Alþýðublaðið - 21.12.1962, Blaðsíða 7
LITLI kjóinn undir handarjarðri bandarísku
forsetafrúarinnar vistaður á munaðarleysingja
hæli í Washington. Þangað kom frúin með jóla-
gjafir fyrir skemmstu, — og má sjá á andliti
Jþess litla, að honum finnst stundin hátíðleg.
því hér væri vissulega um nauð'*
synjamál að ræða.
ENGIN síld hefur borizt á lanól
hér sunnanlands' síðastliðna þrjá
sólarhringa. Á miðunum er stöff-
ugt versta veður, sem hamlar öll -
um veiðum.
Togarar
Framh. af 3. síðu
Vcnus h.f. á
Röffull verffur á veiðum yíi?®
hátíffarnar. X
Búizt var viff að Akranestogarinrv
Víkingur yrði á veiðum yfir hátíð-
arnar, þó var þaff ekki fullráðiff t"
gær.
Ennfremur hringdum við í Júpí—
ter og Marz (Tryggva Ófeigsson).
Þar fengum við þau svör, að úti-
lokaff væri að gefa nokkuð upí>
um hvar skipin yrðu stödd, aW
svo komnu máii.
reglugerffar um aflífun dýra, sem 1
gefin er út samkvæmt áttundu;
grein fyrrnefndra laga. j
Hilmar kvað ríkja hálfgert vand I
ræða ástand í þessum málum, lög-
reglan annaffist að vísu aflífanir
dýra, væri um það beffið, en hún
hefffi enga aðstöffu til að sinna
þessu eins og nauðsynlegt væri.
Dýraverndunarfélagið á nú von
á aflífunartækjum fyrir dýr, —
sagði Hilmar Foss og kvaffst hann
vonast til aff þau yrffu sett upp
aff Keldum og samvinna tækist
við hiff opinbera um rekstur
þeirra. Nauðsynlegt væri einnig
að koma upp miðstöð þar sem
hægt væri að hjúkra særðum dýr-
um og geyma dýr. Aflífunartæki
þessi eru þa'nnig, að dýrið er sett
inn i kassa og síðan er hleypt eter
blöndu inn i kassann og þegar
dýrið er fállið í dá, er lokað fyrir
loftstrauminn inn í kassann. —
Þannig verður dauðdaginn algjör-
lega þjáningarlaus.
Hilmar kvaðst að lokum vona,
að tækin kæmust sem fyrst upp,
Um kattarmálið sagði Hilmar
Foss, að Ðýraverndunarfélagið
hefði kynnt sér lögregluskýrsluna
um málið, og hefur félagið óskað
þess, að málið verði sent til sak-
sóknara ríkisins, sem síffan ákveð
ur hvort höfða skuli mál.
Hér er um að ræða brot á 1., 8.
og lð. gr. laga um dýravernd og
sömuleiðis brot á annarri grein
EINS og skýrt var frá fyrir.
skömmu, sendi maður nokkur, son
sinn ungran meff kött í poka niffur
á bryggju og skyldi drengurinn
drekkja kettinum. Lögreglan
komst í máliff og forffaffi kettin-
um frá drukknun. Dýraverndunar-
félagiff skarst í leikinn vegna
þessa atviks og lögregluskýrsla
var tekin af föffur drengsins.
Blaðið ræddi í gær við Hilmar
Foss, ritara Dýraverndunarfélags
Reykjavíkur, og skýrði hann m.
a. frá þvf, að félagið ættl von á
aflífunartækjum fyrir dýr innan
skamms og mundu þau verffa sett
upp að Keldum, ef samvinna um
þessi mál tókst við opinbera að-
DÝRAVERNDUNARFÉLAG-
IÐ FÆR AFLlFUNARTÆKI
Sigurður Einarsson í Holti:
ÞAÐ var gaman að fá ferðarollu !
