Alþýðublaðið - 12.02.1963, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 12.02.1963, Blaðsíða 10
mm. far til Bergen Skíðaráð Reykjavíkur bendir skíðafólki á að tilkynna þátttöku í Bergenferðina sem allra fyrst til Ferðaskrifstofunnar Sögu í Ing- ólfsstræti. Þar eð kostnaði við för þessa er mjög stillt í hóf er æskilegt að sem flestir geti tekið þátt í henni. Lagt verður a£ stað að morgni fimmtudaginn 21. marz og flokið beint til Bergen og dvalið í Sel- fonn þar til eftir helgina — og komið aftur til Reykjavíkur þriðjudaginn 28. marz. HANDBÖLTI1 Á sunnudag fóru fram 7 leikir I íslandsmótinu í handknattleik. Úrslit: 2. fl. karla Víkingur-FH 10-10. ÍBK-Fram, 15-16. 3. fl. karla KR-Breiðablik 14-6. FH-Haukar 8-7. ÍR-Þróttur, 18-12, Ármann- Fram,3-10. 2. fl. karia. KR-Haukar 19-14. Leikur ÍA og Vals í 2. fl. féll niður. Hákon Ólafs- son varð 4. í Noregi Siglufirði, 7. febrúar 1963. SUNNUDAGINN 27. janúar s.l. var haldið í Noregi meist- aramót Þrándheims í svigi, er íþróttadeild Tækniháskóla Noregs sá um. Hinn kunni siglfirzki skíða maður, Hákon Ólafsson, sem stundar nám í nefndum skóla, tók þátt í þessari keppni og varð 4. í A-flokki, sem er mjög gott, því þarna kepptu margir góðir skíðamenn, og til marks um það, átti skól- inn aðeins fjóra menn I A- flokki og varð Hákon fyrstur þeirra. — Guðmundur. Helztu úrslit: 60 yds: Herb Carper, 6,0, D. Cort- ese, 6,2 60 yds. grind: Hayes Jones, 7,1, B. Pierce, 7,2 500 yds: Steve Haas, 58,0, 5arl Young, 58,1 sek. 600 yds: Yerman, 1:10,3, G. Kerr 1:11,2 mín. 1000 yds= B. Crothers, Kanada, 2:13,8, Ray van Asten, 2:14,7 Wit- old Baran, Póllandi, 2:15,8 mín. 1 ensk míla: Jim Grelle, 4:04,7, Peter Snell, Nýja-Sjálandi, 4:06,4 Dotson, 4:08,0 mín. Kúluvarp: Gary Gubner, 19,68 m. Parry O’Brien 18,81 m. Langstökk: Ovanesjan, Sovét, 8,00 m., Boston, 7,96, m. Stenius, Finnl. 7,49 m. Stangarstökk: Brian Sternberg, 4,88 m„ John Rose, 4,77 m„ C.K. Yang, Formósu, 4,67 m. NORÐMENN GJÖRSIGR- UÐU SVÍA OSLO, 10. febrúar. (NTB). Norðmenn sigruðu Svía í skauta hlaupi á Bislet um helgina, með 170 stigum gegn 122. Veður var fremur óhagstætt, vindur og ísinn ekki upp á það bezta. Áhorfendur voru 15 þújsund á laugardag og 20 þúsund á sunnudag. Meðal á- horfenda var Ólafur Noregskon- ungur. Helztu úrslit: 500 m.: M. Thomassen, N. 41,7, A. Gjestvang, N. 42,0, N. Aanes, N. 42,5, B. Lekman, S„ 42,5 5000 m.: Fred I. Maier, N. 7:47,2, J. Nilsson, S. 7:50,2, M. Thomassen N. 7:53,5, Per Ivar Moe, N. 7:54,6 10000 m.: J. Nilsson, S. 15:58,4, F. Maier, N. 16:08,6, K. Johannes- sen, N. 16:12,7, T. Seierstein, N. 16:18,8 1500 m.: M. Thomassen, N. 2:11,1, N. Aaness, N. 2:11,3, I. Eriksen, S. 2:12,3, I. Nilsson, S. 2:12,4 Góð þátttaka og jafn árángur í ✓ Drengjameistaramóti Isl. innanhúss Drengjameistaramót ’ íslands í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í íþróttahúsi Háskólans á sunnudaginn. Keppt var í fjórinn greinum, en keppni í kúluvarpi og stangarstökki var frestað þar til 10. marz, en keppt verður 1 þeim greinum í sambandi við Meistara- mót íslands innanhúss. Mjög mikil þátttaka var í móti þessu eða rúmlega 30 drengir frá fimm félögum og bandalögum. Eitt drengjamet var sett ,en það gerði liinn efnilegt stökkvari úr Ármanni, Sigurður Ingólfsson, stökk 1,84 m. í hástökki. Hann átti sjálfur gamla metið, sem var 1,82 m. Sigurður er mjög efnileg- ur stökkvari og getur náð langt, hann átti góða tilraun við 1,87 m. Annar í hástökkinu varð Þor- valdur Benediktsson frá Héraðs- sambandi Strandamanna. Þorvald- ur er mikið stökkvaraefni. Moð réttri þjálfun myndi hann fljótlega stökkva 2 metra. Þorvaldur sigr- aði einnig .í langstökki og þrístökki án atrennu. Þeir, Ólafur Guðmundsson, Skag firðingur, sem genginn er í KR varð þriðji í hástökki með 1,70 m. og Jón Kjartansson, Ármanni stökk einnig þá hæð. Segja má að árangurinn í hástökkinu hafi ver- ið mjög jafn og góður. Ragnar Guð- mundsson, Ármanni, sigraði í há- stökki án atrennu, en Ragnar er sonur hins góðkunna hlaupara Ár- menninga. Guðmundar Lárussonar. í heild má segja að mót þetta hafi tekizt vel og ber vott um aukinn og vaxandi áhuga á frjálsum íþrótt- um. Á mánudaginn fer fram Sveina Framh. á 11. síðu Þeir urðu fyrstir í lang- stökki, talið frá vinstri: Er- lendur Valdimarsson ÍR, sem varð þriðji, Þorvaldur Benediktsson, HSS (nr. 1) og Jón Þorgeirsson ÍR, (nr. 2) Erlendur jafnaði auk þess sveinametio í þrístökki án at- rennu. , 10 12. febrúar 1963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Rítstjóri: ÖRN EIÐSSON THOMAS VANN BRUMEL, BÁÐIR STUKKU 2,14 M. LOS ANGELES, 10. febrúar (NTB-AFP). John Thomas sigraði Valeri Brum- Skíðamenn pantið el í hástökki innanhússmóti hér í dag, báðir stukku 2.14 m. — Það urðu einnig óvænt úrslit í mílu- hlaupi, Snell frá Nýja-Sjálandi tap aði í fyrsta sinn síðan 1960. Jim Grelle, USA, sigraði á 4:04,7 gegn 4:06,4 mín. Sigurður Ingólfsson, Ármanni stekkur 1,84 m„ sem er nýtt drengjamet.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.