Alþýðublaðið - 20.02.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.02.1963, Blaðsíða 2
? AUxtJor*.-: uoli J. As-tþórsson (áV>) og Benedlkt GrSndaL—AðstoSárritstjðrl BJBrgvin GuBmundsson. - Fréttastjórl: Slgvaldl Hjálmansson. — Simar: 14 900 14 J02 — 14003 Auglýsingasími: 14 906 — Aðsetur: AlþýBubúsiS. — FrentsmlBja AlþíðubiaÓFins. HverflsEötu 8-10 — Askriftargjald kr. 65.00 * xoánuBl t lausasblu kr. 4 00 eint. tJtgefandl: Alþýðufiokkurinn Eysteinn sagði NEI, ÍÍMÍÉÍÍÍMtÍ^Ítt^ÍttÉiÍÍtMÍÍÉÍÉIÉMi irm—— r en Guðmundur I. JA j ' MIKLAR UMRÆÐUR eru þessa daga um í $amninga opinberra starísmanna við ríkið. Að vísu er óeðlilegt, að opinberlega sé deilt um tilboð og gagntilboð við gerð kjarasamninga, en vonandi stafa þessi vinnubrögð af þeirri staðreynd, að slík- I ir samningar hafa aldrei fyrr verið gerðir á ís- landi. Það er verið að ryðja nýja og ókunna braut. Höfuðatriði í þessu máli er ekki krafa BSRB eða gagntilboð samninganefndar ríkisins, enda má telja víst, að lausn málsins verði einhvers staðar þar á milli, heldur hitt, að opinberir starfsmenn eru loksins búnir að fá samningsrétt. í áratugi hafa samtök starfsmanna ríkis og bæjarfélaga krafizt samningsréttar. Þessi fjöl- menni hópur, sem gegnir sívaxandi hlutverki í þjóðfélagi okkar, var allt fram til 1962 fjötraður og mátti sætta sig við launalög, eins og Alþingi gekk frá þeim á nokkurra ára fresti. Þessa daga berja framsóknargemsar eins og Kristján Thorlacius sér á brjóst og þykjast vera miklir baráttumenn fyrir hinar opinheru starfs* menn. Þeir virðast hafa gleymt því, að í aldarf jórð- ung, frá 1934 til 1958, var Eysteinn Jónsson oftast fjármálaráðherra og hafði með málefni starfs- manna ríkisins að gera. Allan þennan tíma var ó- mögulegt að fá ríkisvaldið til að hlýða á kröfur BSRB um samningsrétt. Svar Eysteins var alltaf hið sama: NEI. Árið 1959 átti Alþýðuflokkurinn fjármálaráð- herra í fyrsta sinn, Guðmund í. Guðmundsson. Stóð nú ekki lengur á ríkisvaldinu og var skipuð tiefnd til að fjalla um samningsrétt starfsmanna yíkisins. Afturhaldssjónarmið Eysteins var horf- ið, málið tók að þokast áfram. Alþýðuflokksmenn í nefndinni kröfðust samningsréttar, og cinn þeirra, Jón Þorsteinsson alþingismaður, fann þá lausn, sem bæði ríkið og BSRB sættust á, kjaradóminn. Þarmeð náðist, eftir að núverandi ríkisstjórn var komin til valda, samkomulag um mestu réttinda- hót, sem opinberir starfsmenn á íslandi hafa fengið. Þetta er kjarni málsins, sem menn verða að hafa í huga, þegar hafnir eru í fyrsta sinn samn- ingar um kjör starfsmanna ríkisins. Albýðuflokks ráðherrann breytti stefnu ríkisins gagnvart starfs- liði sínu með einu pennastriki, og nú virðist aug- ljóst, að í kjölfar samningsrét^arins muni sigla veruleg kjarabót, hver sem prósentan endanlega verður. 20. febrúar 1963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ HANNES Á HORNINU ★ Bréf um réttindalausa landhelgisbr jóta. ★ Bæjarfógetaembætt- ið í Eyjum saklaust. ★ Athugasemd við bréf. 'k Um harna og unglinga skóla. VESTMANNAEVINGUE skrifar að gefnu tilefni: „Þú birtir pistil eftir Sjómann um vélbátinn Sæ- vald og yfirvöldin I Vestmanna- eyjum. Yfirvöldin munu eiga að vera skipaskoðunarmennirnir og b.æjarfógetinn og hans starfslið. Þess er J)á fyrst að geta, að Sæ- valdur er frá Djúpavogi, og því alls ekki í umdæmi Vestmanna- eyja, og hefði Sjómaðurinn átt að vita það, eftir að margprentuð hefur verið mynd af bátnum með einkennisstöfunum SU 2 á bógnum en SU þýður Suður-Múlasýsla. ALLAR ÁSAKANIR á hendur embættinu liér og skoðunarmönn um eru því úr láusu lofti gripnar, enda sannast bezt að segja að þessi mál munu óvíða , eins góðú lagi og í Vestmannaeyjum. ÞÁ ER ÞAÐ FURÐULEGT að þú skulir birta þetta athugasemdar- laust: ,1 raun og veru væri hægt að neita að borga allar tryggingar vegna þess að ekkert lagalegt lægi fyrir um það, að mennirnir hefðu verið á bátnum,“ en þannig segir Sjómaðurinn. % ÞAÐ VAR Alþýðuflokksins verk, að sjá um að sjómenn væru tryggð- ir, þótt ekki hefði verið gengið lög lega- frá tryggingunum. Er verið að gefa í skyn, að á þessu muni verða breyting? Þessi mál eru öll viðkvæm, og þess vegna mikilvægt að ekki sé reynt að gera úr þeim hreinan blaðamat, og þó mikilvæg- ast, að rétt sé með farið, og ekki ráðist á saklausa menn að ósekju.