kommúnistar sundrað hreyfingunni, ékki á faglegum atriðum, heldur á pólitískum mál aim. Hefði þó mátt ætla, að næg anál væru sameig inleg til að forustumenn verkalýðsfélaganna gætu sameinazt þennan eina dag. Margt hefur unnizt hin síðari ár, og kjör vinn- andi manna á íslandi eru, hvað sem deilum um dæg urmál líður, betri en nokkurn mann óraði fyrir, þegar fyrst var lyft kröfuspjöldum 1. maí fyrir fæplega fjórum áratugum. Félagslega hafa svo til allar óskir alþýðunnar frá þeim árum orðið að veru leika, og nú þarf ekki að bera spjöld eins og þessi: „Fátækt er enginn glæpur“ — eða „Engan réttinda missi vegna fátæktar“. Hvað lífskjörin snerýir hefur breytingin ekki orð ið minni, enda þótt deilur um skiptingu þjóðar- tekria séu enn víðtækar og verkalýðsfélögin beiti Sér að sjálfsögðu mjög á því sviði. Samfara því, að miðað hefur mjög til hins betra nm réttindi og kjör vinnandi manna, hefur hin fé lagsíega þróun innan verkalýðshreyfingarinnar ekki orðið sú, sem þurft hefði. Því miður hafa bætt ‘lífskjör og aukin réttindi leitt til of mikils kæru- ■leysis um félögin sjálf. Jafnframt árangri af langri 'baráttu 'hafa þau uppskorið kæruleysi félagsfólks- insð sem sigranna nýtur. Það er alltof sjaldgæft, að nngir menn leggi sig fram af heiturn áhuga um mál efni verkalýðsfélaga, kynni sér sögu þeirra, lög og samninga, og stuðli að félagslegri uppbyggingu þeirra. Fræðslustarf hefur verið lítið sem ekkert á vegum hreyfingarinnar. Hún hefur brugðizt því hlutverki að styrkja andlegan kjama sinn. Enda þótt lífskjör vinnandi fólks batni verulega í tíð einnar kynslóðar, er mikill misskilningur að halda, að hlutverki verkalýðsfélaga sem þar með lokið. Enn er langt starf framundan, því tækni og auðlindir geta veitt hverjum manni mun betri kjör en í dag þekkjast. Þar að auki er ekki hægt að sitja •auðum höndurn eftir að einum áfanga hefur verið náð. Það er ærið starf að standa vörð um unna sigra, og veitir ekki af félagslega þroskuðum hóp til þess eins. Verkalýðshreyfingarinnar bíða mikii verkefni. Hún verður að skilja breytta tíma og-haga baráttu aðferðum sínum eftir þeim. Það er tilgangslaust að heyja í dag baráttu eins og hún var fyrir 40 árum. Ef vel á að fara í framtíðinni, verður hreyfingin að öuka verulega félagslegan þroska og áhuga, hefja víðtækt fræðslustarf og tryggja þannig fastan grundvöll undir starf framtíðarinnar. f I von um að allt þetta takist óskar Alþýðublaðið ýerkalýðshreyfinguni friðar og farsældar. 2 1. maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ FYRSTA KROFUGANGAN, 1. maí fyrir þrjátíu og níu árum, var ekki fjölmenn. En þátttakendurnir voru einhuga, og þeir vissu hvað þeir vildu.. Við hittumst í Bárunni og lögðum þaðan af stað. Verka- fólkið ruddist inn í húsið, ungt og gamalt, konur og karlar. Hugurinn var mikill og skapið gott. Því fannst að það væri að leggja til orrustu við skilningsleysi og aftur liald, rótgrónar venjur, vantrú og hindurvitni — og það var rétt. Nafnlaust fólk, umkomulaust og fátækt, hefur alltaf rutt hugsjón- unum braut. ÞAÐ ÁTTI að ganga langa leið Mér verður að fyrirgefast þó að ég nefni það, að ég ætlaði alla leið byrjaði því í broddi fylkingar, en var orðinn aftastur þegar hún var komin