Alþýðublaðið - 03.06.1962, Síða 8

Alþýðublaðið - 03.06.1962, Síða 8
ÞAÐ mun hafa veriS Sigurjón Á. Ólafsson, hinn kunni forystu- maður í málefnum ísienzkra sjó- manna. sem fyrstur orðaði þá hug mynd, að sjómannasamtökin beittu sér fyrir byggingu heimilis fyrir sjómenn þá er væru hvíldar og góðrar aðhiynningar þurfi að loknu erfifu ævistarfi og ættu ekki í heimahús að venda af ýmsum á- stæðum Sjómannadagsráð tók hugmynd Siguríóns upp á sína arma og ár- ið 1953 hófst bv2ging fyrrnefnds heimilis í Laugarási. Upphaflega var það afrakstur sjó mannadagsins, sem notaður var tíl framkvæmdanna, auk þess gáfu ýmsir áhugaménn fá til þeirra o? verkinu miðaði vel áfram í júní 1957 tók svo heimilið til starfa og hlaut nafnið Dvalarheim ili aldraðra sjómanna. Þegar rekst ur þess hófst var rúm fyrir 60— 70 manns á heimilinu til dvalar. Fljótlega kom þó í Ijós, að betur mátti ef duga skyldi. Var þá leit- að ýmissa ráða, unz vandi heim- iíisins feystist með þeirri ákvörð- un ríkisvaldsins að leyfa Dvalar heimilinu að reka sitt eigið happ drætti, er þegar naut mikilla vin sælda og befur ágóði þess happ- drættis runnið til reksturs og á- framhaldandi byggingarfram- kvæmda í Laugarási. Nú sem stendur dvelja nálægt 130 manns í heímllinu, sjómenn og konur sjómanna, svo sem ákveð- ið er í stofnskrá heimilisins, en vonir standa til þess, að í þess- um mánuði verði unnt að taka í notkun enn einn áfanga bygging- arframkvæmda heimilisins og get ur það há tekið við 65 sjómönn- um til viðbótar. Siómannadagsráð sér um rekst ur heimilisins, en framkvæmda- st’óri hess hefur verið frá upp- hafi: Sigurjón Einarsson, skip- stióri. Hér er gott að vera Það var glampandi sólskin og dálítil kæla af vestri, er við geng um upp tröppurnar að Dvalar- heimili aldraðra sjómanna. Við bjuggumst við bví að sjá fjölda vistmanna sitja utan dyra og njóta góðviðrisins, en engan mann var að sjá, fyrr en við kom um upp á pallinn framan við að- aldyrnar, þá sáum við mann á gangi á svölunum á vinstri hönd. Eggert Jónsson Ljósmyndarinn tók upp tæki sín og við nálguðumst manninn og buðum góðan dag. — Góðan dag, sagði hann. Það er fallegt útsýni hérna, finnst ykkur það ekki? Við samsinntum því af heilum hug. — Já, það er fallegt hérna elskurnar mínar, sagði hann og kinkaði kolli. — Ert þú vistmaður hérna? — Jú, jú, það held ég nú. — Hefðir þú nokkuð á móti því, að við tækjum af þér mynd? — Nei, nei, ekki sé ég neitt athugavert við það. Hverjir eruð þið annars, elskurnar mínar? Það var von, að hann spyrði og við sögðum til okkar — og viljið fá mynd, hvað á það nú að verða hjá ykkur? Enn útskýrðum við og hann Blaðamaður og ljósmyndari frá Alþýðubljað- inu brugðu sér fyrir skömmu inn í Dvalarheim- ili og lituðust þar um skamma stund með góðfús lega veittu leyfi húsráðanda og vistmanna. Árangur þeirrar ferðar er í myndum og lausu máli hér á opnunni. bauðst til að stilla sér upp þar sem við vildum. — Ætli sé ekki þezt, að við röbbum eitthvað saman meðan ljósmyndarinn smellir af, sagði ég — honum finnst það víst betra. — Á ég að taka ofan hattinn, sagði hann og hló. — Hvað ég heiti, ég heiti Egg ert Jónsson, fæddur í Húnavatns sýslu árið 1887. — Og auðvitað verið sjómaður allt þitt líf? — Ja, nokkuð lengi, elskan mín. Ég var vélamaður á mótor- skipum í 34 ár. — Alltaf vélamaður? — Já, já. Ég var lengi á Skapt- fellingi, þeir áttu hann Skapt- fellingar, en svo keypti Helgi Benediktsson í Vestmannaeyjum hann og gerði hann út. Það má eiginlega segja, að ég hafi fylgt með í kaupunum — ég fylgdi bátnum, elskan mín, ég fylgdi bátnum og var á honum áfram. — Var hann ekki notaður til flutninga milli landa í stríðinu? — Ég held nú það, við sigldum á honum árin 1941-1942 — Og lentuð í hættum af stríðsvöldum, eða hvað? — Nei, ekki var það nú, en við sáum einu sinni afleiðingar stríðsins. Það var, þegar við mætt um honum „Fróða“. Hann var þá á útleið eins og við, en snéri við. Það hafði kafbátur skotið á hann og sært bæði skipstjórann og stýrimanninn og auk þess mö- brotið loftskeytatækin. Við tók um að okkur að láta vita til lands hvernig komið var og það var farið af stað til að leita, en leitar skipin fundu hann ekki, og þegar hann kom til hafnar sjálfur, þá var það orðið of seint, þeir dóu báðir bræðurnir, stýrimaðurinn og skipstjórinn, þannig fór það nú elskan mín. — Og nú ert þú kominn í höfn? — Já, það má segja það, það held ég nú. — Hvernig kanntu við þig hér? — Ég kann vel við mig, hér er ró og næði og maður þarf ekki að hafa úhyggjur af ókomnum tímá. Ljósmyndarinn hafði ’.okið sínu verki og ég tók í höndina á EggaH — Blessaður elskan mín, sagði hann og veifaði. Jóhann Jónsson. Hjá Kveldúlti Við hittum forstjórann að máli og báðum leyfis til að fá að taka nokkrar myndir til að sýna hvern ig- vistmennirnir byggju. Hann tók því vel og fylgdi okkur inn ganginn. í fyrsta herberginu, sem við komum að, var enginn inni, en herbergið mjög snoturt og vel um gengið. í næsta herbergi var held ur enginn heima, en umgengni og útlit mjög gott sem fyrr. Og ert hérna um stundarsak ser — Já, ég er að ná mér eftir heilablóðfall. og Inni á vistlegum göngum hússin rabba saman. I þriðja herberginu sáum við fætur á manni þegar við komuin í dyrnar, hann lá á legubekk, en reis upp er við gengum inn og tók því Ijúflega, að við fengjum Ieyfi til að ljósmynda herbergi hans og liann sjálfan. Hann kvaðst heita Jóhann Jóns son og vera hér vistmaður um stundarsakir. — Gamall sjómaður auðvitað? — Jú, jú, — ég hef unnið hjá Kveldúlfi í tæp fjörutíu ár. Jó- hann sagði þetta með þeim mál- hreim, að auðfundið var, að hann var stoltur af því. Enda ekki að furða, það er sæmd hverjum manni, að hafa haldið slíkri tryggð við útgerð sína. — Hvað starfaðir þú hjá Kveld úlfi? — Ég var vélamaður, síðast fyrsti vélstjóri á Agli Skallagríms syni. ,8 3. júní 1962 - ALÞYÐUBLAÐIÐ i

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.