Alþýðublaðið - 20.01.1963, Side 7

Alþýðublaðið - 20.01.1963, Side 7
iimtnniriiiiiiiHitiniinmtiiiitiiiiiiiiniiiiiiiitiiiiimtiitiiiiiiiiiiiiiimiimimiruiiiip Hvað gerðist í Hafnarfirði? SÉRKENNILEGT ástand hefur skapazt í Hafnarfirði eftir að samstarf framsóknar og íhalds fór út um þúfur liðlega sex mánaða gamalt. — Meirihluti þeirra er úr sögunni, en eng- inn nýr meirihluti hefur mynd- azt, svo að sjálfstæðismenn sitja í þeim störfum, sem þeir voru kjörnir í. Nýjar kosningar geta ekki farið fram, nema samkomu lag náist ekki um kjör bæjar- stjóra. Ef nýr meirihluti mynd- aðist, mundi bæjarstjórinn að sjálfsögðu verða að víkja, en nú situr hann meirihlutalaus — og verður fróðlegt að sjá, hvernig það gengur. Óneitanlega er þetta mjög hættulegt ástand fyr ir bæjarfélagið. Samvinna framsóknar og í- haldsins reyndist lærdómsrík þann stutta tíma, sem hún stóð. Ilelztu afrekin voru hærri út- svarsálögur en nokkru sinni fyrr, en þó kyrrstaða í fram- kvæmdum. Þótt kvartað væri um peningaleysi voru Iaun yfir manna hækkuð stórkostlega á sama tíma sem engar undirtekt- ir fengust undir hækkun ann- arra starfsmanna bæjarins til samræmis við broddana. Og svo bættust atvinnuofsóknirnar of- an á allt annað. Mest hefur verið rætt um mál verkstjórans hjá bæjarútgerð- inni, en brottrekstrarmálin eru fleiri. Sem dæmi má nefna Þórð Þórðarson, sem verið hef- ur framfærslufulltrúi bæjarins. Hann hefur verið einn af for- ustumönnum alþýðunnar í Hafn arfirði og bæjarfulltrúi Alþýðu flokksins — og var nú rekinn úr starfi. Ýmsir heiðarlégri meirihlutamenn skömmuðust sín fyrir framkomu flokks- manna sinna I máli Þórðar, og sögðu þá jafnan: Við gátum ekk ert að þessu gert. Framsókn vildi þetta endilega. Og eitthvað verða nú framsóknarmenn að hafa upp úr samstarfinu! Þannig upplýstist, að það var samkvæmt kröfu framsóknar- manna, sem þessi starfsmaður bæjarins var rekinn úr starfi. En brottrekstrarhvat- ir framsóknar voru ekki takmarkaðár við Þórð. *Þeg- ar tók að kulna milli þeirra og íhaldsmanna, kröfðust þeir þess, að forstjóri bæjarútgerð- arinnar, sem þeir sjálfir höfðu kosið í starfið hálfu ári fyrr, væri látinn fara og spöruðu ekki ákærur á hendur honum. Þegar þeir gátu ekki komið þessum brottrekstri fram, slitu þeir sam starfinu. Til að beina athygli frá hinni smánarlegu stjórn Hafnarfjarð- ar í hálft ár, halda íhaldsmenn og framsókn fram þeirri fjar- stæðu, að fjárhagur bæjarins hafi ekki verið í góðu Iagi. Nú hafa verið lagðir fram reik" ingar bæjarins fyrir árið 1961, sem var síðasta ár jafnaðar- manna. Samkvæmt þeim hefur eign bæjarins umfram skuldir aukizt um 3 milljónir á því ári og tvöfaldast á fjórum ár- um. Útgjaldaliðir höfðu yfir- leitt staðizt þetta ár, nema verk legar frárhkvæmdir (götur, vatns veita, holræsi og skólar) höfðu farið 1,7 milljón fram úr áætl- un. Var þetta óhjákvæmilegt vegna hins öra vaxtar bæjar- ins. Þessir reikningar sönnuðu, að fjárhagur bæjarins var með blóma og stóð traustum fótum, er hinn skammlífi meirihluti tók við. Þegar Alþýðuflokkurinn tók við bæjarstjórn Hafnarfjarðár af íhaldinu 1928, var fjárhagur bæjarins í þvílíkum rústum, áð skuldir hans námu sex ára út- svörum á þeim tíma og skuld- laus eign var aðeins 45 þúsund- ir. Alþýðuflokksmenn innleiddu þar framkvæmd á hugsjónum jafnaðarstefnunnar, beittu hinu opinbera til að tryggja afkomu fólksins, þegar einstaklingsfram takið hafði brugðizt, og létu vel- ferðarráðstafanir sitja í fyrir- rúmi. Þarna var snúið við blaði í stjórnmálasögu þjóðarinnar. Síðan hafa þessar hugmyndir hlotið almenna viðurkenningu og ísland er orðið eitt af mestu velferðarríkjum veraldar. Allir flokkar aðhyllast meira eða minna af stefnunni í orði, en hálfs árs reynsla af samst' íhalds og