Alþýðublaðið - 14.08.1962, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 14.08.1962, Qupperneq 3
ont Blancgöngin ná saman í dag ti»X3 CHAMONIX 13. ágúst (NTB) Um kl. 10 f.h. í dag verður fram- kvæmd síðasta sprengingin í hin um 11,6 km. löngu bílgöngum gegnum Mont Blanc, hæsta fjall Evrópu (4.087), og eru það lengstu bílgöng í heimi. Strax þegar ryk ið af sprengingunni hefur setzt og loftið er orðið hreint geta um 900 franskir og ítalskir verkamenn farið að skjóta kampavíns-kork- töppum inni í iðrum fjallsins, 2000 metra undir tindi þess. Eftir þriggja ára strit og hættur sem kostað hafa eitt mannslíf á hvern kílómetra — finim frönsk sjö ítölsk — hafa verkamennirnir borað sig gegnum fjallgarðinn, sem alltaf hefur skilið að mið- og suður evrópska menningu og stytt öku- leiðina frá París til Rómar um 200 kílómetra. Göngin liggja milli FRANCO NOGUEIRA, utanrík- isráðherra Portúgals, sagði á blaðamannafundi í dag, að Port- úgalir mundu ekki hika við að segja sig úr samtökum SÞ, ef það væri Portúgal í hag. Kvað ráð- herrann þetta mundu líka bera vott um viðbrögð Portúgala gegn því- að SÞ vikju burtu frá alþjóðlegum siðai’eglum. skemmtiferðabæjanna Chamonix ;Frakklands megin og Cormaioge, Ítalíu megin. Meðfram akbrautinni í göngun- um er 70 sentmetra há göngu- braut handa starfsmönnum, sem eftirlit eiga að hafa í göngunum Göngin eru hærri í miðju en til endanna, svo að vatn á að renna burtu af sjálfu sér. Enn er ekki ákveðið hvað kosta jmuni að aka gegnum göngin, en í 1 Shamonix er talið ekki ólíklegt, að verðið verði rúmar 250 ísl krónur, sem ekki getur talizt mjög hátt fyrir að losna við brekkurnar Göng in stytta og verulega leiðina milli Genf, Milano og Torino. Má búast við gjörbreytingu á allri umferð milli Suður- og Norður-Evrópu við tilkomu ganganna. En veiga- mest er, að nú verður hægt að aka suður fyrir Alpa allan ársins hring. Frönsku og ítölsku verkamenn- irnir hafa hvorir um sig borað sig fram um 5,8 km. og komust raun verulega í samband sl. laugardag Smáhola nægilega stór til að rétta í gegn kampavínsflöskur og vín- flöskur og kallast á, var gerð þann dag. En sambandið stóð aðeins stutt, því ægiþungi Mont Blanc I lokaði holunni fljótlega, en þó ekki fyrr en verkamennirnir höfðu skálað og hrópað „Lifi Frakkland" og „Lifi Ítalía.“ Hin opinbera sprenging á síð- asta haftinu á að fara fram kl. 11 f.h. eftir staðartíma og verða opin berir fulltrúar viðstaddir af hálfu bæði ítala og Frakka, en formleg athöfn fer ekki fram fyrr en 15. september. Þá munu forsætisráð- herrarnir Fanfani og Pompidou hittast og ræða m.a. pólitíska sam vinnu Evrópu. Er varla hæga að hugsa sér ákjósanlegri ramma fyr ir slíkar viðræður en iður Mont Blanc. SIUTTU MÁLI STOKKHÓLMUR 13. ágúst (NTB) í dag heyrðist hvað eftir annað í hlustunarstöðvum í Sví- þjóð raddir og merki frá sovézku geimförunum. Sænskir vísindamenn telja, að þessi síðasta tilraun Rússa sé mun flóknari og erfiðari en hinar fyrri. Prófessor Herlofsson, sem er Norð maður og kennir við Tækniháskól ann í Stokkhólmi, líkir geimferð unum við kennsluflug. Hér er senni lega um æfingu að ræða til undir búnings annarri og meiri tilraun, segir hann. TAIPEH, 13. ágúst, (NTB/REUTER). CHIANG KAI-SHEK, hershöfð- ingi, bar í dag á móti fréttunum um, að gerður hefði verið leyni- legur samningur milli þjóðernis- sinnastjórnarinnar og kommúnista stjórnar Mao Tse-tung um fram- tffi Formósu. Er því haldið fram, að orðrómur þessi sé til kominn til að reka fleyg milli Formósu- stjórnar og Bandaríkjastjórnar. Dobrynirii o.g Rusk? Cf talast við WASHINGTON, 13. ágúst,. (NTB/REUTER) Dobrynin, sendiherra Rúska í Washington, átti í dag 20 minútna viðtal við Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um Berlínar- og Þýzkalandsmálin, en það viðtal, leiddi ekki til neinna verulegra breytinga á ástandinu, sagði talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins. Kom fram af orðum talsmannsins, að Rússar vísa enn á bug tillögum vesturveldanna um fjórveldafund til að Ieysa spennuna í Berlín. Dobrynin sagði eftir fundinn, að hann hefði ræ,tt friðarsamning við Þýzkaland við Rusk