Alþýðublaðið - 20.09.1962, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 20.09.1962, Blaðsíða 9
ALLSHERJARÞING Samp'i- uðu þjóðanna er hafið í New York. Guðmundur í. Guðmunds son utanríkisráðherra hefur þar forustu fyrir sendinefnd ís- lands framan af þinginu, meðan fulltrúar hinna ýmsu þjóða flytja framsöguræður sínar og gera grein fyrir hinum marg- brotnu vandamálum, sem þjóðir þeirra eiga við að stríða. Að þessu sinni koma ekk> til umræðu í New Yorlt nein mál, sem sérstaklega snerta ísland öðrum þjóðum fremur Fyrir 3-5 árum var aðra sögu að segja í þeim efnum. Þá stóð landhelgis deilan sem hæst og fulltrúar okkar notuðu aðstöðu landsins til að sækja málið á vettvangi SÞ, eins og sjálfsagt var. Þegar litið er á utanríkismál íslands hin síöustu misseri, blas ir sú staðreynd við, að þar hef ur ríkt friður og festa. Er þetta óvenjulegt, því íslenzka lýðveld ið hefur á stuttum æviferli átt í mörgum deilum við aðra og oft orðið að sækja mál sín með nokkurri hörku. Guðmundur í. Guðmundsson hefur gegnt embætti utanríkis- ráðherra í liðlega sex ár sam- fleytt og hefur gengið á ýmsu það tímabil. Þegar hann tók við starfinu, stóð enn yfir fyrri landhelgisdeilan við Breta og alvarlegt ósamkomulag var milli okkar og Atlantshafsbandalags- ins vegna samþykktar Alþingis í marz 1956 um að varnarliðið skyldi hverfa úr landinu. Fyrsta verkefni Guðmundar var að leysa löndunarbannið og tryggja sigur íslendinga í fyrra þætti landhelgismálanna. Var leitað samkomulags með fulltingi Efnahagssamvinnu- stofnunar Evrópu í París, og tókst að lokum að leysa málið, þannig að íslendingar héldu út- færslu sinni en brezkir útgerð- armenn létu af löndunarbann- inu. Eftir atburðina í Ungverja- landi sameinaðst íslenzka þjóð- in um öryggisstefnu og hafnaði hugmyndunum um að landið skyldi vera varnarlaust. Síðan kom útfærslan í 12 míl ur og allt það sem henni fylgdi. Þarf ekki að rekja það mál hér nema minna á endalok þess sem heimsblöð túlkuðu sem mikinn sigur íslendinga. Eftir að síðari ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um landhelgismálin fór út um þúfur og ekki var útlit á fleiri slíkum fundum, leitaði Guð- mundur í. Guðmundsson eftir samkomulagsleið, sem íslending ar gætu við unað. Ræddi hann við brezka utanríkisráðherrann Home lávarð, í París og London og fékk til leiðar komið þeirri lausn, sem samþykkt var. Kom fljótlega í ljós, að yfirgnæfandi meirihluti íslendinga taldi lausn ina hagstæða, og brezk blöð for dæmdu hana sem brezka eftir- gjöf. Málið vannst með friði, og þjóðin hefur unað sigrinum vel, þótt tveir stjórnmálaflokk- ar neiti að horfast í augu við þá staðreynd. Þá hefur samvinna íslendinga og Bandaríkjamanna, sem ann- ast varnir landsins í umboði NATO, ekki alltaf verið sem bezt. Sumarið 1959 losnaði mjög um aga varnarliðsins og kom til árekstra, sem eru minnisstæð ir. Leiddu þeir atburðir til þess að íslenzka stjórnin krafðist þess, að bandarískur herforingi væri afturkallaður héðan. Olli mál þetta ýmsum erfiðieikum, og nýr herforingi var ekki send ur til íslands. Nú hafa mál þessi verið endurskoðuð og gerðar á þeim breytingar, svo að framkvæmd þessara mála er öll önnur en áður var. Málið hefur verið leyst á farsælan og friðsamlegan hátt, sem íslend ingar mega vel við una. Það hlýtur að vera takmark hverrar friðsamrar þjóðar að koma hagsmunamálum sín- um fram með friði og sem minnstum deilum við aðra. í þessum anda hefur utanríkisráð herra jafnan unniö og náð góð um árangri, ekki aðeins í þeim stórmálum, sem að ofan eru nefnd, heldur og í fjölda ann- arra mála, sem daglega koma upp og eru leyst eftir efnum og ástæðum. Hins vegar eru til sterk öfl hér á Jandi, sem vilja ekki frið við önnur ríki og stefna vísvit- andi að sem mestum ófriði milli íslands og grannþjóða. Þessir menn vilja slíta landið úr tengslum lýðræðissinnaðra þjóða og leiða það kúbanska braut í