Alþýðublaðið - 20.01.1963, Side 13

Alþýðublaðið - 20.01.1963, Side 13
Framh. úr opnu. unum í kvennahemum komu frá Saigon og öðrum stærri borgiun. Þær voru gáfaðar, menntaðar stúlkur, en fæstar þeirra höfðu nokkra reynzlu í verklegum fram- kvæmdum. Seinna, þegar farið var að skrá í herinn á venjulegan hátt, fóra stúlkur frá sveitabýlum og frá rísekrunum að bætast í hópinn. Þessar stúlkur voru vanar erfiðis- vinnu og voru vanar skepnum og höfðu því næsta litla erfiðleika með að gegna herstörfum. Meðal þessara stúlkna eru márgar hávaxnar og sterklegar, sannkallaðir pilsdátar f þess orðs fyllstu merkingu. ■ Þær koma frá svæðinu við Minz Top, þar sem fyrir þremur kyn- slóðum áður komu Svíar, sem ætl- uðu að vinna kopar í landinu og hefja stórframleiðslu hans og út- flutning. Eftir tvö ár sneru þeir heim, eftir að hafa komizt að raun um að koparvinnsla myndi ekki borga sig í Suður-Vietnam.1 En þeir hurfu ekki sporlaust. Þeir I létu eftir sig óstarfræktar námur og aragrúa barna, sem höfðu ljós- ari litarhátt en önnur börn í Viet- 3. KAFLI MEÐ árunum dreifðist sænska blóðið méð þessum börnum, þá fullorðniun, meðal annarra íbúa svæðisins, sem þá urðu ljósari á litarhátt en ella. Þegar þessar hraustu stúlkur gengu í herinn, urðu aðrar stúlkur furðu lostnar, þegar æfingar byriuðu og stúlk- urnar frá Min Top lyftu 100 punda pokum eins og að drekka vatn, og öxluðu þungar morðvél- ar eins og þær væru með tvinna- kefli. Þrátt fyrir stærð sína, reyndust þessar sænskættuðu víkinga stúlkur jafn hæfar til að ferðast úm frumskóginn á sama hljóð- lausa og hraða hátt og minni stöllur þeirra. Þó að bændastúlkunum og val- kyrjunum sænsk-ættuðu yrði ekld mikið um mun, að venjast her- búðalífinu og hernaðinum, þá var það erfiðara fyrir borgardömurn- ar, sem voru velmenntaðar stúlk- ur, óvanar öllu erfiði. Það var lít- ill munur á því fyrir þessar stúlkur að ganga í herinn og ef módelstúlka eða balletmær í Bret- landi hefði gert það. „Fyrst vorum við liræddar við hýssurnar“, segir Hui Po Yung, önnur þeirra tveggja stúlkna, sem stóðu fyrir árásinni á skæruliða- syeit Hung Lo, „og þessar hræði- légu bomsur meiddu okkur í fær- urna. Flestar okkar voru varla tvítugar, en við grétum og grét- um og óskuðum þess að vera komnar heim. En eftir nokkra dága hættum við að vorkenna sjálfum okkur, en byrjuðum að vinna upp á líf og dauða til að læra það, sem við áttum. að ggr,a”, Það væri ekki alveg' rétt að segja, að Hui Po Yung væri ein- kennandi fyrir þá kvenmenn, sem. eru í kvennaher Suður Víetnam. Til dæmis, — eftir orðum eins. þjálfara Bandarísks á námskeiði í Suður Víetnam — er hún byggð eins og íbúðarhús úr bambus. Hn er undarlega fljót og létt á sér, en hendur hennar era ótrú- lega sterkar. Hún hefur háð skot- keppnir við menn með alls slags byssum, og enginn hefur staðið henni á sporði. Hún er undarlega fljót og létt á kennari við gagnfræðiskóla í Sai- gon áður en hún gekk i herinn, og myndir af henni síðan þá sýna fal- lega, brosandi stúlku með sítt, svart, uppsett hár. Hún er fallegri en flestar stúlk- ur og hún er ekki síður vaxin en dansmær. 