Alþýðublaðið - 22.01.1963, Blaðsíða 8
ÞEGAK NLkita Krustjov gaf fyrir-
sklpun um byggingu stöðva fyrir
kjarnorku-flugskeyti á Kúbu, lagði
hann hernaðarlega gildru fyrir
Bandaríkin. Með því ýtti hann
mannkyninu fram á brún „hyldýp-
is“ kjarnorkustyrjaldar, eins og
Kennedy forseti orðaði það. Þess
vegna er tímabært að athuga nokkr
ar þeirra hernaðarlegu staðreynda,
sem móta heimsmálin í dag, í ljósi
viðburðanna á Kúbu.
Þegar við skiljum þessar stað-
reyndir kemur í ljós, hversu stór-
hættuleg gildran var, sem Krustjov
’ lagði. Það kemur einnig í ljós,
hvers vegna ekki einn einasti af
hernaðarlegum ráðgjöfum Kenne-
dys, frá McNamara landvarnaráð-
herra og niður úr, var í minnsta
vafa um, að flugskeytastöðvarnar
á Kúbu yrðu að hverfa. hvaða á-
haettu, sem það hefði í för með sér.
Það eru fleiri ástæður til íhug-.
• unar um þessi málefni. Síðan Mc
Namara varð landvamaráðherra
- Bandaríkjanna, hefur öll vamar-
•' skipun, landsins verið hrist upp hátt
og lágt. Um 14.000 milljónum doll-
ara hærri upphæð hefur verið var-
, ið til varnarmála en gert var í tíð
Eisenhowers. Hugmyndir Banda-
' ríkjamanna um hemaðaraðstöðu
sína — grundvallaratriði um það,
hvers konar styrjöld þau kunni að
þurfa að heyja og hve.nig þau
muni bregðast við slíku — hafa
einnig breytzt stórlega.
Það er ógerningur að skrifa um
þessi mál án þess að bregða fyrir
? sig sérkennilegum orðatiltækjum
' herforingjanna í Pentagon, svo
sem „önnur gagnárásargeta", við-
brögð við gereyðingarárás“ og
fleira slíkt. Orðatækin hljóma ó-
eðlilega og virðast ócaunhæf í
fyrstu eins og deilur guðfræðinga
á miðöldum. En ræði maður —
f eins og ég hef nýlega gert — við
30—40 forustumenn, sem bera á-
byrgð /á herstefnu Bandaríkjanna
á kjarnorkuöld, fá orðin annarlega
mynd veruleikans. Þá skiljum við,
að þau fjalla um raunveruleikann,
svo sem frið eða gereyðingu stór-
þjóða — líf eða dauða fyrir þig og
mig.
Þeir, sem fundið hafa upp hin
nýju orð, eru ný manntegund, svo-
kallaðir „varnarhugsuðir". Starf
þeirra er að hugsa um hið óhugs-
andi. Kjarnorkuvopn og flugskeyti
hafa gerbreytt eðli styrjalda, eins
og Winston Churchill varð fyrstur
manna til að benda á, og vamar-
hugsuðimir hafa þá sérgrein að
rannsaka hinar nýju og næstum
óhugsandi tegundir styrjaldar.
Flestir þeirra cru ungir og næst
um allir eru einstakir gáfumenn.
Margir þeirra hafa áður starfað
fyrir „hugmyndaverksmiðjur" ehis
og Rand félagið, sem starfað hafa
með ríkisstyrk. McNamara hefur
flutt margá þessa menn inn í varn
arráðuneytið í Pentagon, svo sem
Charles Hitch, Henry Rowen, Alain
Enthovenr Eugene Fubini, Harold
Brown. En vamarhugsuður nr. 1
er McNamara sjálfur, og hann er
höfuhdur þriggja kenninga, sem
lýsa þeirri byltingu, sem orðið hef••
ur í vamarskoðunum Bandaríkja-
manna.
í vamarráðuneytinu er sögð
saga, sem á að hafa gerzt áður en
McNamara kom þangað. Hún segir
frá vamahugsuði, sem hlýddi á
flugforingja lýsa „hemaðaráætl-
un SAC (sprengjuflugdeildar
Bandaríkjanna). Þetta var áætlun
um að gera allt Rússland á nokkr-
um klukkustundum að geislavirk-
um rústum. „Herforingi", sagði
ungi maðurinn að lokum. „Þetta
er engin hernaðaráætlun. Þetta er
aðeins hroðaleg ragnarök".
McNamara hefur gert sér ljósa
grein fýrir einu atriði. Ef allsherj-
ar eyðilegging verður hluts<cipti
Sovétríkjanna, þá verður allsherj-
ar eyðilegging einnig hjutskipti
Bandaríkjanna. Að byggja hernað-
aráætlanir Bandaríkjanna á „gagn-
árás til gereyðingar" er eins og
einn varnarhugsuðurinn segir, sama
og að byggja áætlanir sínár á að
vera reiðubúinn að fremja Sjálfs-
morð.
McNamara viðurkennir ,að þau
atvik geti gerzt, að bandaríska
stjómin eigi engra kosta völ nenia
að gereyða Sovétríkjunum, hvað
sem það kostar. En McNamara er
maður, sem vill ekki láta loka sig
' iírni, hann vill alltaf geta valið
um leiðir. Hann hefur komizt á
þá skoðun, að jafnvel kjarnorku-
stríð þurfi ekki að stríð, sem ger-
eyöir siðmenningunni með mörg-
um mega-dauðum, en mega-dauði
er örð sérfræðinganna um milljón
manhdauða.
