Alþýðublaðið - 25.08.1962, Page 16

Alþýðublaðið - 25.08.1962, Page 16
tt, WvX^*.. v-X/w x ww^whwwawww^ihwwwæ^^m Hann selur hlaðib okkar á Siglufirði SIGLFIRÐINGAR fá blöð- 'n daglega um kl. 9 á kvöld- in. Þá taka sölubörn þau og- fara með þau um borð í síldveiðiskipin til þess að selja þau. Hér sjáið þið 9 ára gamlan sölumann, Krist- ján L. Möller með Alþýðu- blaðið um borð í einu síld- veiðiskipanna. C£D^£M3£P fV*~ 43. árg. — Laugardagur 25. ágúst 1962 - 192- tbl. GULLFOSS GISTI- HÚS í K.-HÖFN EIMSKIPAFÉLAG íslands mun -i- vetur bjóða upp á ódýrar ekeanmtiferðir með Gullfossi til Danmerkur og Skotlands, og til íleiri landa, ef aðstæður leyfa. Á Þessum ferðum verður aðeins 1. farrými skipsins opið og sú nýj- mag viðhöfð, að farþegar geta m. a. í Kaupmannahöfn, búið um borð í skipinu og notið þar allr- ar þjónustu. Verður það innifal- íð í fargjaldinu. Þessar breytingar gilda á tíma- toiíinu frá nóvember til marz, og cru það sex ferðir. Fargjöld á 1. farrými verða lækkuð mikið frá Því í sumar, og verða þau ekki hærri en II. farrýmis fargjöld eru yfir sumartímann. Öll þægindi, matur og drykkur verða þrátt fyr ir þetta að engu rýrð. Ferðunum verður hagað þann- ig, að frá Re.vkjavík er farið síð- degis á föstudegi og siglt til Kaupmannahafnar. Ferðin þangað tekur 3-4 sólarliringa. Skipið dVelur nálega viku í Höfn, þ. e. ef ekki er komið við í Hamborg, eem oft er gert. Styttir það eðli- lega dvalai-tímann í Höfn. Frá Kaupmannahöfn er farið á þriðju- degi og siglt til Leith og komið ft-angað að morgni fimmtudags. feaffan er farið að kveldi sama dags og komið aftur til Reykja- víkur á sunnudegi. Ferðin tekur ÍC' daga og kostar 5100 krónur. í sambandi við komuna til K- -traf-nar má geta þess, að á vetr- -um eru opin þar leikliús, óper- ur og ýmsir aorir skemmtistaöii-, sem ekki eru opnir yfir sumar- tímann. Þá er ekki eins margt þar um ferðamenn, og því verð á ýmsri þjónustu og á varningi ekki eins uppsprengt og það er yfir sumarið. Forráðamenn Eimskipafélags íslands áttu fund með blaðamönn- um í gær um borð í Gullfossi, og skýrðu þeim frá þessum nýj- ungum, svo og ýmsu fleiru, sem félagið hefur á döfinni. Togara sölur EFTIR að togaraverkfallinu lauk hefur aðeins einn íslenzkur tog- ari selt ytra, var það Karsefni. Á næstunni munu að minnsta kosti tveir togarar selja í Þýzkalandi. Næstkomandi mánudag selur Röðull í Þýzkalandi, og í vikunni þar á eftir mun Jón Forseti einn ig selja í Þýzkalandi. Báðir þess ir togarar hafa verið á heimamið- um, enda hefur afli verið góðurí hér við land að undanförnu. | Jón Þorláksson fór á veiðar í gærkveldi, og er ja'fnvel búizt við að hann selji aflann ytra, þó er það ekki fullákveðið enn þá. MAÐUR nokkur var sl. laugar- dag rændur 15000 krónum á Hverfisgötunni. Voru þar að verki þrír ungir piltar, tveir 18 ára og einn 16 ára. Lögreglan náði þeim sl. miðvikudag og höfðu þeir þá eyft öllum ránsfengnum og gátu engu skilað aftur nema veskinu tómu. Forsaga þessa máls er sú, að utanbæjarmaður, sem var eitt- hvað að skemmta sér í húsi. við Ifveífisgötuna, skrapp aðeins út til að fá sér ferskt loft. Er út á götuna kom hitti hann piltana þrjá og tók þá tali. Maður þessi hafði æft hnefa- leika hér áður fyrr, og er hann komst að því, að einn drengjanna var sonur gamals hnefaleika- kappa, sem hann kannaðist við, vildi hann athuga hvort pilturinn hefði erft eiginleikana. Ákváðu þeir að æfa sig örlítið í vörn og sókn, en allt var þetta í góðu gert: Fóru þeir þá úr jökkunum og tóku