Alþýðublaðið - 12.02.1963, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.02.1963, Blaðsíða 5
IPANRA MORGUNBLAÐIÐ minntist á kosnin&adag í Reykjavíkur bréfi sínu á sunnudaginn og kemst ad þeirri niðurstöðu, að rjúfa verði þing, ef kosn- ingar fara fram í vor. Er lit- ið svo á, að núverandi al- þingismenn liafi fullt innboð í fjögur ár, þaö er fram á naesta haust, nema þing verði rofið. Er fordæmi fyr- ir öllu þessu frá tíð stjórnar Steingríms Steinþórssonar, þegar eins stóð á, og þing var rofið til að halda mætti vorkosningar. Mjög sennilegt er, að ríkis stjórnin vilji vorkosningar í stað haustkosninga, nema eitthvað sérstakt komi fyrir. Verði kosið í vor, er hins vegar rétt að íhuga, hvort ekki á að kjósa fyrr en í lok júní. Nú á dögum hefjast síldveiffar, sumarleyfi og aðrar siunarannir fyrr en áður, og er komin mikil hreyfing á þjóðina í lok júní. Mundi verða mun þægilegra, ef kosið væri um mánaða- mótin maí—júní. — Bæjar- stjórnarkosningum var val- inn tími fyrr að vori en þing kosningar fara fram — og er þaö án efa í samræmi viff breytta lifnaöarhætti þjóffar- Þegar litið er um öxl og íhugaff, hverju vinstri stjórn in ko mtil leiðar, verður helzt fyrir að svara, aff hún hafi sctt af stað allmikla upp byggingu atvinnuvega, sér- staklega skipasmíðar. Hafði dregið nokkuð úr endurnýj- un flotans í tíð íhaldsstjórn- anna árin á undan, svo að tími var kominn til að hefj- ast handa á ný. Þetta er þó ekki séreinkenni vinstri stjórnarinnar. Þótt hún hafi gert mikið' átak á þessu sviði, hcfur núverandi stjórn gert enn meir. Hefur endurnýjun fiskiskipaflotans verið svo mikil síðan 1959, að aldrei hefur meiri veriff, nema þegar nýsköpunartogararnir voru smíðaðir eftir stríð. Auk fiskiskipa hefur verið verið stöðug aukning á kaup sldpaflotanum. Um síðustu áramót voru fjögur skip I smíðum erlendis, og fleiri hafa verið pöntuð síðan. -Er vert að gefa þessum málum gaum. því samtals er um að ræffa framkvæmdir, sem kosta mörg liundruö milljón- ir króna. Þessi mikla endur- nýjun og aukning flotans vræi óhugsandi, ef ekki hefði vcrið gripið til viðreisnar- innar til að rétta við fjármál þjóðarinnar, sérstaklega út á viff. ÓHÆTT er að fullyrða, að fé það, sem variff hefur verið á und- anförnum áratugum til íslenzkrar rannsóknarstarfsemi í þágu at- vinnuveganna liafi boríð marg- faldan ávöxt og vafasamt, að nokk- ru opinberu fé hafi verið betur varið en því, sem veitt hefur ver- ið til' íslenzkra rannsóknarstofn- ana. Á þessa leið fórust Gylfa Þ. Gíslasyni, menntamálaráðhei-ra orð á Alþingi í gær, er hann fylgdi úr hlaði frumvarpi til laga um rannsóknir í þágu atvinnuveg- annáT Eins og Alþýðublaðið hefur áður skýrt frá, gerir frumvarpið ráð fyrir algeni nýskipan á skipu lagi rannsókna í þágu atvinnuveg- anna og skýrði menntamálaráð- herru þá nýskipun ítarlega í fram söguræðu sinni í gær. í upphafi ræðu sinnar ræddi ráðherrann um þýðingu vísinda- rannsókna almennt. Hann sagði, að skilningur þjóðanna á mikil- vægi vísindarannsókna hefði stöð- ugt aukizt enda ættu slíkar rann- sóknir nú orðið stóran þátt í aukn ingu þjóðarframleiðslu þjóðanna. Ráðherrann sagði, að helztu stór- veldin verðu um 2% af þjóðar- framleiðslu til rannsóknarstarfa og starfsemi við hagnýtingu á niðurstöðum hreinna og hagnýtra rannsókna í framleiðslu. Um það bil liclmingur þessa fjár væri að vísu