Alþýðublaðið - 25.05.1962, Síða 15
sem eru harðir eru ferhyrnd-
ir.f?
Tatiana muldraði þakkir síu-
ar. Hún valdi kringlóttan mola.
Það mundi vera auðveldara að
gleypa liann. Munnur hennar
var þurr af ótta við þá stund, er
hún sæi gildruna og finndi hana
lokast um hálsinn á sér. Það
var eitthvað voðalegt, úr því að
það þurfti að leyna því með þess
um leikaraskap. Konfektið
loddi við munninn á henni, eins
og tyggigúmmí. Sem betur fór
var kampavínsglasi stungið í
hendina á henni.
Rosa Klebb stóð yfir henni.
Hún lyfti glasinu glaðlega.
„Za vashe zdarovie, félagi Tati-
ana. Og mínar beztu hamingju-
óskir!“ <.
Tatiana gerði sér upp bros.
Hún lyfti glasinu og lineigði sigj'
lítillega. „Za vashe zdarovie, fé- '}
lagi ofursti." Hún tæmdi gias-
ið, eins og siður er með Rúss-
um, og setti það á borðið.
Rosa Klebb fyllti það þegar i 4
stað aftur, og hellti dálitlú j i
borðið. „Og nú, skál hinnar niýju^'
deildar yðar, félagi.“ Hún lyfti
glasinu. Sykursætt brosið harðn
aði, er hún horfði á viðbrögð
stúlkunnar.
„Skál fyrir SMERSH!” *
Tatiana stóð dauflega á fæt-
ur. Hún tók upp fullt glasið. .
„Skál fyrir SMERSH.” Hún .
kom orðunum varla út úr sér. i
Henni svelgdist á kampavininu
og varð að taka tvo sopa. Hún t
settist þunglega niður.
þarna og horfði á lifið fjará
smám saman út úr augunum,
þar til hún varð að tala hátt inn
í eyra þess, sem pyntaður var,
svo að heilinn næmi orðin.
En það var sjaldan, að því er
sagt var, að maðurinn hefði til
þess vilja að ferðast langan veg
eftir sársaukabraut SMERSH.
hvað þá allt til enda, og þegar
blíð röddin lofaði friði, sigraði
hún næstum alltaf, því að ein-
hvern veginn sá Rosa Klebb á
augunum hvenær það augnablik
var upp runnið, er hinn full-
orðni maður var orðinn að smá-
barni, sem grét eftir móður
sinni. Og hún lézt vera móðir-
in og hræddi sálina, þar sem
hörð orð karlmanns hefðu að-
eins hert hana upp.
Og svo, þegar enn einn grun-
aður maður hafði verið brotinn
niður, fór Rose Klebb aftur eftir
göngunum með kjaftastólinn, fór
úr sloppnum, sem óhreinkazt
hafði enn meir, og sneri aftur til
vinnu sinnar, og nú spurðist út
um allt, að öllu væri lokið, og
eðlileg vinnubrögð voru aftur
tekin upp í kjallaranum.
Tatiana, hernumin af hugsjón-
um sínum, horfði aft.ur á úrið.
Fjórar mínútur eftir. Hún slétt-
aði einkennisbúninginn með
höndunum og horfði enn einu
sinni á náfölt andlitið í speglin-
um. Hún sneri sér við og kvaddi
indæla herbergið sitt. Mundi hún
nokkurn tíma sjá það aftur?
Hún gekk fram eftir löngum
ganginum og hringdi á lyftuna.
Þegar hún kom, rétti-hún úr
sér. kerrti hnakkann og gekk inn
í lyftuna,.
„Áttunda hæð,” sagði hún við
stúlkuna. Hún snéri fram að dyr
um lyftunnar. Innra með sér end
urtók hún hvað eftir annað orð,
sem var hálfgleymt: „Guð minn
góður — guð minn góður.”
9. k a f 1 i .
ÁSTARSTARF
Fyrir utan nafnlausar, krem-
gular dyrnar fahn Tatiana þeg-
ar lyktina af hcrberginu. Þegar
röddin sagði henni stuttaralega
að koma inn og hún opnaði
cíyrnar, var það lyktin, sem fyllti
hug hennar á meðan hún stóð og
starði inn í augu konunnar, sem
sat bak' við kringlótta borðið
undir ljósakrónunni.