Þessi ályktun er miðpunktur
þeirrar ■ hernaðarhugmyndar, sem
McNamara hefur sett fram. Til-
gangur hans er að gera kjamorku-
vopn- áð nothæfu tæki í átökum
þjóða, sem -verði ávallt (ef þeim
verður nokkru sinni beitt). undir
stjpm borgaralegra yfirvalda, en
ekti hermanna, forsetans, eða ef
hann ferst, hinna réttu arftaka
haps. Þetta er kenningi um völ á
gagnárás.
„Áður en McNamara kom til sög
unnar", sagði einn af varnarhugs-
uðunum,. „gat forsetinn í raun og
vem aðeins þrýst á tvo hnappa:
árás eða ekki árás. McNamara vill
að forsetihn hafi heila röð af hnöpp
imi á kjarnorku-stjórnborði sínu,
allt frá- mjög takmörkuðum kjarn-
orkuvopnum af smæstu gerð til
ragnaraka. Hann viíl, að forsetinn
geti einnig valið um stríð án kjarn
orkuvopna, og hann vill vera viss
um, að hinir þjóðkjömu ráðamenn,
ekki herforingjar, ýti á hnappana
frá byrjun til enda“.
Tvö skilyrði vérður að uppfylla,
ef þessi kenning á að standast.
Jafnvel eftir skyndiárás á íandið
með kjamorkuvopnum verður að
halda stjóra. Hriapparnir verða að
vera til, svo að hægt sé að þrvsta
á þá. Þjóðkjömir leiðtogar veiða
að lifa af árásina til að geta þrýst
á hnappana. Og hermennirnir
verða að skilja skipanir og hlýða
þeim.
Þetta er vandamálið að tryggja
yfirstjórn, sem McNamara hefur
lagt mikla áherzlu á frá upphafi.
ARt samgöngukerfið hefur verið
gert margfalt, svo að það starfi
jafnvel þótt hluti þess eyðileggist.
Mikið hefur verið gert til ’að fyrir--
byggja, að þrýst verði á hnappana
af slysni eða án leyfis. Og ráðstaf-
anir hafa verða gerðar til að
tryggja öryggi forustumanna þjóð-
arinnar. Einn vamarhugsuðurinn
sagði nýlega: Ef Lyndon Johnson
váraforseti er hvergi á sínum venju
legu slóðum — þá er ástandið miög
alvarlegt.
Annað skilýrðið er, að það verða
að vera til vopn til gagnárásar
jafnvel eftir mikla skyndiárás á
landið. Að þessu leyti hefur að-
staða okkar gerbreytzt. Fyrir fjór-
um árum var næstum öll geta okk-
ar til kjamorkuárása saman komin
á um 42 bækistöðvum sprengj'u-
flugvéla ofanjarðar. Ef ein vetn
issprengja hefði lent á hverium
flúgvélli, hefði geta okkar til kjarn
orkuárása verið svo til þurrkuð út.
Þá var lögð aukin áherzla á neð-
anjarðafflugskeyti, og Polarisflug-
skeyti kafbátanria. Einnig var lögð
áherzla á BMEWS (aðvörunarkerfi.
gegn flugskeytum), sem gætir
Bandaríkjanna í norðri. Og í fyrsta
skipti var hluti af sprengjuflugvél-
unum látin vera reiðubúinn að
hefja sig til flugs með aðeins 15
mínútna fresti.
B M E W S-aðvörunarkerfið og
sprengjuflugvélarnar eru enn í
dag hjartað og sálin • í Vörnum
Bandaríkjanna gegn rússneskri
skyndiárás. BMEWS mundi veita
aðvörun er flugskeytaárás væri
gerð úr norðri. Flugvélarnar, sem
em ávallt reiðubúnar, mundu vera
komnar á loft og lagðar af stað til
Sovétríkjanna, áður en fyrstu
sprengjurnar féllu.
Af þessu verður augljóst, al
hverju McNamara sá þegar í stað,
að Krustjov var að leggja gildru,
er hann gerði Kúbu að bækistöð
fyrir kjarnorku-flugskeyti, gildru,
sem varð að fjarlægja, hvað sem
það kostaði. Það er ekkert aðvör-
unarkerfl gegn flugskeytum milli
Bandaríkjanna og Kúbu, og Kúba.
er svo riærri, að éngin aðvörun,
sem máli skiptir, er hugsanleg. Ef
Kmstjov héfði tekizt að fullgera
gildruna, hefði hann brotið varna-
kerfi BMEWS og sprengjuflugvél-
anna. Þá hefði valdajafnvægi 'stór
veldanna um allan heim breytzt
mjög verulega Sovétríkjunum í
h;ag, og' Kmstjov hefði; getað
þjarmað að lýðræðisríkjunum í
Berlín, Suðaustur-Asíu eða annars
staðar. Það hefur orðið aUgljóst,
að Kúbumálið var hluti af umfangs
mikilli áætlun, sem úthugsuð var
fyrir mörgum mánuðum til • þess
að undirbúa slíka sókn gegri vestur
veldunum.
Auðvelt er að skýra, hvers vegna
Krustjov þurfti að hraða þessum
aðgerðum eins og unnt var að
leyna þeim eins og hægt var. Þess
er nú ekki langt að bíða, að
BMEWS og sprengjuflugvélamar
verði ekki lengur hinn ómissandi
kjarni í vörnum Bandaríkjanna
gegn skyndiárás. Mjög bráðlega
■•;
S 22. janúar 1963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
/