Alþýðublaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 5
 JORUTIU AR I GAV SIGURÐUR IIAFLIÐASON Á ÞESSUM DEGI fyrir réttum 40 árum byrjaði lítill nýfermdur drengur að teyma hesta uppi á Hellisheiði fyrir Vegagerð ríkis- ins. Þessir hestar voru aðalhjálp- artækin við lagningu Hellisheið- arvegar, og drengurinn litli fékk það starf að teyma þá og lilynna að þeim uppi á háheiðinni. En tímarnir breytast og brátt komu bílar til sögunnar við vega- gerðina og þá var það sami mað- urinn sem fékk þá til meðferðar og áður tölti með hestana. Þessi maður heitir Sigurður Haf liðason og hann hefur nú í 40 ár unnið hjá vegagerð ríkisins. í til- efni þessa röbbuðum við við Sig- urð og óskuðum honum til ham- ingju með starfsafmælið. — Já, það var daginn eftir að ég var fermdur, að ég réðist sem ,,kúskur“ til Vegagerðarinnar. Þá var stórhugur í mönnum og átti að malbika veginn frá Smiðjulaut austur að Hurðarás. á Hellisheiði Verkstjórinn minn var Tómas Pedersen og hjá honum þýddi ekki að slæpast, allir urðu að vinna stöðugt þessa 10 tíma á dag, sem unnir voru. Við vorum þarna í þrjú sumur að ljúka verkinu, og nærð- umst á skonroki, magaríni og rúg- brauði mestallan tímann, og svo var náttúrlega drukkið kolsvart kaffi, Við sváfum í tjöldum, sem að voru alltaf öðru hverju að fjúka ofan áf okkur, svo að við höfðum ekki svefnfrið. Vinnubrögðin voru eins og í fornöld. Þáð var stór tjörupottur, sem tjaran var höfð í, og úr honum var ausið í könnur, sem að við síðan dreifðum úr ofan á mölina. Þetta var mikið verk, en samt fannst mönnum ekki borga sig að halda veginúm við svo að það var borinn ofan í hann möl, og nú vita fæstir að þarna var eitt sinn malbikaður vegur. Svo fékk ég fyrsta bílinn árið 1928, það var splúnkunýr Ford með fótskiptingu. Þá voru aðeins til 5 eða 6 bílar hjá Vega- gerðinni, svo að mér fannst ég heldur betur vera máður með mönnum. Nú á vegagerðin 53 vöru- bíla á skrá, svo að aukningin er gífurleg. Svona liðu árin, ég var við hitt og þetta, cinu sinni var ég einka- bílstjóri hjá Geir Zoega vegamála- stjóra. Hann var mikill stjórnandi sá maður, og merkilegur á flestan hátt, þó að hann léti leggja mjóa vegi og væri heldinn á peninga. En það var nú ekki svo mikið um fjárveitingar í þá daga, t. d. man ég að fjárveitingin til Hafnar fjarðarvegar var 10 þúsund kr. á ári. Svo var ég með loftpressu um tíma, og líka var ég í malbikinu, en núna á síðari árum hef ég ver- ið hér á verkfærá og boltalag- ernum. — Ert þu ekki' sá sem lengst hefur starfað við sfyrirtækið? Jú, þeir eru flestir hrokknir upp af eða hættir gömlu vinnufé- lagarnir. Ég er einn eftir af þeim, sem byrjuðu fyrir 40 árum hjá Vegagerðinni. Mér hefur alltaf lík að prýðilega við vinnufélagana og aðra hjá vegagerðinni, ég er orð- inn gróinn ihn í þetta allt saman. Það er gaman að hafa getað fylgst með öllum framgangi fyrirtækis- ins, og öllum þeim breytingum, sem orðið hafa á vegamálum okk- ar þjóðar. — Nú þarf Sigurður að afgreiða svo að við kveðjum og göngum út á malbikaða götuna, þar sem nýir bílar þjóta um fram og til tíaka. — Jú, þarna er einn gamall, kannske er hann að fara