4. KAFLI í VIETNAM er það karlmaðurinn, sem er húsbóndinn og konan, sem gerir það, sem hann segir. Þetta hefur skapað stúlkur, sem hafá yndislega framkomu og þannig töfrað Frakka þegar þeir voru þar, og hafa nú sömu áhrif á Bandaríkj amenn. Að sjálfsögðu hafa þegar orðið breytingar á þessu sambandi karls og konu í Víetnam, sérstak- lega síðan kvennaherinn var stofn aður, en samt haga þær sér svip- að í viðurvist karlmanna enn þann dag í dag, og það er viðbúið að mikið þurfi til, svo að þær vaði um allt eins og einkennir hina vestrænu konu. Þó eru á þessu nokkrar undantekningar, sumár stúlkur hafa tekið upp vest- ræna lifihætti. Meðal þeirra er Ding Li Tunn, önnur þeirra tveggja kvenna, sem hafa forystu fvrir flokknum, sem gereyddi svo skæruliðaflokknum, sem getið er í upphafi þessarar greinar. Móðir hennar var frá Vietnam. en faðir hennar var franskur herdeildar- foringi, sem féll við Dien Bien Pu. . Hún er með þeim stærstu og ein sú vestrænasta í háttum og útliti. Hlátur hennar er hærri, framkoma hennar frjálsmannlegri Annað fólk dáist að henni fyrir þetta. Það heldur að hún sé því sjálfstæðari, vissari um getu sjálfs sín og eigi hægara með að gæta sjálfs sín. Fólk er líka undrandi vegna líkamlegra hæfileika hennar. Hún hleypur sem antilópa og getur Iæðát í gegn um þykkasta kjarr hljóðlega sem snákur. í einni or- ustunni særðist stúlka, og Ding Lo Tunn bar hana á öxlum sér níu mílur til næstu hjúkrunarstöðva. I æfingum kvennahersins er engin miskunn höfð, Þær æfa af kappi, þeim or lagðar sömu skyld- ur á herðar ög karlmöniium og þær leysa af hendi sýipað verk- efni og þeir. Þær hugsa ekki um kvenleika sinn. Þær aðeins berj- ast. Engin þeirra sýnir miskunn. Þær læra að fara með vopn, beita þeim gegn óvinum. Þær eyða löng um tíma í meðferð vopna, þær fægja byssur, skerpa langa hnífa 5. KAFU .EN, — HVAÐ er um þá að segja, Rauðu skæruliðana, sem Kvenna- herinn er þjálfaður til að berjast vlð. Hersveitirnar i Viet eru venjulega álitnar þær skæðustu í heiminum í dag, hvað snertir á- ræði, þol og grimmd. Fastir her- menn herja eru milli 18—21 þús- und í Suður Vietnam, og margir þeirra eru með að minnsta kosti tfu ára reynslu f frumskóga hern- aði að haki. Þeir hafa allir lifað eins og skepnur í flelrl ár, og þeir hafa tamlð sér hætti villidýrs ins sem ræðst að bráð sinni. Þeir blðja ekki um vægð og þeir sýna enga vægð. Nokkrar af stúlkunum frá Suður Vietnam hafa fengið að kenna á þessum hætti hermannanna. Tökum Lui Mung sem dæmi. Lui Mung kom frá Saigon, og 'gekk í Kvennaherinn 18 ára. Faðir hennar var trefjavefjari „heimspekingur" í aukavinnu. Hann tíðkaöi setur á kaffihúsum og sagðl fólki, „að allir menn væru háðir sömu lögmálum, og það væri enginn grundvallar mis- munur á þeim, sem berðust með okkur og þeim, sem berðust á móti okkur”. Þetta var góðleg heimspeki, og dóttirin Lui Mung trúði henni. Hún fór í Kvennaherinn vegna þess að vinkonur hennar gerðu það og það virtist eðlilegt, en ekki vegna þess, að hún hataði komm- únista