Alþýðublaðið - 03.06.1962, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 03.06.1962, Blaðsíða 9
jómannaheimilið í Laugarási er glæsileg ygging og vel staðsett. A sólskinsdögum eta vistmennirnir setið utan dyra og orft yfir borgina, höfnina og hafib - Hvað ertu búinn að vera hér gi? - Ég er búinn að vera hér í i og hálft ár, áður var ég búinn liggja tvö og hálft ár heima. - Varstu á sjónum þegar þetta n fyrir? - Nei, ég var nýkominn úr ðitúr frá Þýzkalandi. Við inin fórum til kunningjafólks ; kvöldið og vorum komin aft heim. 2g settist í stól inni í stofu, en i fór að búa um rúmið. Þegar i kom inn aftur, lá ég bara indauður á gólfinu. - Þú segir steindauður, ekki 'ðu það með þér núna, að þú t dauður eða hafir verið það. - Ég get ekki kallað það annað lá og gat mér enga björg tt í tvo daga, ég var alveg eins dauður. - Og líkar vel vistin hérna, i hvað? - Ég hefði aldrei getað náð r svona vel annars staðar en ma. Hér er allt gert fyrir mann n hægt er. /ið kvöddum Jóhann Jónsson óskuðum honum góðs bata. s sitja gömlu mennirnir og Oddur Magnússon Ég hafði gaiíian af þessu og bað leyfis að fá að setjast hjá þeim, rétt sem snöggvast. Það var kunningi Eggerts, sem varð fyrir svörum og sagði, að það væri mér víst heimilt, nógir Væru stólarnir. — Ertu ekki vistmaður hérna, spurði ég. — Svo á það nú að heita, sagði hann og kímdi. Hann var hættur að snúa sér undan, en ég hafði það á tilfinningunni, að honum væri þó ekki um of um mig gefið. — Ég er frá Alþýðublaðinu, sagði ég. Værir þú ekki til með að lofa mér að spjalla við þig fá ein orð. Ég þorði ekki fyrir mitt - litla líf að minnast á ljósmynd, að svo komnu máli og ljósmyndar inn gufaði upp sem snöggvast. — Ja, það er nú eftir því hvað Eyðist fljótt féð Eggert vinur okkar sat við borð frammi í gangi, þegar við komum frá Jóhanni. Við hlið hans sat gamall maður, grannur og kvik- legur, og mér fannst eins og hann vildi helzt snúa sér undan, þegar ég gekk til Eggerts og hann heils- aði mér. þú átt við með því að lofa þér að tala við mig nokkur orð, sagði hann, en kímdi ^amt og það voru brosviprur í augnakrókunum. Ég sagði honum frá því hvers vegna ég væri á flækingi um Dvalarheimilið og hann sagði, að það væri svo sem í lagi. — Bara örfá orð, sagði ég. — Maður lætur nú ekki fara að hafa neitt eftir sér, án þess að vita hvað stendur eiginlega íil og hvernig á að nota það, sagði hann. — Mjög skiljanlegt, sagði ég. Ertu Reykvíkingur? — Já, ég held það nú. Ég er fæddur í Tobbuhúsi við Skóla- vörðustíg 23. júlí 1881. — Fyrirgefðu, ég var víst aldrei búinn að spyrja þig að nafni. Hann kímdi enn. Já, það er mér sagt, að þar sé ég fæddur. Hún bjó þar ljósmóðirin, hún Þorbjörg Svendsen, þú hlýtur að hafa heyrt talað um hana. Ég gat viðukennt það með góðri samvizku. — Já, það var þetta með nafnið — Ég er nú búinn að vera hérna á fjórða ár. — Hvað heitirðu með leyfi að spyrja? Hann hló, — Oddur Magnússon heiti ég. — Mætti ég ekki fá af þér mynd? — Jú, það ætti að vera í lagi. Hann leit í kringum sig eftir ljós myndaranum, og í sama bili birt ist hann bak við stól hans, — Varstu lengi á sjó, Oddur? — Já, ég var á mótorbátum allt í kringum land, eiukum þó við Austurland. — Ertu ánægður með veruna hér? Það sljákkaði verulega í honum — Sæmilega, það má auðvitað að öllu finna. — Hvað seturðu helzt fyrir þig? — Mér finnst þetta dýrt, það er svo skolli dýrt. Ég er ekki sá eini, sem finnst það, ég er eiki einu sinni einn af átján, það máttu ekki halda. Starfsfólkið er ágætt og öll aðbúð, en það er slæmt, þegar maður sér fram á það að framfærsluféð gengur fljótt til þurrðar. Hann hafði ekki litið upp með an hann sagði þetta, en þegar hann leit upp var bros í augna- krókunum og einhvern veginn hafði maður það á tilfinningunni, að hann ætti enn eftir nóga lífs- gleði, þó að féð þryti óðum. Við sjó og í sveit I sólinni úti undir vegg sat gam all maður á bckk og annar gamall maður kom fyrir hornið á húsinu með bréfpoka í hendi. Hann studd ist við staf og gaf frá sér annarleg hljóð. Ég var ekki alveg viss, hvernig ég ætti að taka þessu, en svo sá ég endurnar tvær, sem spígspor- uðu skammt frá honum og hann kallaði á þær með rödd, sem líktist til muna þeirra eigin. Ljós myndarinn læddist nær þeim og reyndi að gefa frá sér samskonar hljóð meðan hann mundaði myndavélina, og svo fór, að hann sigraði í bili. Endurnar gengu í átt til hans og virtu fyrir sér þessa skrítnu skepnu hlaðna alls konar bjánalegum lilutum. Þegar þær voru rétt komnar til hans snéru þær í hann afturhlutanum og gengu sömu leið til baka. Hró bjartur Hannesson hafði yfir- höndina. Já, hann sagðist heita Hróbjart ur Hannesson og viðurkenndi að það væri fremur óvenjulegt nafn. Framli. á 13. síðu Hróbjartur Hannesson ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. juní 1962 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.