Alþýðublaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 10
 10 31. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ilf fí; ••• Ritstióri: ÖRN EIÐSSON Enn sigra Svíar Danmörk 4:2 Víkíngar sigurstran legir í 2. flokki Átta leikir á laugardag HINIR FORNU erfðaféndur, Sví- ar og Danir, hóðu landsleik í knatt- spyrnu sl. sunnudag á Rásunda- leikvanginum í Stokkhólmi. Danir voru vongóðir um sigur fyrir leik- inn, en þeir hafa ekki unnið Svía á heimavelli í 25 ár. Svíar unnu AIK og Helmia munu leika í J. deild í AU-Svenskan á næsta keppnistímabili. Þessi félög unnu sér réttinn til að keppa í 1. deild- inni um sl. helgi, en þá lauk sænsku deildakeppninni. GJÖVIK/LYN varð sigunegarl í norsku bikarkeppninni í ár. Þeir mættu í úrslitum Varde og sígr- tiðu með 2 mörkum gegn engu. Þessi úrslitaleikur var af mörg- tim álitinn einn hinn Iélegasti sem um getur. köMIZT hefur upp um mýtur í sambandi við veðhlaup í Póllandi. Ejórir knapar hafa verið handtekn ■ og sakaðir um að hafa þegið mútur. Auk þess hefur nokkrum öðrum verið vikið frá keppni. LIÐ íþróttafréttaritara sigraði lið Iandsliðsnefndar með 18 gegn 15 í handknattleikskeppni, er fram fór í Noregi um s.l. helgi. Lands- liðsnefndin er því í nokkrum vanda með val á landsliði gegn Svíum og Dönum, en við þá leika Norðmenn um miðjan nóvembor. enn einu sinni með 4 mörkum gegn 2, og sönnuðu þar með, að enn eru þeir hinir fræknustu Dana banar á sviði íþróttanna. Að sögn norskra blaða var sigurinn sann- gjam. í hálfleik var jafntefli 2 gegn 2 en þó höfðu Svíar átt mun I meir í fyrri hálfleiknum. I seinni | hálfleik ivar leikurinn jafnari, en sænsku framherjarnir voru þó mun ágengari. Svíarnir byrjuðu vel oð það knm áhorfendum á fullsetnum vellin- um nokkuð á óvart, þegar Bertel- sen skallaði sendingu frá Enoksen á 21. mín. leiksins í mark Svía og færði Dönum þar með forystuna. Owe Ohlson jafnaði fyrir Svía 7 mínútum síðar. Danir ná aftur for- ystunni á 82. mín, er Ole Madsen skallar ágæta homspymu frá Bet- thelsen óverjandi í mark Svia. En ekki stóð á því að Svíar jöfnuðu, því aðeins 2 mín síðar er Owe Ohlson aftur á ferðinni og jafnar. Eftir leikhlé byrja Damr vel, , en þó em það Svíar, sem ná nú i fyrsta sinn yfirhöndinni f leikn- um hvað mörk snertir. Þar var að verki Örjan Martinsson, er skaut úr nokkuð óverjandi stöðu. Kom skotið danska markverðinum mjög á óvart og hann fékk ekki við það ráðið. Ekki leið nema 2Ví mín. þar til Svíar bættu enn einu marki við og skoraði það Leif Er- iksson. Þetta tók alveg máttinn úr danska liðinu svo að leikurinn varð næsta tilþrifalítill það sem eftir var. Dönsk blöð bera sig fremur illa út af þessum ósigri. Þau em flest sammála um að Ole Madsen hafi verið bezti maður Dana. Á veðrinu í úrslit VESTMANNAE YIN GAR eru nú komnir í úrslit í íslands- móti í knattspyrnu. Mæta þeir Fram í úrslitum um næstu helgi. Vestmannaey- ingar komust í úrslit með því að Valsmenn mættu ekki til leiks gegn þeim sl. sunnu- dag, en þá átti í síðasta lagi að leika til úrslita um það, hvor ætti að fara í úrslitin gegn Fram. Valur og ÍBV höfðu leikið áður í sumar og skilið jöfn. Þurfti því auka- leik til þess að skera úr um sigur í riðlinum. Þessi leikur hafði farist fyrir nú um 2 mánaða skeið, þar sem Vals- menn komust ekki til Eyja á þessum tíma vegna þess að aldrei var flugveður um helg- ar á þessu tímabili. Nú taldi KRR það gerlegt fyrir Val að fara með skipi til'Eyja. Það töldu Valsmenn með öllu ó- framkvæmanlegt vegna þess hversu langan tíma ferðin taki þá og ófært að fá menn lausa úr vinnu til slíks. Varð það því úr, að KRR ákvað að leikurinn skyldi leikinn um sl. helgi, hvað sem tautaði og raulaði. Nú, útkoman varð eins og áður segir, Valsmenn sáu sér ekki fært að fara, því ekki gaf flugveður. Vest- mannaeyingar mæta því Fram í úrslitum hér í Reykjavík ef veður leyfir um næstu helgi. SL. LAUGARDAGSKVÖLD fóru fram 8 leikir í yngri flokkum á Handknattleiksmeistaramóti Reykjavikur. Fyrst voru leiknir 2 leikir í 2. fl. kvenna B. Attust þar við í fyrri leiknum