Magnúsar Stephensens, svo ýtar-
lega, sem kostur er á, núna rétt
fyrir jólin, en ferðarollan er dag-
bók, sem Magnús ritar um för
sína til Kaupmannahafnar haustið
1825 og dvöl sina þar fram á vor
1826. Hann sendir konu sinni dag
bókina með fyrsta vorskipi heim
í Viðey, svo að hún megi gjörla
vita um alla hans framferð vetrar-
langt í Kóngsins stað. Og Magnús
er svo sannarlega enginn undan-
%'illingur í Kóngsins stóra stað.
Hann er jústitsráð og statsráð og
konferensráff að nafnbót, doktor
og dómsstjóri með 41 árs embætt-
isferil að baki. Og hann hefur oft-
er en einu sinni verið kóngi sín-
um betri en enginn. Meðal ann-
ars einu sinni gefið honum aftur
sitt elskaða land, ísland, þegar gáf
aður og djarfur ræningi hafði
hrifsað það úr hendi konungs og
stofnað hér sjálfstætt ríki.
Ferðarollan er algert trúnaðar-
plagg, sem Magnús hefur ætlað
sér og konu sinni einum, smá-
smugulega opinská og nákvæm um
allskonar hversdagslegan hégóma,
en gefur af þeim sökum afar
skýra nærmynd af Magnúsi sjálf-
um og lífi fyrirmanna ríkisins á
þeirri tíð í Kaupmannahöfn. Hann
segir konu sinni allt smátt og
stórt, hvað hann borðar, hvemig
hann klæðist, hvað hann kaupir
og greinir innvirðulega verð hvers
hlutar. Hann fær ekki svo illt í
magann að þess sé ekki getið
— og það er raunar furffa, hvað
hann fær sjaldan illt í magann,
því þeir borða vel þarna í Kaup-
mannahöfn, 5—8—14 rétti matar
og allt upp í 8 tegundir „syltetoj“
og drekka þéttingsfast með. Og
Magnús hefur auðsæilega mjög
gaman af að segja frá sumu. Stund
um kemur kóngsins hlaupari og
býður honum til hirðVeizlu. Og
þá klæðist Magnús hvítum undir-
klæðum, gullbróderuffum ein-
kennisbúningi, hvítum silkistrump
um. Hann skrýffist gylltum
hnéspennum og öklaspennum,
svörtum gljáskóm, ber nýjan korða
meff gullnum sverðskúf. Síðan ek-
ur liann með toppuðum hestum
og þénara aftur upp á Kóngsins
stað, ræðir við hoffrúr og hefð-
armenn, konung og prinsa, etur
af silfurdiski.
Nei, Magnus Stephensen er
enginn undanvillingur í Kóngsins
stað. Frú Guðrún getur veriff al-
veg róleg. En við sjáum líka aðra
hlið á Magnúsi: Hina dæmalausu
elju hans. Hann er að vísu tekinn
að lýjast og reskjast. En hann er
uppi fyrir birtingu hvern dag,
vinnur sleitulaust fram á kvöld
aff Jónsbókarútgáfan seinni, rann-
sakar handrit ber saman ritár,
hefur tvo þrjá ritara í starfi, fer
hamförum. Hann er að taka til
handargagns í lagaglundroðanum,
sem ríkir á íslandi, koma fram
nýju lagaverki, sem á nú fyrir sér
að silast í gegnum hina þungu,
seinvirku skrifstofuvél einveldis-
ins — og hann hefur þungar á-
hyggjur og ekki að ástæðulausu.
En hann hefur fleiri járn í eldi.
í sál þessa gullborðalagða embætt-
ismanns brennur heilagur eldur.
Það er ástin á listum og mennt-
um, þekkingu, fegurð í hverri
mynd. Hann sækir kirkjur, hlustar
á fræga ræðusnillinga, sækir há-
skólafyrirlestra, söngleika, sýning-
ar listaháskólans. Það eru hrein
undur hvað hann kemst yfir. Og
undir niðri vakir með honum ó-
slökkvandi þrá til þess að skapa
fagurlíf lista, þekkingar og hárra
mennta með sirini elskuðu, fá-
tæku þjóð, sem hann hafði litið
nálega í dauðateygjunum í hörm-
ungum eldsins 1784.