eins og vinkonur hennar gerðu, og skömmu eftir að hún gekk í herinn, komust yfirmenn hennar í vanda — hvort þeir ættu í raun og veru að senda hana á vettvang með öðrum stúikum. En iiún hafði æft með herdeild, sem senda átti til varðgæzlu nálægt Huong Hoa, og svo fór, að Lui Mung var send þangað ásamt öðr- um. Stúlkurnar gerðu eins og þeim var sagt fyrir, og voru á heimleið þegar þær rákust ailt í einu á her- deild frá Viet-Cong. Bardaginn var stuttur en blóðugur, með mann- falli á báðar hliðar. Þrjár af stúlkunum voru um- kringdar og þeim skipað að gefast upp. Tvær þeirra neituðu og voru skotnar, en sú þriðja, Lui Mung, lagði frá sér byssuna og gekk út með hendurnar upp. Allir sem þekkia Lui Mung vissu, að hún átti sér einskis ills von. Hafði faðir hennar ekki á- vallt sagt henni, að lífið væri göfugt, og sá sem þú berðist viö, væri engu verri en sá, sem þá berðist með? Þennan dag kom þessi heim- speki Huong Hoa að litlu gagni. Lui Mung var nauðgað, hún var barin, pyntuð á ólýsanlegan hátt, og loks var hún krossfest með byssustingjum. Þannig hékk hún í einn og I varnarlaus gagnvart innrásar- hálfan dag áður en hún fannst, og læknar era þeirrar skoðunar, að hún hafði lifað á trénu í fjórar klukkustundir. Síðan þetta kom fyrir hefur það verið boðorð Kvennahersins, að gefa sig aldrei á vald óvinunum, heldur berjast til síðasta blóð- dropa. Þrátt fyrir þetta boðorð hafa nokkrar stúlkur gefist upp mönnum frá VietCong. Það var varla til maður í þessum þorpum, sem kunni að handleika riffil, þá að þeir kynnu að kasta hand- sprengju. Öllu þessu hefur Kvennaherinn kippt í lag, og nú er svo komið, að herdeildir Viet Cong fara hinar mestu hrakfarir, þegar þær ráðast á þorpin, sem þeir halda vamarlaus. Héma er og verið meðhöndlaðar á svipað- j dæmi um það hvernig konur 1 an hátt og Lui Mimg. Þegar Kvennaherinn var stofn- aður, varð Suður-Vietnammönn- um það ljóst, að þeir þurftu að breyta þeim hemaðaraðferðum, sem til þess tíma höfðu verið látnar gilda. Fram til þessa höfðu þeir aðeins hugsað um að styrkja vamir sínar, og látið VietCong mönnum eftir að gera árásir. Það undarlega vlð þetta er það, að VietCong hermennirnir hafa þá aðferð að gera skyndiárásir, hörfa og ráðast svo fram að nýju. Þeir lögðu aldrei ótilneyddir í beina orrustu. Ef árás misheppnast, draga þeir sig í hlé og þangað til þeir era tilbúnir til að reyna aft- xir. Þeir berjast aldrei til þrautar. 6. KAFLI f FLEIRI ár var þetta ágætis hernaðaraðferð, aðeins vegna þess að Suður Vietnamar fóru aldrei á eftir þeim. Þegar þeir höfðu gert áhlaup, biðu Suður Vietnamar einfaldlega eftir þeim þangað til þeir komu aftur. En þetta hefur gjörbreyzt eftir tilkomu Kvennahersins. Þær hafa beinlínis verið þjálfaðar í áhlaup- um. Þær voru látnar skríða í frum skóginum og fengu ekki annað til fæðu en það, sem þar var að finna vikum saman. Sumar þess- ara stúíkna hafa ótrúlegt þol og geysilega bardagahæfileika. Það er Kvennaliernum mjög hagur, hve vel þær geta ferðast um frumskóginn án þess að vekja hina minnstu athygli á sér