Alþýðublaðið - 22.01.1963, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 22.01.1963, Qupperneq 7
Katangahermenn afvopnaðir Kolwezi, 21. janúar (NTB-Reuter). HERSVEITIR SÞ sóttu inn í námu- bæinn Kolwezi í clag án þess a'ð hleypt væri af skoti. Áður höfðu hersveitir SÍ> tekið stjórnina á flug vellinum í bænum í sínar hendur. Kolwezi var síðasta meiriháttar virkið, sem Katanaher hafði á sínu valdi. Það var herflokkur inverskra SÞ-hermanna, undir stjórn Nor- onha hershöfðingja, sem sótti fyrst inn í bæinn. Tshombe forseti tók sjálfur á móti indversku hermönn- unum og heilsaði Noronha með handabandi. Þeir brostu síðan fyrir ljósmyndarana. Það fyrsta, sem Tshombe sagði við indverska liðsforingjann, var þetta: „Þið skutuð ekki á þá, var það? Allt er með kyrrum kjörum hérna". Noronha Iýsti því yfir, að SÞ hersveitirnar væru ekki komnar sem sigurvegarar, heldur sem'vin- ir kongósku þjóðarinnar. „Og við erum komnir hingað til þess að Rusk vill lausn á •ágremingi Washingtön, 21. janúar (NTB-Reuter). TJTANRÍKISRÁÐHERRA Banda- ríkjanna, Dean Rusk, sagði sjón- varpsviðtali í dag, að áætlanirnar um stofnun kjarnorkuhers innan NATO yrði að fullkomna frekar. Mótþrói de Gaulles gegn aðild Breta að EBE og ummæli hans um stofnun eigins kjarnorkuhers, mundu hafa víðtæk áhrif í Evrópu. Rusk sagði, að mjög alvarlegur ágreiningur væri risinn upp í EBE-viðræðunum. Mikilvægt væri að finna lausn á vandamálinu. Hann kvað Efnahagsbandalagið hafa mjög mikla þýðingu fyrir hvert einstakt aðildarríki NATO. Þannig væru þessu einnig varið með fyrirhugaða stofnun kjarn- orkuhers innan NATO. Rusk sagði enn fremur, að hvort sem Bretar yrðu aðilar að EBE eða ekki, mundi það ekki leyna þeirri staðreynd, að Evrópa og þjóðirnar við Norður-Atlantshaf yrðu að vinna meira að aukinni einingu og auknum mætti. Sættk- Frakka og V.-Þjóðverja kvað hann hafa mikla sögulega þýðingu. Nauí synlegt er, að samvinna þessára ríkja eigi sér stað innan ramma Evrópu, sem sameinuð er í NATO, sagði hann. Rusk kvað tilboð Krústjovs urn að leyfa þrjár árlegar eftirlitsferð- ir á staðnum í sambandi við bann við tilraunum með kjarnorkuvopn hafa áreiðanlega gert viðræður mögulegar. Um hugmyndafræðideilur vald- hafanna í Moskvu og Peking sagði Rusk, að þær væru fremur tækni- legs eðlis en grundvallarlegar. — Deilan er kappræður um það, hvernig bezt er að efla byltingu kommúnista. Ef Peking-stjórninni tekst að koma á hernaðarlegri og herskárri stefnu og Rússar sjá sig knúna til að fylgja henni, getur það leitt til óheillavænlegrar þró- unar, sagði Rusk. LÍKAMSÁRÁS í FBRÐINUM þakka ykkur fyrir að hafa staðið við orð ykkar“, sagði hann. Noronha heilsaði ráðherrum Tshombe-stjórnarinanr, þ. á m. Godefroid Munongo, innanríkisráð herra, sem hefur verið ákafur tals maður „stefnu hinnar sviðnu jarð- ar“. Eitt mikilvægasta verk SÞ-her mannanna nú verður að afvopna herlögreglu Katangamanna. Hins vegar verður ekki farið með her- mennina eins og fanga, og þeir fá að halda einkennisbúningum sín- um. Talið er, að SÞ muni eftir öllu að dæma gera allt sem unnt er til þess að Tshombe fái að halda völd- um sínum sem leiðtogi í fylkinu, a. m. k. til bráðabirgða. Skemmdarverkamenn, sem ætl- uðu að sprengja mannvirki Nnion Framh. á 14. síðu Kosningin i Borgarnesi ENDURKOSNING í Verkalýðsfé- laginu í Borgamesi fór svo, að kommúnistar héldu naumum meirihluta með aðstoð framsókn- armanna. Fengu þeir 94 atkvæði, en lýðræðissinnar 