Alþýðublaðið - 13.12.1962, Side 10
Ritstjóri: ÖRN EIÐSSON
LANDSUÐ-PRESSU LIÐ I
HANDKNAITLEIK I KVÖLD
Frá aðalfundi Knaiispyrnufélagslns FRAM:
AFREK
I ÁR
í kvöld kl. 8.15 fer fram
að Hálogalandi leikur Iands-
liðs og pressuliðs í handknatt
leik karla. Verður hér vafa-
laust um mjög spennandi
leik að ræða, en mibið er í
húfi fyrir leikmenn, þar sem
framundan eru 2 landsleikir
við Frakka í Parfa og við
Spánverja f Barceiona, en
báðir leikirnir fara fram i
febrúar.
Lið landsliðsnefndar er
skipað sem hér segir: Hjalti
Einarsson FH, Karl Jónsson,
Haukum, Pétur Antonsson
FH Einar Sigurðsson FH
(fyrirliði) Gunnlaugur Hjálm
arson ÍR, Ingólfur Óskarsson
Fram, Hörður Kristinsson
Ármanni, Ragnar Jónsson
FH Karl Jóhannsson KR Karl
Benediktsson Fram, og Matt
hías Ásgeirsson ÍR
íþróttafréttamenn hafa val
ið sltt lið, en það er skipað
sem hér segir: Þorsteinn
Björnsson, Ármanni, Guð-
mundur Gústavsson, Þrótti.
Guðjón Jónsson, Fram,
Hilmar Ólafsson, Fram, Pét-
ur Bjarnason, Víkingi, Krist-
ján Stefánsson, FH, Birgir
Björnsson, FH, Hermann
Samúelsson, ÍR, Rósmundur
Jónsson, Víking, Sigurður
Einarsson, Fram og Viðar AI-
freðsson, Haukum. Áður en
pressuleikurinn hefst, leika
FH og Ármann í meistara-
flokki kvenna.
Tottenham sigraði
Á þriðjudaginn léku Glasgow
Rangers og Tottenham Hotspur f
Evrópubikarkeppninni. Leikurinn
fór fram á Ibrox Park í Glasgow og
voru áhorfendur um 80 þúsund.
Tottenham sigraði með 3 mörk
nm gegn 2, í fyrri hálfleik var stað
an 1:0 fyrir Tottenham, en bezti
og hættulegasti maður liðsins,
Jimmy Greaves, skoraði markið
eftir glafsilegan eiifleik. Þó að
mörkin yrðu ekki fleiri, var greini
legt að Englendingar voru sterkari
Síðari hálfleikur var geysispenn
andi, Brand jafnaði fyrir Rangers
eftir 2 mín. Bobby Smith skoraði
annað mark Tottenham, en hann
ÍR VANN
Meistaramóti Reykjavíkur
körfuknattleik lauk í gærkvöldi.
ÍR sigraði Ármann í mfl. karla
með 79—42. ÍR er því Reykjavik-
urmeistari 1962. í 4. flokki karla
vann ÍR (A) KR í úrslitum með
46—0! Úrslit í öðrum flokkum
urðu þau, að Ármann sigraði í I.
flokki, KR í II. flokki og ÍR í III.
flokki
kom í miðherjastöðuna fyrir Allen
í síðari hálfleik. Enn tekst Rangers
að jafna, en það gerði Wilson með
ágætu inarki, en aðeins 2 mín fyrir
leikslok skoraði Smith sigurmark
Tottenham með skalla. Sigurinn
var verðskuldaður.
Þetta var síðari Ieikur félaganna
og Tottenham sigraði einnig í
endingar halda því áfram keppn-
fyrri leiknum, þá með 55:2. .Engl-
inni en hér er um að ræða Evrópu
keppni bikarliða.
AÐALFUNDUR Knattspymu
félagsins Fram var haldinn 2. des-
ember sl. Fmidurinn var settur af
formanni félagsins, Sigurði E.
Jónssyni. Hann minntist látins fé-
laga á árinu, Gunnars Halldórs-
sonar; sem var einn af stofnend-
um Fram. — Vottuðu fundarmenn
honum virðingu sina með því að
rísa úr sætum.