“ AF TILEFNI þessa bréfs frá Vestmannaeyingi vil ég segja þetta: Þaö er engum blöðum um það að fletta, að það vakti furðu allra þegar blöðin skýrðu frá því, að nefndur bátur hafði ekki haf- fæmisskírteini, að ekki hafði ver- ið skráð á hann — og það virtist ekki koma í ljós fyrr en eftir að búið var að dæma bátinn tvisvar sinnum fyrir landhelgisbrot og átti að fara að dæma hann í þriðja sinn. Það var því engin furða þó að Sjómaöurinn, sem skrifaði mér bréfið — og þar að auki maður, sem hefur skipstjóraréttindi, segði, að í raun og veru væri báturinn ekki til, ÞAÐ VAR ÞVÍ sjálfsagt mál, að ég birti bréfið, enda fannst mér að ég kannaðist við þetta frá þeim tíma þegar allt var vanrækt í sambandi við sjómenn og sjó- mennsku og Sigurjón Á. Ólafsson háði sína hörðu baráttu fyrir hin- um nýju siglingalögum, en þá voru einmitt þessi mál mjög til um- ræðu. Þó að Sjómaðurinn segði, að í raun og veru væri, lögum samkvæmt, hægt að neita að borga tryggingar óskráðra manna á skip sem hefði ekki réttindi, þá vissi ég að þannig mundi ekki fara. En fullyrðing Sjómannsins var svo sem ekki óeðlileg og heldur ekki út í hött. Bæjarfógetaembættið í Vestmannaeyjum er frítt af sök. En hverjum er það þá að kenna, að skip sem getur stundað sjó réttindaiaust lögum samkvæmt?. M SKRIFAR mér eftirfarandi bréf: „Það er oft prédikað um þessar mundir — og stundum með nær „móðursjúkum" ákafa — að fullnaðarprófi úr barnaskóla megi ekki ljúka á 12 eða 13 ára aldri í stað 13 eða 14 áður, því að þá sé bernskan stytt o.s.frv. EN ÞETTA ER mest misskilning ur. Þegar börn hafa náð 12 ára aldri, eiga þau ekki samleið með yngstu nemendunum, enda orðin svo miklu þroskaðri, sum jafnvel fyrirferðarmikil eða óstýrilát og gefa hinum litlu ekki sem bezt fordæmi. Þá er rétti tíminn að setja þau í unglingadeild, sem er I eins konar framhaldsdeild bama- skólans, enda tilheyrandi skyldu- | námi. Þetta gera t.d. Skotar, sem eiga eitt fullkomnasta skólakerft heims. Barnaskóli þeirra er frá 5 til 12 ára aldurs, síðan 3ja ára skyldunám í únglingaskóla. VIÐ ÞURFUM EKKI að lengja skólana, og þá barnaskólann ekki heldur, þvert á móti að stytta þá, svo að ungi maðurinn geti fyrr helgað sig ævistarfi eða sémámi undir það. Og námið þarf að gera frjórra og hagnýtara, svo að náms- þreyta og leiði sæki síður á nem- andann. En þetta efni er raunar miklu víðtækara en svo, að það verði rætt í smápistli." Rafmagnslyftur fyrirliggjandi. 400 os 800 kg. = HÉÐINN = Vélalverzlun Sími 24-260. ívö einbýlishús íi Húsnæðismálastjórn auglýsir hér með eftir kauptilboðum í ein- býlishúsin no. 1 og 3 við Garðaflöt við Silfurtún í Garðahreppi, í því ástandi, sem þau nú eru — fokheld, með járni á þaki og glerl í gluggum. Með hinum skriflegu kauptilboðum skal- fylgja: 1. Vottorð skattanefndar um efnahag og tekjur 2ja síðustu ára. 2. Vottorð manntalsskrifstofu (oddvita eða bæjarstjóra) um fjölskyldustærð. Tilboðum verði skilað til skrifstofu Húsnæðismálastofnunar rík- isins, Laugavegi 24 (III. hæð) Reykjavík eigi síðar en kl. 12 á há- degi laugardaginn 2. marz næstk. Réttur áskilinn til að taka eða hafna hvaða tilboði sem er. Húsnæðismálastofnun ríkisins. PIANETTA eða óskast til kaups. Vinsamlegast sendið tilboð, merkt: „Píanó-píanetta” á afgreiðslu Alþýðublaðsins fyrir 'helgi. - sJ Hisnæöi (félagsheimili) 100-150 ferm. að stærð er til leigú * . _ i undir einhvers konar starfsemi-að deginum til. —■ Nánari upplýsingar í síma 19-570.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.