Alþýðublaðið - 20.05.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.05.1962, Blaðsíða 3
Framhald af 1. síðu. sinni, sé ekki stærri en svo, að hann hafi næg'janlegan ótta af kjósendum sínum og umbjóðend- um, ótta sem verði meirihlutan- um hvatning til frekari dáða og framtaks í málefnum borgarinn- ar. Þetta eitt er þó ekki nægjan- legt. Ef vel á að farnast, þarf að vera fyrir hendi í borgarstjórn- Inni jákvæð andstaða, sem fær er um að veita ráðandi meirihluta nauðsynlegt aðhald og hvetja hann til góðra verka. Sú andstaða þarf að vera það sterk, að meiri- hlutinn sjái sig tilneyddan að taka tillit til hennar þannig, að henni takizt að vinna að bættum stjórn arháttum. Miðað við núverandi flokkaskip an er einn flokkur fær um að gegna þessu mikilvæga hlutverki, þ. e. Alþýðuflokkurinn. Keyk- víkingar þurfa því að veita Al- þýðuflokknum aukið brautar- gengi í kosningunum 27. maí. Jóhanna Egils dóttir ræddi m. um Bæjarútgerð- ina, leikvellina, barnaheimilin og einnig drap hún nokkuð á lista bindindismanna. Jóhanna sagði,' að efla þyrfti Bæjar útgerð Reykja- víkur. Hún hefði oft áður veitt stórum hóp manna atvinnu. Og eins gæti verið nú. Sérstaklega þyrfti nú að auka atvinnu fyrir konur og unglinga. Jóhanna sagði að stórauka þyrfti þá starfsemi, sem rekin væri fyrir börnin, þ. e. koma upp fleiri barnaheimilum bæði dagheimilum í Reykjavík og sumardvalarheimilum utan Reykjavíkur. Jóhanna vék að H- listanum, lista bindindismanna. Hún sagði, að enda þótt hún væri bindindiskona, mundi hún ekki eyða atkvæði sínu á þann lista, enda fengi sá listi engu um þokað í áfengismálunum. Jólianna sagði að ef ástandið í áfengismálunum væri slæmt, en hún kvað það vera sína persónulegu skoðun, að hið eina er dvgði til úrlausnar væri algert bann. Páll Sigurðsson þriðji maður A- listans ræddi heilbrigðism álin. Hann sagði, að borgarstjórn þyrfti að skipu- leggja stórbætta læknisþjónustu í bænum og koma á hverfaskiptingu til þess að almenningur gæti fengið hetri læknisþjónustu en liann ætti nú völ á. Páll sagði, að borgarstiórn Reykjavíkur hefði ekki komiíV siúkrahúsmálum höf- uðstaðarins í hað horf, að viðun- andi mæt.ti teliast. Enn væri ekk- ert sjúkrahús til sem borið gæti nafnið borgarsnítali 1 '*■ vísu væri slíkt s.iúkrahús í s*-f'’iin, — en seinagangur á b--g!«gu þess hefði verið mikill til óbætanlegs sjóns fvrir hæiarbúa. Páll sagði, að AlþvSoflokknrinn bæri fram við horearst.iórnarkosningarnar róttækar tillögur um endurbætur í heilhrigðismálum höfuðstaðar- ins. Hann sagði, að ef kjósendur kynntu sér þessar tillögur Al- þýðuflokksins og létu skynsemina ráða við kjörberðið 27. mal mundi Alþýðuflokkurinn áreiðanlega stórauka fylgi sitt. EArnbjörn Krist- insson prent- smiðjustjóri tal- aði næstur. Hann sagði að í vænt- anlegum borgar- stjórnarkosning- um hefði Alþýðu- flokkurinn mikla möguleika á því að verða næst stærsti flokkur höfuðstaðarins og stærsti andstöðuflokkur Sjálf- stæðisflokksins. í þingkosningun- um 1959 um haustið hefði Alþýðu flokkurinn fengið tæp 6000 atkv. en kommúnistar 6540. Munurinn hefði aðeins verið 600 atkvæði og miklir möguleikar