Formaður las síðah upp skýrslu
stjórnarinnar — og bar hún vött
um mikið og öflugt starf á sl. ári.
Árið 1962 er eitt hið blómlegasta
í sögu félagsins hvað viðvíkur á-
rangri í knattspymu og handknatt
leik. — Félagið varð íslandsmeist-
ari í báðum greinunum og vann
auk þess f jölda móta í yngri flökk-
unum. Á árinu fóru þrír flokkar á
vegum félagsins í keppnisferðalag
erlendis og stóðu sig með ágætum.
— Kfefnd á vegum stjómarinnar
hefur starfað ötullega að fram-
gangi mála varðandi hinú nýja i-
þróttasvæði, sem Borgarráð úthlut
aði félaðinu norðan Miklubrautar.
Á árinu sæmdi Edvard Yde, for-
mann SBU gullmerki félagsins
fyrir margvisleg störf í þágu fé-
lagsins í áratugi. Einnig voru heiðr
aðir þeir Hallur Jónsson og Rágn-
ar Jónsson — svö og allir leik-
menn meistaraflokks, sem unnu
íslandsmet í knattspymu og hand-
knattleik, en þeir hlutu krans-
merki félagsins.
KNATTSPYRNAN.
ÁRANGUR í knattspyrnunni hef-
ur aldrei verið eins góður í sögu
félagsins, eins og á sl. ári. Alls
unnust 15 mót af 33 mögulegum,
eða því sem næst helmingur allra
knattspymumóta. Möguleiki er að
vinna sextánda mótið, en 2. flokk-
ur félagsins á eftir að leika úr-
slitaleik í íslandsmótinu.
Á árinu vann meistaraflokkur
íslandsmótið, en lék einnig til úr-
slita í Reykjavíkurmóti og Bikar-
keppni. 1. flokkur vann eitt mót,
. Haustmót. 2. flokkur var mjög sig
\ ursæll. — A-liðið vann bæði
Reykjavikur- og Haustmót, en á
eftir að leika úrslitaleik í íslands-
móti, sem leikinn verður næsta
vor. B-lið 2. flokks vann tvö mót,
Reykjavikur- og Haustmót. 3. flokk
ur A vann eitt mót, hins vegar
vann B-liðið' tvö, Reykjavíkur- og
Hapstmót. 4. flokkur A varð bæði
Reykjavíkur- og íslandsmeistari
og er athyglisvert, að sá flokkur
tapaði engum leik yfir sumarið.
Áreipgur B-liðsins varð ekki síðri,
það vann öll þrjú mótin — Reykja-
vikur- Miðsumars- og Haustmót.
Af 15 leikjum vann flokkurinn 14,
en |erði eitt jafntefll, skoraði 61
marfe yfir sumarið og fékk á sig 7.
Þessí flokkur hlaut „Gæðahomið”
svo nefnda, sem árlega er veitt
bezta flokki félagsins. 5. flokkur
A vann eitt mót, Haustmót, en
ekkeft í B-liði.
Alls.lék Fram 141 leik yfir sum-
arið — vann 81 leik, gerði 28 jafn-
tefli og tapaði 31 leik. Fram hlaut
því samtals 197 stig (69,4%) úr öll-
um leikjum — og vann með því
annað árið í röð Reykjavikurstytt-
una, sem bezta knattspymufélag-
ið í Reykjavik hlýtur hverju sinni.
Allir flokkar félagsins fóru í
keppnisferðalög — flestir út ó
land, en 2. flokkur fór til Dan-
merkur. Frammistaða 2. flokks í
Danmörku var mjög góð. — Af
þeim fjórum leikjum sem flokk-
urinn lék í ferðínni vann hann
tvo, gerði eitt jafntefli og tapaði
einum. Fékk Fram mjög góða
dóma í dönskum blöðum fyrir
Ieikina.
Á þessu óri var lögð rækt við
knattþrautir Knattspyrnusam-
bands íslands og hlutu 26 dreng-
ir hæfnismerki — þar af fimm með
gullmerki.