framsóknar hefur sýnt Hafnfirðingum fram á, að trúin á þessa stefnu stendur ekki djúpt í huga hinna nýju herra. Reynslan í landsmálum sýnir raunar hið sama. Tryggingakerf íð er nú orðið lang þýðingar- mesti hluti velferðarríkisins, 600 milljón króna tekjujöfnun frá hinum sterku til hinna veik- ari í þjóðfélagi okkar. En trygg ingakerfinu hefur alltaf hrakað og þýðing þess minnkað, þegar Alþýðuflokkurinn hefur ekki haft aðstöðu til að standa vörð um það. Á sama hátt hafa hin stóru framfaraskref í trygginga málum verið stigin, þegar AI- þýðuflokkurinn hefur verið í stjórn og krafizt þeirra. Þetta hefur verið hin mikla þjóðfélagslega þýðing Alþýðu- flokksins síðari ár, og alþýða Iandsins mundi fljótlega verða vör við breytingu á velferðar- ríkinu, ef flokkurinn missti að- stöðu til að gegna þessu hlut- verki. EITT I DAG ANNAÐ Á MORGUN ÞAÐ er athyglisvert viff stjórnmálin á íslandi, hve mjög sumum forustmnönn- um flokkanna hættir til aff taka allt aðra afstöðu til mála, þegar þeir eru í stjórn eða utan stjórnar. Eitt gleggsta dæmið um þetta er afstaffa Framsóknarflokks- ins til hvers konar utanríkis mála. Þeir spila sig alltaf eins konar þjóðvarnarmenn, þegar þeir eru í andstöffu, en eru gallharðir alþjóffa- sinnar, þegar þeir þurfa aff sitja í ráðherrastólum. Einu sinni rugluðust línurnar hjá þeim. Ráðherra flokksins var ákafur stuffningsmaður NATO í París sömu dagana, sem formaffur flokksins var aff sparka í NATO hér heima. ÞÁ MÁTTI TALA UM BANDALAG ÞEGAR vinstri stjórnin sat, voru sexveldin á meginlandi Evrópu aff mynda Efnahags- bandalagiff. Þá voru gerffar miklar tilraunir til að breyta því í allsherjar tollabanda- lag fyrir alla Vestur-Ew- ópu og voru haldnir mikiir fundir um það í París á veg um OEEC. Þá töldu Alþýffu- flokkurinn og framsókn tví- mælalaust rétt, að ísland tæki þátt í þeim umræffum til að varðveita hagsmtmi landsins og tók Gylfi Þ. Gíslason þátt í mörgum slík- um ráðstefnum. Nú er mjög svipað uppi á teningunum í sömu málum, en framsókn telur það fráleitt að rætt sé við nokkurn mann. Þver- . öfug afstaffa. BREYTT AFSTAÐA TIL KOMMANA í VINSTRI stjórninni var samkomulag Alþýffuflokks- ins og kommúnista mjög slæmt og þurfti framsókn oft að ganga á milli — en tók líka oft afstöðu meff kommunum. Þó skildu Éy- steinn og Hermann, að ekki þýddi aff ræffa tollabanda- lagsmáliff viff kommúnísta og voru engin samráff höfff viff þá um viðræðurnar í París. Þetta fannst framsókn vera rétt. Nú eru framsókn- armenn utan stjórnar, og þjappa sér upp að kommún- istum í þessu máli. Þveröf- ug afstaða. Svona gengur þaff. Á- byyrgðarleysi, hringsnún- ingur, áróður. Það er starf og stefna framsóknar í dag. Er hægt að styrkja slíkan flokk til áhrifa í landinuf DOMUR Opnum aftur á mánudag að HVERRSGÖTU 37. Permanent frá 150 kr. Handsnyrting á meðan þér eruð í hárþurrku. Einnig handsnyrting fyrir karlmenn. (Þarf að panta meíJ' fyrirvara). Tökum sérgreiðslur og lagningu án þess að panta sérstak*- an tíma. Öll hárskol dýr og ódýr, Sérstök háralitun framkvæmd af starfsfólki sem unniQf hefur hjá hinu þekkta hárlitunarfyrirtæki CLARIOL. Minha Breiðfjöð (áður Raffó). ItlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIItllllllllllllllllllllllllllllllllllllMIIUIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlMIIHIIIIIIIIIIIIttllHIIIIUIIMIIIIIUUnuVuuVtuHHIlVllUtUUHMIIIMHniÍHHVriufntlMUHHHUnM Útsala á skófatnaði SELJUM MEÐAL ANNARS: Karlmannaskó Verð kr. 210.— og kr. 298.— Kvenskófatnað sléttbotnaða og með hæl. Verð frá kr. 98.— Nælonsokka saumlausa og með saum. Verð kr. 15.— og kr. 25.— parið Austurbæjar :c. £ 1 :r i 1 ■E LAUVAVEGI 100 ] ......... ALÞÝÐUBLAÐiö - 20. januar 1963

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.