Alþýðublaðið - 13.12.1962, Síða 12

Alþýðublaðið - 13.12.1962, Síða 12
SALA sígarettna með filter jókst f Bretlandi á árinu 1961 úr 4600 milljónir í 22100 milljómr, aö þvi er tóbaksiðnaðarsamtökin hafa nýiega til- kynnt. Hins vegar hefur notkunin á sígarettum án filters heldur dregizt saman, eða um 2100 milljón sígarettur, svo að á síðasta ári voru seld ar 91300 milljónir. Það varð lítillega aukning í handrúlluðum sígarettum á árinu 1961 frá 10299 milljónir í 10496 milljónir. Samt var sala á sígarettum nærri því hin sama og árið áður, eða 315 milljónir sígarettur. Rannsóknir, sem tóbakssamtökin hafa gert, sýna, að fullorðnir menn reykja að meðaltali heldur minna upp á síðkastið. Arið 1960 reyktu þeir 4030 að meðaltali, eu sú tala Iækkaði árið eftir niður í 4010. Hins vegar jukust reyking- ar kvenna úr 1620 í 1680 á sömu árum. Flest- ir reykingamenn, bæði karlmenn og konur virð- ast vera á aldrinum 35 — 49 ára. í þessum ald- ursflokki reykja 77% karla og 54% kvenna síg- arettur. - - Karlmenn reykja alla jafnan 91 sígarettu á viku, en kvenmenn 46. Ennfremur kemur dálítið sérkennilegt í ljós í skýrslunum: Piparsveinar reykja mun meira en menn sem eru giftir. Og annað: Giftar konur reykja einnig meira heldur en piparmeyjar. MICKOFIÍ.M AP \ / MHITÆRE Ý HSMM6U6H50ER ? f HVAO OST, DC J\ FAHieROHA ? HAWoet-eiv af MASKMCNS tAST SKUUE 8SSTÁ AF D'AMAtSrCR' mKAXier / VAM0ODSSKAUER - - 06 HASSEME, nS lÁ /, QISV AfM'FJ-KST - HCKE FOR VOftES, MEN "O.K TYVENES SKYLD...SA DCR IKKE VAR TVlVt OfA, HVAD D6R SKUUE , FJERNeS ! Míkrófilmu af hernaðarlegum leyndarmál- um? Hvað eruð þér að tala um? Helmingurinn af farmi vélarinnar var dem- antar inni í valhnetuskurnum, og kassarnir sem þeir voru í, voru merktir, ekki fyrir okk- ar menn, heldur fyrir þjófana. . . . Svo það var enginn vafi, hvað það væri sem skyldi fjarlægjast. Til allrar-ólukku skipti ég um innihald í kössunum á. leiðinni! Langar þig til að heyra meira, herra Duval!? BRUNEI OG MALAYSIA Framh. úr opnu ur milli Norður-Borneó og Sara- wak. (Sjá kort.) Árið 1846 var gerður samningur þar sem sagði: „Friður, vinátta og góður skilningur skal ríkja um ei- lífð milli hennar hátignar Breta- drottningar og soldánsins af Brunei og erfingja þeirra og eftirmanna." — Fjörutíu árum síðar varð Brun ei verndarríki. ★ OLÍA FÍNNST Bru(nei var ekki talið mikils virði fyrr en olia fannst þar íyrir rúmum þrjátíu árum. Nú framleiða aðeins eitt eða tvö ðnnur ríki í brezka samvelclinu roeiri ollu en Brunei. Um þrír Qórðu teknanna, koma frá Shell félaginu brezka. Þrisvar sinnum meira er flutt úr landinu en inn. Arlegur rekstrarafgangur eru 10.000.000 pund. Soldáninn í Brunei heitir Sir Omar Ali Saifuddin. Hann er 44 ára að aldri. Enda þótt hann sé Múhameðstrúar hefur hann tekið sér aðeins eina konu. Hann er ó- líkur „olíukóngunum" í Texas og Mið-Austurlöndum. Hann lifir mjög fábrotnu lífi. Hann gerir greinarmun á tekjum sjálfs síns og tekjum ríkisins. Hann hefur 50 þús. punda risnu á ári. Soldáninn er að sjálfsögðu ein- ráður, en einræði hans er vægt. Hann hefur hvorki her, flugher né flota og fyrir þrem árum sam þykkti hann stjórnarskrá. Sam- kvæmt henni afsalaði hann sér mik lu af völdum sínum í hendur fram kvæmda- og löggjafaráðum. Gífurlegar miklar tekjur Brunei notar hann til þess að standa straum af kostnaði við greiðslu styrkja handa ekkjum og öryrkjum til þess að veita húsbyggingalán til 30 ára og til þess að reisa skóla sem mikill skortur er á. Japanir hertóku Brunei-borg í stríðinu og eyðilagðist hún í loft- árásum bandamanna, en nú hefur hún að miklu leyti verið endur- byggð. Nýtízku byggingar þjóta upp. Brunei er orðið að velferðar ríki, en umhverfið gæti verið úr bók eftir Joseph Conrad. ★ MALAYARNIR