Alþýðublaðið - 16.05.1962, Síða 10

Alþýðublaðið - 16.05.1962, Síða 10
Ritstjóri: ORN EIÐSSON KR sigraðí Þrótt 2-0 í lélegum leik ÞEIR, sem lögðu leið sína á völl- inn sl. mánudagskvöld, og þeír vorii ekki alifáir, þrátt fyrir storm og kulda, til að sjá leik KR og Þróttar, hafa sjálfsagt fæstir búist við því, að Þróttur myndi standa hinum knattliðugu KR-ingum snúning, sem svo glæsílega „burst- uðu” Val á dögunum, sem áður hafði eftirminnilega sýnt Þrótti í tvo' heimana, í fyrsta ieik mótsins, urðu áreiðanlega fyrir vonbrigð- urd, að þvi er leik KR snerti. Því þrátt fyrir ótvíræðan sigur KR, tvö mörk gegn engu, var leikur liðsins í heild vart svipur hjá sjón, miðað við leik þess gegn VaL KR-ingar skoruðu mörk sín í fyrri hálfleiknum, i byrjun hans VWWWWX Frábær afrek Adrian Matcalfe UM síðustu helgi kepptu Ox- ford og Cambridge í frjáls- íþróttum á White City leik- vanginum. Cambridge sigr- aði í keppninni með 71 stigi gegn 64. Mesta athygli vöktu afrek Oxford stúdentsins Adrian Metcalfe, sem sigr- aði með yfirburðum í þrem greinum. Hann hljóp 100 yds á 9,7 sek. 220 yds á 21,0 (jafnt hans bezta) — og 440 yds á 47,0 sek. Myndin er frá 100 yds hlaupinu. og undir lokin. I þessum hálfleik áttu þeir gegn vindi að sækja og honum allstífum, en þrátt íyrir það sýndu þeir þá, sína beztu kafla í heild. Það var Ellert Schram, sem skor aði fyrra markið, eftir snotran sam leik og góða fyrirsendingu h. út- herja. Skot Ellerts, af vítateigi, fast og öruggt, sendi knöttiim boð leiðis á markið. Þórður Þróítar- markvörður, varpaði sér í veg fyr- ir knöttinn, en of seinn. Knöttur- inn þaut undir hann og ihn. Var nú almennt búist við, að þegar KR „væri komið í gang” fyrir fullt og allt, yrði um mikið marka- regn að ræða, þegar svona tækist til áður, en hin sókndjarfa fram- lína KR væri búin að „hita upp”. En þrátt fyrir allt og oft harða sókn frá KR, tókst ekki að bæta marki við, fvrr en stuttu fyrir leik hlé, eða á 40. mín. Það var v. út- hcrjinn, hinn bráðefnilcgi Sigþór Jakobsson, sem skoraði úr nær ó- skothæfri stöðu, frá endamörkum, en hann hafði heppnina með sér, knötturinn kom í mið-framvörð Þróttar og hrökk af honum og inn. Þróttur átti í þessum hálfieik nokkrar sóknarglætur, en ekki tókst þó að nýta þær. Hörkuskot af alllöngu færi frá Hauki, úr sendingu Axels Axelssonar, sendi knöttinn yfir slá, og skömmu síð- ar mistókst Hauki aftur, en úr betra færi. Þá komst h. úth. eitt sinn inn fyrir en var of seinn, dró af sér, svo Heimir var fyrri til og bjargaði með úthlaupi. Drengjab í Reykholtí AKVEÐIÐ hefur verið að starf- rækja sumarbúðir að Reykliolti í Borgarfirði fyrir unglinga á aldr- inum 10—14 ára. Að rekstrinum standa íþróttabandalag Akraness, Ungmennasamband Borgarf jarðar og Héraðssamband Snæfells og Hnappadalssýslu. Haldin verða tvö námskeið, standa þau bæði yfir í 40 daga. Fyrra námskeiðið hefst 13. júni, stendur til 23. júní síðara nám- skeiðið hefst 25. júní, stendur til 7. iúlí. Forstöðumaður sumarbúðanna verður Sigurður Helgason skóla- stjóri í Stykkishólmi og kennari á- samt honum verður Helgi Hannes- son sundlaugarvörður á Akranesi. Ráðskona hefur Verið ráðin Stein- þóra Steinsdóttii-, með nenni mun starfa tvær stúlkur. Þá hefur ver- ið ákveðið að á hvoru námskeiði verði ráðnir tveir 16 ára ]<iltar, sem verði kennurunum til aðstoð- ar með því fyrir augum að þeir fái þiálfun sem unglingaleiðbein- endur. Sumarbúðirnar verða reknar í fyrirmynd Solmabúðanna í Her- egi, sem eru fullkomnustu tírengja búðir þar í landi. Sigurður Helga- son dvaldi þar eitt