Alþýðublaðið - 04.05.1962, Blaðsíða 3
Kínverjar ræða
við Pakistan
NYJA DELHI og KARACHI,
3. maí. (NTB—REUTER)
HERMENN Indverja í varöstöðv
nm í Ladakh-héraði eru við
öllu búnir ef ske kynni að her-
sveitir frá kínverska alþýðulýð-
veldinu gerðu tilraun til þess að
fjarlæg-ja þá. Þetta var upplýst í
Nýju-Delhi í dag. Kínverjar hafa
hótað því, að ef þrjár varðstöðv-
a,r sem ligrgja að baki landamæra-
línu þeirra, er þeir sjálfir hafa
lagt , verði ekki lagðar niður
muni kínversku hersveitirnar sjá
sig tilneydda til að leggja til at-
lögu og hrekja Indverjana burtu.
Jawahalal Nehru forsætisráð-
herra sagði í indverska þinginu í
dag, að alvarlegt ástand hefði
skapazt vegna úrslitakosta Kín-
verja, sem þeir afhentu í Nýju-
Delhi hinn 30. apríl. Hann sagði,
að indversku hersveitirnar yrðu
kyrrar þar sem þær væru og
mundu ekki flytja sig vegna hót-
ana Kinverja.
Texti kínversku orðsendingar-
innar frá 30. apríl var birtur í
Peking sl. miðvikudag.
í fréttum frá Karachi segir, að
kínverska alþýðulýðveldið og Pak-
istan hafi orðið sammála um að
ákveða með samningum landa-
mæri landanna í von um
Iausn á deilu Indverja og Pakist-
anbúa um Kasmír-hérað.
llWMMMWWWWWWWW
Kunni
Kiljan
utan
bókar
★ FELAGIÐ Sovétríkin—Is-
land efndi til samkomu í Vin-
áttuhúsi í Moskvu hinn 23.
f. m., og var tilefnið sextugs-
afmæli Kiljans.
Á samkomunni gcrðist það
meðal annars, aó' ‘e.ézkur
rithöfundur flutti kafla úr
Sjálfstæðu fólki, og kom á
daginn, hann kunni kaflann
utanbókar. Þá voru ræður
fluttar fyrir minni sltáldsins,
og að Iokum sýi lar tvær
kvikmyndir frá ís’andi, önn-
ur tekin af Rússum en hin af
íslendingum.
Sendiherra íslands í Mosk-
vu var viðstaddur samkont-
una.
WWWWWHWIiMWWIWWWWI
Þetta var tilkynnt í Karachi í
dag. Þegar Kasmír-deilan er úr
sögunni munu samningaviðræður
um formlegan samning Pakistans
og kínverska alþýðulýðveldisins
verða teknar upp að nýju.
Samkvæmt diplómatískum heim
ildum í Iíarachi er tilkynningin
um landamæraviðræður mjög mik-
ilvæg þar eð þessar viðræður muni
enn bæta sambúð landanna, sem
sé betri en nokkru sinni. Indverska
stjórnin hefur mótmælt harðlega
samningaviðræðum Kína og Pak-
istan þar eð þær fjalli um norð-
urlandamæri Kasmírs, þ. e. a. s.
landamæri héraðs, sem sé ind-
MOCH
birtist
óvænt
Genf, 3. maí.
(NTB-Reuter).
UNDIRNEFNDIN, sem starfar í1
vandamálinu um bann við tilraun
um með kjarnorkuvopn, hóf aftur
viðræður sínar í Genf í dag, eftir
fimm daga hlé. Það eru fulltrúar
Breta, Bandaríkjamanna og Rússa,
sem sæti eiga í nefnd þessari, og
ræddust þeir við í hálfa aðra
klukkustund án þess að ná sam-
komulagi um annað en það, að
hittast aftur á þriðjudag í næstu
viku.
U Thant, aðalframkvæmdastjóri
I SÞ, var viðstaddur allsherjarfund-
inn á ráðstefnunni í dag og harm
aði. að ráðstefnunni hefði ekki
tekizt að gera samning um til-
raunabann.