væru því fyrir Alþýðuflokkinn nú að skjóta kommúnistum aftur fyrir sig. ' Eyjólfur Sig- ,.._ urðsson, form. EUJ í Reykjavík ' tala3i næsiur- - ***%£ Hann ræddi um ■ að bæta þyrfti að stöðu æskunnar í llll höfuðborginni. # I Sérstaklega sagði ' M Eyjólfur, að borg- arstjórn þyrfti að láta húsnæðisvandamál unga fólksins til sín taka og reisa ó-1 dýrar leigu og söluíbúðir fyrir hina ungu. Eyjólfur sagði, að það væri einnig mikið vandamál að útvega unglingunum er nú kæmu úr skólunum vinnu, og það mál yrði borgarstjórn að láta meira til sín taka en áður. Þá sagði Eyjólfur að stórauka þyrfti verk- lega kennslu í unglinga- og gagn- fræðaskólum borgarinnar. ÍtJPTÍF^it ' Tryggvi Péturs ”1 L/ son ræddi hús | næðismálin og £ • i sagði, að gera 'í’ ' að útvega fólki B|| / * ódýrari íbúðir. Benti, Tryggvi ,á » aö húsnæðis- Æ kostnaður væri mun stærri hluti af útgjöldum manna hér en í í nágrannalöndunum og ástæðan væri sú, hversu lán væru óhag- kvæm hér. Sagði Tryggvi að AJ- þýðuflokkurinn mundi berjast fyrir því, að bæta úr þessu. — Tryggvi sagði, að flest mannrétt- inda og mannhelgismál okkar liefðu fyrst verið reifuð af Al- þýðuflokknum. Sagði liann, að hin mörgu og góðu mál, er Alþýðu- flokkurinn hefði knúið fram ætti að örva flokksmenn til nýrra á- taka. BSoffía Ingvars- dóttir, sem skip ar annað sæti á A-listanum, tal- um ýmis félags- sagði, að borgar stjórn Rvíkur yrði að láta til sín taka. Sagði Soffía, að borgar- stjórn yrði að bæta aðbúnað barna í Reykjavík, sjá fyrir fleiri leikvöllum og barnaheimilum. En einnig sagði Soffía, að borgar- stjórn þyrfti að gera eitthvað fyr ir gamla fólkið. Það þyrfti að láta því í té heimilisaðstoð, svo að það gæti búið út af fyrir sig, ef það kysi það fremur en að fara á elliheimili. Soffía sagði, að borgin þyrfti ætíð.að hafa í sinni þjónustu margar hjálparstúlkur, sem látið gætu í té heimilisað- stoð, þar sem hennar væri þörf. BBenedikt Grön- dal ræddi eink- um um skipulags- mál. Hann sagði, , - ;s. q.. í tæku breytingar, ''ifr sem gera þyrfti tVÉíJ‘ '*??'■”',£ * til þess að skapa borg framtíðar- innar, það þyrfti að breikka götur og ryðja burtu gömlum húsum. En hver á að greiða þær milljónir, sem slíkar breytingar kosta? spurði Benedikt Gröndal. Útsvarsgreiðendur? Benedikt Gröndal sagði, að til þess að standa straum af þeim mikla kostnaði, er skipulagsbreyt ingarnar kostuðu, yrði að skatt- leggja fasteignir, sem hækkað hefðu í verði vegna staðsetningar á mikilvægum stöðum. MUMWMMHmUMMMMIH aHelgi Sæmunds- ur. Hann sagði m. a. að senda þótt við bæjarstjórn- arkosningar væri oft talað um mörg dægurmál, hefðu jafnaðarmenn við þær kosning- ar sem aðrar framtíðartakmark sitt í huga, þ. e. að koma á jafnaðarstefnunni. Helgi sagði, að jafnaðarmenn legðu höfuðáherzlu á manninn og velferð hans. Hvorki mætti hefta hans andlega frelsi né efnahags- Iega. Gylfi Þ. Gísla- son ráðherra var siðasti ræðumað- ur kvöldsins. Hann sagði m. a. að það værl ein- kennandi fyrir stjórnmála- ástandið nú, að Framsóknar- menn væru orðn- ir ákafari gegn ríkisstjórninni en jafnvel kommúnistar sjálfir. — Kommúnistar væru fremur daufir