sumar fyrir nokkrum árum og kynnti sér starf semina rækilega. í sumarbúoun- um verða drengjunum kennd leik- fimi, sund, knattspyrna og frjálsar íþróttir auk þess verður farið mcð þá í gönguferðir um nágrennið. — Drengjunum verður séð fyrir lækn isskoðun. Allar upplýsingar varðandi nám skeiðið munu þeir veita, Sigurð- ur Helgason skólastjóri í Stykkis- hólmi og Guðmundur Sveinbjörns son skblastjóri í Stykkishólmi og Guðmundur Sveinbjörnsson for- maður íþróttabandalags Akr'aness. Umsóknir skulu liafa borizt fyrir 1. júní og sendast til iorstöðu mannsins Sigurðar Helgasonar. — Umsókriurn skal fylgja meðmæli skólastjóra eða kennara. IIEIMIR hefur ekki fengið á sig mark í mótinu. Almennt var búist við að KR myndi í síðari hálfleiknum ná al- gjörum tökum á mótherjunurn og láta þá „kenna aflsmunar”, að því er til hinnar almennu leiktii og knattspyrnugetu tæki. Vindurinn, sem þó hafði nokkuð lægt, var þeim og hagstæður. En þar var sem þróttarar kæmu margefldir út á völlinn, eftir hlé- ið. Hver einstakur leikmaður barð- ist ótrauður og af dugnaði. Sóttu þeir fast, að mótherjunum og unnu þeim ekki stundargriða, til að byggja upp samleik. Riðlaðist nú mjög KR-liðið og náði eiginlega aldrei neinum tökum á leiknuin. FramL. á XI. tiíðu er í kvöld í GÆR skýrðum við frá því, að námskeið ÍR myndi hefj- ast á mánudag, en það var rangt. Það hefst á Melavell- inum kl. 4 í dag og er bæði fyrir drengi og stúlkur. Leið beinandi er Ilöskuldur G. Karlsson ásamt beztu frjáls- íþróttamönnum félagsins. Bæjarkeppni Rvík og Akraness frestað BÆJARKEPPNl Reykjavíkur- Akraness hefur verið frestað, en megin ástæðan eru meiðsli þriggja af beztu liðsmönnum Akurnesinga, Þórðar Jónssonar, Jóns Leós og Helga Hannessonar. Ekki hefur verið ákveðið, hvenær keppnin fer fram. Björgvin 60,75m. ★ UM SÍÐUSTU helgi gekkst IF Bromma fyrir móti á Stora Moss- en í Stokkhólmi. Björgvin Hólm tók þátt í spiótkasti og sigraði | með 60,75 m. kasti. Bezta afrek mótsins var 52,02 m. í kringlukasti lijá Lars Ilaglund. Urslitaleikur frönsku bikar- keppninnar fór þannig, að Saint j Etienne sigraði Nancy með 1 marki gegn engu. — Leikurinn fór fram í París og meðal áhorf- enda var de Gaulle. ★ Hér eru úrslit í þrem leikjnm Mitropa-bikarkeppninnar, sem er nýhafin. Bologna, Ítalíu, sigraði Rauðu stjörnuna, Belgrad með 2 mörkum gegn 1. Atlanta og MTB frá Búdapest gerðu jafntefli 0 — 0. Juventus vann Dynamo, Zagreb með 4 — 1. I þessari keppni taka þátt lið frá Suður- og Mið-Evr- ópu. N Y L E G A birtist viðíal við fyrrverandi heimsmet- hafa, Tékkann Emil Zatopek í pólska blaðinu Polytika um hið brennandi spursmál, at- vinnu- og áhugamennsku í íþróttum. Zatopek er berorður mjög í viðtalinu og segir m. a.: „Á- hugamennska í flesium keppnisíþróttum er ekkert annað en skopleikur, sein fyrir löngu ætti að vcra bú- ið að afnema”. Zatopek gagn rýnir þá venju í V-Evrópu, að greiða afreksmönmun fyrir þátttöku í mótum. — Hann vill, að hið opinbera greiði kaup. — Það er sómi sérhverrar þjóðar að eiga afreksmenn í íþróttum og þessvegna er það skylcla að styðja þá og styrkja, segir Zatopek. Það er rætt um þetta við- tal í langri grein í sænska í- þróttablaðinu og á þaö heiii þróttablaðinu og á það bcnt þar, að pólska ríkið leggi fram upphæð, sem svarar til rúmlega 800 milljónum ísl. kr. til styrktar afreksmönn- um eingöngu. Svíarnir leggja fram þá spurningu, hvernig þeir geti þreytt keppni yið íþróttamenn þjóða, sem þannig er búið að. En ^hvað getum við þá sagt? ■16. maí 1962 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.