Alþýðublaðið - 20.02.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 20.02.1963, Blaðsíða 8
 um verkalýðsmál: ÞÖRF NÍRRA STARFSHÁTTA „Hefi ekki nokkurn tíma og raðað er á allar frístundir naestu viku,“ eru orð, sem flestir, sem boða þurfa til funda, fá gjarnan að heyra. í allmörgum félagasam- tökum mun svo hafa verið gripið til þeirra ráða að halda svonefnda hádegisfundi, þar sem reynt er að ræða mál og útkljá þau, jafnvel á meðan á sameiginlegum matar- eða kafl‘i)fcíma stendur, og hver vcit nema ein og ein stund tapist af venjulegum vinnutíma, til að sinna félagsstörfum. Stóraukið vinnuframboð og mannleg föngun til betri „lífs- kjara“ hljóta að hafa lamandi á- hrif á eðlilegan gang félagsmála, auk þess sem færri og færri gefa kost á sér til slíkra starfa. Þessar annir hljóta aftur að draga úr tekjumöguleikum og frístundum til svölunar öðrum persónulegum áliugamálum. Hjá miðaldra fólki og þar yfir, gætir þess oft, að því þyki lítið til fórnarlundar og fé- lagsþroska hinna uppvaxandi kyn- slóðar koma. Er þá gjarnan vitn- að til þeirra ára „sem lagður var dagur með nótt í félagsstörf og 80-90% félagsmanna mættu að staðaldri á fundum, og engin taldi þær stundir eftir.“ Já þá var nú öldin önnur og fólkið allt betra. Allt eru þetta staðreyndir úr daglega lífinu, sem ekki verður komizt hjá að horfast í augu við, og fólkið er ekkert lakara nú en áður, en allar aðstæður hafa gjör breytst. Rétt eins og 5-6 manna fjölskyida sættir sig nú ekki lengur við 30-50 fermetra íbúð, og 3-6 mánaða atvinnuleysi á hverju ári, þá draga persónuSeg- ar kröfur manna til lífsins og um leið til sjálfs síns, úr þeim tíma, sem áður var látinn félagsmálum í té. Hinar ytri aðstæður hafa tek- ið þessum stökkbreytingum, sem hljóta í vaxandi mæli að ganga út yfir félagsmálastörfin, með Á nýafstöðnu Skákþingi Reykja- víkur voru tefldar margar athygl- isverðar skákir. Síðar í þáttum þessum verða væntanlega birtar nokkrar skákir úr úrslitakeppni mótsins. Hér verða hins vegar birtar þrjár stuttar en snjallar skákir, allar tefldar af „minni spámönnunum", þ. e. keppendum, sem ekki komust til úrslita. Hvítt: Gísli Pétursson. Svart: Magnús Sólmundarson. Nimzoindversk vörn. þeim afleiðingum að tilviljunar- kenndara verður, hverjum þar eru falin trúnaðarstörf. í framhaldi af þessum stað- reyndum er eðlRegt að velta því fyrir sér á hvern hátt t.d. verka- Iýðssamtökin geta á beztan hátt mætt þessum vanda. Það er ísköld staðreynd, að væri ekki fyrir hendi sá áhugi stjórn- málaflokkanna um áhrif og full- trúafjölda í starfi hjá launþega- samtökunum, sem raun ber vitni, þá yrði þar ekki um að ræða það starf, sem þó er unnið þar í dag. Stjórnmáloflokkarnir eru m.ö.o. sá aðill, sem beint og óbeint sjá þessum samtökum fyrir fólki til trúnaðarstarfa með sárafáum und- antekningum þó. Ég minni ekki á þessar staðreyndir hér, vegna þess að ég telji mögulegt að breyta þeim, heldur vegna þess að reikna verður með þeim I hug- leiðingum um breytta aðstöðu samtakanna. Hinþ aimenni sári skortur á brýnustu lífsnauðsynjum knúði menn áður til umhugsunar og beinna stárfa fyrir samtökin og þá reyndist a.m.k. ekki vinnu- framboðið erfiður þröskuldur til starfsins. Einn bezti árangur af starfi samtakanna er að úr þessum sára skorti hefur stórlega dregið, en af því leiðir aftur að mörgum gleymist nauðsynin á öflugu starfi samtakanna. Of margir félagar virðast ekki fylgjast með eða vita af öðru starfi félags síns, en þegar innheimt eru af þeim félagsgjöld, (ef það er þá gert) sem vegna ó- kunnugleika og samtakaleysis við hin raunverulegu félagsstörf, er þá miður þokkað og dæmt sem „of dýrt ónæði.