Alþýðublaðið - 25.08.1962, Síða 15

Alþýðublaðið - 25.08.1962, Síða 15
Nevillé Shute „Eða heldurðu að það komi þang að nýr yfirmaður?" „Ifann er víst afskaplega lærð ur“, sagði hún. „Hann hefur bæði verið í Ameríku og Aust urríki". Nú vorum við komin alllangt frá flugskýlinu. Ég stoppaðí og- tók í hönd hennar. „Við skulum ekki vera að hafa áhyggjur út af þessu“, sagði ég. „Nú er þetta allt komið í gangog við bið- um bara eftir að málið komi fyr- ir rétt“. . „Ég veit það“, sagði hún. ,Það var dálítið erfitt að heimsækja Derek í morgun". „Var það vegna dr. Somers?“ „Nei, Derek var eitthvað í slæmu skapi“. Hún 'þagnaði að eins. „Hann tók þessu öllu svo vel áður en við fórum til Frakk lands“. Ég gat ekkert gert til að láta henni líða betur nema fullvissa hana um að ég elskaði hana. Við gengum síðan til baka og ég tók vélina út fyrir hana og hún fór og flaug í svo sem klukkutíma, en gætti þess að fara aldrei nema stutt „úr augsýn“. Þegar hún lenti var hún rjóð í kinnum og glaðleg á svip. „Það var alveg dásamlegt þarna uppi“, sagði hún. „Eins og í öðrum heimi“. „Áhyggjurnar roknar burt?“, spurði ég. „Út í veður og vind“, sagði hún. Það var ekki -auðvelt fyrir hana að heimsækja Derek næstu vik urnar. ■ Hún talaði ekki mikið við mig um Derek, og ég reyndi ekki að fá hana til þess. Derek virtist vera orðinn afundinn Við hana. Hún átti orðið erfitt að halda uppi samræðum við hann þær 40 minútur, sem heimsóknartím- inn varði „Ég er viss um að þetta verður allt auðveldara, þegar skilnaðurinn er um garð geng- inn“, sagði hún. Þegar hún kom úr heimsóknunum kom hún oft- ast út á flugvöll, og flaug stutta fetund, það virtist róa hana mik ið. Svo var það einn morgun í júlí að hún hringdi til mín og spurði hvort við gætum ekki hittst til að tala saman. Hvort við gæt- um ekki farið eitthvað um eftir miðdaginn. Ég hugsaði mig um í snatri. „Eg þarf að kenna klukkan þrjú og aftur klukkan fjögur. Eftir þann tíma get ég hitt þig hvar sem er“. „Getum við ekki hittst í Hudd lestone, eins og einu sinni“, sagði hún. „Ágætt“, sagði ég. „Ég get ver ið kominn þangað klukkan hálf fimm. Er þetta nokkuð alvar- legt?“ „Dálítið", sagði hún. „Ég skal segja þér það þegar við hitt- umát“. Þegar ég kom akandi eftir þorpsgötunni dálítið á eftir á- ætlun, beið hún.eftir mér. Dá- lítið föl og áhyggjufull á svip. Ég bað hana afsökunar á því að koma of seint. „Þetta er allt í lagi“, sagði hún. „Við skulum koma inn í skóginn". Við skild- um bílinn eftir, og gengum inn í skóginn. Þegar við vorum kom in í hvarf tók ég í hönd hennar og spurði: „Hvað amar að „Brenda?" Hún sneri sér að mér. „Það eru þrjú vandamál", sagði hún. „Það fyrsta er, að Derek ætlar að draga skilnaðarbeiðni sína til baka“. „Það er slæmt“, sagði ég hljóð lega. Hún var með bréf frá lög- fræðingi sínum. Það kenndi sam úðar í því, en það var ekki um að villast. Hún sýndi mér það og ég las það vandlega. Það lék ekki á tveim tungum. „Hvað er á bak við þetfg?" spurði ég. „Dr. Somers", sagði hún. „Dr. Somers?