Alþýðublaðið - 20.05.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.05.1962, Blaðsíða 2
JRltstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu S-7IO. — Áskriftargjald Kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. ■i- . ; . .. •; ••'.■' , V; ■ Húsin við Lækjargötu t ÞAÐ VAKTI jþjóðarathygli í fyrrasumar, þegar Seðlabankinn keypti húseignina Lækjargötu 4 fyr ir liðlega 10 milljónir króna og hækkaði með einu pennastriki allt lóðaverð í miðbænum. Þessi eign var metin til stóreignaskatts fyrir fimm árum á 1,5 milljónir, og er því hreinn gróði eigendanna yfir 8 milljónir króna. Næstu hús fyrir sunnan eru Lækjargata 6A og 6B. Þau hús verða að hverfa eftir fá ár tii að Kirkju stræti geti náð út í Lækjargötu. Samkvæmt núver andi verðlagi þarf bærinn að greiða af útsvörum borgaranna að minnsta kosti 10 milljórnir króna til að koma því skipulagi fram á sama tíma sem hús eigendur hirða yfir 8 milljónir í gróða af næsta húsi. Þetta fjármálakerfi á ekki skylt við neitt réttlæti og er í algeru ósamræmi við félagslegan hugsunar hátt mikils meirihluta íslendinga. Þess vegna verð ur að setja þau lög, að ekki minna en helmingur af yerðhækkun selda fasteigna renni beint í skipulags sjóð, sem notaður er til að greiða kostnað við það sama skipulag, sem gefur fasteignunum hið háa verð. Hingað til hefur aldrei verið hægt að koma þessu í lög. Hin óbeinu, þöglu áhrif peningamanna hafa alltaf getað teygt krumluna inn á Alþingi til að eyða málinu hljóðalaust. í Reykjavík hefur Sjálf- stæðisflokkurinn haldið vemdarhendi yfir þessu stórfellda lóðabraski og ausið úr sjóðum bæjarins til að tryggja stórfyrirtækjum og stofnunum lóðir í nýjum bverfum í stað þess að láta þessa aðila 'hyggja upp'gamla bæinn. Allt hefur þetta kostað Reykvíkinga milljónir á milljónir ofan —en hinir fáu lóðaeigendur hafa hirt milljónagróðann. Eins og almannatryggingar eru til þess að færa fé frá þeim, sem eru aflögufærir, til hinna, sem eru þurfandi, hefur lóðabraskið haft öfug áhrif. Það veldur stórfelldum flutningi á fé frá almenn- ingi, sem borgar útsvörin í Reykjavík, sem á sjóði Seðlabankans og slíkra stofnana, til hinna fáu lóða eigenda. Þarna er straumur peninga í öfuga átt, straumur sem gerir hina ríku ríkari án nokkurrar fyrirhafnar og á kostnað almennings. Þennan straum hefur meirihlutinn í borgarstjórn Reykja víkur svikizt um að stöðva. Þessi ástæða ein er nægileg til þess, að Reykvík ingar eiga að veita Sjálfstæðisflokknum í borgar- stjórn sterkt aðhald. Hann verður ekki felldur frá meirihluta í þessum kosningum, en með því að < fla ábyrgan og lýðræðislega-n andstöðuflokk í ■ iorgarstjórninni mundi Sjálfstæðisflokkurinn : eyðast til að haga stefnu sinni meira í samræmi i ið hagsmuni fjöldans en hann hefur tíðum gert. Lögreglumaður svarar Mánudagsblaöinu í MÁNUDAGSBLAÐINU dag- settu 21. þ. m. og sem verið er að selja á götum Reykjavíkur í dag er á forsíðu árásargrein á lög- regluna um næturárásir á reyk- vískra borgara. í undirfyrirsögn er sagt, að lögreglumenn fremji ferleg brot, handtaki saklausa borgara og ,,saki“ þá um „meint áfengiskaup“. Grein þessi er mjög rætin í garð lögreglu- manna og það efnij sem þar er tekið til meðferðar, er rangfært og mistúlkað á svo freklegan hátt, að óhjákvæmilegt er að því sé svarað. Enginn verður sakaður um á- fengiskaup. Það er hverjum manni heimilt að kaupa áfengi hevnær sem er, af hverjum sem er og á