En Magnús er ekki sonur Ólafs
St.efánssonar og dóttursonur og
nafni Magnúsar amtmanns Gísla-
sonar fyrir ekki neitt. Hann er is-
lenzkur búhöldur og höfðingi, for-
sjármaður og aðdrátta. Það kost-
ar mörg spor. Hann kaupir hús-
gögn, trjávið, trjáplöntur til gróð-
ursetniiigar, fræ til útsæðis. Hann
hleypur um allan staðinn til að
finna góðan indigolit, en því mið-
ur, hann fæst hvergi góffur undir
átta ríkisbankadölum.
Hann verður að sæta afarkaup-
um til þess að heimafólk í Viðéy
geti gengið sómasamlega til fara.
Og nú ganga fá skip, örðugleikar
miklir með að fá góss sitt flutt.
Það kostar mikil umsvif, því að
Magnús ætlar ekki að koma tóm-
hentur. Hann þarf að semja um
flutning á fjórum hestum, sjá um,
að hvaðeina komist með vel um
búið. Og loks hefst það fram fyrir
makalausan dugnað þessa einstæða
manns, sem ekki kann að gefast
upp.
En Magnús Stephensen hefur
fleiru að sinna. Það kostar líka
mörg skrif, margar heimsóknir,
mörg spor. Hann þarf að koma
syni sínum í aðstoðarritarastöðu
við Landsyfirréttinn, með von um
ritaraembættið þegar frá liður.
Einnig það tekst. Allt tekst, sem
fram er auðið að hnika. En laga-
Verkið hans, hins lögkæna og
milda dómara, kemst ekki fram.
Það festist í nornakvörn skrifstofu
mennskunnar úti f þéím stóra
stað. Hann hefði getað látið ferff-
ina ófarna þess vegna, með ölluhi
þeim lífsháska, sem að honum
steðjaði í þessari ferð. Og mörg-
um öðrum, því aff þetta eftirlætis-
barn hamingjunnar er fengsælla
á f jandsamleg veffur, ef hann hætt-
ir sér um íslandsála, cn menn viti
dæmi til. Jafnvel þegar heill og ei“
og gifta þeirrar þjóðar, sem hann.
elskaði, veltur að nokkru á því,.
að hann komist skjótlega fram, eru
veður honum einatt fjandsamleg.
Tvennt er mikil prýði þessarai-
bókar, eins og hún liggur nu fyrir.
Hið fyrra er ritgerð Þorkels Jó-
hannessonar, háskólarektors, ritirx.
þá er hundrað ár voru liffin frá
andláti Magnúsar Stephensen, hiíT
síðara er eftirmáli og skýringar-
hins unga menntamanns Jóntr
Guðnasonar við bókina og allui'
frágangur hans á þessu litla verki,
að ógleymdri vandlegri nal'na*
skrá. í sjálfu sér segir þaff ekkfc
mikið um hversu manni kunna afft
farast fræffistörf, hverníg hanrt.
gengur frá slíku smásmíði, en smá
um hlut má haga þannig í bygg -
ingu íslenzkra mennta að vel sómt
sér. Er þá alls góðs vonandi un>
það, að þeir sem lítilli völu koir.st
vel í vegg, færi þar stærri hiuti
að til borgarsmíðar, er stundir-
líða fram.
Bókfellsútgáfan hefur gefiít
þessa bók út af venjulegum snyrt.t
leik. Og hefur sýnt það enn sent
fyrr, nú hin síðari ár, að þióffleg:
fræði má stunda með nokkrinr*
tilkostnaði og áhættu án þess aik
verða hæstbjóðandi á uppboðs—
bingi draugaframleiðslunnar á ís»
landi.
Sigurður Einarsson f Holti.
AIÞÝÐUBLADIÐ - 21. de^-1962 ?