Það var lykt, eins og í neðan-
jarðarbrautinni á heitu kvöldi —
ódýrt ilmvatn, sem skýla átti
vondri lykt. Fólk í Rússlandi
gegnbleytir sig í ilmvötnum, —
hvort sem það hefur farið í bað
eða ekki, en þó aðallega þegar
það hefur ekki farið í bað, og
heilbrigðar og hreinlegar stúlk-
ur, eins og Tatiana, ganga allt-
af heim af skrifstofunni, nema
hann rigni eða snjói of mikið,
til þess að forðast óþefinn í lest-
unum og brautarstöðvunum.
Nú var það viðbjóður hennar og
fyrirlitning á manneskju, sem
gat búið við slíkan þef, er gáfu
henni styrk til að horfa niður í
gulu augun, sem störðu á hana
gegnum ferköntuð gleraugun.
Ekkert var hægt að lesa út úr
þeim. Þetta voru augu, sem tóku
á móti, þau hvorki sendu eða
gáfu. Þau færðust hægt um hana
alla, eins og myndavélarlinsur,
skoðuðu hana.
Klebb ofursti mælti:
„Þér eruð falleg stúlka, fé-
lagi liðþjálfi. Gangið yfir her-
bergið og til baka.”
Hvað þýddu þessi dísætu orð?
Þanin af nýjum ótta, ótta við
hina alræmdu persónulegu lifn-
aðarhætti þessarar konu, gerði
Tatiana, eins og henni var sagt.
„Farið úr jakkanum. Leggið
hann á stólinn. Lyftið höndun-
um upp yfir höfuð. Hærra. —
Beygið yður nú og snertið tærn
ar. Réttið úr yður. Gott. Setjist
niður". Konan talaði eins og
læknir. Hún benti á stólinn
gegnt sér við borðið. Starandi,
athugul augun beindust nú að
skjölunum á borðinu.
Þetta hlýtur að vera mín za-
piska, hugsaði Tatiana. En hvað
það var fróðlegt að sjá þessa
litlu möppu, sem réði öllu lífi
manns. En hvað hún var þykk
— næstum fimm sentimetrar.
Hvað gat staðið á öllum þessum
síðum? Hún horfði á opna möpp-
una, eins og töfruð.
Klebb ofursti fletti siðustu
blöðunum og lokaði möppunni.
Spjöldin voru rauðgul með
svartri skálínu. Hvað merktu
þessir litir?
Konan leit upp. Einhvern
veginn tókst Tatiönu að horfa
djarflega á móti.
„Félagi Ramanova, liðþjálfi.”
Þetta var valdsmannsrödd, rödd
yfirforingja. „Eg hef fengið góð
ar umsagnir um störf yöar. Skjöl
yðar eru frábær, bæði að því
eftir lan Fleming
er varðar störf.og íþróttir. Rík-
ið er ánægt"
Tatiana gat ekki trúað sínum
eigin eyrum. Vonbrigðin gerðu
henni ómótt. Hún roðnaði upp
í hársrætur og fölnaði síðan.
Hún lagði aðra hönd sína á borð
brúnina. Hún stamaði veikum
rómi, „ég er þ-þakklát, félagi
ofursti.”
„Vegna ágætrar þjónustu yð-
ar, hafið þér verið valin til veiga
mesta starfs yðar. Þaö er mik-
ill heiður fyrir yður. Skiljið
þér?”
Hvað sem það var, þá var það
betra en það hefði getað verið.
„Já, vissulega, félagi ofursti."
„Þessu verki fylgir mikil á-
byrgð. Það hefur í för með sér
hækkun í tign. Eg óska yður til
hamingju með upphefðina, fé-
lagi liðþjálfi, upp í stöðu höf-
uðsmanns í öryggisliðinu, þegar
þessu starfi er lokið."
Þetta hafði aldrei áður gerzt
með tuttugu og fjögurra ára
stúlku! Tatiana gerði sér ljóst,
að einhver hætta fylgdi. Hún
stirðnaði eins og dýr, sem sér
stálkjaftinn undir kjörinu í gildr
unni. „Mér er þetta mikill heið-
ur, félagi ofursti.” Hún gat
ekki komið í veg fyrir, að var-
úðarhreimur væri í röddinni.
Rosa Klebb 'hnussaði hlut-
laust. Hún vissi nákvæmlega
hvað stúlkan hlaut að hafa hald-
ið, þegar hún fékk skipunina um
að koma. Áhrifin af vinsamleg-
um móttökunum, léttirinn yfir
þessum góðu fréttum, endurvak-
inn óttinn höfðu verið augljós.