hvaða verði sem er. Kaup andi áfengis, sem ólöglega er selt, er aðeins kvaddur til sem vitni í máli gegn þeim er seldi og þegar lögreglan óskar eftir vitnisburði, er borgarinn skyld- ugur til að svara og skyldugur til að segja satt og rétt frá. Það er gagnrýnt í blaðinu, að lög- reglumenn skuli vinna störf sín óeinkennisklæddir, en því er til að svara, að mörg afbrot sem framin eru að næturlagi eru þess eðlis að þau verða síður upp lýst af lögreglumönnum í ein- kennisfötum. Má þar nefna leyni vínsölh auk þess, sem þjófnaðar mál og innbrot verða síður upp lýst ef verðið laganna klæðast einkennisfötum. Rannsóknarlögreglumenn eru óeinkennisklæddir og er óþarfi að skýra frekar nauðsyn þess. í nefndri Mánudagsblaðsgrein, er sagt frá því, að tveir farþeg ar úr leigubifreið, hafi verið teknir á lögreglustöðina vegna „meintra áfengiskaupa“. Forsaga þess máls er þessi: Óeinkennisklæddir lögreglu- menn veittu athygli tveim mönn um, sem virtust vera að leita ein hvers við stöðvarhús Hreyfils við Kalkofnsveg. Þeir töluðu við ökumenn, sem komu og fóru en gengu loks á brott. í því bar að leigubifreiðina R-7380. Þeir stöðvuðu hana, höfðu tal af öku manni um framrúðu og settust inn í bifreiðina, þó að farþegi væri fyrir í henni. Síðar kom í ljóst, að mennirnir þekktu hvorki farþega eða ökumann. Ökumaðurinn, ICristján Jónsson, ók nú skemmtu leið heim til sín að Brekkustíg 6. Hann fór inn og kom strax út aftur. Skömmu síðar tóku lögreglumennirnir hann tali og farþega hans og kom þá í ljós að í bifreiðinni voru fjórar flöskur áfengis, þar af tvær undir framsæti. Vegna ósamhljóða framburðar, tóku yf irheyrzlur alllangan tíma. • Mál þetta þarf ekki frekar að útskýra, en það var sent yfirsaka dómara til framhaldsrannsóknar. Frá 1. júlí 1960 til dagsins í dag, hefur lögreglan í Reykja- vík sent 180 kærur á hendur rúm lega 100 leigubifreiðastjórum fyrir brot á Áfengislögunum. Sumir hafa fengið allt að sjö kærum. Af þessu sést að mikið hefur verið um þessi brot, þó að lögreglan hafi hvergi nærri getað sinnt þessum málum sem skyldi. Það þarf að gerá meira en kæra leynivínsala og dæma. Það þarf að kom í veg fyrir að þeir grípi strax til fyrri iðju, er þeir hafa lokið við útttekt dóms. Stöðvarstjórarnir þurfa ' að framfylgja þeim ákvæðum, sem leigubifreiðarstjórar hafa sett, en það cr að þeir missi stöðvarréttindi, sem dæmdir eru fyrir leynivínsölu. Það er stað- Framhald á 14. síðu. Mæ&rablómið MÆÐRABLÓMIN verða seld á morgun að venju á þessum degi. Allur ágóði af sölu mæðrablóm- anna rennur í sjóð, sem notaður er til reksturs sumardvalarheimili mæðra í Hlaðgerðiskoti í Mosfells- sveit. Börn, sem selja blómin fá sölu- laun, og blómið kostar 10 krónur eins og áður hefur verið. Mæðrastyrksnefnd er skipuð þessum konum: Jónína Guðmundsdóttir, form. Svava Mathiessen, Guðfinna Jóhannsdóttir. ’ TJOLD margar stærðir, úr hvítum og mislitum djúk, með vönduðum rennilás. SÓLSKÝLI SVEFNPOKAR BAKPOKAR VINDSÆNGUR margar gerðir SÓLSTÓLAR margar gerðir GARÐSTÓLAR GASSUÐUÁHÖLD (proþangas) FERÐAPRÍMUSAR SPRITTTÖFLUR POTTASETT TJALDBORÐ TÖSKUR m/matarílátum picnictöskur) TJALDSÚLUR úr tré og málmi TJALDIIÆLAR VEIÐISTÍGVÉL VEIÐIKÁPUR, ný tegund FERÐA og SPORT- FATNAÐUR alls konar. Geysir h.f. Vesturgötu 1. VorsS er komið Sumaríöt Síakir jakkar Síakar buxur Ensk Þýzk Islenzk Japönsk fataefni Sauraum eftir máli 2* 20. maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.