Alþýðublaðið - 04.05.1962, Qupperneq 15
Grace átti lítinn asna sem
Clark hafði keypt handa henni í
Maxíkó. Þegar asninn kom var
hann mjög loðinn og illa hirtur
og þakinn mexíkönskum þym-
um, en viíi elskuðum öll litla
dýrið, sem Grace kallaði
en það var auknefni hennar á
Clark.
A1 Menasco lét útbúa sér-
kennilega grind aftan á jeppann
sinn og Clark komst að þeirri
niðurstöðu að svona ætti jepp-
inn hans líka að vera. Hann
lét líka klæða sætin með skinni
af zebrahesti og eftir það ók
hann um hæðirnar í jeppanum.
Dag nokkurn áður en ég fór
út á búgarðinn, kom nágrenni
minn og varaði mig við eitur-
slöngu sem væri fyrir utan. —
Russ var farinn og ég óttaðist
að annað hvort kötturinn eða
hundurinn lentu í klóm slöng-
unnar, svo ég hringdi í Clark og
bað hann um að koma með
byssuna,
„Eg kem að vörmu spori,“ —
sagði hann.
Hann kom, klæddur eins og
við átti í föt afrískra veiði-
manna — stuttbuxur, barða-
stóran hatt, með byssubelti og
byssu.
„Þarna", sagði ég og benti á
slönguna, sem liafði'hringað sig
upp.
„Eg skal sjá um þetta,” sagði
hann og drap slönguna með
elnu skoti.
MGM hafði sent Clark livert
handritið á fætur öðru og rætt
hafðiV verið um gerð ýmsra
mynda, án þess að nokkuð yrði
úr því. En svo kom George
Chasin frá Twentieth Century
Fox og bað Clark um að leika
í tvéim kvikmyndum hjá þeim
og hann bauð honum 10 prósent
af tekjum félagsins fyrir þær
kvikmyndir í laun.
Þetta var mjög gott tilboð og
hlutverk fyrri myndarinnar —
"Lukkuriddarinn” virtist skrifað
fyrir liann.
Fox samningurinn var undir-
ritaður 12. júlí 1945 og taka
myndarinnar átti að hefjast um
haustið í , Hong Kong. Clark
hlakkaði til að leika í þessari
mynd.
20.
Kay (Kathleen Williams) sem
Clark hafði hitt oft eftir að hann
hafði lokið herþjónustu sinni,
birtist nú aftur á sjónarsviðinu.
Á meðan hafði Kay gifst og skil
ið við Adolph Spreckles II. syk-
urerfingja.
Kay var fimmtán árum yngri
en Clark, mjög fögur, ljóshærð,
dimmblá augu og bráðfyndin.
Hún bjó i Beverley Hills ásamt
tveim börnum sínum Bunker
(Adolph Spreckles III) sem var
sex ára, og Joanie, fjögurra ára.
Þau voru yndisleg börn og Clark
þótti mjög vænt um þau. Clark
Robert Taylor var mikill vinur
Clarks. Hér rabba þeir „saman,
kunningjarnir.
fór oft út með Kay og þegar
hann fór til Hong Kong í byrj-
un nóvember var hún stúlkan
hans.
Susan Hayward sem átti að
leika á nióti Clark í ”Lukkuridd
aranum” komst ekki til Hong
Kong, svo aðeins var hægt að
taka þar þau atriði, sem hún
sást ekki í. Við George Chasin
fórum til Fox kvikmyndavers-
ins til að sjá reynslumyndirnar
sem teknar höfðu verið af
Clark og Susan og þær voru
mjög góðar. Við vonuðum öil að
þetta yrði góð kvikmynd!
Þegar Clark kom til Hong
Kong hringdi hann til mín og
vildi fá að vita hvaða stærð ég
notaði af fötum. Eg var mjög
forvitin yfir hvað hann ætlaði
að gefa mér og lét ekki á mér
standa að segja honum stærð-
ina.
Sum atriðin voru tekin undir
beru lofti og við höfnina. Clark
kynntist litlum kínverskum
dreng, sem hann varð mjög
hrifinn af. Hann færði honum
föt og leikföng daglega. Eg geri
ráð fyrir að hann hefði teldð
drenginn með sér heim, ef hon-
um hefði verið það unnt.
Clark kom til Kaliforníu
fyrir jólin og Kay tók á móti
honum á flugvellinum. Hann
færði henni efni og aðrar gjaíir
frá Austurlöndum, Bunker fékk
líkan gamals skips og Joanie
fékk brúðu, ég fékk fallegan,
svartan kínverskan slopp, sem
klæddi mig mjög vel.
Seinni mynd Clarks fyrir Fox-
félagið, „Hávaxni maðurinn"
var tekin í Mexíkó og fjallaði
um lífið eftir frelsisstríðið með
öllum Indíánunum, búfénaðin-
um og erfiðu loftslagi auk 3ja
manna, sem kepptust um hylli
Jane Russell. Jane lék ekki í
fyrstu atriðunum en hún fór
samt með til að óska öllum góðs
gengis. Hún var í blússu og síð-
buxum og þegar hún kom, vakti
koma hennar mikla athygli. —
Clark kom þetta á óvart, því
enginn hafði þekkt hann, enda
fáir, sem horfðu á kvikmyndir
í Mexíkó á þeim tíma. En ensk-
ur kennari sagði Clark, að at-
hyglin væri ekki af þeim orsök-
um að hún væri kvikmynda-
stjarna, heldur .vegna þess, „að
við höfum ekki oft séð konu í
buxum."