á grundvelli fyrri viðræðna Rusks og Gromy- kos. Táragassprengjur yfir Berlínarmúr r r L0 s WEN ELUF L J PEINER kranar fyrir slippa, skipasmíðastöðvar og byggingar. Allar stærðir byggðar í fjöldaframleiðslu. Auðveldir í fhitningi. Sami viðskiptavinur hefur þegar keypt 8 krana. Einnig fást PEINER snúnings-turnkranar. — Stuttur afgreiðslufrestur. Tilboð óskast án skuldbindinga. Bréfaskipti á dönsku, norsku, sænsku, ensku cg þýzku. V. L0WENER VESTE RBROGADE 9B - K0BENHAVN V. - DANMARK TELEGRAMADR.: STAALL0WENER ■ TELEX: 5S85 BERLÍN 13. ágúst (NTB-Reuter) Austur- og vestur-þýzka lög- reglan köstuðust í dag á táragas- sprengjum yfir múrinn í Kreuz- ber'g-þverfinu. Austur-Þjóðverjar hófu aðgerðir með því að kasta um 50 táragassprengjum yfir múrinn og beittu vatnsslöngum gegn fólki sem hafði safnazt saman við múr inn á hernámssvæði Bandaríkja- manna með stóran kross. Lögregl- an í Vestur-Berlín kallaði til vara lið og varpaði um 80 táragas- sprengjum austur fyrir múrinn, svo að Austur-Þjóðverjar neyddust til að hörfa. Frá Zimmerstrasse héldu mótmælamenn áfram með kross sinn til varðstöðvarinnar við Höinrioh Heinegötu, en austur- þýzku verðirnir þar létust ekki sjá þá. Þaðan gengu mótmælamenn í fylkingu, sem í voru um 500 manns og fylgt var af á að gizka 50 bíl um, meðfnam múrnum. Við „Check point Charlie", þar sem útlending BUENOS AIRES, 13. ágúst, (NTB/REUTER). Lögreglan í Buenos Aires lagði í dag táragasteppi yfir götur í grennd við kjötniðursuðuverk- smiðju í suðurhluta bæjarins til þess að koma þannig í veg fyrir að verkamenn, sem sæta verk- banni, gætu tekið verksmiðjuna í sínar hendur. Síðar í dag tóku lier menn í sínar hendur allar niður- suðuverksmiðjur, sem verkbannið nær til. um er hleypt í gegn við Friðriks götuv höfðu safnazt saman um 4000 Vestur-Berlínarbúar, er köll uðu ókvæðisorð að varðmönnunum austan megin. Mótmælafundir voru einnig lialdnir við múrinn á jfranska svæðinu við Bernaueri- strasse. Lögreglan í Vestur-Berlín til- kynnti, að sézt hefði verulegur mannsöfnuður austan megin, bak við Brandenborgarhliðið. Austur- Þýzka lögreglan hefði ráðizt á það fólk og dreift því, en það hefði safnazt saman aftur hvað eftir annað. Fólk stóð grátandi á götum Vestur-Berlínar, ör Frelsisklukkan hóf sorgarhringingu sína til að minnast þess, að eitt ár er liðið frá því að múrinn var byggður milli Austur- og Vestur-Berlínar. t ræðu, sem Brandt, yfirborgarstjóri hélt og útvarpað var um alla borg ina, líka með gjallarhornum austur fyrir, sagði hann, að Vestur-Ber línarbúar mundu aldrei gleyma þeim, sem yrðu að þola það að búa að baki múrnum. Þriggja mínútna þögn, og vinnu stöðvun og umferðarstöðvun var haldin um alla Vestur-Berlín á hádegi. Á meðan Frelsisklukkan hringdi kom austur-þýzka lögregl an með hátalara að Potzdamer Platz og útvarpaði þar skerandi músík. Annars staðar sáust Austur Þjóðverjar veifa varlega hvítum klútum til fólks vestan múrsins. Þrem tímum eftir táragassbar dagann voru mótmælamennirnir 500 enn á ferð meðfram múrnum með trékrossinn. Á trékrossinum var áletrunin: „Við ákærum“, og mannfjöldinn hrópaði í kór „Múr inn verður að hverfa". Um 50 lög roglumenn fylgdust með mótmæla- mönnunum. Austur Þýzka lögreg) an fylgdist með göngunni í kíkjum en gerði ekkert. Mótmælendur skýrðu fréttarit ara REUTERS frá því að gangan hefði hafizt alveg ósjálfrátt. Við Bernauerstrasse köstuðu nokkrir Vestur-Berlínarbúar grjóti í austur-þýzku lögregluna. Frá franska svæðinu sást, að tveir austur-jþýzkir lögregluþjónar af- vopnuðu hinn þriðja og leiddu hann burtu. >MMWWMMWMW«WWMWW V-þýzkum jafnaðar- mönnum þakkað EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á fundi sam- bandsráðs SUJ aö Bifröst um síðustu helgi: j í tilefni af komu sendi- nefndar jafnaðarmanna frá Vestur-Berlín vill sani- bandsráð Sambands ungra jafnaðarmanna senda Al- þýðuflokknum í Vestpr- Berlín bróðurkveðjur og þakka honiun , trausta og árangursríka forystu fyj’ir frelsi og lýðræði í heiminum. MMMMM*MMiMMMMM*HIM| i ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. ágúst 1963 3;;

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.