talinn notaður í þágu land- varna. Miðað við 8 milljarða þjóð arframleiðslu íslendinga á ári ættu Tslendingar að verja 160 mil'ljónum til rannsókna ef þeir verðu 2% af 80 milljónum, ef þeir verðu 1% þar eð þeir hafa eng- ar hervarnir. Sagði ráðherrann, að því færi fjarri, að árlegar upp hæðir, sem farið hefðu til þess- ara mála hér nálguðust þessar upphæðir. Skorti það fyrst og fremst hér, að fyrirtækin legðu fram fó til eigin rannsóknarstarf- semi. Lagði menntamálaráðherra áherzlu á það, að stórauka þyrfti fjárframlög til rannsókna hér þannig, að unnt yi’ði að efla veru- lega þessa starfsemi. Þvi næst vék ráðherrann að þeim rannsóltnum, er hér liefðu átt sér stað í þágu atvinnuveg- anna og skipulaginu á þeim mál- um. Ráðherrann kvað þessar rann sóknir hér hafa verið í höndum Rannsóknarráðs ríkisins og At- vinnudeildar háskólans. Rannsókn arráð hefði verið stofnað 1939 og átt að vera til aðstoðar atvinnu- málaráðuneytinu við yfirstjórn Atvinnudeildarinnar. Á síðari ár- um hefffi starf Rannsóknarráðs í vaxandi mæli beinst að eflingu raunvísindarannsókna almennt. Rakti ráðherrann ýanislegt það, er hafizt hefði fyrir tilverknað Rannsóknarráðs svo sem fyrsta leit að heitu vatni, og gufu með jarðborunum, mórannsóknir og móvinnsla, leit að biksteini og kís- illeit, rannsóknir á framleiðslu á- bux’ðar og sements o. fl. Því næst rakti ráðherrann starfsemi hinna ýinsu deilda Atvinnudeilarirmar, þ. e. Fiskideildar, Búnaðardeild- ar, Iðnaðardeildar og Rannsókn- arstofu Fiskifélags íslands. Kvað ráðheirann þessar stofnanir hafa stundað stórmerka starfsemi, sem haft hefði geysimikla hagnýta þýð ingu fyrir íslenzka atvinnuvegi, auk þess, sem hún hefði bætt mjög þekkingu okkar á mikilvæg- um atriðum í sambandi við þjóð- arbúskapinn. Kvaðst ráðherrann ekki hika við að fuHyrða, að rann sóknarstarfsemin hefði stuðlað að auknum afköstum íslenzkra at- vinnuvega og þá um leið að mik- illi aulmingu þjóðarframleiðsl- unnar. Því næst vék ráðherrann að efni hins. nýja frumvarps. Hann kvað upphaf málsins hafa verið það, að hann hefði rætt við Steingrím Her mannsson framkvæmdastjóra Rannsóknarráðs skömmu eftir að hann hefði tekið við því starfi um nauðsyn nýskipunar íslenzkra rannsóknarmála. Steingrímur nefði þá verið formaður Atvinnu- málanefndar er haft hefði til með- ferðar hvernig bezt yrði til fram- búðar skipulögð og samræmd starí semi þeirra rannsóknarstofnana, Gylfi Þ. Gíslason sem nú vinna að rannsóknum á náttúruauði landsins. Hefði þeixri nefnd síðan verið falið að gera tillögur um nýskipan rannsóknar- málanna. í maí 1960 afhenti nefnd in frumvarp til laga um rannsókn- ir í þágu atvinnuveganna og stóðu að því allir nefndarmenn nema Einar Olgeirsson, sem afhenti annað frumvarp. Til þess að fá sem mestar umræður um málið, var síðan lialdin ráðstefna í há- ÞjáfnaBur Frainh. af 16. síðn ig um leið vel’ið stoliff frá Leir- vogstungum, þar sem ein ýtan stóð. Þau áhöld og verkfæri, sem stolið var, eru m. a.: Tvö topplyklasett, þrír raf- geymar, þar af tveir 12 volta, 150 amper; þrír skiptilyklar, einn 8 tommu; nokkrir slaghamrar, á- haldakassi, ásamt öllu innihaldi, tvær rörtengur, stjörnulyklar frá 3/16-1 1/8, skrúfjárn, rafmagns- vír, og loks ný rafmagnsþurrka. Sumir lyklanna voru málaðir gulir. Líklegt er talið, að sömu menn hafi verið að verki á öll- um stöðunum. Þeir, sem kynnu