88. Við fyrri kosninguna hlutu báðir lístar 83 atkvæði. Þessi úrslit komu kunnugum ekki á óvart. Vitað var, að forusta Framsóknarflokksins' í Borgar- nesi mundi að tjaldabaki leggja mikla áherzlu á að hjálpa komm- únistum og reyna að ná aftur sumum sinna manna, sem höfðu stutt lýðræðissinna. Enn var meirihluti kommún- ista ekki meiri en sá fjöldi lýð- ræðissinna, sem þeir höfðu fyrir skömmu rekið úr félaginu, svo að í rauninni hafa þeir beðið mikinn ósigur í þessu máli öllu. RÁÐIZT var á ungan mann í Hafn arfirði aðfaranótt sunnudagsins og írripið fyrir kverkar lionum, svo aff hann tapaði andanum og Iá við yfirliffi. Árásarmaffurinn komst undan, og hafði hann ekki náðst í gærdag, en allmiklar líkur eru fyrir aff lögreglunni megi takazt að hafa hendur í hári hans áður en langt um líffur. Málsatvik voru þau, að nokkrir menn úr Reykjavík skruppu til Hafnarfjarðar um nóttina laust fyrir klukkan tvö, og óku niður á planið fyrir framan Bílastöð Hafn- arfjarðar. Enginn þeirra var með víni. Þegar þangað kom fóru þeir út úr bílnum og röbbuðu við kunningja sína, sem þeir þekktu á staðnum. Brátt fóru menn að hugsa til heimferðar, og voru vel- flestir farnir heim á leið, þegar tveir drukknir menn, sem höfðu verið að slangrá* um planið, réð- ust að aðkomumönnunum án nokk urrar ástæðu. Hafði annar þeirra sig mun meira í frammi, og reif hann í hálsmál eins piltsins og herti að með fyrrgreindum afleið- ingum. Félagar hans komu brátt til hjálpar og tókst þeim að hjálpa til við að rífa hann lausan eftir nokkur átök, og varð þá allur hálsbúnaður hans og skyrtan ónýt eftir átökin. Uögreglunni í Hafnarfirði var þegar gert viðvart, og fór hún á staðinn og leitaði árásarmannanna um bæinn í rúman klukkutíma, en án árangurs. Málið er í rannsókn. ÚTSALA Drengjaúlpur 295 Telpnaúlpur 310 - Allar stærðir Sópransöngkona frá Lettlandi ZERMINA Heinc-Wagner, sópran- söngkona frá sovétríkinu Lett- landi söng á tónleikum I Austnr- bæjarbíói í gærkveldi á vegum Tónlistafélagsins. Hún hefur geysiinikla rödd, sem nýtur sín hvaff bezt á háu nótun- um. Nokkurs titrings gætti hins- vegar á vissu sviffi á lægri nót- unum og kann kvef aff hafa kom- ið til. Um túlkun á rússnesku ljóffun- um er crfitt aff segja nokkuff vegna málsins, en furðu mikill kraftur virffist þar vera lagffur í man- söngva og rómansa. Aríurnar söng söngkonan mjög vel, svo og Ave Maríu Bach-Goimods. — Þaff má geta þess, aff söng- konan er þingmaffm- í heimalandi sínu og er hún vafalaust mesti sópran í þingmannastétt heims ins. — G. G. Einstakt tækifæri RBTARI Loftleiðir óska eftir að ráða til sín stúlku frá 1. febr. n.h\ til ritara- og aðstoðarstarfa við starfsmannahald félagsins. Umsækjendur skulu hafa góða almenna menntun, tungui málakunnáttu. Hraðritunarkunnátta og skrifstofureynsla ei> ákjósanleg. — Góð kjör. — Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu félagsins, Lækjargötb} 2 og í aðalskrifstofunni, Reykjanesbraut 6, og skulu haf<5. borizt ráðningardeild félagsins fyrii 25. þessa mánaðar. Skrifstofustúlka Dugleg skrifstofustúlka óskast til starfa í skrifstofu okkap að Skúlagötu 20. Viðkomandi þarf að hafa nolckra æfingtiu í meðferð helztu skrifstofuvéla. Góð vinnuskilyrði. tr Nánari upplýsingar í skrifstofunni Skúlagötu 20. Sláturfélag Suðurlands. . =1 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. janúar 1963 ÚiöÁJBLtír ÁJA - Lodi i6unf>

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.