“ All það, sem þegar er :|igt, held ég að allir þeir sem kynnzt hafa þessum málum hljóti að hafa reynt og í hæsta lagi í mismunandi mæli og vaknar þá enn spurningin um, hvernig við skuli bregðast. Hér skal gerð tilraun til að benda á örfá atriði, sem ég tel að horft gætu til bóta, við lausn þessa að- steðjandi vanda: 1. Hefja verður alhliða fræðslu, sem komið er til félagsmanna á lífrænan hátt eftir nútíma- kröfum, um táknrænustu kafla fortíðarinnar um nauðsyn á jptarfi launþegasamtgkanna (t. d. með kvikmyndum og í sjálfu skyldunámi fræðslukerfisins). Auðveldum samanburði í fræðsluritiun á því hvernig um- horfs væri ef samtökin hefðu ekki verið skipulögð. 2. Sýna framtíðarverkefni samtak- anna á Ijósan hátt, með tilvitn- unum í sjálft líf fólksins eins og það er nú, og útiloka þá viUukenningu að verkalýðsfé- lög séu það eitt að slást um stjórnar- og fulltrúakjör og setja fram kröfur um fleiri eða færri krónur í bein vinnulaun. 3. Að samtökin sjáíf reyni í ríkari mæli að koma sér upp tóm- stundastöðvum, miðuöum við kröfur fólks nú og laða það þannig inn á vettvang félagsins. 4. Breyta sjálfu fundafyrirkomu- laginu þannig, að sem flestum gefist kostur á að koma fram með stuttar athugasemdir eða spurningar, en þurfi ekki að . sitja undir löngum ræðum „at- vinnukjafta“, sem taka megin- hluta fundartímans, með þeim afleiðingum að aðeins harð- svíruðustu „pólitíkuaar“ koma aftur til næsta fundar og þá eftir meiri eða minni „smölun“ eða eftirrekstur. Sjálfsagt mætti benda á margt fteira til úrbóta í þessum vanda og er vel að það komi fram. því orð eru til alls fyrst. Verði hins vegar látið við það sama sitja mun hið almenna þátttökuleysi í félags- starfinu fara vaxandi með ófyrir- sjáanlegu tjóni fyrir samtökin í beild. Eggert G. Þorsteinsson. Hjónabandið er grundvöllur fjölskyldunnar, en fjölskyldan er hyrningarsteinn þjóðfélagsins. Má því ljóst vera, að stofnun hjóna- bands er mikilvægur gjömingur. Mikilvægl hjúskaparins skiptir ekki eingöngu máli fyrir þá konu og þann karlmann, sem staðfast- lega hafa ákveðið að verða aðilar hjónabandsins. Það skiptir þjóð- félagið sjálft einnig miklu máli, og þess vegna hefur löggjöfin hvarvetna látið mál þessi til sín taka. Hér í blaðinu hefur áður verið rakið, hver séu hiónavígsluskil- yrðin os hvaða réttarlegar afleið ingar hjúskaparstofnun hefur að meginstefnu í för með sér. í þess- ari grein verður hins vegar aðal- lega vikið að hiúskanarslitum og þó sérstaklesa hiónaskilnaði. •Það er allútbreidd skoðun, að unnt sé að stofna til borgara- less hjónabands f fyrir fram á- kveðinn tíma. Þessu er auðvitað ekki á þennan veg farið, því að tilgangur sérhvers hiónabands er sá, að það standi ævilangt. Frá lagalegum siónarhóli skipt- ir það engu máU, hvort til hjóna- bands er stofnað með kirkjulegri vígslu eða borgaralegri. Báðir þessir vígsluhættir eru jafnlög- mætir og jafnréttháir. Munurinn kemur aðeins fram f mismunandi stofnunarhætti. Hin borgaralega vígsla er fólki greiðfærari, því að hún er öllum heimil, sem full- nægia hiónavígsluskilyrðunum.1 Kirkjuleg vígsla innan þjóðkirkj- unnar er aðeins heimil, að ann- að hjónaefna heyri henni tH. — Prestur bióðkirkjunnar er því að eins skvldur til að vígia hjóna- efni, að bæði séu í bjóðkirkjunni og annað sé sóknarbarn hans. — Þegar þessi skilyrði eru fyrir hendi. hvílir skiivrðisiaus skylda á prestinum til vígslunnar. Rætt hefur verið um afstöðu presta til siðferðisannmarka hjónaefna og þess, hvort þau hafi „lifað í synd.