LATIR. Eitt helzta innanlands vandamál ið í Brunei hefur verið skortur Malayanna á dugnaði og metnaði, en meirihluti íbúanna eru Malayar Þeir búa við góð kjör miðað við lífskjör annarra þjóða Suðaustur- Asíu. Ófaglærðir verkamenn fá um 120 ísl. kr. á dag — eða fjór um sinnum meira en starfsbræður þeirra á nágrannalandssvæðunum. Hins vegar eru það Indverjar sem vinna á olíusvæðunum og Kín verjar sem stjórna verkstæðunum. Eina fagvinnan sem Malayar vilja taka að sér er að aka vörubifreið- um. í Brunei leitast Kfnverjar við að drottna yfir ibúunum í sveitum og þorpum eins og víðar í Suð- austur-Asíu og eru þeir því óvin- sælir. Örfáum Kínverjum.er leyft að setjast að í Brunei og. þeir. njóta ekki félagslegs öryggis. Sem fyrr segir er ein af ástæðun- um til þess, að Tunku Abdul Rah- man vildi að Brunei yrði aðili að hinu nýja sambandsríki sú, að Mal aýarnir munu vega upp á móti Kín verjunum frá Singapore. En vitað varr að Brunei mundi ekki fállast á, að Kínverjar settust að í Brun- ei, enda þótt Bruneibúum yrði leyft að setjast að í Singapore. Brunei krefst trygginga fyrir því, að áhrif Malaya verði yfirgnæfandi í Brun ei og þetta er eitt af þeim atriðum sem áðurnefnd nefnd, sem rann- saka á mál Sarawak, N.-Borneó og Brunei, fékk til meðferðar. PENIN GARNIR _ Xnnar erfiðleiki í sambandi við inngöngu Brunei í sambandsrikiö er í sambandi við olíutekjurnar. Vitað er, að Bruneibúar eru tregir fíí áð skipta þessum tekjum með öðrum. Brunei-búar vilja síður en svo gláta þessum tekjum eða rýra þær. Samkvæmt stjórnarskránni, sem Bruneibúar fengu fyrir þrem ár- um verður að fá samþykki fram- kvæmdaráðanna fyrir sameiningu við önnur landssvæði. Þá voru uppi ráðagerðir um ríkjasamband Brunei; Sárawak og N.-Borneó. Unglingasagan: BARN LANDA- MÆRANNA „Við hvern annan á þessi lýsing?" „Rétt er það, en —“ „Hvað gerði hann?“ „Hann barðist við þennan Perkins og Perkins skaut hann niðnr og kúlan straukst við höfnð hans.“ „En samt drap hann Per- kins?“ „Hann skaut hann í gegn- um höfuðið. Það hlýtur að hafa verið voðalegur bar- dagi. Perkins er að minnsta kosti dauður og máðurinn sem drap hann neitaði að taka við fénu sem lagt var honum tO höfuðs." „Hvað var það miki?“ „Fimmtán þúsund dalir var mér sagt.“ „Fimmtán þúsund dalir! Það er nóg til að gera mann að anðkýfing." ,4Ive mörg múldýr er hægt að kaupa fyrir það “ brosti járnsmiðurinn. ,JÉg gæti keypt það mörg að hver sona minna ætti hóp. Ég gæti keypt sitt húsið handa hverjum sona minna. Við gætum lifað sem kóng- ar. Sumir eru heppnir.“ „Og markvissir“, sagðl járnsmiðurinn. „Satt er það. Erfiðisvinna styrkir hendurnar en dreg- ur úr hraðanum. „Ég veit það. En rauðgyllt hár og blá augu! Hvað heit- ir hann.“ „Mancos." Þá sagði Antonio Perez: „Af hverju kippist þú við Juan?“ „Af engu“, svaraði Juan. „Það er einmitt eitthvað þessu líkt scm Ricardo minn gæti gert“, sagði Antonio Peres. „Að fara inn I slíkan bæ — ég á við svo eitrað- an stað og að berjast við slík an voðamann.“ „Drengurinn þinn er ekki eini bláeygði drengurinn í heiminum“, sagði járnsmið- urinn. „Einhvem tímann", sagði Perez, „verður hann fræg- ur.“ „Ég vona að ég lifi þann dag“, sagði járnsmiðurinn hæðnislega. „Ég hef ekki heyrt aðra tala um þá!“ Antonio Perez sagði al- varlega. „Hann hefur sent mér átta liundruð dali. Það er mikið fé vinur minn.“ Þá stóð járnsimðurinn á fætur þrátt fyrir þreytu sína og hitann: „Átta hundruð dali?“ sagði hann. „Hvar heldurðu að ég hafi fengið þrjú ný múldýr?" spurðl Peres. „Heldurðu að múldýr vaxi á trjánum?“ „En hann er aðcins barn!" ■ „Hann er vel gefinn dreng ur.“ „Og hvað gerir hann?" „Hann vinnur hjá kaup- manni." 12 13. des. 1962 - AtÞÝÐUBLAÐIÐ m-

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.