Mesta furðu vakti á ráðstefn-
unni. að Jules Moch, afvopnun-
armáiasérfræðingur Frakka, birt-
ist í salnnm, en að vísu aðeins á
áhevr««ndapöllum. Sæti Frakka á
ráðstefnunni hefur staðið autt síð-
an hún hófst.
-Mooh studdi það sjónarmið
Rús=a. að tæki til þess að flytja
kiarnorkuvonn yrðu eyðilögð, en
það kvað hann upphaflega hafa
veríð franska hugmynd.
verskt yfirráðasvæði. Er sagt, að
landamæravandamálin sé aðeins
hægt að leysa með viðræðum Ind-
verja og Kínverja.
STIKKER HAFNAR
GRIOASÁTTMÁ
Aþenu, 3. maí.
(NTB-Reuter).
DIRK STIKKER, aðalritari sagði
á blaðamannafundi, áður en vor-
Segni sigur-
stranglegur
Róm, 3. maí.
(NTB-Reuter).
ENN tókst ekki að kjósa for-
seta ítalska lýðveldisins í dag. í
ljós kom eftir fjórðu atkvæða-
greiðslu þingmanna fulltrúa- og
öldungadeilda þingsins, að hvor-
úgur hinna tveggja helztu fram-
bjóðenda liafði náð hreinum meiri
hluta, sem tilskilið er.
Segni, fyrrverandi utanríkisráð-
herra, sem er frambjóðandi Kristi
lega demókrataflokksins, fékk 354
átkvæði í fjórðu atkvæðagreiðsl-
unni, og foringi Jafnaðarmanna-
floklcsins, Saragat, 321 atkvæði.
Frambjóðendurnir urðu að fá 428
atkvæði til þess að ná kosningu.
Síðdegis á föstudag verður 5.
atkvæðagreiðslan háð. *Þá verður
einfaldiu- meirihluti látinn nægja.
STIKKER
OAS-árás á 14,
hæð í stórhýsi
Sæmilegur afli
t svik, 3. maí.
EÁTARNIR hafa aflað sæmilega
undan^arna daga, og fengið upp
undir 30 tonn í róðri, en að vísu
hefur fiskurinn verið tveggja nátta.
Bátarnir hafa mokað upp síld.
Einnig hefur veiðzt talsvert af
þorski, og afli handfærabáta hefur
verið sæmilegur.
ALGEIRSBORG og ORAN, 3. maí
(NTB—REUTER)
ÞRJÁR gífurlegar sprengingar
eyðilögðu i dag 14. hæðina í ný-
tízku byggingu í miðhluta Óran,
þar sem stjórn lögreglunnar hefur
skrifstofur sínar. Voru OAS-
hryðjuverkamenn hér að verki,
og sprengingarnar áttu sér stað
tæpum tveimur sólarhringum eftir
að nýi lögreglustjórinn, Rene
Thomas, kom tii Oran að taka við
stöðu sinni.
Alls tíu sinnum áður hafa
sprengjuárásir verið gerðar á
byggingu lögreglustjórnarinnar,
en aldrei eins Öflugar og nú. Ekki
er ljóst hvernig OAS-mönnum
hefur tekizt að koma sprengjun-
um fyrir þar sem byggingarinnar
hefur verið stranglega gætt af
ótta við sprengju tilræði OAS-
manna. Mörg skjöl eyðilögðust í
sprengingunum, og sprungu þau
bókstaflega út um glugga og
vegi í skrifstofu lögeglustjórans
á 14. hæð.
Þrátt fyrir víðtækar öryggisað-
gerðir og húsleitir á stöðum, þar
sem grunur leikur á að OAS-menn
hafi hreiðrað um sig héldu hermd
arverkin áfram í dag. Samkvæmt
opinberum upplýsingum biðu 112
manns bana og 147 sæi'ðust í liin-
um blóðugu hryðjuverkum á mið-
vikudag. Átján manns biðu bana
á fimmtudag, en 13 særðust.
Menn úr alsírska þjóðfrelsis-
hernum myrtu í dag níu Marokkó-
menn, þ. á m. fjögur börn og tvær
konur, þar eð þau neituðu að
hlýðnast skipun FLN um að flytja
burtu frá bóndabæ einum við Sidi
Bel Abbes þegar húsið, sem þau
bjuggu í, var brennt.