“ Hún kinkaði kolli. „Ég fór til hans í morgun. Þar kemur ann að vandamálið til sögunnar. Ég spurði hann hvort hann vissi eitt hvað um þessa hugarfarsbreyt- ingu Dereks. Hann sagði að sín um dómi ætti læknir ekki að reyna að hafa áhrif á skoðanir sjúklinga sinna í hjúskaparmál um. Hann sagðist hafa aðrar skoðanir á þessum hlutum en fyrirrennari sinn — dr. Bedde ley. Hann sagðist álita að Derek væri það heilbrigður, að hann gæti tekið svona ákvarðanir al veg upp á eigin spýtur. Svo fór hann að tala um Derek. Hann sagði, að þá níu mánuði, sem hann hefði fylgst með honum hefði hann ekki séð hjá honum nein einkenni þess, sem vana- lega er kallað geðveiki. Hann hefði stundum íengið skapillsku- köst. En það væri ekki nema eðlilegt, hann væri skapstór og þetta væri bara afleiðing af inni lokuninni". Ég starði á hana. „Þýðir þetta þá að ekkert sé að honum?“ „Hann vildi eiginlega meina það“. „En hvað um málið sem liöfð að var gegri honum?“. Hún kinkaði kolli. ,,Ég veit um það. Ég spurði hann meira að segja uu það. Hanr, sagði að það væru tvenns konar menn sem gcröu svoleiðis lagað. Arin- Churchill kominn heim Eins og kunnugt er hefur Sir Winston Churchill legið á sjúkrahúsi að undanförnu en um margra ára bil hefur hann átt við vanheilsu að stríða eins og naumast er að undra um svo gamlan mann. En enn er hann stiginn upp af sjúkrabeðinu og kominn heim. Myndin var teþin við þá heimkomu. ars vegar glæpamenn og hins vegar geðsjúklingar. Hann sagð ist ætla að hafa Derke dálítið lengur þarna, en bráðlega væri kominn tími til að endurskoða s j álfræðissviptinguna". Ég þrýsti hönd hennar. „Þeir ætla sem sagt að sleppa honum út“. Hún kirikaði kolli. „Það var einmitt það sem hann átti við. Ég held að hann sé búinn að koma þessari hugmynd inn hjá Kerek, og það sé þess vegna, sem hann er hættur við skilnað inn“. Þetta var ekki gott, hvernig, sem á það var litið. Ég.get séð þetta frá sjónarhóli læknisins. Síðan ég kynntist Brendu hafði ég lagt eyru við því sem sagt var um Derek. Ég vissi að fjöl- skylda hans hafði lagt mikið á sig til þess að hann slyppi við að fara í fangelsi. Ég hafði heyrt hvað lögfræðingurinn ,sem varði hann hafði fengið fyrir ómakið. Ég gat vel skilið sjónarmið lækn isins. Hann vildi ekki hafa glæpa menn á hælinu, jafnvel þótt þeir væru það ríkir að þeir gætu sloppið við að fara í fangelsi. „Hvað er það þriðja?“ spurði ég. Hún horfði á mig rugluð á svip svo brosti hún og fór að gráta. Ég tók hana í faðm minn og leyfði henni að gráta. Þegar ekk inn minnkaði sagði ég. „Það get ur verið, að við hefðum ekki átt að gera þetta. Við ætluðum að eignast börn, og nú virðist eitt vcra á leiðinni. Það mundi að vísu gera þetta dálítið erfiðara til að byrja með. En það lagast allt með tímanum". Ég þurrkaði henni um augun með vasaklútn um minum. „Dálítið erfiðara", sagði hún. „Það er víst ekki ofmælt". „Nú vinnum við að þessu í sam einingu“, sagði ég. „Bæði tvö, því nú er þetta að komast á al- varlegt stig.“ Ég þagnaði aðeins við. „Fyrst af öllu held ég að við ættum að tala við móður þína“. Hún þurrkaði sér með vasa- klútnum. „Hún hefur ekki hug mynd um þetta enn þá“. „Veit hún hvað dr. Somers segir um Derek?“. •• Hún kinkaði kolli. „Hún veit um það og skilnaðinn". „Viltu leyfa mér að segja henni frá okkur og barninu?" Hún starði á mig. „Vilt þú gera það?“ ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 25. ágúst 1962 15

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.