Alþýðublaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 4
Skátasveit fatlaðra og iamaðra EINS OG mörgum mun vera kunnugt, er starfandi nér í Reykjavík skátasveit fyrir fötluð börn. Þetta starf er að vísu á byrj- -unarstigi, en hefur þó nú þegar gefið góða raun. Að minnsta kosti hefur það gefið þeim bórn- ura, sem þarna starfa, margar á- nægjustundir, og það sem meira virði er, það hefur sannað þeim, að þau eru alls ekki útilokuð né óhlutgeng í skátastarfi, þó þau hafi ekki fulla líkamshreysti. Öil sjálfsbjargarviðleitni er nauícynleg, og þá ekki hvað sízt þei.n, sem skortir heilbrigði á einlivern liátt. Það sem öðrum reynist ókleyft, getur annar fram kvæmt. T. d. þeir sem ef til vill ekki geta notað fæturnar, eru k duglegri við allt, sem hægt er að vinna með höndunum, Svo eru þeir, sem af einhverjum á- stæðum ekki geta notað hend- urnar, oft skýrari í hugsun, minnugri, o;rðheppnari o. s. frv. Það verður að laða fram og þroska það sem hverjum og ein- um er eðlilegast og auðveldast. Skátastarfið gefur marga mögu- leika á þessu sviði, enda eykst skátastarf meðal vanheilla barna ár frá ári víðsvegar um heim. Þá er ekki að neitá, að svona starf krefst sérstakrar umönn- unar þeirra skáta, sem alheilir eru. Það er því þroskavænlegt fyrir þá, og gefur þeim ótal tæki færi til þess að láta gott af sér leiða, og greiða götu þeirra, sem minni máttar eru. Sannleikur- inn er sá, að báðir aðilar gera sitt gagn hvor í annars garð. í Reykjavíkursveitinni munu nú vera 15 börn, bæði stúlkur og drengir. Þau eru mörg áhuga- söm, og eru ótrúlega dugleg, bæði við prófin, fundarsókn og útilegur. Auðvitað verða þau aö hafa fieiri foringja, en aimennt er hjá öðrum skátum, þar sem þau þurfa sérstakrar hjálpar við, t. d. við skriftir o. fl. En engum, sem hefur séð þessi börn á skáta- fundi eða útilegu, blandast hug ur um það, að þau eru alsæl að geta verið með. Það hefur opnast þeim nýr heimur leikja og æfin- týra, þau hafa eignast stóran hóp vina, sem ekki einungis eru leiðbeinendur þeirra, heldur og félagar. Til þess að standa straum af kostnaði við þetta starf, bæði til að efla foringjamenntun og ann- að, hefur Reykjavíkursveitin, sem kallar sig „Hirti”, kaffisölu í Skátaheimilinu þriðjudag 1. maí n. k. Þar verður selt kaffi, mjólk, öl og gosdrykkir, og 'svo auðvitað ótal tegundir af góm- sætum dieimabökuðum kökum, sem skátar og aðrir velunnarar sveilarinnar eru góðfúslega beðnir um að gefa. Vonandi fjöl- menna svo menn á kaffisöluna og kaupa jafnvel sínar eigin kók ur. Sala hefst kl. 3 e. h. Munu þá Hirtirnir ásamt sínum liðsmönn- um taka óspart til starfa. Það er ósk mín og von, að skátastarfið geti stuðlað að auk inni lífsgleði vanheilla barna, og fært þeim lieim sannin. um það, að þau eru á allan hátt hlutgeng og blátt áfram nuðsynleg í skáta starfinu. Það hlýtur ætíð að vera takmarkið, að Það nái til sem flestra með sín göfgandi og hress andi áhrif. „Allir skátar eru góð ir lagsmenn." Hrefna Tynes Hún fékk ókeypis Elna-vél JÓHANNA Sigurðardóttir Grindavík, datt aldeilis I lukkupottinn í vikunni, sem leið. Þegar hxin ætlaði að festa kaup á Elna-saumavél hjó Heildverzlun Árna Jóns- sonar h.f., var henni tilkynnt að hún fengi Vélina að gjöf. Tilefnið var, að