Alþýðublaðið - 08.08.1962, Side 3

Alþýðublaðið - 08.08.1962, Side 3
MIKILVÆG KAFLA- SKIPTI í ALSÍR ALGEIRSBORG 7. ágúst (NTB- Reuter) Ný og mikilvægleg kafla- skipti urðu í sögu alsírsku bylting arinnar í dag þegar tilkynnt var, að FLN-stjórnin hefði afhent hinni nýstofnuðu stjórnamefnd völdin. Þetta felur einnig í sér, að Ben Khedda forsætisráðherra hefur loks viðurkennt stjórnmálalegan sigur Ben Bella varaforsætWáð- lierra í Alsír að lokinn rúmlega eins mánaðar baráttu. Tilkynningin kom ekki á óvart. Þar sagði m.a., FLN-stjórnin muni Jialda áfram störfum og verða „stofnun" byltingarinnar sjálfrar þar til byltingarráðið kæmi sam an til fundar í september. Ráðið á að viðurkenna stjórnarnefndina. Samkvæmt góðum heimildum er hafðar eru eftir FLN, er á það lögð áherzla, að FLN-stjórnin sé nú fulltrúi Alsír út á við. Stjórn arnefndin mun hins vegar sjá um stjórnina í innanríkismálum. Mohammed Boudiaf varaforsæt- isráðherra, einn af hörðustu and- ^tæðingum Ben Bella, tekur í raun og veru við stöðu Dalhab, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem er farinn til Sviss. Formaður bráðabirgðastjórtiar- innar í Alsír, Abderrahmane Fares, hélt til Alsír í dag, en hann hefur verið í Frakklandi og rætt við Joxe Alsírmálaráðherra, m.a. um fjármálaástandið í Alsír. Talið er, að Fares hafi farjð fram á 360 millj. nýfranka lán sem landið þarf til útgjalda á næstu mánuðum. LÖGREGLAN LÁ í SÓL . . Framhald af 1. síðu. um, varðeldi og sögusögnum, sem fólki þótti fýsilegra að dveljast við en brennivínið. Á sunnudagskvöld ið var dansað eftir harmonikuspili. Alla helgina var unaðslegt veður í Þórsmörkinni, og um hádaginn lá- meiri hluti fólksins og sólaði sig, — þar á meðal lögreglan. Róleg helgi á Akureyri Akurcyri í gær: SAMKVÆMT upplýsingum lög- reglunnar var fremur rólegt liér um helgina og var hún ekki mjög frábrugðin öðrum helgum sumars ins AIIs lentu 13 bílar í árekstrum hér í nágrcnninu. Ekki munu liafa orðið stórvægileg slys á fólki. Bif reið fór út af vegimim á sunnudag vestur í Ilörgárdal. í henni voru fjórir farþegar, og voru þeir allir fluttir á sjúkrahús. Þrír fengu þó að fara þaðan fljótlega en einurn var haldið þar eftir. Um helgina fóru 60-70 manns héðan inn að' Öskju á vegum Ferðafélagsins. — G.S. NYJUSTU FRÉTTIR FRÁ „FESTIVALI": LÖNDUM MEINAD AD MÓTMÆLA! HELSINGFORS, 7. ágúst: Starfs menn Heimsmóts æskunnar í Hels ingfors urðu að beita hörðu til þess að neyða níu íslendinga að hætta við mótmælagöngu gegn hinum nýju kjarnorkutilraunum Rússa. Þátttakendurnir í mótmælagöng unni voru um 100 talsins frá 10 þjóðum. Þeir báru m.a. spjöld, sem á var letrað „Stöðvið tilraunirnar í austri og vestri.“ Á sumum spjöldunum var minnzt I á Sovétríkin. Starfsmenn heims- mótsins sögðu, að ekki mætti bera þessi spjöld þar eð þau væru móðg andi í garð nokkurra ríkja. Starfsmennirnir og þátttakend urnir í mótmælagöngunni deildu um þetta og fleira þegar níu ís- lendingar héldu göngunni áfram. Þeir gengu um tvö hundruð metra, og báru spjöld þar sem tilraunum Rússa var mótmælt. - Þrjátíu og sjö ára gamall Frakki ntMwmwmmwHHHHM ROCKWELL ERLEITAÐ London, 7. ágúst (NTB—Reuter) BREZKA innanríkisráðuneytið á- kvað í dag að reka úr landi bandar- íska nazistaforingjann George Lin coln Rockwell, sem lögreglan leit- ar nú að og talið er að sé í felum í Gloucestershire, en nazistaforing- inn kom til Bretlands frá írlandi, en þangað kom hann með flugvél frá Bandaríkjunum. Borgaralega klæddir leynilög- reglumenn voru á ferli í dag á járnbrautarstöðinni í Liverpool Street i leit að Rockwell. Áður hafði heyrst, að maður, sem likt- ist honum, hefði keypt sér far- miða með lestinni til Harwich. Japan mót- mælir til- raunum Rússa Tokyo og Moskva, 7. ág. (NTB—Reuter) JAPANSSTJÓRN mótmælti í dag nýjum tilraunum Rússa með kjarnorkuvopn í við- ræðum við sendifulltrúa Rússa í Tokyo, Sergei P. Suz- dalev. Utanríkisráðherrann, Masayoshi Ohira, hafði orð fyrir stjórninni. Sovétríbin