Alþýðublaðið - 21.12.1962, Page 11

Alþýðublaðið - 21.12.1962, Page 11
íáMiSRÖf? ítalskir og býzkir Giæsilegt úrval Sambandsríki Framhald af opnu. sterk öfl í íhaldsflokknum hafa stutt stefnu þeirra. Þetta er ein af ástæðum þess, að Afríkumenn litu gjarna á kosn- ingauppgjörið með hvítu íbúunum í Suður-Rhodesíu sem ósigur fyrir Whitehead. Vandamálin skýrast þegar fylgismenn „Fylkingarinn- ar“, sem eru yfirlýstir fylgjendur algers aðskilnaðar kynþáttanna óg óskertrar valdaeinokunar hvítra og hafa misst áhugann á ríkjasam- bandinu, þar eð Bretar hafa veitt I svertingjum í N-Rhodesíu og I Nyjaassalandi mikil ítök í stjórn- inni, taka við völdum. Sigur „Fylkingarinnar" verður ef til vill til þess, að brezkir í- haldsmenn missi trú á því, að sjálf- stætt ríki hvítra manna í Suður- Rhodesíu muni hægt en markvisst veita meirihluta afrískra manna hlutdeild í stjórninni og láta þá að lokum taka stjórnina í sínar hendur Brezki verkamannaflokkurinn hefur alltaf barizt gegn ríkjasam- bandinu og krafizt þess, að ríkis- stjórnin verði að notfæra sér stjórnarskrárlegt neitunarvald sitt og beita enfahagslegum þvingun- um gegn valdhöfunum í Salisbury. Ekki er talið óhugsandi, að hvit- ir menn í Suður-Rhodesíu taki málin í sínar hendur og lýsi yfir sjálfstæði, ef Butler, ráðherra sá í brezku stjórninni, sem fer með mál, er varða Mið-Afríku, neitar að skerast í leikinn, en formælandi Verkamannaflokksins í nýlendu- málum, Denis Healy, hefur varað hann við þvi. En sennilega mundi sjálfstætt ríki í Suður-Rhodesíu ekki hljóta viðurkenningu annarra ríkja en Suður-Afríku og Portúgal. Því mundi reynast erfitt að halda lífi, þar sem nálega öll ríki heims mundu verða því andvíg. Að sögn sérfróðra manna í Lon- don er talið, að innan tveggja ára hafi ríkjasambandið verið lagt nið ur. Talið er, að samkomulag Fields og dr. Hastings Banda, sem nú mun verða skipaður forsætisráð- herra Nyasalands eftir ráðstefnu í London nýlega, sé tiltölulega gott og þetta er talið munu leiða til þess, að Fields og valdamenn- irnir nýju í Norður-Rhodesíu geti komizt að samkomulagi um efna- hagsleg tengsl Norður- og Suður- (Rhodesíu. í Norður Rhodesíu vann flokk- ur Kenneths Kaunda, foringja þjóðcrnissinnaðra svertingja, stór- sigur i kosningum nýlega og hafa bæði hann og foringi annars helzta flokks svertingja, Nkambula, tek- ið sæti í stjórninni. Talið er, að brezka stjómin muni veita þeim Kaunda og Nkambula töluvert at- hafnafrelsi innan fárra mánaða. Talið er, að stjómarskrárráðstefna muni veita Norður Rhodesíu sjálf stæði árið 1964, og þá yrði stjórn- málatengsl Norður- og Suður- Rhodesiu rofin en efnahagstengsl- um haldið. í London hefur Butler lýst því yfir, að Nyassaland muni ganga úr ríkjasamb. næsta vor. Vonazt er til, að verkamenn frá Nyasalandi geti haldið áfram að stunda vinnu í Rhodesíu og að Suður-Rhodesía fái í þess stað ófram aðgang að markaðnum í Nyasalandi. — í næsta mánuði heldur Butler, ráð- herra Mið-Afríkumála, til Salis- bury til þess að taka þátt í um- ræðum um framtíð sambandsstjórn arinnar. GRÓÐRARSTÖÐIN SÓLVANGUR Höfum úrval af alls konar jólaskreytingum: Krossar, skreytt greni og igrenigreinar, einnig alls konar efni til skreytinga. ' Skreytið sjálf. Opið á sunnudag og aðfangadag. Við sendum heim — sími 23632. AUKA- FUNDUR í H. F. Eimskipafélagi íslands verður haldinn í fundar- j salnum í húsi félagsins laugardaginn 29. desember n.k. og hefst kl. IV- e. h. í D a g s k r á : 1. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 3. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 8. Tillaga um heimild fyrir félagsstjórnina til aukningar skipastólsins. Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu félagsins til sýnis hluthafa fyrir, frá og með laugardegi 22. desember n.k. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins dagana 27. og 28. desember n.k. f Reykjavík, 19. desember 1962. Stjórnin. Bótagreiðslur almannatrygginga í Reykjavík Bótagreiðslum almannatrygginganna í Reykjavik lýkur á þessu ári kl. 12 á hádegi á aðfangadag og hefjast ekki aft- ur fyrr en á venjulegum greiðslutíma í janúar (eftir 9. janúar). TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. SKYRTUR Nýjustu gerðir. — Úrvals tegundir. j BINDI t HÁLSKLÚTAR í NÁTTFÖT ! NÆRFÖT 1 SOKKAR j HERRASLOPPAR I RYKFRAKKAR 5. HATTAR ■ j íj HCJFUR \ Smekklegar vörur! — Vandaðar vörur! | Gjörið svo vel og skoðið í gluggana. j Geysir hf. Fatadeildin. I Enskir og hollenzkir KARLMANNASKÓR SKÓVAL AUSTURSTRÆTI 18 ' Eymundssonar-kjallara. f SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR 1 Laugavegi 100. ) ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. des. 1962

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.