Alþýðublaðið - 25.05.1962, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 25.05.1962, Blaðsíða 9
H M < ] 'iin að halda upp á tveggja ára brúðkaups þekkið þau ekki af myir'dinni, þá getum ví að þetta eru þau Anthony Armstrong ét konan hans. Myndin er tekin á sunnu- ru þau í kirkju og síðan brugðu þau sér óli, eins og hér má sjá. Litlu munaði að hjólið fór óvænt ofan í holu á veginum, 3 frúarinnar lítið eitt upp. Sennilega er "atækjum en mótorhjólum, blessunin rnj- 'Upi). ir til að hafa hér eina átt, kkjuskap h. Sam- yfirvald. búar í ár neira en er sam- stjórnar- srgaryfir- . geta til Lrið 1956 rekka á inberlega fa tökin iskasafns- /í yfir að srðið sjó- verið hert mjög. En það virð- ist allt bera að sama brunni, fólki kemur ekki til hugar, að taka þetta bann alvarlega, og allir virðast hafa einhver ráð með að • útvega sér drykkjarföng þrátt fyrir það. HIMMMHMMWMMMMMV Sko þann Iitla, hann hefur komið sér ve! f>TÍr milli fóta lífvarðarins. Senni- !ega hefur ljósmyndarinn fengið drenginn til að stilla sér þannig upp, og smelit svo af. Lífvarðar- greyið hefur ekkert getað aðhafst, hann stendur tein réttur og lætur sem hann sjái ekki hvað fram fer. enda ekki víst að hann sjái það, við sjáum ekki betur en að húfan skyggi yfir augun að einhverju leyíi að minnsta kosti. Svo ber líka að hafa það í huga að þessir fuglar megi helzt ekki hreyfá sig nema líf þeirra liggi við; ekki er þó hægt að sjá að manngreyið sé þarna í beinni lífshættu a. m. k. tum, ung- •á 35—65 stur Pak- 5í tiltölu- fuglsungi >að borða álf á dag. ringarsér- Hafa hundar fjarskynjun? MAÐUR NOKKUR tók hund sinn mcð sér x fei’ðalag frá Boui'nemouth í Englandi til norður Walés, alla leiðina horfði hundurinn stöðugt út um bíirúðuna. Seinna fór hús bóndi hans að velta því fyrir sér hvort hundurinn hefði vqrið að festa landslagið sér í minni. Skömmu síðar reyndi hundurinn nefriilega að ganga alla leið til baka, það voru hvorki meira né minna en rúmir fjögur hundruð kíló- metrar. Hann gekk í tíu daga en þá gafst hann upp. Góðhjartað fólk fann hann og kom honum til dýralæknis, og að síðustu komst hann aftur til eiganda síns. Þótt hundurinn hefði ekki séð landslagið nema einu sinni, og úr bíl á hraðri ferð, þá var hann alveg á réttri leið þegar hann fannst. Engum hefur enn tekist að sýna fram á hvernig stendur á þessari - ótrúlegu ratvísi hundanna. Hundur einn í Bandaríkj- unum gekk þar yfir þvert meginlandið á.eftir húsbónda sínum. Sfi vegalengd mun vera rúmlega átján þúsund kílómetrar. Eigandi hunds- ins lagði upp í þessa löngu gönguferð frá Boston og skildi hundinn eftir hjá fjölskyldu sinni. Hundurinn saknaði hús- bónda síns, svo að hann lagði af stað á eftir honum. Það tók hundinn níu mánuði að finna húsbónda sinn og urðu þeir síðan samferða til baka. % Sumir vilja halda því fram, að hundar hafi einskonar fjarskynjun, sem geri það að verkum að þeir séu svo rat- vísir. En ekki virðist það sennilegt ef við athugum eftir farandi sögu: Fjölskylda nojckui’, sem átti hund, fór frá Oklahoma til Californiu, þar týndist hundurinn og gaf fjölskyldan upp alla von um að finna hann aftur. Þegar fjölskyldan kom aftur fluttu þau í nýtt hús i öðrum borg- arhluta. Skömmu eftir að þau fluttu kom hundurinn til baka, gn hann kom ekki til hins nýja heimilis fjölskyld- unnar heldur að gamla hús- inu þeirra. Hann hafði á tæp- um mánuði farið vegalengd, sem er meira en eitt þúsund mílur og orðið að fara yfir fjöll, og eyðimerkur. Hefði þessi hundur verið gæddur fjarskynjun, eins og sumir vilja halda fram, þá hefði hann átt að fara til hins nýja heimilis fjölskyldunnar, en það gerði hann ekki eins og áður er sagt. R GRÆNLANDSJÖKULL? raunaboi’- xykkt íss- :rðar með a, og er rjú hundr etlunin er þrír kíló- að ná því með fullri vissu, hve djúpt er hægt að bora -þarna. Ýmsir gizka á að íshellan sé um tveir kílómetr- ar á þykkt en enginn veit þó' um það með vissu. Er það hald manna að þegar niður úr íshellunni kemur, taki annaðhvort við klappir eða bræðivatnshaf. Ef svo er, þá mun þetta bræðivatn vænt- anlega spýtast upp með mikl- um þrýstingi, vegna fargsins, sem á því hvílir. Þótt það verði gaman að fá að vita hvað leynist undir ís- hellunni, þá er það ekki til- gangurinn með borununum. Heidur á að reyna, með því að rannsaka borkjarnana, að verða einhverju nær um ald- ur jarðar. Borkjarninn er um það bil tíu cm í þvermál, og um leið og klakastykkin koma úr bornum, eru þau sett í vandaðar umbúðir og síðan send til Bandaríkjanna þar sem þau verða rannsökuð mjög vandlega. Vonast menn eftir að nú verði hægt að segja til um með nokkurri ná- kvæmni, hvenær ísöld lauk. Þessar tilraunir fara fram á vegum verkfræðingadeildar bandaríska hersins. Og fáum við væntanlega síðar að heyra hvér árangurinri af þeim verður. Klæðist CONFEX prjónafatnaSi úr — Baðmull — — alull — — uilarblöndu Höfum einnig mikið úr- val af: Nærfötum Vtri fatnaði fyrir: Karlmenn Konur Börn Leitið upplýsinga . lijá, ROMANOEXPORT 4 Piata Rosetti, Bueha- rest — RUMANIA Sím nefni: Romanoexport- Bucharest. Telex: 00259 Alþjóðasími: 97 ROMANOEXPORT • UCHA»li» *UHAN-A Nemendasamband Kvennaskólans í Reykjavík heldur kvöldfagnað í Klúbbnum miðvikudaginn 30. mai kl. 19,30. , Góð skemmtiatriði. Aðeins fyrir eldri og yngri nemendur. Miðar afhentir í Kvennaskólanum mánudaginn 28. og þriðju daginn 29. maí. kl. 5-7. Fjölmennið. Stjórnin. VUESE LINE-FÓÐ URÉFNI svart- og hvítt fyrirliggjandi. Kr. Þorvaidsson & Co. heildverzlun Grettisgötu 6 — Sími 24478. Austurstræti 14, — Sími 14260 Nykomið mikið úrval af töskum Nýjustu ggrðir Nýjustu litir Póstsendum um allt land ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 25. maí >1952 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.