Alþýðublaðið - 01.05.1962, Side 15

Alþýðublaðið - 01.05.1962, Side 15
Tv eftir Jean Carceau Clark bauð Sylviu oft út þetta ár, en hann fór líka út með Joan Harrison, Betty Chrisholm og mörgum öðrum, svo mig grunaði ekki að hann hefði sér- legan áhuga fyrir Sylviu. Mánudagsmorguninn 19. des. hringdi hann til mín áður en ég hafði farið að heiman. „Siturðu, Jeapie?” spurði hann, „Ég þarf að segja þér dálítið." Eg fullvissaði hann um að ég væri vel undirbúin, hvað svo sem hann hefði að segja mér. „Eg ætla að gifta mig” sagði hann. Eg greip andann & lofti af undrun. „Hverri?” spurði ég og mörg nöfo flugu gegn um hug mér. „Syl,” sagði hann- (en hann kallaði Sylviu alltaf Syl). Þetta kom mér á óvart því ég hafði álitið að önnur fegurðar- dís gengi með sigurinn af hólmi. „Það gleður mig, þín vegna,“ sagði ég. „Eg veit að Sylvia' verð ur þér góð eiginkona.” Eg vissi að hann var einmana og hann vantaði konu til að hugsa um sig. Sylvia þekkti vel heiminn, hún hafði verið gift áður og ég var sannfærð um, að hún myndi auðvelda honum líf- ið og gera hann hamingjusam- an. „Eg tala við þig seinna," sagði Clark og lagði símann á. Daginn eftir voru þau gefin saman í hjónaband. Búgarðurinn var eins og geð- veikrahæli marga daga á eftir. Að okkur streymdu skeyti, upp- liringingar, blóm og gjafir. — Blaðamenn og ljósmyndarar sátu um búgarðinn og þegar að Clark og Sylvia lögðu af stað í brúðkaupsferðina með „Lur- line” urðu Clark og Sylvia að ryðja sér braut gegn um skara aðdáenda. Og ekki vakti dvöl þeirra um borð í skipinu síður athygli. Á- kafar konur eltu þau og þegar jólin komu, varð jólasveinn skipsins að biðja farþegana um að láta Clark í friði: „Hann er ekki ein gjöfin“ sagði hann. Á jóladag voru Gable hjónin viðstödd guðsþjónustu á skipinu og bryti skipsins lét baka handa þeim hálfs annars meters háa brúðkaupsköku. Þau hringdu til mín frá „Lurline" en við Russ höfðum farið til Dauðadals og ég missti því af samtalinu Þegar þau komu til Honululu munaði minnstu að allir lögreglu menn borgarinnar yrðu að halda aftur af mannfjöldanum. Blaða menn og ljórmyndarar biðu á hafn arbakkanum og hver ljósmyndari fékk að taka eina mynd og sva veittu Ciark og Sylvia biaðamönn unum stutt viðtal. Þegar blaðn- maður spurði Ciark hvort honum leiddist ekki allur þessi mann fjöldi svaraði Clark: „Ég kann vel við fólk. Ég fer að hafa á- hyggjur þegar það hættir að þyrpast að mér." Gable hjónin leigðu sér hús meðan þau dvöldu á eyjunni og tveim vikum síðar héldu þau heim með Lurline. Sylvia gekk af skipsfjöl með ukelele í liönd og blaðamaður spurði hana hvort hún hefði lært að leika á hljóð færið meðan hún dvaldi á skip inu. Clark varð fyrir svörum og sagði: „Nei, það kunni hún fyrir" Lurline lagði að bryggju að morgni dags og eftir hádegi voru Gable hjónin komin til búgarðs ins. Þau ljómuðu bæði af ham ingju. Clark var veðurbitinn og hamingjusamari en ég hafði séð liann lengi. 17. I Vitanlega urðu ýmsar breyting ar á heimilinu þegar húsmóðir tók við völdum. Það gladdi mig þegar ég heyrði Clark svara Syl viu er hún spurði um eitthvað viðvíkjandi búskapnum: „Jeanie verður fegin þegar þú tekur við Syl,“ og fegin varð ég sannarlega Eftir að Sylvia hafði skoðað liúsið sagði hún að þau þyrftu fleiri gestaherbergi og aukin r\' m fyrir þjónustufólk encja hafði hún tekið með sér þýzka stúlku. I húsinu var ekkert herbergi sem hún gat haft til sinna afnota nema svefnherbergi liennar og því lagði hún til að skrifstofu minni yrði breytl handa sér. Clark spurði mig hvort ég vildi hafa skrifstofu mína á heimili okkar Russ og hann bauðst til að byggja við húsið á eigin kostnað Við Russ vorum himinlifandi því með því móti gátum við verið oft ar saman og hafist var handa við byggingarnar. En eftir að ég heima í mánuð hringdi Clark :til mín og sagði: „Þetta gengur ekki Jeanie. Ég vil hafa þig hérna og Syl vill það líka“. Hann sagði að ég ætti að vera í einu gesta herberginu og viðbyggingunni var breytt í setustofu. Einu breytingar aðrar sem Sylvia gerði á heimilinu voru í svefnherbergi hennar. Veggim- ir voru málaðir bleikir, sófinn klæddur hvítu efni og fáeinir enskir fornmunir settir þangað inn. Sylvia sá um matseðilinn óg heimilishaldið. Maturinn varð líkur mat meginlandsins og ensk ir réttir sáust oft á borðum. Clark