Alþýðublaðið - 25.10.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.10.1962, Blaðsíða 2
Hitstjórar: Gisii J. Ástþórsson (áb) og Benedikt Gröndal.—Aðstoöarritstjóri Björg\in Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. / uglýsingasími: 14 906 — Aðsetur: -Alþýðuhúsið. — Prenlsmiðja AJþýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskriftargjald kr. 05.00 6 mánuði. I lauoasöíu kr. 4.00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn — Fram- kvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Hringsnúningur STEFNUBREYTING Framsóknarflokksins gagnvart gengisgróða er einhver furðulegasti póli- tískur hringsnúningur, sem hér hefur sézt í mörg ár. Er vonandi, að alþýða manna taki eftir þessu máli, 'því framsóknarmenn hafa í stjórnarandstöðu mark að sér nýja stefnu, sem aðeins forstokkað hags- imunaafturhald getur verið þekkt fyrir. Þegar gengi krónunnar er lækkað, hljóta birgð ir af útflutningsvöru að hækka í verði í krónutölu sem því nemur. Þar eð slíkar birgðir hafa verið framleiddar við verðlag, sem mótaðist af gamla genginu, hefur hingað til ekki þótt minnsta ástæða til þess, að útflytjendur ættu að hirða sem hrein- an, fyrirhafnarlausan gróða þá verðhækkun í krón- um, sem verður á birgðum þeirra. Þess vegna hef- ur slíkur gróði ávallt verið tekinn af ríkinu og lagð ur til einhverra nauðsynjamála í þágu þjóðarheild arinnar. Síðastliðið haust hækkuðu birgðir, sem til voru í landinu við geng'sbreytingu, um meira en 145 nnilljónir króna. Þetta fé tók ríkið og setti að mestu í ríkisábyrgðasjóð, þar sem það hjálpar atvinnu- tækjum, bæjarfélögum og öðrum þjóðþrifastofnun um, sem þurfa að láta ábyrgðir falla á ríkið. Framsókn ein hóf upp raust þeirra fiskútflytj- enda, sem áttu birgðirnar, og taldi það hinn mesta glæp, að þeir ekki fengu að Iialda hækkuninni. I>arna gckk Framsókn erinda fiskútflytjenda á lcostnað landsmanna, sem auðvitað borga þennan gróða með hærra verðlagi vegna gengisbreytingar innar. Framsókn vildi sem sagt taka 145 milljónir af landsfólkinu og stinga í vasa fiskútflytjenda! Ef það hefði tekizt, hefðu þeir fengið mesta og siðlaus asta stórgróða í sögu þjóðarinnar — fyrir tilstilli hins róttæka Framsóknarflokks. Það er furðulegt, að frjálslyndir framsóknar- menn s'kuli ekki rísa upp gegn svo nakinni hag- munapólitík flokksforustunnar fyrir hönd útflutn ingsauðvaldsins í landinu. Almennin'gur sér í þessu máli vel, að Framsókn er enginn vinstri flokkur. Rauö íhaldsstjórn EFTIRFARANDI saga er sögð í bænum þessa dsagana, þegar áhugamenn um pólitík hittast: ' í afmælisboði einu var kommúnisti að skamma ríkisstjórnina og lýsti yfir, að hún væri óþvegin í- háldsstjórn. Gamall og virðulegur kaupmaður hlust aði á, sneri upp á úrfestina á maganum, og skaut sýo inn í: „Ef svo er, sýnist mér þetta vera rauð í- haldsstjórn, því ég sé ekki betur en hún hlaði upp hjundruðum milljóna í almannatryggingar, stórauki ríkisbankavaldið og ætli nú að innleiða áætlunarbú skap“. HANNES Á HORNINU ★ Góðir þættir Stefáns Jónssonar. ★ Hætta útgáfu smáscðla. ★ Bréf um vandræði á V atnsley suströnd. um og get því ekki stillt mig um að létta dálítið á hjarta mínu fyr- ir þér. Fyrir nokkrum árum, þeg • ar verið var að ráðgera að setja upp sjálfvirkan síma í Keflavik og annars staðar á Suðurnesjum- höfðum við Strandaringar áliuga fyrir því, að fá hann hingað líka. Með einhverju móti var þetta