Alþýðublaðið - 25.11.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.11.1962, Blaðsíða 3
$ Uppálíf ogdauða er frábærlega vel skrifuð bók um sérstæða og ævintýralega atburði úr lífi eins þekktasta og áræðnasta heimskautafara nú- tímans PAUL-EMILE VICTOR, sem stjórnað hefur leiðöngrum til beggja heimskautanna — dvalizt á Grænlandsjökli, lifað sem eskimói, verið í djörfustu björgunarsveitum síðasta stríðs ofl. Paul-Emile Victor er óvenjulegt karlmenni, sem segir sögu sína stórvel. Formálinn er eftir JÓN EYÞÓRSSON, en þýðingin beint úr frönsku, gerð af JÓNI ÓSKARI. Kaupið hana — gefið hana — lesið hana, Bókaútgáfan FRÓÐI ífíiic V irtor CLAIROL-LITIR OG KVENTÍZKA FATATÍZKU- og hárlltasýningr var nýlega haldin í Lidó að viðstöddu margmenni. Á samkomunni var stáddur amerískur hárlitasérfræð- ingur, umboðsmaður Clairol-hár- litunarvarnings. Ýmis konar lit- brigði voru sýnd, en fyrst og fremst ýmis mánaskinslitir og rauð afbrigði. Clairol þýður upp ALSIR SÖFNUN Söfnunarfé 22. til 24. nóv- ember, 1962. Helga 100,oo GÞB . 1.000,oo Á. H. 2.500,oo N. N. 200,oo Guðný Anna £00, oo Guðlaug 200,oo T. og B. 500,oo Lára Ingibjörg 100,oo N. N. 100,oo KÁ 100,oo María Tómasar 100,oo Guðmundur, Helgi og Ólöf 300, oo T. E. 200,oo Jóhann Páll 500,oo Barnaskólinn, Vatnsleysu- strönd (viðbót) 500.OO K. í. 200,oo Kristmann og Oddgeir Stokkseyri 100,oo H. J. 10,oo Friðgeir 100,oo G. M. G. 500,oo Breiðfirðingur 200,oo Ingólfur 100,oo N. N. 100,oo KBE 200,oo á hárskol, hárllt og sérstakan lit fyrir þær, sem farnar eru að finna grá hár í höfði sér, — en vilja ekki láta á þeim bera. Þær geta fengið sérstakan lit, sem eingöngu tekur á gráu hárin. Sérfræðingurinn sýndi kvik- myndir og gaf áhorfendum leið- beiningar um notkun Clairol-hára- lita. Auk þessa var í Lídó tízkusýn- ing með fötum frá Markaðinum. Frú Sigríður Gunnarsdóttir, for- stjóri tízkuskólans sá um sýning- una. Þarna voru sýndir kvöldkjól- ar og kápur, bæði vetrar- og heil- árskápur. Kápurnar voru úr tveed og ýmiskonar öðrum ullar- efnum, margar með prjóni eða skinnum. Kvöldkjólarnir voru úr siffon, flaueli og ýmis konar silki- efnum. Sýningarstúlkurnar voru allar úr Tízkuskólanum, en þær voru: Björk Guðmundsdóttir, Guð ný Ámadóttir, Guðrún Bjarnadótt ir, Kristín Johansen og Hallfríð- ur Konráðsdóttir. Kínverjar bjóða Paki- stönum griðasamning Eggert og hagfræðing- arnir EGGERT G. Þorsteinsson kvaddi sér hljóðs á Alþýðusambands- þingi í fyrradag að gefnu tilefni frá dagblaðinu Tíminn og taldi að það sem þar væri eftir sér haft „orðrétt” væri ekki allskost- ar rétt með farið og mundi a. m. k. það sem áður var sagt í ræðunni vitna um það. Réttur væri þessi kafli ræðunnar þannig: „Og hvaða tölur em það svo sem forseti okkar heimtar, að ég lesi. Hann heimtar aö ég lcsi hér tölur úr ritinu „Úr þjóðarbú- skapnum”, sem hann (það er Hannibal) og margir aðrir hér hafa sagt í tíma og ótíma, að saman væri hnoðað af hagfræðingum þcim ágætu mönmi'.i, og sem hafi matreitt fyrir okkur hér áratug- uin saman þá mestu lýgi, sem við liöfum fengið”. Eggert kvaðst vona að hlutað- eigandi aðilar vildu hafa þaö sem sannara reynist og að leiðrétt yrðu fyrrgreind ummæli sín. Silfur- lampa bátíð Silfurlampahátíð „Félags ís- lenzkra leikdómenda” verður hald in næstkomandl þriðjudagskvöld í Þjóðleikhússkjallaranum. Eins og flestum mun kunnugt, hefur það verið venja undanfariu ár, að blöðin hafa veitt verðlaun fyrir bezta leik undanfarandi leikárs, — silfurlampa, hinn bezta grip. Silfurlampahátíðin verður að þessu sinni með nokkuð öðru sniði en fyrr, þar sem atkvæði um verð- launaveitingu verða ekki fyrr en á sjálfri hátíðinni. Auk þess munu skemmtiatriði verða þar fleiri en að venju. Rawalpindi og Nýju Delhl, 24. nóvember: KINVERJAR hafa boðizt til að gera griðasamning við Pakistan- menn. Þetta tilboð kom fram í bréfi frá Chou En-Iai, forsætis- ráðherra, til