lengd sína. Fólkið gekk hratt. Það kunni að vísu ekki að ganga í skrúðgöngu hvað þá her göngu. En það var svo ákveðið, að því fannst að það yrði að ganga hratt. FORYSTUMENNIRNIR í flokkn um gengu fyrstir, næstir á eftir Kjartani Ólafssyni og Sigurði Sig urðssyni. Kjartan var aðalfánaber áin, en Sigurður átti að hvíla hann ef til kæmi. Fylkingin var þétt, ekki slitrótt. Ég held næstum því að það hafi verið samanþjappaðasta kröfuganga, sem ég hef séð í öll þessi ár. Ef til vill stafaði það af því að fólkið bjóst við árásum. Á GANGSTÉTTUNUM stóð fólk meðal þess voru hvítliðar frá 1921 og verkfallsbrjótar, en engar mann verur þóttu okkur fyrirlitlegri í þá daga. Það var öskrað af gangstétt onum. Formælingum, klámi og köpuryiðum rigndi yfir þátttakend ur, en þeir skeyttu því engu. Skít og grjóti var kastað að þeim, fán inn var skorinn niður af Alþýðu húsinu, litla timburhúsinu þar sem nú stendur Gamla bíó. RÆÐUR VORU FLUTTAR af grjóthrúgunni, sem verkamenn og verkakonur höfðu sprengt og höggvið í sjálfboðavinnu í grunn undir Alþýðuhúsið. Iíallgrímur Jónsson kennari, mikill og heitur hugsjónamaður, flutti aðalræðuna. Hún var áreitnisláus við aðra, en heit af hugsjónaeldi og þrá eftir jöfnuði og bræðralagi. Hávaxinn yg grannur stóð hann efst á grjót inu og talaði. HALLGRÍMUR VAR fátækur maður. Kennaralaunin > voru lág eins og þau eru raunar enn. Kona hans liafði reynt að drýgja tekjurn ar með því að hafa hænsni í kofa upp í holti. Þegar að var komið um kvöldið, var búið að snúa öll hænsn in úr hálsliðnum ... Þetta er eins og endurtekning á sögu allra nýrra hreyfinga í upphafi. Einkennin segja alltaf til sín. MÖRG ÁR ERU LIÐIN. Allt er gjörbreytt. Kjörin hafa batnað. Frelsið aukið. Afkoman betri. Nýr heimur hefur skapast — og fyrst og fremst fyrir atbeina fólks ins, sem hóf merkið á loft. Mál efnalega höfum við sigrað, en skuggar fylgja. Hefði einingin frá 1. maí 1923 fengið að þróast í þeim farvegi, sem brautryðjendurnir lögðu, þá væri hér annar andi, sterkara og heilsteyptara þjóðfélag Þá liefði verklýðshreyfingin mótað efnahagskerfið öruggari dráttum en nú er. Það var mikil ógæfa fyrir þjóðina í lieild þegar kommúnism inn rauf eininguna. Það hefði hon um aldrei tekist hefði íhaldið ekki stutt hann til skemmdarverkanna á hreyfingunni — og þar með þjóð félaginu öllu. EF TIL VILL er nú leitað jafn vægis. Sundrungaræfintýrið er að hjaðna. Trúin á ofstopann er að minnka. Mönnum er að skiljast I æ ríkara mæli, að það gildir ekki önnur regla um samtök og upp byggingu þjóðfélags en liver ein staklingur fer eftir þegar hann leggur grundvöllinn að sínu' eigin heimili. Kyndillinn, sem Iýsti 1923 lýsir enn fram á veginn. Hannes á horninu v Verðhækkun á Coca-Cola Samkvæmt lögum um hækkun ,tappagj alds“ á öli og gosdrykkjum, hækkar verð á Coco-Cola 1. maí um 20 aura fyrir hverja flönsku. VERKSMIÐJAN VÍFILFELL F.H. Hafið þér athugað: 1. að það er tiltölulega mjög ódýrt að ferðast með strand- ferðaskipum vorum í kringum land, en fátt veitir betri kynni af land og þjóð. 2. að sigling m.s. „Heklu“ að sumrinu til Færeyja, Nor egs, Svíþjóðar og Danmerkur er mjög skemmtileg og fargjöldin hófleg. SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.