Alþýðublaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 3
Ste Katanga sjálfstætt Briissel, 19. des. (M'B-AFP). Albert Schweitzer, mannvinur inn frægri, hehnspekingnrinn og læknirinn hefur látið í sér heyra um Kongó-vandamálið. Kveðst hann vera þeirrar skoðunar, að Katanga eigri fullan rétt á því að vera sjálfstætt ríki. Þegar Belgir létu af stjórn í Kongó og það heimti sjálfstæði sitt, var í eðli sínu ekkert afmarkað svæði þar til er vera skyldi sjálfstætt ríki. Því hefur Katanga og hafði fullan rétt til að verða sjálfstætt ríki, að því er Schweitzer segir. Schweitzer gagnrýnir mjög Sameinuðu þjóðirnar fyrir afskipti þeirra af málefnum Kongó. Mót- mælir hann einnig harðlega af- stöðu Bandaríkjanna til Kongó- málsins sem og því að þau og SÞ skuli beita Katanga hörku til að það sameinist Kongó. Segir hann m. a. að óskiljanlegt sé að erlent ríki (Bandaríkin) skuli nú á tím- um heyja stríð við Katanga til að þvinga með því Katanga til að borga öðru kongósku ríki skatta. Hlýtur maður að undrast að nokk- urt menningarríki skuli taka þátt í slíku. Þá lýsir Schweitzer yfir undrun sinni yfir því, að samtök Samein- uðu þjóðanna skuli bindast sam- tökum við hið útlenda ríki (Banda ríkin). Það er ekki verkefni SÞ að heyja styrjöld, segir Schweitz- er. Belgiska Kongó er ekki leng- ur til. Frá þjóðréttarlegu sjónar- miði er Katanga sjálfstætt ríki, enda þótt Paul Henri-Spaak utan ríkisráðherra Belgíu sé á öðru máli, sagði Schweitzer að lokum. ALBERT SCHWEITZEB 29 voru drepnir Buenos Aires, 19. des. NTB-AFP. Samtals 29 fangar og fanga verðir voru drepnir í dag í ViIIa de Voto-fangelsinu í nágTenni Buenos Aires í blóð ugasta uppþoti er orðið hef- ur í fangelsinu. Tíu fanga- verðir voru drepnir af föng- unum, er höfðu tekið þá sem gísla, en nítján fangar voru drepnir, þar á mcðal foringi þeirra, Hugo Urans- lajan. Bardaginn stóð í 12 klukkustundir. Svo ákafnr var bardaginn, að fimm lík voru nær óþekkjanleg af skotum að bardaganum lokn um. Foringi fanganna, 29 ára gamall morðingi, hafði enn höndina kreppta um byssuna, er hann hafði skot- ið gíslana með. Enn er ekki vitað með vissu um orsök uppreisnar- innar, en talið er, að aðbún- aður í fangelsinu hafi átt hlut þar að. Merki um að hún skyldi hefjast gaf vöru- bíll með flautu sinni, er hann ók framhjá fangelsinu. I GÆK HOFST fundur þeirra Kennedy Bandaríkja- forseta og Macmillan forsæt- isráðherra Breta í Nassau á Bahama-eyjum. í fylgd með þeim eru ýmsir nánir sam- starfsmenn þeirra, þar á meðal þeir tveir, er sjást hér takast í hendur. Þeir eru (t. h.) Pcter Thorneycroft, vara utanríkisráðherra Breta og McNamara, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna. Lengst til hægri er Thomas K. Fin- Ietter, ambassador Banda- ríkjanna hjá Atlantshafs- bandalaginu. Myndin er tekín á ráðherrafundi bandalags- ins í Paris í síðustu viku. itWWWWMWWMWVWWM Nassau, 19. des. (NTB-Reuter). Þungamiðjan í ræðu Macmillans forsætisráðherra Breta, er hann í dag hóf viðræður sínar við Kenn- edy Bandaríkjaforseta á brezku Bahamaeyjunum, var staða Stóra- Bretlands sem sjálfstæðs kjarn veldis og staða þess sem þýðingar- mikils aðila að heimsstjórnmálun- um. Að því er blaðafulltrúi fund- arins segir, gerði forsætisráðherr- ann forsetanum fullkomlcga ljóst, að Stóra-Bretland er staðráðið í að Aukaþing vegna fjárhagsvandræöa New York, 19. des. NTB-Reuter. Fjárhagsnefnd Sameinuðu þjóðanna