þessa dagana, enda væri það eðli- legt, svo miklum áföllnm sem stefna þeirra hefði orðið fyrir undanfarin ár. En Framsóknar- menn væru haldnir taumlausri valdagræðgi og vildu fella ríkis- stjórnina hvað sem það kostaði. Gylfi sagði, að í borgarstjórnar- kosningunum þyrfti sú sókn Al- þýðuflokksins, er hafizt hefði 1959 að halda áfram. Og hún gæti haldið áfram, því að allir sem vildu votta ríkisstjórninni traust en jafnframt fá skynsamlegar úr- bætur í bæjarmálum, gætu kosið Alþýðuflokkinn. A-SÓKN í A-LISTINN í Hafnarfirði efndi til kosningafundar í Bæjarbíó sl. fimmtudags kvöld. Ellefu stuttar ræður voru fluttar og Lúðrasveit Hafnarfjarðar Iék í fundar byrjun. Bæjarbíó fylltist af fólki og kom greinilega 1 ljós á fundinum sóknarhugur þess og vilji til að gera sigur A1 þýðuflokksins í Hafnarfirði sem mestan. Myndin er frá hitium þrótt mikla A-listafundi í Bæjarbíó Danir gefa Framhald af 16. síðu. Danska herforingjaráðið hóf þríhymingamælingu hér á landi árið 1900. Var mæling þessi ætluð sem grundvöllur fyrir kort af ís- landi á mælikvarðanum 1:100,000. Verk þetta stóð óslitið, þar til heimsstyrjöldin skall á, árið 1914. Féll þá verkið niður allt til árið 1919, en var svo tekið upp aftur á árurnun 1919-1920. Aftur féll það niður þar til 1930, að haf- izt var handa að nýju og var því að fullu lokið árið 1939, þá á veg um hinnar nýju dönsku landmæl- ingastofnunar. Ágúst Böðvarsson benti á, að hér er um að ræða undirstöðuna undir kortagerð á íslandi, sem færist í hendur íslendingum smátt og smátt og þessi gjöf er því í senn hagnýt og sögulega mikilsverð. Barnadagur í Hafnarfirði! BARNADAGUR Dagh-imil isins í Hafnarfirði er í dag og hefjast hátiðahöldin með skrúð göngu frá Bæjarbíól kl. 2 e.h. Lúðrasveit drengja mun leika fyrir göngunni. Skemmtun verður í tíæjar bíói kl. 3 e.h. Verður þar margt til skemmtunar, upp lestur, söngur, hljómlist o. m. fl. Kvikmyndasýning verður um kvöldið í Bæjarbiói. Merki dagsins verða seld allan daginn í bænum. Verða þau afhent í dag fyrir há degi sölubörnum í skóvinnu stofu Elíasár. Er skorað á Hafnfirðinga að styrkja dagheimilið með því að kaupa merki og sækja skemmtanirnar. KOSNINGASKRIF- STOFUR A-LISTANS REYKJAVÍK Fulltrúaráð Alþýðuflokksins f Reykjavík hefur nú opnað flestar umdæmisskrifstofur sínar i Reykja vík. Eru þær sem hér segir: Austurbæjarskólinn og Miðbæj arskólinn: Alþýðuhúsið (efstu hæð) (efstu hæð). Sími 20213 Laugarnesskólinn: Datbraut 1 Sími 38095 Melaskólinn: Kvisthaga 1 (opn. uð á þriðjudag) Sími 19041 Langholtsskólinn: Laugarásvegl 29 (efri mæð). Simi 38097. Umdæmisskrifstofurnar eru opn ar kl. 5-10 e.h. Hverfisstjórav i himun ýmsu umdæmum eru beðnir að mæta á umdæmisskrifstofum sínum annað kvöld (inánudag) kl. 8.30 e.h. Hverfisstjórar í Mela skóla og Breiðholtsskóla mæti i skrifstofum Alþýðuflokksins í Al- þýðuhúsinu ncma annað verði til kynnt áður. Auk hverfisstjóranna er nauðsynlegt að starfsfiólk á kjördegi og alþýðuflokksfólk • mennt komi á umdæmisskrifstof urnar á mánudagskvöldið og úti alla vikuna. ALÞYÐUBLAÐIÐ - 1962 20. maí 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.