Alþýðublaðið - 16.06.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 16.06.1962, Blaðsíða 16
VIÐ slit Menntaskólans í gær J talaði séra Sigurbjörn Á. Gíslaj son, sem fulltrúi þeirra stúd-! enta, er útskrifuðust fyrir alda! mót, en af þeim munu nú veraj átta á lífi. Elztur þeirra er; Árni Thorsteinsson. tónskáld.l Séra Sigurbjörn varð stúdent! 'árið 1897 og átti því 65 áraj Istúdentsafmæli núna. ; ; Herra Ásgeir Ásgeirsson, for! ;seti íslands, er nýkominn frá' Danmörku, en þar hafa forseta; jhjónin dvalið um nokkurt skeið; ;í einkaerindum. Ásgeir Ásgeirs; ;son varð stúdent árið 1912 og látti því 50 ára stúdentsafmæli | í ár. Forsetinn hélt ræðu við ; skólaslitin og tilkynnti. fyrir 'hönd skólabræðra sinna, að íþeir mundu gefa nokkra fjár- Jhæð í Bræðrasjóð skólans. 43. árg. - Laugardagur 16. júní 1962 - 135. tbl. HUMARVERTIÐIN hófst 15. maí sl. Bátarnir eru þó ekki allir byrj- aðir, en eru þegar farnir að gerast sekir um ólöglega veiði. Þrír hafa verið sviptir leyfi um stundarsak- ir, fjórir voru kærðir sl. miðviku- dag, og enn nokkrir hafa fengið á- minningar. Þeir sem leyfinu voru sviptir höfðu einnig gerzt brotleg ir í fyrra, og því harðar tekið á þeim. í fyrrasumar var töluvert um það, að humarbátarnir voru staðn- ir að verki við aðrar veiðar, en hum arveiðar. Nú hefur verið ákveðið að taka þessi mál ákveðnari tök- um, og hegna þá sérstaklega þeim ’sem gerðust brotlegir í fyrra. Nú er það svo, að humarbátarn- ir hafa heimild til að fiska innan landhelginnar, þar sem möx-g hum armiðin eru nálægt landi. Til veið anna nota þeir mjög þéttriðna nót, sem tekur hvaða smáfisk sem er. Það er vitað hvar helztu humar- miðin er, og ef það kemur í Ijós, að bátarnir eru að veiðum á öðr- um stöðum, þá eru þeir skilyrðis- laust kærðir til atvinnumálaráðu- neytisins, sem tekur ákvörðun um hvaða refsingu verði beitt. i Þá fær Fiskifélag íslands skýrsl- ur yfir afla allra báta frá Fersk- fiskeftirlitinu, og kemur fljótlega i ljós ef liumarbátarnir veiða grun- samlega mikið af flatfiski og ýsu, og er þá ráðuneytinu gert viðvart. Hafa þrjár kvartanir verið sendar það sem af er. það að segja, að afli hefur verið ágætur, sérstaklega hjá bátum frá Akranesi og Þorlákshöfn, og er aðal-veiðisvæðið á Eldeyjarbank- argt til emmtun Stover tekur við upplýsingadeild USA SENDIHERRA bandaríkjanna á íslandi, James K. Penfield, hef- ur skýrt svo frá, að Raymond J. Stover hafi verið skipaður ýfir- maður upplýsingadeildar bauda- ríska sendiráðsins hér. Við em- bættinu tekur Stover af Benjamín Warfield, sem fyrir skömmu Iét af störfum sökum veikinda. Stover hefur verið blaðafulltrúi við upplýsingadeild bandaríska sendiráðsins undanfarin þrjú ár, 'en eftirmaður hans í því starfi hef ur enn eigi verið skipaður. ar a morgun HÁTÍÐAHÖLD í sambandi við þjóðhátíðina verða með svipuðu sniði og undanfarin ár. í fyrra voru hátíðahöldin þó ekki