Alþýðublaðið - 20.09.1962, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 20.09.1962, Blaðsíða 10
wmm íþróttamót íþróttasambands Borgarfjarðar 1962 fór fram á Ferjukotsbökkum. Keppt var í 5 kvennagreinum og 12 karlagrein- um. Úrslit urðu sem hér segir : KONUE: 80 m. hlaup: Björk Ingimundard. D. 11,2 Guðrún Jónsdóttir, R. 11,5 Jónína Hlíðar, St. 12,0 i Sigríður Axelsdóttir, Sk. 12,1 j Hástökk: Jónína Hlíðar, St. 1,30 j MWWWWtWWlWMWW Hinn efnilegi frjálsíþrótta maður, Kjartan Guðjónsson, KR, sigraði í 5 greinum á Drengjamóti Reykjavíkur. Hér sést hann varpa kúlu. Björk Ingimundardóttir, D. 1,25 Margrét Guðmundsd. Sk. 1,15 Langstökk: Björk Ingimundard. D. 4,43 Hugrún Valdemarsd. St. 4,07 Guðrún Gestsd. Sk. 4,05 Sigríður Axelsd. Sk. 3,94 Kúluvarp: Ólöf Bjömsdóttir, R. 7,38 Svandís Stefánsd. H. 7,37 Jónína Hlíðar, St. 7,02 Guðrún Jónsd. R. 6,57 Kringlukast: Ólöf Björnsd. R. 23,11 Björk Ingimundard. D. 17,57 Svandís Stefánsd. H. 16,91 Framh. á 11. síðu G A M L I R íþróttavinir hér muna vafalaust eftir dönsku sundkonunni Gretu Andersen, sem fyrir stríð var ein af hinum ágætu iang- sundkonum Dana. Hún er nú gift kona í Bandaríkjunum og heitir Sonnichsen. Hér á myndinni sést hún vera að koma úr vatninu eftir að hafa unnlð maraþonsund á Mich- iganvatni. Hún synti 50 mfl- ur frá Chicago til Kenosha í Wisconsin á 31 tíma. Það var þess virði að leggja þetta i sig: Hún fékk 10.000 dollara fyrir. París, 18. sept. (NTB—Reuter) HOLLENDINGURINN Jan Jis koot setti í dag nýtt Evrópumet í flugsundi á alþjóðlegu móti her- manna. Tíminn var 59,5, en það er 7/10 úr sek. betri tími en met Ungverjans Jozef Gurich. Erlendar íþrótta- fréttir í stuttu máli IWWWWWWWWWW4 Rússar fengu „dóp" - segja þjóðverjar BELGRAD: Leiðtogar vest ur-þýzka liðsins á Erópu meistaramótinu héldu því fram sl. mánudag, að þeir gætu sannað að Rússar hefðu gefið keppendum sínum örv andi lyf. meðan á mófcinu stóð, Vestur.þýzku leiðtogarnir sögðu þetta við blaðamenn, áður en þeir fóru frá Belgrad en bættu við, að þeir mundu ekki kæra þetta, þar eð það mundi vera „óíþróttalegt." Sem dæmi nefndu, þeir að tugþrautarmeLstarinn Kuznetsov hefði frammi fyrir ^ fjölda áhorfenda fengið sprautu, sem skyldi „fríska hann upp“ áður en hann fór í 1500 metra hlaupið. Það var hið ágæta hlaup Kuznetsovs í 1500 metrunum sem eyðilagði mögúleika Þjóðverjans von Moltke á að ; 1 vinna gullið í þessari grein = 4WWWW*WWW%WW*» • NORÐMENN sigruðu Svía í knattspyrnu á Ullevál um helgina. með 2:1 og virðist af norsku blöð- unum, sem álíka þjóðargleði ríki yfir þessum sigri hjá frændum vorum Norðmönnum, eins og hjá okkur hér um árið, þegar við lék- um sama leikinn. Norsku „júní- orarnir" gerðu jafntefli við hina sænsku á Bislett, norska ungl- ingalandsliðið tapaði 3:2 í Væst- erás, og norska B-landsliðið tap- aði 5:0. ★ SIGURVEGARINN í 5000 m. hlaupinu ó EM, Englendingurinn Bruce Tulloch, skýrði frá eftir hiaupið, að síðasta hringinn hefði hann hlaupið algjörlega hugsunar laust. Hann hefði bara hlaupið og hlaupíð. Raunverulega hefði hann verið búinn að vera, en hann hefði frá upphafi verið ákveðinn í að sigra, og sú ákvörðun hefði nægt sér síðasta hringinn i kapp- hlaupinu við Pólverjann Zemny. FINNINN Nikula, sigurvegar- inn í stangarstökki á EM, skýrði frá því eftir afrek sitt, að hann hefði alls ekki verið hræddur við Þjóðverjann Preussger, sem margir toldu þó líkleeri til sig- urs. „Eg óttaðist mest landa mína“, sagði Nikula. AIIs stökk Ni- knla aðeins þr.iú stökk daginn, sem hann sigraði. Hann byrjaði ekki fyrr en á 4,45 m. og felldi þá hæð í fyrstu atrennu, en fór vel yfir i annarri. Síðan gerði hann Preussger að hreinu tauga- húnti með því að sigla auðveld- lcga yfir 4,60. ★ í UNDANRÁSUM í stangar- st.ökkinu höfðu Finnarnir gert þá skyssu, að fara snemma á fætur og borða snemma. Niðurstaðan varð sú. að þeir voru glorhungr- aðir á meðan á keppninni stóð. í úrslitunum létu þeir ekki sama henda sig. Þeir sváfu út, borðuðu seint og borðuðu auk þess ávaxta salat á meðan á keppni stóð ! ÞO AÐ SIGUR Svíans Jons- sons í 200 metrum kæmi á óvart, þá er þó tvennt annað óvæntara, sem gerðist á EM : sigur Frakk- ans Piquemal í 100 metrum ( — enda var hann talinn lélegri en landi- hans Delecour) og sigur hollenzku stúlkunnar G. Fraan í 800 metrum, eina „hreina heims- metið" á mótinu. (Met norður-kó- eísku stúlkunnar Sin Kin Dam, — 2.01, — hefur ekki verið viður- kennt, vegna þess að Norður-Kórea er ekki meðlimur í Alþjóðafrjáls- íþróttasambandinu). ★ DANIR sigruðu Finna í lands- leik í knattspyrnu á olympiuleik- vanginum í Helsingfors sl. sunnu- dag með 6 mörkum gegn 1. Danir léku stórkostlega knattspyrnu og sigurinn hefði getað orðið enn meiri. í B-landsleiknum milli sömu landa, sem fram fór sam- tímis í Hjörring, varð jafntefli, 0 gegn 0. ★ 1 STANLEY MATHEWS, sonur hins fræga enska knattspyrnu- 1 manns með sama nafni, hefur unnið það einstaka afrek að verða unglingamefstari Englands í tenn- is þriöja árið í röð. Hvar verðuri næsta EM? ÞRJAR horgir hafa þegar sótt um að fá að halda næsta Evrópumeistaramót árið 1966. Borgirnar eru: Hels- inki, Varsjá og Bukarest. Ákvörðun verður tekin um þetta mál á fundi Evrópu- nefndar Alþjóðafrjálsí- þróttasambandsins í nóvem- ber næstk. MWWV 10 20. sept. 1962 - ALÞÝDUBLAÐIÐ fj íp & '-fiiftjaitf.'iií.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.