að verða varir við verkfæri þessi, eða séð hafa til ferða þjófanna, eru vinsamlega beðnir að tilkynna lögreglunni í Hafnarfirði það nú þegar. Sími hennar er 17-364. Aukiö fjjár- magn til ifshafnar skólanum um framtíðarskipan raunvísindarannsókna á íslandi. — Var frumvarp Atvinnumálanefnd- ar þar rætt ítarlega og kvaðst ráðherrann hafa haft hliðsjón af sjónarmiðum, er þar hefðu kom- ið fram við endurskoðun frum- varpsins. Kvað ráðherra frumv. í höfuðatriðum vera í samræmi við frumv. meirihluta Atvinnu- málanefndar, en um nokkur frá- vik væri að ræða. Síðan rakti ráðherra helztu breytingar er frv. gerði ráð fyrir frá ríkiandi skipulagi. Hefur margra þeirra áður verið getið hér í blaðinu og verður þvi að eins stiklað á því helzta nú: Bannsóknarráð verði framvegis ráðgjafarstofnun, en hafi ekki yf- irstjórn rannsóknarstofnana eíns og nú. Það verði skipað 17 fulltrú- um, en nú sitja 3 i því. Ráðið heyrir undir menntamálaráðherra sem skipar. formann (Atvinnu- málanefnd gerði ráð fvrir að þaff heyrði undir forsætisráðherra). - Gert er ráð fvrir að þessar stofn- anir vorði starfræktar: Hafrann- sóknarst-ofnun, rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, rannsóknarstofnun. landbúnaðarins, rannsóknarstofn- un iðnaðarins og rannsóknarstofn un bygaingariðnaðarins. Atvinnu- deild Háskólans verður lögð nið- ur. Hver rannsóknarstofnun verð- ur sjálfstæð stofnun. sem heyrir undir hlutaðeigandi fagróðuneyti, og sérhver boirra fær sérstaka stjórn og ráðgjafarnefnd auk f*y- stióra. ÍEinar Olgeirsson taldl stiórn óþarfa). Menntamáiaráðherra sagði, að í frv. væru mikilvæg nvmæli um sérstaka fjáröflun - til tveggja rannsóknarstofnana, þ. e. fvrir íðn aðinn og bvggineariðnaðinn. Er gert ráð fvrir, að riofnanir þessara ereina geti lagt gjald á atvinnu- reksturinn í þessum greinum. — Einnig er gert ráð fvrjr stórauka um fiárframlögum ríkisins. Gylfi sagði að lokum, að hann teldi þá nvskioan, er frv. gerðl ráð fyrir, mundu verða rannsókn- nnum til mikillar eflingar og vis- indamönnunum til nýrrar hvatn- ingar. Með hliðsión af bví, að fótt eða ekkert er nú íslenzku þjóðfé- lagi nauðsvnlegra en að efia ranil sóknir sínar, tel ég sambykkt' bessa frumvarns mundi horfa til beilla og framfara, sagði ráðherr- ann að lokum. Fram er komið á Alþingi frum- varp til laga um breytingu á lög- unum um landshöfnina á Rifi á Snæfellsnesi. Gerir frv. ráð fyrir að lánsheimiid ríkisstjórnarinnar vegna hafnargerðarinnar verði auk in úr 12 miUj. í 50 millj. í greinargerð með frv. segir svo: Frumvarp þetta felur ekki í sér aðra breytingu á lögum um lands höfn í Rifi á Snæfellsnesi en þá, að lánsheimild vegna hafnargerðar- innar hækkar úr 12. millj. i 50 millj. kr. Sjpvarútýcgsnefnd liefur haft til meðferðar frv. á þskj. 32 um hækkun á lántökuheimild vegna landshafnar í Keflavíkurkaupstað og Njarðvíkurhreppi og samþykkt að mæla með afgreiðslu þess frum varps. Hefur nefndin talið rétt, að hliðstæð hækkun yrði einnig gerð á lántökuheimild vegna Rifshafn- ar, og er upphæðin tiltekin að höfðu samráði við Vitamólastjóra, sem hefur m.a. upplýst í bréfi til nefndarinnar, að unnið sé nú að á- ætlunargerð um byggingarfrám- kvæmdir í Rifshöfn, sem muni kosta allt að 30-40 milljónum kr. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. febrúar 1963 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.