Alþýðublaðið - 21.12.1962, Side 9

Alþýðublaðið - 21.12.1962, Side 9
nefndum Keflavíkurflugvelli, og iví sérstaklega nauðsynlegt að egurinn suður eftir sé greiðfær ig góður. Sama á við um Hafnarfjörð. Þar r mikill atvinnurekstur, íbúatala nun fljótlega fylla 8 þusund og íærri mitt á milli Reykjavíkur og íafnarfjarðar er ört vaxandi bær em bráðum fyllir sönni tölu íbúa ig Hafnarfjörður. Þá cr ört vax- indi byggð í Garðahreppi í Silfui SAGT er, að Ameríkanar hafi útbúið spil, sem heitir Fjölskylduslagur Kennedy- anna. Spilið er með sex „mönnum”, sem heita, Jack, Jackie, Bobby, Teddy, Caro- line og John litli. Markmiðið er að sigra ættingjana til þess að ná undir sig öllu inu! túni og þar í nánd. Allir þesssr staðir nota mikið veginn milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar og um hann fer öll umferð til Suð- urnesja. Sjá allir að það er jafn nauðsynlegt að leggja nýjan veg með tvöfaldri braut milli þessara staða. Og alltaf eykst þungi á vegi þessum, sem stafar af vax- andi atvinnurekstri þessara staða og mikið fjölgandi farartækjum. Og þegar vegur þessi væri full- gerður, á hann að bera sig fjár- hagslega, með því að skattleggja umferðina um hann. Það myndu allir rétt husandi menn ekki telja eftir að greiða umferðarskatt fyrir ! það eitt að aka eftir góðum vegi. j þar sem væru 2 akbrautir með ein I stefnuakstri. Sá vegur býður ekki slysahættunni heim, eins og hínn | mjói og illa gerði vegur milli þessara staða gerir nú. Alþingi það, er nú situr, ætti að taka þetta mál til alveg sérstakrar athugunar og þingmenn þessa kjör- dæmis að láta ekki sitt eftir liggja, að ýta hér vel á eftir. Það er því sannarlega þörf hug- vekja, sem leiðari Alðbl. fjallar um í dag um þessi nauðsynjamál. Ó. J. Skyldi jbö aldrei vera jólagæsin? Alþýðublaðinu barzt í gær eft irfarandi bréf frá G. Helgason & Melsted: Alþýðublaðið, REYKJAVÍK. Við höfum fengið bréf frá einu þekktasta whiskyfirma í Skotlandi, George Ballantine & Son Ltd., í Dumbarton, þar sem þeir biðja okkur að koma á framfæri við íslenzk blöð eft- irfarandi eftirlýsingu: Þann 17. nóv. s.l. týndisi frá brugghúsum George Ballan- tine & Son Ltd., ein kínversk gæs, hvít að lit með eilitiiun halla á vinstri væng. Síðast sást hún á Clyde fljóti. Gæsin er merkt með Ieynimerki og fundarlaun eru £ 50-0-0 ef hún finnst lifandi. Ef svo skyldi vilja til, að gæsin hafi vilzt hingað til lands og finnist lifandi eru finn endur beðnir að snúa sér til G. Helgason & Melsted h. f., eða George Ballantine & Son Ltd., Dumbarton, Skotlandi. Virðingarfyllst, G. Helgason og Melsted h. f.. Einar Farestveit. BLÁU VÍNBERIN FRÁ KALIFORNIU KOMIN tiUisUÖLU, PYREX Búsáhöld úr marglitu, eldföstu gleri. Hentug til jólagjafa. Járnvöruverzlun Jes Zimsen h.f. T ír verður næsta sterk heildar- nynd. Jónas ætlar sér líka ærin ilut í máli og stíl og berzt stund- im nokkuð langt út á hálan ís stórmannlegrar tilgerðar, en fer sér aldrei að voða. Þó ræður úr- slitum sú heppni, að Jónas skyldi /elja Guðmund Halldór að frá- sögumanni. Ég hef aldrei heyrt íða séð Guðmund Halldór, svo að Sg viti, en hann verður mér áreið- anlega minnisstæður af bók þess- ari. Ásjóna hans lýsir yfir hana, mikil og skemmtileg mannsmynd rís af þessum 144 blaðsíðum. Guðmundur Halldór hefur frá mörgu að segja, og hann gerir at- burðum ævi sinnar og samfylgd- armönnum sínum á lífsleiðinni ágæt skil. Lesandinn sannfærist um, að bókin sé heiðarleg. Guð- mundur Halldór er einmitt ís- lenzki sjómaðurinn, sem þolir að koma til dyranna eins og hann er klæddur, þarf hvorki á ýkjum né fíflalátum að halda til þess að vekja athygli og fá áheyrn. Hann er mikill af starfi, manndómi, lífs- reynslu og persónuleika. Vænst þykir mér um, hvernig Guðmundur Halldór ber félögum sínum söguna. Hann lýsir sér- kennum þeirra, en afstaða hans er mannræn og tillitssöm. Sama gild- ir um málefni hans. Guðmundur Halldór er stundum ádeilugjarn, en það stafar ekki af uppgerðar- legum merkilegheitum, heldur hinu, að hann hefur vanið sig á þann mannsbrag að hafa skoðun. Eigi að síður nær hann sér niðri, ef honum rennur í skap. Því veld- ur kímni hans, sem er aldrei mannskæð en fundvís á snögga bletti. Mér finnst Guðmundur Halldór líkjast þeim sjómönnum, sem ég beyrði og sá eftirminnileg- asta austur á Stokkseyri og úti í Vestmannaeyjum. Það voru sannir menn í sjón og raun og báru vinnufötin eins og konungsskrúðá. Jónasi og Guðmundi dettur ekki í hug að gera bókina að spéspegli, en hún verður samt í meira lagi skemmtileg aflestrar. Frásögnin er iðulega krydduð skrýtlum, en þær eru til þess að skilgreina og frægja þá, sem frá segir, og þá kemur til sögunnar hispurslaus og lífvænleg glettni. Það er íslenzk fyndni, sem verður til í önn dags og gleði kvöldstundar. Ég er Guðmundi Halldóri þakk- látur fyrir bókina og vildi gjarna kynnast honum betur við tæki- færi. Jónas er vís til að sjá svo um, að af því geti orðið. Helgi Sæmundsson: VESTUR-ÞÝZKIR INNISKÓR fyrir kvenfóik, karlmenn, unglinga og börn. Falleg, nytsöm og kær- kominn jólagjöf Skóval Austurstræti 18 Eymundssonar-k j allara Skóbúð Austurbæjar Laugavegi 100. Áskriftarsíminn er 14901 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. des. 1962 g

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.