Valur og Fram. Tókst Fram að ná 2 marka for- skoti, enda eru þær mun leikvanari er Valsstúlkurnar. Leit nú lengi vel út fyrir öruggan sigur Fram, en þær sigruðu í þessum flokki á síðasta íslandsmóti. Þetta fór þó nokkuð á annan veg, því Valsstúlk urnar hófu snarpa gagnsókn og tókst á skömmum tíma að jafna. Við það sat og úrslitin urðu 2:2. Seinni leikurinn í þessum flokki var milli KR og Víkings. Lauk hon- um með jafntefli 1 gegn 1 og voru það í alla staði sanngjörn úrslit. Þessir flokkar eiga það allir sam- eiginlegt, að þeir eru enn á byrj- endastigi, sem von er. Innan um eru þó efnilegir einstaklingar, sem lofa góðu. Um hitt má deila, hvort þessir flokkar eiga nokkuð erindi inn í opinbera keppni, þeg- ar þess er gætt, að þekking þeirra á reglunum er oft æði takmörkuð. ■ i 1 2. fl. kv. A. Vík-Valur 5:0 LEIKUR þessi var á margar hátt skemmtilegur. Bæði liðin eru að mestu skipuð stúlkum, er ráða yfir tálsverðri tækni. Sigur Vík-j ings var sanngjarn, þó heldur í | stærra lagi, en efni stóðu til Meiri I ró og festa er yfir Víkings-liðinu | en liði Vals, sem hættir til að skjóta í tíma og ótfma. Markvörð- ur Víkinga var tvímælalaust bezti maður vallarins og er þar vafalítið mikið efni á ferðinni. Fyrri hálf- leikur endaði 4:0 fyrir Víking, en þá höfðu Valsstúlkurnar misnotað tvö vítaköst. 1 seinni hálfleik bættu Víkingar 1 marki við, en Valsstúlkurnar létu sig hafa það að misnota eitt vítakast til viðbót- ar. Sem sagt allgóður leikur, en markamismunur nokkuð meiri en sanngjamt verður talið. 2. fl. kv. A. FRAM-ÞRÓTTUR 6:0 FRAM hafði öll völdin í þessum leik. Lið þeirra er í nokkurri fram för, þó ekki standist það neinn samjöfnuð við lið Víkings og Ar- manns, sem vafalítið eiga eftir að berjast um titilinn í þessum flokki. Lið Þróttar er svipað og á undan- fömum mótum, og er fremur veikt. Sigur Fram vax í alla staði sanngjarn. 3. fl. karla B KR-VALUR 4:3. LIÐ þessi börðust í úrslitum á síðasta. Islandsmóti. Þá lauk leikn- um svp, áð KR hafði sigur með einu marki. Svo fór einnig nú og eru það alls ekki óeðlileg úrslit, þar sem liðin em mjög álika að getu. Leikur þessi var allgóður, og eru í líðum beggja á ferðinni efni- viður, sem á eftir að koma við sögu á næstu árum. KR hafði yfir- höndina í fyrri hálfleiknum. Náðu þeir þá 2 marka forskoti (3:1). •— Seinni Ijálfleikur var jafn, tókst Valsmönnum þá að jafna (3:3), en undir lókin skora KR-ingar sig- urmarkið. 3. fl. karla B. FRAM—VÍKINGUR 6:4. FRAM byrjaði mjög vel. Náðu þeir ágætum leik og fyrr en varði var staðan 3:0 fyrir þá. Þessi vel- gengni þeirra hélt áfram út fyrri hálfleikinn, og var staðan við leik- hlé 6:2 fyrir Fram. I seinni hálf- leik tókst Víkingum það vel að þétta vörn sína, að Framarar fengu ekki skorað. Hinsvegar skoruðu Víkingar tvisvar og var því bilið við leikslok ekki nema 2 mörk. Bæði þessi lið léku all vel- af B-liðum að vera, einkum vor leikur Fram framan af fyrri hálf- leik athyglisverður. 2. fl. karla A. KR—ÍR 12:6 LEIKUR þessi var fremur harður og ekki sérlega vel leikinn. KR komst upp í 4:1 um miðjan hálf- leikinn, en tR-ingar söxuðu það forskot að mestu niður svo að við leikhlé var staðan 6:5 fyrir KR. Strax í upphafi seinni hálfleiks jafna IR-ingar og fá nokkra síðar góða möguleika til að ná yfirhönd- inni í leiknum, er dæmt var víta- kast á KR. En gæfan var ekki með 2. flokks mönnum ÍR þetta kvöldið, því ekki tókst þeim að skora og þar með var draumurinn búinn fyrir þá. — KR-ingar fá vítakast, Pra m h á 11. síðu HMMMWWMiWMMMMWMMMWWWWtMMWWWWMmMW Heimsmel ÁSTRALSKA sundkonan Dawn Fraser setti nýtt heimsmet í 110 yards skriðsundi kvenna um sl. helgi. Hún synti á 59,9. Einnig settu ástralskar sveitir heimsmet í 4x110 yards boðsundi karla og kvenna. Kvennasveitin synti á 4.13,8 en karlasveitin á 3.45,1. Karlametið er 6/10 betra en gamla metið, sem Astralía átti. Nei, þetta er ekki glíma, heldur eru hér á ferðinni handknattleiks- menn er takast á inn við markteig KR. í leik KR og Þróttar um s.L helgi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.