út á land, til einhverrar afskekktrar sveit- ar, þar sem hestar þræða enn íroðn inga til næsta þorps, og kýrnar reka upp rassinn ef þær sjá bil, þangað hefur Sigurður aldrei komið. — Brandur. Vinnubrögðin hafa breytzt síðan þessi mynd var tekin — og er þó ekki nema naumur hálfur starfstími Sigurðar síðan. Myndin er af vegagerð á Innri-Stapa 1946. Tvö hvaiveiðiskip til Seyðisfjar&ar I GÆRKVOLDI lagði hvalveiði- skipið Hvalur 2 úr höfn í Reykja- vík með Hval 3 í eftirdragi. För- inni er heitið til Seyðisfjarðar. en þar verður hvalveiðiskipunum báð- um strandað í fjörunni fytir neðan síldarverksmiðjuna og verða katl- ar þeirra notaðir til að framleiða gufu fyrir Síldarbræðsluna. Síldarverksmiðjur ríkisins, sem nú hafa keypt Síldarbræðsluna á Seyðisfirði og eru að gjörbylta allri verksmiðjunni, keyptu hval- veiðibátana á brotajárnsverði af Hval h.f., en bátarnir voru teknir úr umferð í fyrrasumar, þegor Hvalur 6 og Hvalur 7 komu til landsins. Síldarverksmiðjurnar slá þannig tvær flugur í einu höggi, spara sér umfangsmikla uppsetningu á eimkötlum fyrir Síldarbræðsluna og geta auk þess selt bátana aftur í brotajárn, þegar búið verður að koma verksmiðjunni á Seyðisfirði í framtíðarhorf. Skipstjóri á Hval 2 í austurferð- inni er Agnar Guðmundsson, fyrr- verandi hvalskytta, en honum til trausts og halds eru m. a. tvær aðrar hvalskyttur, þeir Kristján Þorláksson og Sigursveinn Þórðar- son. Á Hval 3, sem dreginn er, fer Einar Gunnarsson, stýrimaður úr Hafnarfirði, með mannaforráð. Hvalveiðibátar þessir voru byggð ir milli 1920 og 1930, en þeim hef- ur verið óvenju vel haldið við. Al- freð Þórarinsson, sem verið hefur 1. vélstjóri á hvalveiðibátunum um fjölda ára og er Austfirðingur í þokkabót, fer með bátana aust'jr og mun annast um kyndingu þeirrr og viðhald véla í sumar. Hvalveiðarnar munu hefjast síð ari hluta þessa mánaðar og mur.u nú taka þátt í veiðunum þrjú skip, Hvalur 5, Hvalur 6 og Hvalur 7 sem öli eru hin ákjósanlegustu til hval- veiða. Síðar í sumar mun ætlunin að fá eitt nýtt skip til viðbótar, sem væntanlega verður þá Hvalur 8. LEYFI VAR TIL Framh. af 16. síðu leyft byggingaframkvæmdir á annárra manna lóðum”. Þetta eru að sjálfsögðu ekkert annað en út- úrsnúningar. Byggingarnefnd Menritaskólans í Reykjavík var búin að fá leyfi lóðareigenda til að athafna sig á lóðinni með það fyrir augum að FLÝTA fyrir fram- kvæmdum, því að ekki mun veita af tímanum, ef húsið á að koma að gagni í haust til að koma í veg fyrir, að takmarka verði aðgang að skólanum. Alþýðublaðið veit til þess,\að aðstoðarmanni byggingar- fulltrúa var kunnugt um þetta, auk þess sem það var á margra vitorði, að undirritun kaupsamnings var rétt ólokið. Fór undirritun raunar fram sama dag eða daginn eftir að FtOK K URIN N KOSNINGASKRIFSTOFA A-list- ns í Keflavík er að Hafnargötu 62, Vatnsnestorgi. — Hún er opin daglega klukkan 2—6 og 8—10 eftir hádegi. Stuðningsnienn A- listans eru hvattir til að gefa sig fram í kosningaskrifstofunni. — Síminn er 1850. ÁFALL FYRIR lögregluvaldi var beitt við að stöðva undirbúningsvinnuna. Enn er ein staðhæfing bygging- arfulltrúa, sem ástæða