þetta var 1000. Elna-vélin, sem fyrir tækið selur frá því í júní 1960, er þær komust á frí iista. Áður höfðu selzt hér um 3000 vélar þannig að um 4000 Elnasaumavélar eru í notkun í landinu. Þegar Elnasaumavélin kom á markað árið 1$46, vakti hún mikla athygli, og var m.a. get ið í blöðum liér. Það hafði engum dottið í hug, að unnt væri að framleiða saumavél sem ekki væri stærri en ferða ritvél, en þó fullkomin og auðveld í notkun. Síðan hafa Tavaroverksmiðjurnar í Genf Sviss ávallt verið aö endur bæta þessar saumavélar með mjög góðum árangri. Elna-Supermatic saumavél in saumar hvaða efni sem er bæði þunnt og þykkt, auk fjölda mismunandi sauma, bróderar, húllsaumar og gerir tugi tegúnda skrautsaums með því einu að skipta um munsturskífu, sem settar eru í vélina. Mjög auðvelt er fyrir hvern og einn að læra á Elna-vél. Heildverzlun Árna Jónssonar gefur lcaupendum þeirra kost á námskeiði í notkun, sem Kristín Kristjánsdóttir stjórn ar. Elna-búðin í Aðalstræti 7 var opnuð í júní 1960. Þrjár tegundir saumavéla er þar um að ræða, á kr. 7400-9500 Verzlunarstjóri er Birgir Magnússon. Myndin er tekin í Slnaþ búðinni á laugardag. Árni Jónsson afhendir Jóhönnu vélina, sem hún fékk að gjöt'. 4 1. maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Mesti gróði Steel U. S. STEEL, stálframleiðslu- fyrirtækið í Bandaríkjunum, sem fyrir skemmstu kallaði yfir sig sem mesta reiði Ken- nedys forseta vegha hækkun- ar sinnar á verði stáls um 3 VÍ! % og varð að hvcrfa frá þeirri ákvörðun, hefur nýlega tilkynnt fjárhagslega stöðu sína eftir fyrsta ársfjórðung 1962. Gróði félagsins á ársfjórð- ungnum var $55.808.436 eða rúmlega 2500 milljónir kró^ia af seldri framleiðslu upp á $978.219.633 eða um 4,5 millj- arða króna, og er þetta nærii tvöfaldur gróði miðað viö sama tímabil s.l. ár. Eftir að forgangs-ágóða- hluta er úthlutað þýðir þetta, að gróðinn er 91 se,it á hvert almennt lilutabréf í félaginu, sem er 47 sentum meira en á sama tíma í fyrra. Þessi ágóði er meira en nægjanlegur til að greiða þann 75 senta á- góða á hlutabréf, sem verið hefur regla hjá félaginu að greiða undanfarin ár eöa frá 1957. Á það má beuda, að í fyrra nægði gróðinn ekki fyr- ir ágóðalilutanum, en hann var greiddur samt. Þetta er mesti ársfjórð- ungsgróði félagsins síðan á öðrum ársfjórðungi 1961, þcg ar U. S. Steel græddi sem svaraði 98 sentum á hluta- bréf. Hins vegar er þetta miklu minna en á fyrsta árs- fjórðungi 1960, þegar gróð- inn var 1,97 dollarar á bréf. í yfirlýsingu stjórnarinnar er enn á þaö bent, að ágóði fé lagsins sé aðeins nægilegur til að greiða ágóðahluta og skuldir, en ckkert sé eftir til að verja til endur-fjárfesl- ingar í félaginu til endurnýj- unar o. s. frv. Þörfin á aukn- um gróða til slíkrar endur- nýjunar vegna aukinnar sam- keppni erlendis frá var gefin sem ein aðalástæðan fyrir því, að félagið þyrfti að hækka verð sitt hér á dögunum. Fc- lagið sýndi hins vegar aldrei fram á, hvernig það mundi bæta samkeppnisaðstöðuna gagnvart innfluttu stáli og hækka verðið. Loks má benda á það, að það kostar félagið um $47 milljónir að greiða allan á- góðahluta á ársfjórðungi, þar sem hins vegar að gróðinn var nálega $56 milljónir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.