samþykkti I dag tillögu frá fulltrúum Skandinavíu í nefnd inni um að Sameinuðu þjóðirnar verði kallaðar saman til aukaþings í vor til þess að freista þess að finna Iausn á fjárhagsvandræðum samtakanna. Ennfremur sain- þykkti ncfndin tillögu um að U- Thant framkvæmdastjóri SÞ skuli fá tíu milljónir dollara á mánuði til reksturs SÞ-Iiðinu í Kongó og eina og hálfa milljón dollara mán aðarlega til reksturs SÞ-Iiðinu í Austurlöndum nær. Tillaga skandinavisku fulltrú- anna var lögð fram af sendinefnd Noregs. Ambassador Noregs, Rolf , Hancke, hélt því fram í ræðu sinni, að fjárhagsvandræði SÞ væru svo alvarleg og þýðingarmik- il, að nauðsyn bæri til að halda sérstakt þing samtakanna, er ein- göngu fjallaði um þau. Aðeins með þcim hætti er hægt að búazt við að unnt verði að útvega fé til reksturs samtakanna og framtíð þeirra verði þar með tryggð, sagði hann. halda áfram að vera sjálfstætt kjarnveldi og eiga sín eigin kjarn- vopn, þannig, að landið verði á- fram eitt foryzturíkja Atlantshafs- bandalagsins. Stóra-Bretland vill samt sem áður halda áfram sínu nána samstarfi við beztu banda- menn sína, jafnframt því, sem ríkið vill halda í tilveru sina sem FRETTIR í, : STUTTU MÁLI Hong Kong, 19. des. NTB-Reuter. U-2-njósnaflugvélar, sem Þjóð- cmissinnastjómin á Formósu hefur undir höndum, hafa á ný tekið upp þann hátt, að fljúga inn yfir meginland Kína í njósna- skvni. Þessar vélar hafa lengi vel verið staðsettar á Formósu en hífa hins vegar ekki haldið uppi flugi sínu síðustu þrjá mánuði vegna dularfullra sprenginga, er urðu skömmu áður í nokkrum vél um bessarar gerðar er voru í eigu Formésu-stjómarinnar. Briissel, 19. des. NTB. Walter Hallstein, formaður framkvæmdanefndar Efnahags- hnndalagsins, lýsti því yfir í dag, að eTte-an veginn væri víst að samn ingom Breta við bandalagið lyki á næsta ári, þ. e. 1. janúar 1964. Aræri bá miðað við að samning- arnir gengju sinn vana gang. sjálfstætt kjamveldi, að því er Mac millan er sagður hafa sagt Kenn- edy. Skybolt-málið kom til umræðu jafnskjótt og þjóðarleiðtogamir höfðu setzt við fundarborðið, en það snýst um það hvort Banda- ríkjamenn skuli hætta gerð Sky- bolt-flugskeytanna, en Bretar höfðu gert samninga við þá um smíði þeirra og ætluðu siðan að búa heri sína þeim. En Bretar hafa undanfarið miðað mjög alla uppbyggingu hersins við það, að þeir fengu þessi skeyti. Ekki hafði náðst samkomulag um mál þetta f kvöld, er fundi lauk. Einn þeirra möguleika er ræddir voru, var sá, að frekari gerð Skybolt-skeytanna færi fram á vegum Breta sjálfra, ef til vill með stuðningi frá Bandaríkjunum. Kennedy Bandaríkjaforseti hefur látið í Ijós, að hann skilji sjónar- mið Breta mjög vel og hefur hann ekkert sagt er kynni að gefa til kynna, að hann hyggist reyna að telja Breta á að hætta við sín eigin kjarnvopn. Báðar þessar þjóðir eru sagðar sammála um það, að vinna bera að því að hinir sjálfstæðu kjamherir verði brædd ir saman í marghliða Atlantshafs- bandalagsher. Era menn sammála um þetta grundvallarsjónarmið. Bandariskar heimUdir gefa 1 skyn, að Kennedy muni, hvað sem öðra líður, biðja brezku ríkisstjóm ina að annast stærri hlut fjármuna þeirra er þarf til að gera kjarn- vopn fyrir Bretland sjálft, hvort sem þau vopn verða Skybolt-flug- skeyti, Hound dog eða Polaris- skeyti. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 20. des. 1962 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.