Þetta var saklaus, svikalaus og
falleg stúlka. Einmitt það, sem
þurfti til samsærisins. Nú þyrfti
að liðka hana til. „Góða mín“,
sagði hún mjúklega. „Hvílík
gleymska í mér. Það þarf að
halda upp á þessa upphefð með
glasi af víni. Þér megið ekki
halda, að við yfirmennimir sé-
um ómannlegir. Við drekkum
saman. Það er góð afsökun fyrir
því að opna flösku af frönsku
kampavíni."
Rosa Klebb stóð upp og gekk
yfir að skenkiborðinu, þar sem
þjónn hafði lagt það, sem hún
hafði pantað.
„Reynið þetta konfekt á með-
an ég er að berjast við tapp-
ann. Það er aldrei auðvelt að ná
töppum úr kampavínsflöskum.
Við stúlkurnar þurfum raunveru
lega karlmenn til slíkra starfa,
finnst yður ekki?“
Hún hélt áfram hræðilegu
hjalinu á meðan hún lagði stór-
fallegan konfektkassa fyrir fram
an Tatiönu. Hún gekk yfir að
skenkiborðinu aftur. „Það er
frá Sviss. Það allra bezta. Þess-
ir kringlóttu eru mjukir, Þeir,
Starfsfólk á kjördegi.
A-listanum er brýn nauísyn aS fá sem flesta til starfa á kjör-
degi. Vinsamlegast tilkynniS ykkur á umdæmisskrifstofunum eSa
á aðalskrifstofunni í Alþýðuhúsinu, sfmar 15020, 16724.
Bifreiðar á kjördegi.
Þeir bifreiðaeigendur, er lána vflja bifreiðar sínar til aksturs fyr-
ir A-listann á kjördag, eru beðnir að láta strax vita á aðalskrif-
stofuna, símar 15020 og 16724.
Utankjörstaðakosningin. N
Utankjörstaðakosning stendur yfír. Þeir, sem ekki verða heima i
á kjördegi, geta kosið hjá sýslumönnum, bæjarfógetum og hrepps
stjórum og í Reykjavfk hjá borgarfógeta. Erlendis er hægt að kjósa 1
hjá íslenzkum sendiráSum og ræSismönnum, sem taía íslenzku.
Kosningaskrifstofa borgarfógeta f Reykjavík er í HAGASKÖLA.
Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 10-12, 2-6 og 6-10. Sunnu-
daga kl. 2-6.
Aðalkosningaskrifstofa Alþýðuflokksins i Reykjavík er í Alþýðu-
húsinu við Hverfisgötu. Sfmar 15020, 16724 og 19570. Skrifstofan i
er opin alla virka daga kf. 9-22. Alþýðuflokksfólk er beðið að hafa
samband við skrifstofuna og veita upplýsingar, er að gapi mega <
koma. Eínkum er mikilvæg vitneskja um þá kjósendur, er eiga að
kjósa utankjörstaðakosnmgu, — jafnt þá, sem dveija nú erlendis
eða verða ytra á kjördag og hina, sem flutzt hafa milli byggðarlaga 1
innanlands. — Kjósendur AlþýðuflokksVis eru hvattfr til að pnga
úr skugga um sem fyrst hvort þeir eru á kjörskrá eður ei með þvi '(
að hafa samband við skrifstofuna.
FULLTRÚARÁÐ Alþýðuflokksins í Reykjavíkur hefur nú opnað
flestar umdæmisskrifstofur sínar í Reykjavfk. Eru þær þessar:
BREIÐAGERÐISSKÓLINN : Sogavegi 76, sími 38210.
SiÓMANNASKÓLINN: Stórholt 1 (efstu hæð), sími 20213.
LAUGARNESSKÓLINN: Dalbraut 1. Sfmi 38095.
LANGHOLTSSKÓLINN: Laugarásvegi 29 (efri hæð). Sími 38097.
Umdæmisskrifstofurnar eru opnar kl. 5-10 e. h. Hverftsstjórar
í hinum ýmsu umdæmum eru beðnir að mæta á umdæmisskrifstof
um sínum öll kvöld kl. 8,30.
Auk hverfisstjóranna er nauðsynlegt að starfsfólk á kjördegi og
alþýðuflokksfólk almennt komi á umdæmisskrifstofurnar út alla
vikuna.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 25. maí 1962