fylkingu hins alþjóðlega kommúnisma. Þessir menn eru ekki að hugsa um hag íslenzku þjóðarinnar, heldur fórna hon- um á hinu pólitíska altari sínu. Það er mikilsvert að þjóðin skilji hvers eðlis utanríkismál eru, og hversu mikla þýðingu þau hafa og hversu nauðsyn- legt er að fara á annan hátt með þau en innanlandsmál. Það var erfitt og tók langan tíma að vinna fullt frelsi fyrir þjóðina. Það kostar stöðuga ár- vekni og mikið starf að varð- veita frelsið. Til þess verður þjóðin að koma fram á virðú- Iegan og ábyrgan hátt á alþjóð- Iegu sviði, en hafna ábyrgðar- Ieysi og ævintýramennsku. umsvifalaust settar á aukameð- r limaskrá! ð Mönnum er enn í fersku u minni hvernig ástandið var í t Iðju, er kommúnistar misstu þar völdin fyrir 5 árum. Kom- a múnistar liöfðu árum saman u neitað að láta fara fram alls- r. herjar atkvséðagreiðslu í fé- p laginu. Stjórnarmenn félags- >t ins og fulltrúar á þing ASÍ n voru ætíð kosnir á fámennum r félagsfundum. En þar kom i að kommúnistar treystu sér k ekki til þess að standa gegn a lögmætri kröfu um allsherjar a atkvæðagreiðslu við stjórnar- r kjör í félaginu og slík atkvæða - greiðsla fór fram 1957. Og t- kommúnistar féllu og hafa a ekki komið inn fyrir dyr á skrifstofum Iðju síðan. Lýð-' ræðissinnar fengu 524 atkvæði við stjórnarkjöríð 1957, en d kommúnistar fengu 498 atkv. i Það munaði því ekki nema 26 atkv. er kommúnistar biðu sinn fyrsta ósigur í Iðju. En æ síðan hefur bilið farið breikkandi og við stjómarkjörið sl. vetur munaði 471 atkv. Við fulltrúa- kjörið í Iðju nú gerðist það í fyrsta sinn, að kommúnistar treystu sér ekki til þess að bjóða fram og listi lýðræðis- sinna varð sjálfkjörinn. Kom- múnistar voru einráðir í Iðju í 15 ár og þetta félag var þeirra traustasta vígi ásamt Dagsbrún. Hvað hefur gerzt í félaginu? Það, sem hefur gerzt, er ein- faldlega það, að eftir að lýð- ræðissinnar höfðu unnið þar einar kosningar, gátu þeir veitt fullmörgum aukafélögum full réttindi, svo og tekið inn í félagið fjölmarga, er haldið var utan við það. Félagið hafði í rauninni verið lokað áður öðrum en þeim, er fylgdu kommúnistum. Nú var það opnað og lýðræðið hélt innreið sína í félagið. Kommúnistar þola ekki að horfast í augu við lýðræðið. Þess vegna bíða þeir ósigur, er þeir eiga að sætta sig við leikreglur lýð- ræðisins. Og þannig hefur það verið í Iðju. í rauninni er á- standið nákvæmlega eins í Dagsbrún og það var í Iðju. 800-900 verkamönnum er þar ætíð haldið á aukaskrá, en auk þess er mikill fjöldi verka- manna alls ekki í félaginu. Eð- varð Sigurðsson sagði á fundi Dagsbrúnar sl. sunnudag, að rúmlega 3300 verkamenn væru í Dagsbrún og þá taldi hann með aukameðlimina, sem aldr- ei fá að kjósa. En I Reykjavík munu vera 4000-5000 verka- menn. Þannig að stór hluti verkamanna er alls ekki í Dags brún. Og starfsmenn Dagsbrún- ar hafa engan áhuga á að fá þessa verkamenn inn, þar eð Framh. á 11. síðu SÍÐBUXUR telpna og unglinga. Stærðir frá 6 ára. ![|j[ Aldrei meira og fjöl- breyttara úrval. BÚÐIN Aðalstræti 9 — Sínii 18860. Fyrir skólann TÖSKUR Ný sending: Svínaskinnstöskur, seðlaveski, buddur, lykla- veski, ódýrar kvöldtöskur, skólatöskur, skjalamöppur. Allt- af nýjar gerðir af kventöskum. TÖSKU OG HANZKABÚÐIN Bergstaðastræti 4. jjjjj »>■■■ Viljum ráða nokkrar röskar og laghentar stúlkur til iðnaðarstarfa. GUDOGLER H F. Skúlagötu 26, inngangur frá Vitastíg. «■■■■ ■ ■■Sa ■ ■«»■ • ?>!•■ Kópavogur - vinna Karlmaður og nokkrar stúlkur óskast í vinnu strax. Niðursuðurverksmiðlan ORA Símar 17996 og 22633- GABOON 16—19—22 og 25 m/m SPÓNAPLÖTUR 18 og 22 m/m HARÐTEX V*“, 4‘ x 9‘ KROSSVIÐUR, beyki 3 og 4 m/m TEAK 2“ og 2 V2”. HÚSGAGNASPÓNN: Teak, Eik, Maghogný- Nýkomið. Hjálmar Þorsteinsson & Co. H.F. Klapparstíg 28 — Sími 11956. >j ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 20. sept. 1962 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.