hinir piltarnir þá í sína vörzlu. Meðan þessir tveir voru uppteknir við linefaleikinn, — sá annar pilturinn, sem hélt á jakk- anum mannsins, livar veskið stóð upp úr vasanum. Tók liann það og færði yfir í sinn vasa. Er æfingunni lauk réttu þeii’ manninum jakkann og hlupu á burt, sem fætur toguðu. Maður- inn varð hins vegar fljótlega var við að veski hans var horfið og gerði hann lögreglunni þegar að- vart. Drengirnir náðust svo á mið vikudag, eins og fyrr segir, og höfðu þeir þ'á eytt öllum pening- unum í leigubíla og skemmtanir, Maðurinn, sem rændur var, er utanbæjarmaður. Neitaði að opna fyrir lögreglunni Nokkrir krakkar voru að skcmmta sér í fyrrinótt, og héldu smá „partý“ í bíl. Þegar líða tók á nóttina kom upp einhver mis- sætt meðal karlmannanna, — og deiluefnið var vitanlega stúlka. Út af þessu spunnust slagsmál og læti og var kvartað við lögregl- una. Áður en lögreglan kom á stað- inn hafði einn pilturinn, sem var nokkuð drukkinn tekið sig út úr hópnum og farið heim. Er þang- að kom tók hann bíl, sem stóð fyrir utan húsið heima lijá hon- um, og fékk sér smáökuferð, én fór síðan inn. Lögreglan þuríti að ná tali af Góður afli Þorláks- hafnarbáta piltinum vegna slagsmálanna og fór heim til hans. Hafði hann þá læst að sér og þóttist ekkert heyra, er dyrabjöllunni var hringt. Sleit hann hana að lokum úr sambandi. Reyndi lögreglan með öllu móti að fá hann til að opna og koma út, en allt kom fyrir ekki. Var þá ákveðið að leita úrskurð ar hjá fulltrúa um að fá að fara inn í liúsið, en meðan á því stóð sá piltur sinn kost vænni — og opnaði dyrnar. Hafði hark þetta staðið nokkurn tíma. Drengurinn | ‘ játaði á sig sökina, — slagsmál, og ölvun við akslur, en. hann er: aoexixs 17 ára gamall. Þorlákshöfn í gær. MJÖG góður afli hefur ver- iff undanfarið hjá bátunum, sem hér leggja upp. Aflinn er mest- megnis falleg ýsa. Unniff er í frystihúsinu til miffnættis á hverju einasta kvöldi, og samt hefst ekki undan. Nokkur skortur er á vinnuafli, einkum kvenfólki. Tveir dragnótabátar eru gerðir út héðan og auk þess Ieggja all- margir bátar upp hér. Vei’ið er að undirbúa hafnar- gerðina og er skip væntanlegt með efni um miðjan næsta mánuð. — Búið er að rífa gömlu húsin hér, Bæ Jóns á Hlíðarenda, og er ver ið að rífa gömlu verzlunarhúsin. Þau eru sennilega um tvö hundr uð ára gömul. Elztu menn1 hér minnast þeirra sem gamalla, er þeir voru ad aiast upp. — M.B. HÁSKÓLINN FÆR LOFT- SKEYTASTÖÐ Á AFMÆLI Háskóla Islands sl. vor, afhenti borgarstjóri skólan- um mikla lóffarspildu, sem er suff- ur af Bændahöllinni. Þar stendur m. a. Loftskeytastöffin gamla, og nokkru eftir afmæliff var ákveðiS aff Háskólanum yrffi einnig af- lient stöðin aff gjöf. Foi-mleg afhending mun vænt- anlega fara fram í haust, en nú er verið að flytja starfsemi Land- símans úr húsinu, og jafnframfi fara nu fram ýmis konar lagfær- ingar á því. Hefur það m. a. verið málað að utan, og einnig verður gengið frá því að innan. Blaðið ræddi í gær við Háskóla- rektor, Ármann Snævarr, og spurðist fyrir um hvað gert yröi við húsið. Kvað hann það ekki ákveðið ennþá, en líklega yrði það notað fyrir rannsóknarstofur og til keiinslu. .WWIVMMVHMmiMMMWIM Flugkeppnín á sunnudag FLUGKEPPNI Flugmála- félags íslands hefst á Rvíkur flugvelli á sunnudaginn kl. 3, ef veffur leyfir. Þá fer fram flugmódelsýning aff auki, og er öllum lxeimilt aff koma og fylgjast með keppn- inni og sýningunni og er aff gangur ókeypis.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.