mál þaggað niður, sennilega hefur for- ráðamönnum ekki fundizt taka því fyrir svona smákalla eins og okk- ur. ★ Strendingar útundan með síma. HLUSTANDI SKRIFAK: „Mjög oft er fundið að því, sem útvarpið færir lilustendum, en sjaldnar getið um það, sem vel er gert. Ég vil færa Stefáni Jónssyni beztu þakkir mínar fyrir mjög vel gerða og skemmtilega þætti úr Húna- þingi og Skagafirði og raunar frá fleiri stöðum, sem hann hefur heimsótt. Allir þessir þættir hafa verið mjög góðir. Það eru einniitt slíkir þættir, teknir af vörum fólks- ins í lieimahögum þess, sem falla hlustendum vel í geð“. JÓIiANN SKRIFAR: „Bíessaður bentu þeim á að liætta að gefa út þessa verðlausu eða verðlitlu fimm- og iíukrónaseðla. Þeir íylla öll seðlaveski og eru lítils virði. Miklu betra væri, að fara að dæmi nágranna okkar og hafa skiptimynt, 5 og 10 krónapeninga, jafnvel einnig 25 krónapeninga, en cinseyringar, tvieyringar og jafnvel tieyringa ættum við alveg að afnema. Að hætta við 5 og 10 krónaseðla og fá í þeirra stað skiptimynt er alveg sjálfsagt. 1 Danmörku eru t. d. 5 krónapen- ingur í umferð (rúmlega 30 krón- ur íslenzkar), og í Þýzkalandi eru 1, 2 og 5 markapeningar (10, 20 og 50 kr. ísl.) og þykir ágætt. Verð- fallið á krónunni er staðreynd og við skulum haga okkur eftir því“. BRÉF AF Vatnsleysuströnd: „Nú „ek em reiðr“, eins og Egill forð- EN NÓG UM ÞAÐ. Lífið gekk sinn vanagang, og við héldum á- fram að hringja fjórar sluttar, e" við vildum ná í númer fyrir utan „ okkar línu“. En nú vill svo til með þessa stöð, eins og reyndnr allar 1. fl. B-stöðvar, að hún er aðeins opin hluta úr deginum Þetta getur komið sér afar illa, ef skyndilega þarf að ná í lækni að næturlagi. SAMA GILDIR auðvitað um lög- reglu- og sjúkrabifreiðir. Mörg um ferðarslys hafa orðið hér á þjcð- veginum, bæði að nóttu og degi og hefði þá getað verið gott að skreppa niður á næsta bæ (þeir eru alls ekki svo fáir) og hringja í viðkomandi aðila. Já, við tölum nú ekki um slökkviliðið. Það er okkur í fersku minni, þegar kvikn- aði í einu íbúðarhúsi hér um dag- inn. Það var um kl. 6 að morgni og símstöðvarstjórinn þá viian- lega sofandi. Eftir miklar og ár- angurslausar hringingar á símstöð ina var það ráð tekið, að senda bíl þangað til að reyna að vekja stöðvarstjórann og fá hann íil að hringja á hjálp. AÐ LOKUM TÓKST ÞAÐ og voru slökkviliðin í Keflavík og á Flugvellinum komin á staðinn um kluklcutíma eftir að eldsins varð vart. En ef hægt hefði verið að hringja beint á slökkvistöðina, hefði ekki þurft að líða meira en u. þ. b. 20 mín. Þangað til liðin hefðu verið komin á staðinn, og mikinn skaða getur laus eluur gert á einum hálftíma. En svo eru ekki allir það heppnir að liafa um- ráð yfir bíl í slíkar sendiferðir svo að hjá þeim má bæta meiri biðtima við, sem er fólginn í því, að vekja uPP á þeim stað, þar sem hægt er að fá b.íl i slíkan leiðang- ur. ií ÉG VONA, að viðkomandi aðil- ar taki þetta pár mitt til greina, (að . minnsta kosti til athugunar) og þá helzt fyrr en síðar. 85 ára í dag Helgi Valtýs- son rithöfundur HELGI VALTÝSSON, rithöfund ur á Akureyri er 85 ára í dag. í tilefni af afmæli lians gefur Helga fell út úrval ljóða lians, þar á meðal mörg, er hann orti á Noregg árum sínum, svo og Ijóð ori á norsku. í næsta Sunnudagsblaði Alþýðu blaðsins birtist viðtal V. S. V. vlð Helga Valtýsson. 2 25. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.