Ayub Khan forseta. Mohammed Ali utanríldsráð- herra skýrði frá þessu í dag, en hann hefur þekkst boð Kínverja um að koma í opinbera heimsókn. Hann sagði, að ekki hefði verið ákveðið hvort gengið yrði að til- boði Kínverja. Áður hefur Ali sakað Indverja um svik, þar eð komið hefði í ljós, að Indverjar hefðu verið í varnarbandalagi með Bandríkj- unum í 11 ár. Utnríkisráðherrann sagði, að Pakistanmenn hefðu orðið fyrir miklum vonbrigðum, er þeir kom- ust að því, að Indverjar og Banda- ríkjamenn hefðu gert *með sér samning um landvarnir. Þar með gætu Indverjar fengið vopn til varna á landssvæði, sem sé hluti af Pakistan, þ. e. Kasmír. Þingflokkur Kongressflokksins hefur lagzt gegn tilboði Kínverja um samninga, ef það þýðir, að Indverjar missi margar bækistöðv ar á landamærunum. Þó mun flokk urinn ekki vilja gera Nehru for- sætisráðherra erfitt um vik, ef unnt reynist að ná samningum án þess að Indverjar verði. að afsala sér landi. Dinesh Singh, varautgnríkisráð- herra, sem skýrði þingflokknum frá þróun mála, mun hafa sagt, að síðustu tillögur Kínverja mundu leiða til þess, að Indverjar yrðu að yfirgefa nokkrar eftirlitsstöðv- ar meðfram landamærunum á norðaustur-svæðinu, m. a. Walong, auk stöðva í héraðinu Ladakh í Kasmir. Allar þessar stöðvar Voru teknar, þegar Kínverjar hófu sókn sína 20. október og í seinni árás- um. Um þetta tilboð Kínverja að her sveitir deiluaðila hörfuðu, sagði Singh, að hér væri um að ræða sömu skilyrði og sett voru í til- lögum Kínverja 1956, 1959 og 1960 varðandi Ladakh-hérað. — Samkvæmt tillögunum verða Ind- verjar auk þess að yfirgefa 43 landamærastöðvar að hörfa enn um 20 kílómetra, sagði hann. Brezkir borgarar, sem yfirgáfu teplöntuekrur á norðurbakka Bramapútra í Assam-fylki er Kín- verjar sóttu þangað hverfa nú þangað aftur. Duncan Sandys, samveldismála- ráðherra Breta er kominn til Nýju Delhi að ræða við framámenn um frekari aðstoð, en þó er sagt að Bretar muni ekki bjóða herlið. Á heimleiðinni mun hann koma við í Rawalpindi og reyna að sætta Ind- verja og Pakistanmenn. í Nýju Delhi hefur Sandys samband við Harriman, sérstakan erindreka Kennedy forseta, sem kominn er til Indlands að ræða við forystu- menn. > Haft er eftir góðum heimildum, að það sé skoðun Breta, að Ind- verjar og Pakistanmenn verði að leysa Kasmír-vandamálið með beinum samningaviðræðum sín á milli. En brezka stjómin telur gagnlegt, að Sandys geri grein fyrir viðhorfum hennar. Sagt er, að fyrir nokkrum dög- um hafi það verið skoðun manna í London, að ógnun Kínverja við Indland mundi auðvelda lausn á Kasmírdeilunni. Sagt er, að vopna- hléð, sem Kínverjar hafi stungið upp á, virðist nú ekki munu bæta horfurnar á skjótri lausn. Erindi um starhval Ólafur Gunnarsson, sálfræðing- ingur heldur erindi í hátíðarsal í Réttarholtsskólanum kl. 2:00 e. h. í dag. Erindið nefnist Starfs- val og gagnfræðanám. Allir, sem áhuga hafa á uppeldismálum, svo og uppalendur allir, eru velkomnir á fundinn. ERINDI UM LÖTHERSKA HEIMSSAMBANDIÐ KIRKJUKVÖLD verður haldið í Hallgrímskirkju í kvöld (sunnu- dagskvöld) klukkan 8:30. Þar mun sr. Harald Nyström halda er- indi um hið víðtæka starf lúterska heimssambandsins, en sr. Ny- ström, sem er sænskur, er hingað kominn til að kynna sér kirkju- leg mál á íslandi og treysta vin- áttubönd kirkjunnar hér og sænsku kirkjunnar. Sr. Jakob Jónsson, sóknarprestur í Hall- grímskirkju, skýrði fréttamönnum frá því fyrir skömmu, að sr. Ny- ström hefði sýnt sérstakan áhuga á byggingu Hallgrímskirkju í Reykjavík og væri mikill aufúsu- gestur á kirkjukvöldinu. Á kirkju kvöldinu verður, auk erindisins, upplestur Lárusar Pálssonar og söngur Kristins Iiallssonar, sem syngur við undirleik kirkjuorgan- istans, Páls Ilalldórssonar. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 25. nóv. 1962 e ÍrAtim

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.