Aðalþjálfari i knattspymunni
var Guðmundur Jónsson, en þjálf-
arar voru Alfreð Þorsteinsson,
Helgi Númason, Hallur Jónsson,
Hinrik Einarsson og Sveinn Ragn-
arsson. — Knattspymunefndin
var tvískipt á árinu. Formaður
fyrir eldri flokkana var Björgvin
-
Antverpen, 12. des.
(NTB—Reuter).
FEYENOORD, Hollandi sigraði
Vasas, Ungverjalandi í aukaleik
Evrópubikarkeppninnar hér í dag
með 1-0. Feyenoord fer því í 8!
liða úrslit og mæta Rheims, Frakk I
landi.
10 13- des- 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Ámason, en fýrir þá yngri Alfrcð '
Þorsteinsson.
HANDKNATTLEIKURINN
Handknattleikurinn hjá félag-
inu stendur með miklum blóma. --
Félagið varð bæði íslandsmeistari
og Reykjavíkurmeistari og vann
þar að auki nokkur mót í yngri
flokkunum. Fram sendi tvo' flokka
til keppni erlendis í handknattleik.
Kvennaflokkur fór til Færeyja og
lék þar sex leiki. Fimm leikir unn-
ust í þeirri férð, en einn tapáðist.
Meistaraflokkur karla tók þátt I
Evrópubikarkeppninni. Það féll í
hlut Fram, að leika gegn dönsku
meisturunum Skovbakken. Leikur-
inn fór fram í Árósum og tapaði
Fram naumlega, eftir framleng-
ingu. Aðra leiki í þeirri ferð vann
Fram. Lið Fram valcti mikla at-
hygli og fékk mikið lof í dönsk-
um blöðum — varð þessi ferð ís-
lenzkum handknattleik til mikils
áiitsauka.
Þjálfarar í handknattleiknumi
voru þeir Karl Benediktsson,
Sveinn Ragnarsson og Hilmar Ól-
afsson. Formaður handknattleiks-
nefndar var Jón Þorláksson.
VERKEFNI FRAMUNDAR
Aðaláhugamál félagsins um
þessar mundir — og það verkefni
sem félagið hefur mesta þörf fyr-
ir að hrint verði í framkvæmd, er
uppbygging hins nýja félagssvæð-
is, sem Borgarráð úthlutaði félag-
inu endanlega 20. nóvember slv
Hið nýja félagssvæði, sem er 4.4
ha, er norðan Miklubrautar nærri
Kringlumýri. Þar er ráðgert, að
reist verði stórt og vandað félags-
heimili, auk þriggja valla. Öll að-
staða félagsins til æfinga er óvið-
unandi eins og sakir standa — og
er hvergi nærrl hægt að koma öll-
um æfingum fyrir á þeim eina
velli sem félagið hefur til umráða.
Allar líkur benda til þess, að haf-
izt verði handa, strax á næsta
vori að vallargerð á nýja svæð-
inu. i
STJÓRNARKOSNING 1
Sigurður E. Jónsson var ein-
róma endurkosinn formaður fyrir
næsta ár, en aðrir í stjórn með
honum eru Guðni Magnússon, vara
formaður, Jón Sigurðsson, kaupm.
ritari, Jón Friðsteinsson, gjald-
keri, Birgir Lúðvíksson, spjald-
skrárritari, Gunnar Ágústsson,
formaðiur handknattleiksnefndar
og Rúnar Guðmannsson, formaður
knattspyrnunefndar. í varastjórn
eiga sæti Alfreð Þorsteinsson,
Björgvin Ámason og Ingibjörg
Jóhsdóttir.
Islandsmeistarar Knattspyrnufélagsins Fram í knattspyrnu 1962.
Valbjörn stökk
4,25 m.
í GÆRKVÖLDI setti Valbjörn
Þoriáksson ÍR nýtt íslandsmet í
stangarstökki innanhúss, stökk
4,25 m. Þetta er þriðja íslands-
metið, sem Valbjöm setur á tveim
vikum. . hiaj