spurði mig hvort ég vildi aðstoða Sylviu við viðskipti hennar og það var mér mikið ný næmi. Viðskipti hennar voru flókin og lögfræðileg og ekki bætti það úr skák að allar eig ur hennar voru í Englandi. Mér fannst orðatiltæki henn ar og lögfræðilegt mál skemmti- legt og oft varð ég að biðja hana um að útskýra þýðingu eins eða annars. Framburður hennar og stíll bréfa hennar var sérstæður og skemmtilegur. Einu sinni sagði ég við hana: „Mér finnst mjög gaman að heyra yður tala frú G". „Öllum enskum börnum er kennt að tala rétta og góða ensku“, svaraði hún. Sylvia kallaði mig alltaf Jean. Ég kallaði hana frú G. Hún kall aði Clark „Fugllnn" og hann kallaði hana stundum sama nafni en oftast kallaði hann hana samt Syl. Sem sönn ensk kona elskaði Sylvia blóm. Ekki leið á löngu unz við áttum fagran rósagarð. Hún elskaði einnig föt og átti ó- grynni fagurra klæða og skart- gripir hennar voru í sögur fær andi og ég varð mállaus þegar hún hækkaði tryggingu skart- gripanna og ég sá trygginga- manninn fara yfir lista þeirra. Ég hef aldrei séð neitt sambæri legt við skartgripi hennar nema krúnugimsteinanna í Tower of London. í maí lék Clark í kvikmynd á móti Barbara Stanwyck og þeg ar töku þeirrar myndar var lok ið lagði Sylvia af stað til Ev- rópu í viðskiptaerindum. Hún vildi fá Clark með sér en hann neitaði. „Ég hef ekki gaman af að sjá þig tala við lögfræðinga“, sagði hann. Sylvia var aðeins þrjár vikur í Englandi og nú hófst undirbún ingur að töku „Yfir Missouri". Kvikmyndin var tekin í Durahgo og þangað fóru Gable hjónin 28. júlí. Þau bjuggu í smá húsum og Sylvia hugsaði um heimilið fyrir þau Clark. Clark Veiddi mikið og Sylvia saumaði út. Hún saumaði innskó handa Clark og fagra áb'reiðu fyrir framan arininn. Sylvia var einn ig allgóður málari og málaði þarna nokkrar myndir. Þrátt fyrir gött kvikmynda- handrit og góðán leik varð ,Yf ir Missouri' ekki góð kvikmynd. Eitthvað skorti. Clark las því mörg handrit að næstu mynd sinni og hann ræddi ir augum að stofna sitt eigið kvik myndafélag og keypti handrit að „Einfarinn" með það fyrir aug- um. En ekki varð úr stofnun fé lagsins og loks keypti Metro handritið. Wayne var framleið- andinn og Clárk stjarnan. Ava Gardner lék kvenhlutverkið og gamli vinur CÍarks Lionel Barry more lék eitt hlutverkið. Kvikmyndin átti að takast í maí og í apríl gekkst Clark undir læknisskoðun. Um svipað leyti var Sylvia lögð inn á sjúkrahús. Hún kom heim degi á undan hon um. Það var á þessum tíma sem sá orðrómur komst á kreik að ekki væri allt með felldu með hjóna band Clarks. Hedda Hopper tal aði við Sylviu og sagði að hún hefði sagt: „Ég elska manninn og mun alltaf gera það“. Sylvia talaði lengi ein við Wayne og hún sagði honum að hjónaband hennar væri að fara út um þúfur og að hún vildi gera hvað sem væri til að bæta það. Ég vissi að vísu að eitthvað var að en samt sem áður var þaðjá- fall fyrir mig þegar Clark sajði mér að hann hefði beðið Sylýiu um skilnað og að honum þæjti leitt að svona hefði farið. Ég tók þetta nærri mér því að ég hafði vonast til að þau yrðu hamingjusöm. En þau voru mjög ólík. Lífsviðhorf þeirra, álit, á fólki og lifnaðarhættir þeirra voru svo gjörólíkir að hjóna- bandið hlaut að mistakast 'Þó bæði reyndu að gera sitt beztá. í apríl fór Sylvia til Nassáti. Hún hélt því enn fram við blaða menn að allt gengi vel og að hún hefði aðeins farið til að líta. á landareign sem þau Clark væru að hugsa um að kaupa. Hún kom heim í maí og nú var orðrómur inn á hvers manns vörum. 31. maí 1951 sótti Sylvia vm skilnað í Santa Monica og dág- inn eftir fór hún í sjóferðalag til Honululu. Þaðan kom hún í á- gúst og settist að á heimili kunu ingja sinna. Clark bað hana tim að koma út á búgarðinn og sækja eigur sínar en hún dró þgð á langinn. Af og til hringdi hann til hennar og minnti hana á þ^ð og hún lofaði að koma næsta dag en hún kom ekki. Þessu fór fram í nokkrar vikur. Ævisaga CLARK GABLE Slóklæðagerð íslands þakkar vinnandi fólki landsins náægjulegt*. samstarf og góð viðskipti. v i Gleðilega hátið Félag íslenzkra rafvirkja óskum til hamingju með daginn. Gleðilega hátíð ; • | J’’ , ... ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. maí 1962 ' f § hafði unnið vjg Wayne Griffen með það fýr

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.