Þessi kennari sagði Clark líka
að nemendur hgns hefði aldrei
heyrt getið um að safna eigin-
handaráritunum frægra manna,
en ef Clark langaði til, skyldi
hann lcenna þeim það! Clark var
fljótur að neita því tilboði!
Clark hringdi oft til mín, því
hann hafði um margt að hugsa.
Honum fannst að Raoul Welsh
leikstjórinn væri maður á rétt-
um stað og hann var mjög á-
nægður með stjórn hans. Hann
var einnig hrifinn af hæfileik-
um Jane. Þau beittu hvort ann-
að ýmsum brögðum og eitt sinn
átti Clark að taka Jane upp og
bera hana að vagni hennar.
Hún faldi fjörutíu pund í fell-
ingum víða kjólsins sem hún
bar
Clark tók hana upp og bar
hana að vagninum og minntist
ekki einu orði á óeðlilega þyngd
hennar. Loks gat Jane ekki leng
ur á sér setið og spurði:
„Var ég ekki þung?”
„Eg gat fundið, að ég hélt á
konu í fanginu, en þung varstu
ekki," sagði Clark riddaralega.
Jane hló, tók fram lóðin og
sýndi honum þau. „Eg skal vera
létt sem fjöður næst,” sagði hún.
„Eg hef aldrei séð Clark reið-
an fyrr en ég kom með blaða-
konu til að tala við hann,“’ —
segir John Clámpbell. „Mér til
undrunar bað hún hann um að
kyssa sig, svo hún gæti lýst til-
finningum sínum. Hann varð
öskuvondur, snérist á hæl og
fór. Mér kom ekki á óvart þó að
hann skildi fara, en reiði hans
kom mér á óvart. „Hvílík ó-
svífni!” sagði hann seinna.
„Mér fannst nú, að annað eins
og þetta hefði komið fyrir hann
fyrr og hann ráðið fram úr því,
heldur John áfram," en þetta
olli honum slíkrar heiði vegna
þess að honum fannst það vera
árás á hann sjálfan, sem mann
og á einkalíf hans. Annars
reyndist mér hann mjög rólegur
og erfitt að koma honum úr
jafnvægi.”
„Lukkuriddarinn” og „Há-
vaxni maðurinn" voru góðar
myndir, en ekki óvenjulega góð-
ar. Peningarnir streymdu inn,
því aðdáendur Clarks voru ó-
teljandi. En vegur hans jókst
ekki með þeim.
Einu sinni enn stóð Clark á
krossgötum. Allir reyndu að
segja honum, hvað hann ætti að
gera, neyddu hann til að lesa
handritin, sögðu honum í hvaða
mynd hann ætti að leika, sögðu
honum að gerast leikstjóri, sögðu
honum að hætta að leika. Það var
einkennandi fyrir Clark að hann
hlustaði á alla og hugsaði svo
málið.
Ég fann þetta líka. Það var
alltaf einhver að koma til mín
og segja: „Af hverju hættir hann
ekki bara? Veit hann ekki að
hann er búinn að vera?” eða
„Clark er of gamall til að leika
elskhuga. Hann verður að fara
að leika skapgerðarhlutverk.
Og enn einu sinni ræddum við
Clark alvarlega um framtíð hans.
Honum fannst sú hugmynd að
.eftir Jean Carceau
hann gerðist leikstjóri furðuleg.
„Leikstjóri!” sagði hann. „Ég
kann ekki einu sinni að leika
ennþá!”^ i
„Ég er staður eins og ásni
Jeanie”, sagði hann svo. „Þess
vegna hefur mér skjátlast.t svo
oft. Ég hef reynt að sigrast á
því. Er ég búinn að vera? Á ég
að hætta að leika?”
„Nei!” sagði ég. „Þú ert ekkl
búinn að vera. Og aðdáendur
þínir munu ALDREI leyfa þér.
að hætta að leika!”
Clark ákvað að stofna sitt eig-
ið kvikmyndafélag ásamt Jane
Russell og Bob Waterfield eigin-
manni hennar og félagið Gabco-
Russfield sá dagsins ljós.
Kvikmyndin „Á Hverfandi
Hveli” var send aftur á markað-
inn nokkrum mánuðum áður en
þetta félag var stofnað og eitt
af kvennablöðum landsins hafði
keppni um vinsælasta kvik-
myijdaleikara ársins, og Clark
vann titilinn með yfirgnæfandi
meirihluta. Jafnvel öfimdar-
menn hans urðu að viðurkenna
að hann væri enn vinsælasti kvik
myndaleikari Hollywood. Nú
streymdu tilboðin að honum!
Kay og Clark voru mikið sam-
an og það kom mér ekki á óvart,
þegar Clark kom inn til mín dag
nokkúrn og sagði: „Jean, ég ætla
að giftast Kathleen. Ég held aS
við verðum hamingjusöm sam-
an.“ 1
„Dásamlegt!” svaraði ég. „Þá
eignastu fjölskyldu”.
„Já”, sagði hann. „Mér þykir
mjög vænt um börnin hennar. —
Ævisaga CLARK GABLE
FJÖLSKYLDUMAÐURINN Gable. Hann giftist reyndar fjór
um sinnum áffnr en lauk. Með síðasta hjónabandinu eignaðist
hann tvö fósturbörn (efri myndin). Neffri myndin sýnir lcikar-
ann á heimili sínu — og býsna ánægðan að bezt verður séð.
I
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. maí 1962 |,5