Alþýðublaðið - 21.12.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.12.1962, Blaðsíða 8
KOSNXN GASIGUR Uhodesíu fylkingar Winstons Fields í Suður- Hhodesíu s. 1. laugardag eru talinn muni hafa þær afleiðingar í för með sér, að Mið-Afríkuríkjasam- band Norður- og Suður Rhodesíu og Nyasalands verði lagt niður og flýta því, að til átaka komi með afrískum þjóðemissinnum og hvít- um mönnum, en slík átök eru tal- in óhjákvæmileg. Rhodesíufylkingin sem er hægri sinnaður flokkur og aðeins um eins árs gamall, vann stórsigur á hinum Sameinaða sambands- flokki forsætisráðherrans, Sir Ed- gars Whitehead. Rhodesíu-fylkingin fékk 35 þingsæti í kosningunum, Samein- aði sambandsflokkurinn fékk 29 þingsæti og auk þess náði einn ó- háður þingmaður kosningu. Fjórt- án þingmenn Sameinaða sam- bandsflokksins eru svertingjar. Þeir verða fyrstu svertingjarnir, sem taka sæti á þjóðþingi Suður- Rhodesíu. Úrslit kosninganna eru inikill ósigur fyrir stefnu brezku stjórn- arinnar. Stefna hennar hefur grundvallazt á flokki Sir Roys Welenskys, sem er forsætisráð- herra Mið-Afríkuríkjasambands- ins. Flokkur hans hefur nú misst völdin í öllum þrem ríkjum ríkja- sambandsins. Þrátt fyrir það situr stjóm We- lenskys áfram Á sambandsþing- inu eru nær allir þingmennirnir úr flokki hans. Kosið var til þings ins í apríl á þessu ári, en kjósend- urnir voru aðeins 15 þúsund tals- ins, enda þótt íbúar ríkjanna þriggja í ríkjasambandinu séu rúmar níu milljónir. • Hér fer á eftir yfirlit um íbúa ríkjasambandsins og ríkjanna þriggja: Mið-Afríkusambandið: Svert- ingjar 7.560.000 og hvítir 290.000. Suður-Rhodesia: Svertingjar 2.590 og hvítir 210.000. Norður-Rhodesía: Svertingjar 2.225.000 og hvítir 72.000. Nyasaland: Svertingjar 2.720.000 og hvítir 9.000. Því er haldið fram, að stefna „Fylkingar" Winstons Fields sé WINSTON FIELD — járnbróðir Verwoerds lík „apartheild" stefnu stjórnar- innar í Suður-Afríku. Hún er að minnsta kosti talin skyldari henni en stefna þeirra Welenskys og Whiteheads, en Winston Field hefur harðlega neitað því, að nokk uð sé til í þessum staðhæfingum. En í Salisbury er óttazt, að Field muni ekki takast að halda mörgum fylgismönnum sínum í skefjum, en þeir eru sumpart frá Suður-Afríku og trúa á apartheid- stefnuna. Sú ósk „Fylkingarinnar", að komið verði á varnarbandalagi við Suður-Afríku og portúgölsku yfirvöldin í Mozambique, hefúr vakið ugg margra Evrópumanna og Afríkumanna. Af þessum ástæðum telja margir þann möguleika brezku stjórnar- innar að veita Suður Rhodesíu sjálf stæði óhugsandi af pólitískum og siðferðislegum ástæðum, meðan minnihluti hvítra manna fer með völdin. Næstum eina valdið, sem brezka stjórnin hefur enn í Suður-Rhode- síu, er neitunarvald hennar. Ýmsir telja, að Suður-Rhodesía fari sömu leið og Suður-Afríka afsali brezka stjórnin sér þessu neitunarvaldl. Þessir menn segja, að þetta fæli í sér svik við svertingja í Suður- Rhodesíu og skuldbindingar Breta gagnvart þeim. Ennfremur yrði slikt ögrun í garð allra frjálsra ríkja Afríku og SÞ. Á þessu ári hafa farið fram margar umræður um Suður-Rho- desíu á vettvangi SÞ og margar á- lyktanir hafa verið gerðar. Meiri- hluti aðildarríkjanna telur Suður- Rhodesíu ekki sjálfstjórnarsvæði samkvæmt skilningi stofnskrár SÞ, þaf eð sjálfstjórnin takmarkist við minnihluta hvítra manna. Hinn 1. nóvember s.l. gekk i gildi ný stjórnarskrá fyrir Suður- Rhodesíu og sama dag krafðist Allsherjarþingið þess, að stjómar- skráin yrði ekki látin ganga í gildi. Heldur skyldi efnt til stjórnar- skrárráðstefnu, sem látin yrði semja stjórnarskrá, er væri í sam ræmi við grundvallaratriði SÞ um jafnrétti án tillits til kynþáttamis- réttis. Nýja stjórnarskráin rýrði enn vald brezku stjórnarinnar, en nokkrir svertingjar fengu kosn- ingaréttindi í fyrsta sinn Þeir voru þó fáir, svo