eins og endranær, og ollí því verkfall verkamanna. Þá var öllu lokið ki. tíu um kvöldið, en nú verður hins vegar dansað til klukkan tvö eftir miðnætti. Það er nýjung, að nú munu lúðrasveitir fara að Hrafnistu og síðan að Elliheimilinu Gruna, fyr it hádegi sautjánda júní og leika |þar nokkra stund fyrir gamla fólk ið Fólki skal bent á að skrúðgöng urnar hefjast klukkan eitt stund víslega. í fyrra bar nokkuð á því ao fólk kæmi of seint í skrúð- góngurnar. Gengið verður frá þrem stöðum, Melaskólanum, Skólavörðutorgi og frá Hlemmi. Hátíðahöldin við Austurvöll hefjast svo klukkan 13,40. Verða þau með svipuðu sniði og endranær. Kristbjörg Kjeld, leikkoixa flytur ávarp fjallkonunn ar af svölum Alþingishússins. Hef ur Jóhannes skáld úr Kötlum, sam ið ávarpið að þessu sinni. I Klukkan þrjú hefst svo fjöl- breytt' barnaskemmtun á Arnar- hóli, Um svipað leyti mun Lúðrasveit Reykjavíkur leika á Austurvelli ui.dir stjórn Páls Pampiehler. Á Laugardalsvellinum hefjast svo fjölbreyttar íþróttakeppnir og sýningar klukkan fimm. Um kvöldið verður kvöldvaka á Arnarhóli, .verða þar bæði ræðu höld, söngur og ýmsir skemmti- þættír. Að lokum verður svo dansað á þrem stöðum. Á Lækjartorgi verð ur hljómsveit Svavars Gests, og söngvararnir Helena Eyjólfsdóttir og Ragnar Bjarnason. í Aðaistræti | verður Lúdó sextettinn, söngvari Stefán Jónsson. Á Lækjargötu | verður hljómsveit Guðmundar 1 Finnbjörnssonar og söngvari með i henni er Hulda Emilsdóttir. Hljóm ' svéit Björns R. Einarssonar mun leika til skiptis á öllum þessum stöðum. Klukkan tvö eftir miðnætti verð ur svo hátíðahöldunum slitið. Það skal sérstaklega brýnt fyrir foreldrum að gæta vel barna sirna, því mjög mikið hefur borið á því undanfarin ár að börn týndu foreldrum sínum. Börn sem orðið hafa viðskila við foreldra munu verða geymd í bækistöð S.V.R. við Útvegsbankann. Dagskrá hátíðahaldanna mun birtast í heild hér í blaðinu á morgun. ___ RÁÐSTEFNU VARÐ BERGS LOKIÐ RAÐSTEFNU Varðbergs var slit ið í Háskóla íslands klukkan 4 e. h. í gær. Við það tækifæri flutti Pierre Emanuelli erindi, og Mr. Reg Prentice frá Bretlandi talaði um gildi slíkra ráðstefna fyrir ein staklinga og þjóðir til aukins skiln ings og þekkingar á sjónarmiðum og stefnumálum lxverrar annarar. Jafnframt lýsti hann ánægju Raymond J. Staver. Þið munið eftir sunnudagskross gátunni okkar. Hún er ekkert smá ræði: FIMM DÁLKAR! sinni yfir dvöl sinni hér á Iandi og þakkaði forráðamönnum ráðstefn unnar fyrir ágæta skipulagningu og stjórn ráðstefnunnar. Við þetta tækifæri færði Svein björn Jónsson, forstjóri Ofnasmiöj unnar h.f., Varðbergi og NATO að gjöf NATO-merkið gert úr , stáli, og þakkaði formaður Varðbergs Sveinbirni gjöfina. Að lokum sleit Guðmundur Garðarsson ráðstefnunni, þakkaði ! mönnum komuna og óskaði erlend ' um þátttakendum fararheilla, lieimleiðis. |

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.