hafja nú að nýju tilraunir þessar. — Ef heimurinn á nokkru sinni að komast úr þessum vitahring verður Sovétstjórnm að hætta þessum tilraunum, sagði utanríkisráðherrann. Jean Garcias að nafni, sem er „æskulýðsleiðtogi" og kommúnisti þreif spjöldin af íslendingunum og reif þau í tætiur. Áður höfðu íslendingarnir verið neyddir til þess að fara úr göng unni. Foringi mótmælagöngunnar, sem íslendingarnir tóku þátt í, var 19 ára gamall danskur stúdent, Steff en Larsen að nafni. Hann sagði: „Eftir tilraun Rússa í gær (þ.e. mánudag) með 40 megalesta sprengjuna vorum við ákveðnir í að mótmæla á okkar hátt, þrátt fyrir það að stjórn heimsmótsins banni spjöld.“ Jean Garcias sem áður er minnzt á, sagði Larsen, að í göngnunni mætti aðeins bera spjöld sem væru „opinberlega undirbúin." Að minnsta kosti níu Austur- Þjóðverjar, sem tóku þátt í heims móti kommúnista, leituðu hælis á þeim níu dögum, sem heimsmót ið stóð yfir, segir í fregn frá NTB. Auk þess kunna nokkrir aðrir að leynast á finnskum heimilum. Ef svo er kemur það tæplega í ljós fyrr en skip a.-þýzku þátttakenda anna „Völkerfreundschaft“, er far ið frá Ilelsingfors. Skipið átti að fara samkvæmt á- ætlun kl. 14.00, ísl. tími, í dag. Berlínarmúrinn senn ársgamall mmumHHmmmmHw Um þessar mundir dvelja hér á landi á vegum Alþýffuflokksins, fjórir borgarfulltrúar fyrir vestur- þýzka jafnaffarmannaflokkinn í Vestur-Berlín. Var þeim boðiff hing að í tilefni þess, að senn er eitt ár liffiff síðan kommúnistar reistu múrinn illræmda í gegnum Berlín þvera. Fréttamönnum var í gær boðið að spjalla við þessa Þjóðverja, en þeir komu til íslands síðastliðið laugardagskvöld og dvelja hér þangað til á mánudagsmorgun, en þá fara þeir flugleiðis utan. Þessir menn heita, Gehrke, Goldberg, dr. Walther og dr. Reichard. Orð fyrir þeim hafði einkum dr. Walther. Ræddi hann aðallega um Þýzka land og einkum þó Berlín og minnt ist þá meðal annars á múrinn, sem kommúnistar létu reisa um þvera borgina fyrir tæpu ári síðan. Bar hann fram þá spumingu við frétta menn, hvernig þeim fyndist, ef byggður yrði múr gegnum Reykja vík þvera, til dæmis frá Háskólan Fjórmenningarnir úr borgarstjórn V-Berlínar, sem hér dvelja í boði Alþýffuflokksins. Talið frá vinstri, Gehrke, dr. Reichard, dr. Walther, og Goldberg. um að Alþingishúsinu og þaðan niður að höfn. Sagðist hann búast við að Reykvíkingar mundu ekki kunna múrbyggingarmönnum mikl ar þakkir. Múrinn í Berlín kvað hann kallaðan skammarmúr, eða Ulbrichts-múr. Hann sagði aðalmarkmið í stjórn málum í Vestur-Berlín um þessar mundir vera, að losna við múrinn og að tryggja frjálsar samgöngur við borgina. Svöruðu Þjóðverjarn- ir síðan spurningum, er frétta- menn báru fram. Eftir að múrinn var byggður £ fyrrasumar minnkaði ferðamanna straumur til borgarinnar nokkuð um tíma. í febrúar í vetur var hann hins vegar kominn í eðlilegb horf aftur, og var þá meira að segja um aukningu að ræða miðað við árið áður. Áður en múrinn var reistur komu um 50 þúsund manns daglega frá A.-Berlín til vinnu sinnar í V,- Berlín. Þegar múrinn hafði verið reistur komst þetta fólk ekki til vinnu sinnar. Þrátt fyrir það, var ekki vart við neinn samdrátt í iðn aði og verzlun í Vestur-Berlin. Þökkuðu Þjóðverjarnir það eink- um samstöðu NATO-ríkjanna um að standa vörð Um réttindi og frelsi íbúa Vestur-Berlínar. Varðandi friðarsamninga Sovét ríkjanna v.ið A-.Þjóðverja tjóku borgarfulltrúarnir undir orð Willy Brandt, borgarstjóra í V.-Brtlin og leiðtoga jafnaðarmanna þar, að þeir samningar mundu vera hlæi legir, því þeir yrðu milli Krúsjeffs og Krúsjeffs, og hefðu þannig ekk ert raunhæft gildi. Tillaga vesturveldanna væri- sú, að komið yrði á frjálsum kosning um. Það þyrðu kommúnistar ekki fyrir sitt litla líf að fallast á.jþar sem vitað væri að þá mundi þeirra þeirra málstaður tapa. k ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 8. ágúst 1962 J

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.