Þessi hæfileiki hefur meðal annars gert þeim fært að framkvæma það herbragð, sem stráfelldi VietCong fyrst í stað. Herbragðið er þannig, að stúlkumar elta sveit VietCong hermanna eftir skóginum. Þær skipta sér í tvo hópa, annar fer fyrir og hefur það hátt, að Viet- Cong flokkurinn hlýtur að heyra til þeirra. Þeir gera svo heiftuð- uga. árás, en þá hörfar fremri kvennaflokkurinn til hliðar og ræðst aftan að þeim í sama mund og hinn flokkurinn geysist fram- an að óvinunum. Með þessu móti liggja VietCong hermennirnir í algerri gildru, sem fæstir þeirra væri engu verri en sá, sem þú Þetta var aðeins eitt dæmi bar- daga.aðferðar, sem Kvennaherinn hefur notað með góðum árangri. En þær gera fleira en að' ráðast beint að óvinunum. Áður en Kvennaherinn kom til sögunnar, voru öll hin mörgu smá þorp í Suður Vietnam algjörlega einu þorpinu léku eina hersveit frá VietCong þegar þeir komu í þorpið og ætluðu að ná sér í vist- ir eftir eigin geðþótta. Frá varð- tumi i þorpinu hafði sézt til ferða óvinanna og þá var undirbúning- urinn hafinn. Og þegar þeir komu var allt klappað og klárt til „mót- tökunnar”. Þegar þeir gengu inn í þorpið, vom aðeins fáar konur á stjái. Þeir komu öruggir um sig inn í þorpið og staðnæmdust fyrir utan stærsta kofann og heimtuðu vatn mat og kiæðnað. Tvær hræddar konur fóm til kofa sinna og komu skjótlega aftur með tvo kjúkiinga hvor, bundna saman á fótimum yfir bambusgrein, með höfuðin niður. Þær gengu í áttina til hóps- ins og köstuðu kjúklingunum til þeirra. Svo hlupu þær tit baka til hinna kvennanna upp við kofana. Einn tveir, þrír, fjórir, FIMM, og nákvæmlega upp að fimm. Þá köst uðu þær sér flatar á jörðina, eii}- mitt í sama mund og handsprengj- umar 1 jórar, sem höfðu verið út- búnar sem kjúklingar sprungu í höndum óvinanna. Þær sprungu svo jafnt, að ekki var hægt að greina eina sprenginguna frá annarri. Á einu óttaiegu augna- bliki lá helmingur skæruliða- flokksins sundurtættur á jörðinni. Um leið og þetta gerðist þutu konurnar fram úr kofunum með riffla sína og hófu skothríð á þá sem eftir vom og þá sem lágu á jörðinni. í stuttum bardaga létust þrjár konur, en að minnsta kosfi sex sinnum fleiri skæraliðar, og' þeir, sem komust undan Inn í skóginn voru of sundraðir til að geta hafizt handa f sameiningu: aftur. i 7. KAFLI í DAG notar Kvennaherinn sömu ■ grimmdina í bardögum og and- j slæðingarnir. Þær drepa þá með: þeirra eigin vopnum. Þær eru á- i samt öllum landsmönnum að reka . rauðliðana úr norðri” úr landi sínu, og stöðva ógnarferil beirra.; Suður Vietnambúar kæra sig ekki; um einveldi Rauðliðanna og vilja hefta framrás þeirra til að geta haldið áfram að búa frjálsir f‘ landi sínu. Það er vitað, og það er satt, að mörg hundruð fallegar stúlkur hafa verið drepnar í orustum' og margar verið píndar til dauða á hinn hryllilegasta hátt af villi- mönnunum úr norðrinu, en eigi að í síður mun stríðið við rauðliðana halda áfram .... ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 20. janúar 1963

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.