AFP hermir, að heilar sveitir
Serkja, sem gegnt hafa herskyldu
í franska hei’num, hafi strokið á
Óran-svæðinu og tekið hergögn
með sér. Einnig er tilkynnt um lið-
hlaupa í Vestur-Alsír, en ekki eins
marga.
fundur ráðherranefndar NATO
hófst í Aþcnu í dag, að það værl
skoðun sín, að griðasáttmáll
NATO og Varsjárbandalagsins
væri ónauðsynlegur.
Andúð aðalritarans á hugmynd-
inni um griðasáttmála munu hafa
vakið reiði ýmissa aðila innan
NATO. Bæði brezka stjórnin og sú
bandaríska eiga nefnilega að hafa
tekið hugmynd þessa upp, og hún
á einnig að vera liður í þeirri skip-
an mála í Berlín, sem Dean Rusk
utanríkisráðherra reynir að fá sov-
étstjórnina til þess að fallast á.
Stikker aðalritari sagði ennfrem
ur, að hann teldi ekki að nein á-
kvörðun yrði tekin um eigin kjarn-
orkuher NATO. — Viðræðurnar
næstu daga munu væntanlega
fæi’a okkur nokkuð áleiðis í dýpri
skilningi á vandamálinu og færa
þar með lausn á þetta mjög svo
erfiða vandamál, sagði lxann.
Sagt er, að brezka stjórnin ei?t
heiðurinn af tillögu um kjarnorku
vopnamál NATO, sem franska
stjórnin muni hvorki styðja né
snúast gegn. Tillaga þessi mun
vera í þrem liðum:
1. Bandaríkin munu veita banda-
mönnum sítium upplýsingar um
birgðir sínar af kjarnorkuvopn-
um í Evrópu.
2. Bandaríkjamenn munu gefa
tryggingu fyrir því, að þeir
muni ráðfæra sig við NATO áð-
ur en beir flytji kjarnorkuvopn
frá Evrópu.
3. Bandaríska stjórnin mun marka
stefnuna varðandi notkun banda
rískra kjarnorkuvopna í vissum
kringumstæðum.
UNNIÐ var að því í gær að
landa úr þeim síldarbátum,
sem lágu í Reykjavíkurhöfn.
Því verki átti að ljúka í gær-
lcvöldi. Flestir bátanna munu
ekki fara út aftur, og fer m. a.
einn í slipp til hreinsunar og
lagfæringar.
Nokkrir síldarbátar voru
að veiðum í fyrradag og fyrri
nótt, og öfluðu þeir sæmi-
lega. Þó er svo komið að
margir bátar stunda ekki veið
ar af ótta við að sitja uppi
með aflann.
mWWtM%WWtWWMMMWWM%tWWWWWWWMW*WM*W*W
Telja Faxa-
síld of dýra
ÁLASUND, 3. maí (NTB)
BLAÐIÐ „Sunnmöre Ar-
beideravis” upplýsir, að það
verði varla tímabært að flytja
síld frá Faxaflóa við ísland
til norskra síldarverksmiðja.
Viðræður hafa farið fram um
málið, en samningsaðiljar
ekki náð samkomulagi. Verð-
ið verður sennilega of hátt
fyrir norsku verksmiðjnrnar.
íslendingar krefjast nefni-
lega kr. 14.50 á hektólítra, og
norsltu verksmiðjunum finnst
það varla borga sig að greiða
svo mikið. Hér við bætast svo
flutningsgjöldin, og þá verð-
ur verðið rúmar 22 kr. Fitu-
magnið í Faxasíldinni er ekki
meira en 6 — 8%, sem er u.
þ. b. það sama og í norskri
vorsíld.
Aftur á móti eru möguleik-
ar fyrir hendi fyrir norska
fiskibáta að veiða í Faxaflóa.
Bátarnir yrðu þá að vera bún
ir kraftblokkum.
WWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWVWtvWWWWMV
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
4. maí 1962 3
1» •