fáir, að vald hvítra manna var tryggt. Afrhkir þjóðernissinnar hófu baráttu gegn stjórnarskránni og aðeins tíu þús- und svertingjar létu skrásetja sig sem kjósendur. Hér var aðallega um að ræða fólk, sem hag hefur af stjórn hvítra manna. Þrem mánuðum fyrir kosning- arnar bannaði Whitehead afrisku sjálfstæðishreyfinguna „Hið afr- íska þjóðarsamband Zimba\ves“ eða ZAPU, en Zimbabwe er heiti Afríkumanna á Suðúr Rhodesíu. Foringi hennar, Joshua N,komo, var handtekinn og Afríkumönnum var gert ókleift að heyia baráttu fyrir réttindum sínum innan ramma laganna. Á nýjársdag fær Nkomo að lifa eðlilegu lífi á ný, en þá lýkur þriggja mánaða hömlum á frelsi hans. En samkvæmt núgildandi lögum, verður ekki auðvelt fyrir Nkomo að stofna nýjan þjóðernis- sinnaflokk. Hins vegar telja frétta menn í Salisbury ólíklegt, að Nkomo muni leggja árar í bát og afrískir menntamenn standa ein huga að baki Nkomo. Þráft fyrir aðgerðir sínar, telja margir hvítir Rhodesíumenn Whiie head hættulega róttækan, vegna „partnership" stefnu sinar. Hann taldi, að það væri um að FYRIR 2 eöa 3 árum reit ég grein í AlþýðublaðiÖ og lagði íil að vegurinn milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur yrði gerður tvöfald- ur og skattlögð umferð bifvéia um veginn. Einnig í sömu gre n taldi ég að þegar y;ði malbikaður eða steyptur vegur suður til Keíla- víkur, yrði sami háttur i hafður. Nú sé ég í Alþbl. í dag (20. 12) að hugmynd þessi er til athugunar, að minnsta kosti með veginn tii Keflavíkur. Eins og kunnugt er, er leiðin milli Ilafnarfjarðar og Reykjavík- ur líklega fjölfarnasta leið iands- ins og um leið hefir skapast á þessum mjóa og að sur'u leyti slæma vegi, mjög alvarlcg slysa- hætta eg eru dæmin því miður nærtæk. Það er engum vafa undir- orpið, að ef þörf er fyrir steypta tvöfalda akbraut til Keflavikur, þá er þörfin ekkl minni fyrir tvöfalda akbraut milli Haínarfjarðar og Reykjavíkur. Það er síður en svo að ég vilji telja úr lagningn Kefla- víkurvegarins, en þessir vegakafl-i ar verða að takast báðir samtimis.! Og þarf að verða meiri hraði á framkvæmdum, en með Keflavík- urveginn. Maður getur látið sór detta í hug að fjölga þurf; stór- virkum tækjum og vinnukrafti. Ef það er meiningin að ljúka þessu starfi (á ég þar við Keflavíkur- veginn) á næstu árum, þá mælir aUt á móti því að draga verkið á langinn, en allt með því að hraða íramkvæmdum. Á Suðurnesjum er eitthvert mesta athafnasvæði landsins, að SIR ROY WELENSKY — öll ríkin gegn honum gera, að fá Afríkumenn til þess að viðurkenna yfirráð hvítra manna, og þetta vildi hann gera með því, að bæta kjör þeirra og aflétta kynþáttamisrétti á sviðum, sem eru ópólitísk. Þessi viðleitni hans hefur hvar- vetna beðið ósigur. Kröfurnar um sjálfstjórn og jafnrétti, hafa ekki þagnað þrátt fyrir efnahagslegar frmfarir og þjóðfélagslegar um- bætur. Þrátt fyrir það nýtur stefna Whiteheads og Welenskys talsverðs stuðnings í Bretlandi og Framh. á 11. síðu Jónas M. Guðmundsson stýrimaður; SEXTÍU ÁR Á SJÓ Þættir úr æviminningum Guð- mundar Halldórs Guðmunds- sonar, togarasjómanns í Reykjavík. Teikningar eftir hiifnndinn. Bókaútgáfan Hild- ur. Setberg prentaði. Reykja- vík 1962. HÖFUNDUR bókarinnar, Jónas M. Guðmundsson stýrimaður, er löngu kunnur af blaðagreinum og útvarpsþáttum, en hér stígur hann feti framar á rithöfundarbraut- inni. Og honum er stórræði í huga — bókin á að bera honum vitni sem slvngum orðlistarmanni. Þetta tekst bærilega. Jónas velur bókinni bað frásöguform að heim- sækja Guðmund Halldór á n’okk- urra daga fresti í togaraverkfall- inu síðasta og láta hann rif ja upp endurminningar sínar í áföngum. Þannig kemur hann bókinni í reipi og tengir þættina saman, svo að I, 8 21. des. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐH9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.