Alþýðublaðið - 22.01.1963, Side 10

Alþýðublaðið - 22.01.1963, Side 10
G IR harðir iaikir Ritstjóri: ÖRN EIÐSSON FH gjörsigraði KR í 1. deild á sunnudagskvöld, skoraði 30 mörk Spenndndi keppni í II. deild, Valur sigr- aði Hauka 26:18 ÖLL LIÐIN í 2. deild hafa nú leikið. Ekki verður annað sagt en að keppnin sé nú mun tvísýnni en nokkurn tíma áður. í deildinni eru nú 4 utanbæjárlið, þ. e. Hauk- ar, Akranes, Keflavík og Breiða- blik og 2 lið úr Reykjavík, Ár- mann og Valur, sem um árabil voru í forystu 1 1. deitd og bitust oftast um efstu sætin á árabilinu 1845—1955. Eins og nú standa sakir virðist keppnin ætla að verða milli Ármanns, Vals og Hauka um sigur í deildinni. Einn- ig getur ÍA blandað sér í málin, þótt liðið virðist nokkuð þung- lamalegt á köflum. Alls hafa nú farið fram 5 leikir í deildinni og hafa úrslit þeirra orðið: Akránes—Keflavík 32:27 Yalur—Breiðablik 32:25 Ártnahn—Akranes 31:28 Haukar—Breiðablik 42:17 Valur—Haukar 26:18 Leikir þessir hafa yfirleitt verið fremur harðir, en jafnframt oft- ast nokkuð lausir í reipunum. Einkum virðist varnarleikurinn oftast hafa verið í molum og því til sönnunar má benda á að í þess- um 5 leikjum, sem staðið hafa í alls 300 mínútur hafa verið skor- uð 278 mörk, en það er mjög nærri þvi að vera mark á mín- útu hverri. Eins og áður segir, hefur oftast verið talsverð harka í leikjum þessum og er ekki að efa að á því eiga leikmennimir nokkra sök, en hinu ber heldur ekki að gleyma, að á miklu velt- ur, að dómararnir missi ekki tök á leikjunum og haldi þeim inn- an ramma leikreglnanna. Það ber að hafa það í huga, að það er nú einu sinni venja leikmanna að fara eins langt í leik sínum og dómarinn leyfir. Um þetta eru mýmörg dæmi bæði í 2. deild og þá ekki síður í „fínu deildinni”. Allt bendir nú til eins og áð- Framhald á 11. síðn. HANN fær heldur óblíðar ; móttökur hjá KR þessi Hafn firðingur. Ekki vitum við hvort honum tókst að losa sig úr þessum faðmlögum, en því miður var of mikið af slíku í leiknum. — Ljósm. — Rúnar. VMMWWWWWWtWWMIWM gegn 20. Staða í hálfleik var 16:7 fyrir FH. ★ ÞREM KR-ingum vísað af leikvelii í fyrri hálfleik. ÞAÐ voru FH-ingar, sem skoruðu 2 fyrstu mörkin, Örn Hallsteins- son gerði þau bæði með snögg- um skoCum. Áður hafði Guðjón varið frábærlega í marki KR, m. a. vítakast Einars Sigurðssonar. KR-ingar jafna metin fljótlega, mörkin gerðu Sigurður Óskars- son og Heinz, bæði glæsilega af línu. Þrátt fyrir hörku og baráttu- vilja KR, sem sjaldan vantar, náði FH góðum tökum á leiknum, en vörn KR var laus í reipunum. FII skorar hvert markið af öðru og í hléi má segja, að FH tryggi sér sigur, 16 mörk gegn 7. Mjög mikið mannfall var í liði KR í fyrri hálfleik. Alls var þrem vísað af leikvelli fyrir grófan leik, en dóm- ari var Hannes Þ. Sigurðsson. — Hafði hann nóg að gera, enda voru leikarar vægast óblíðir hver við annan. ★ Síðari hálfleikur var jafnari, en sigur FH var örnggur. SÍÐARI hálfleikur var jafnari, KR-ingar bættu skipulag varnar- innar að mun og Hafnfirðingum gekk ver að finna glufur. Þrátt fyrir betri leik KR-inga var sigur FH öruggur eins og fyrr segir og tvisvar komast þeir 13 mörk yfin, en undir lokin rétta KR-ingar Örlítið hlut sinn, þannig að lokatölurnar voru 38:20 fyrir FH. ★ Nokkur orð um liðin. Lið FH lék betur en gegn ÍR á (íögunum, sérstaklega var vömin traustari og Hjalti átti góðan leik í markinu. Ragnar var veikur og gat ekki leikið með, en nú var Pét- ur Antonsson með og átti góðan leik. Annars var Örn Hallsteins- son mjög góður í þessum leik og skoraði ágæt mörk. KR-liðið 'jar eitthvað sundur- laust, sérs'nklega í fyrri hálfleik. Það eru gó'vír einstaklingar í lið- inu, en hik og fullmikil skap- vonzka, þó að allt heppnist ekki, skapar aðeins lélegán árangur. Langbeztur < KR-liðinu var Guð- jón i markinu, sem aldrei bregzt. Mörk FTT I leiknum skoruðu: Örn Hallsteinsson og Pétur Ant- onsson 6 hvor, Kristján Stefáns- son 5, Birgir Björnsson og Páll Elriksson 4 hvor, Einar Sigurðs- son og Auðunn Óskarsson 2 hvor og Guðlaugur Gislason 1. Fyrir KR skoruðu: Karl Jó- hannsson, 6. Reynir Ólafsson og Sigurður Óskarsson 3 hvor, Heinz Steinmann. Óláfur Adolfsson og Herberg Haraldsson 2 hver og Framliald á 11. síðu. Staðan I II. deild Staðan í 2 deild er nú þessi: Valur 2 2 0 0 4 59:43 Ármann 1 1 0 0 2 31:28 Haukar 2 1 0 1 2 60:43 ÍA 2 1 0 1 2 60:58 ÍBK 1 0 0 1 0 27:32 Breiðablik 2 0 0 2 0 42:75 Markhæstir í 2. deild: Bergur Guðnason, Val, 19. Viðar Símonarson, Haukar, 19. Sigurður Dagsson, Val, 18. Björgvin Hjaltason, ÍA, 17. Kjartan Sigurðsson, ÍA, 14. Ásgeir Magnússon, Haukar, 14. Reynir Jónsson, Breiðablik, 13. Karl Hermannsson, ÍBK, 12. Lúðvík Lúðvíksson, Á, 12. Sundknattleiksmót Reykjavíkur hafið Sundknattleiksmeistaramót Reykja víkur hófst í Sundhöll Reykjavik- ur um helgina. AIIs taka fimm lið úr Reykjavík þátt í mótinu, þ. e. Ármann, A og B, ÍR, KR, Ægir og auk þess keppir Sundfélag Hafn- arf jarðar með sem gestur. í fyrstu leikjum mótsins sigr- aði KR Ármann (b) með 7:2 og Ægir vann SH 8:1: Mótinu lýkur næstkomandi þriðjudag. Úrslita- leikirnir fara fram í sambandi við Sundmót Rvíkur. Hér er ÍR-ingur í góðu færi í leiknum gegn Fram. 10 22. janúar 1963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ M ' 1 '■

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.