er til að leið rétta. Hann segir, að „ennfremur hefði komið í ljós, að hér hefði ekki verið um bráðabirgðahús- næði að ræða”. Hvaðan þessi vit- neskja kemur, er ekki gott að segja, en það er vitað, eins og kom fram í Alþýðublaðinu sl. laugardag, að Samvinnunefnd um skipulagsmál, sem var búinn að fjalla um málið og hafði þegar samþykkt það, miðaði við bráða- birgðahúsnæði og málið var lagt fyrir bygginganefnd Reykjavíkur- borgar á nákvæmlega sama hátt. Tæplega er ástæða til að eyða mörgum orðum að viðbrögðum Þjóðviljans í þessu máli, hann reynir að sjálfsögðu að þyrla upp pólitísku moldviðri út af málinu, sennilega til að verja afstöðu full- trúa síns í bygginganefnd borgar- innar. En það má hins vegar benda honum á, að Gylfi Þ. Gíslason var alls ekki menntamálaráðherra, þegar byggingarframkvæmdir við Hamrahlíð voru stöðvaðar. Þá sat ekki einu sinni vinstri stjórn að völdum. MIKIL ATOK hafa verið! innan Samtaka hernámsand- ! stæðingjia undanfarið, vegna afstöðunnar til borgarstjórn- \arkosninganna í þessum mán uði. Hafa kommúnistar nú af- hjúpað hinn pólitiska tilgang sinn með þátttöku í þessum samtökum með því að reyna opinskátt að beita þeim fyrir vagn sinn. Niðurstaða átakanna varð ósigur fyrir kommúnista. Var gerð ályktun í Mið- nefnd samtakanna, sein hljóð ar svo: „Að gefnu tilefni Iýs- ir Miðnefnd Samtaka her- námsandstæðinga yfir þvi, að samtökin taka engan þátt, hvorki beinan né óbeinan, í þeim kosningum, sem fram enda er það eitt í samræmi end er það eitt f samræmi við samþykktir og yfirlýstar starfsreglur þeirra“. íslenzka kennd Framhald af 3. síðu. ingarleg vandamál. Groth er ein- hver vinsælasti fyrirlesari Noregs. Hann hélt t. d. fyrirlestur um stöðu bókmenntanna í hinu sí- breytilega þjóðfélagi nútímans í Ósló á sl. hausti og vakti hann mikla athygli manna, umræður cg biaðaskrif. Henrik Groth er þekkt- ur að því að troða ekki sömu slóð- ir og fjöldinn, og dregur ekki dul á skoðanir sínar. Hákon Bjarnason, formaður fé- lagsins Ísland-Noregur, sagði blaðamönnum, að norsk-íslenzlta félagið í Noregi hefði átt frum- kvæðið að því, að Groth kæmi hingað og héldi fyrirlestra. Félag- ið hefði það að markmiði, að við- halda menningarlegum tengslum við Noreg og töluverð samskipti væru milli landanna. Groth benti á mikilvægi hug- myndarinnar um stofnun norrænn ar menningarmiðstöðvar í Reykja vík, og í því sambandi benti Sveinn Ásgeirsson, formaður Norræna fé- lagsins, á það, að hún mundi kosta 10 millj. kr„ en árlegur rekstur hennar mundi kosta 1—IV2 millj. kr. Yrði hún í sambandi við há- skólann og kostuð af hinum Norð- urlöndunum fjórum. Sauðárkrókur Á Sauðárkróki hefur verið lagð ur fram sameiginlegur listi Al- þýðuflokksins, Alþýðubandal. og frjálslyndra. Er listinn I-listi. Á honum sitja eftirtaldir menn: Magnús Bjarnason, kennari Skafti Magnússon verkamaður. Marteinn Friðriksson, íramkvstj. Konráð Þorsteinsson, kaupm. Magnús Sigurjónsson, deildarstj. Friðrik Sigurðsson, verkamaður Bragi Sigurðsson, vélvirkjam. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. maí 1962 1*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.