“ Varpað hefur verið fram þeirri spurningu, hvort prestur geti neitað vígslu, þegar svo stendur á. Samkvæmt íslenzkum lögum eru hugleiðingar um þetta atriði óþarfar. Þjóðkirkjuprest- arnir eru opinberir embættis- menn, og þeim ber skylda til að vígja þau hjónaefni, sem til þess haífa lögmæt skilyrði. Það eru lög- in, en ekki prestarnir, sem á- kveða skilvrði þessi. Neitun ís- lenzks þjóðkirkiuprest.s á fram- kvæmd vfgsluathafnar vegna meintra siðferðisannmarka er marklevsa, sem meta yrði prest- inum til brots í opinberu starfi. Ef til vill væri hægt að þvinga presí- inn til vígslunnar með fógeta- gjörð. Um vígslu hjá presti eða for- stöðumanni löggilts trúfélags Ut- an þjóðkirkjunnar hér á landi fer eftir reglum viðkomandi safnaðar. Þessar reglur munu hins vegar oftast vera svipaðar og hjá þjóð- kirkjunni, þ. e. að skyldan er að eins fyrir hendi, ef bæði hjóna- efni eru í sama trúfélagi. Enda þótt borgaraleg hjóna- vígsla sé öllum frjáls og lögin þannig byggi á henni sem almenn- ri reglu, þá .er hún miklu fátíð- ari, en kirkjuleg vígsla. Á síð- asta aldarfjórðungi hefur borg- araleg vígsla hæst komizt upp í rúmlega 17% af heildarvígslum á ári, en farið niður í tæp 5%. Þess var áður getið, að hjúskap er ætlað að standa ævilangt. Hin eðlilegustu endalok hvers hjóna- bands eru því fólgin í fráfalli ann- ars hvort hjúskaparaðila. Ef þessi ástæða er ekki fyrir hendi, verð- ur hjónabandi ekki sUtið nema með dómi eða skHnaðarleyfi stjóm valda. Ef hjúskap er slitið með dómi, gera lögin aðallega ráð fyrir ó- gildingu á hjónabandinu. Ógild- ing hjónabands-á rætur sínar að rekja til atvika, sem fyrir hendi voru við hjúskaparstofnunina. Ó- gilding getur ýmist farið fram eftir kröfu ákæruvaldsins eða annars hvors hjóna. Fyrri maki í tvíkvænishjónabandi getur þó átt aðild máls. Aðrir menn, sem hags- muni kunna að hafa í þessu sam- bandi, t. d. erfingjar eða skuld- heimtumenn, geta ekki höfðað mál til ógildingar hjónabands. Ákæruvaldið á málshöfðunar- réttinn, ef svo ólíklega hefur vílj- að til, að of náin skyldimenni eða tengdafóik hefur gengið í hjóna- barid, svo og ef tvíkvæni hefur komizt á, enda er það refsivert samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga. Ef annað hvort hjóna hefur heimild til að krefjast ógildingar verða að liggja fyrir nokkur sér- stæð tilvik, sem lögin telja tæp- andi upp. Má þar nefna, að annað hjóna hafi verið geðveikt eða Þrjár stuttar skákir 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 5. Bd3 c5 6. Rf3 d5 7. 0-0 Rc6 8. a3 Bxc3 9. bxc3 dxc4 10. Bxc4 Ðc7 11. Bd3 e5 12. Dc2 He8 Betra er hér talið - De7! 13. e4 c4 14. Bxc4 exd4 15. cxd4 Rxe4 16. Bd3 Rf6 17. Re5? Eftir 17. Bg5! hefur hvítur yfirburða- stöðu! 17. - Dd6 18. Rxc6 bxcö 19. Bg5. Nú er það einum of seint! 9. - Rg4 20. g3 h6 31. Bf4 Dxd4, 22. Dxc6 Bd7 23. Dc4 Df6 24. Be4 Hac8 25. Dd3 Bb5 26. Dxb5 Hxe4! 27. Dd7 De6 28. Dxe6 Hxe6 og hér var samið um jafntefli. Hvítt: Helgi Guðmundsson Svart: Jóliann Þ. Jónsson Sikileyjarvörn.' 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rcd a6 6. Bg5 e6 7. Be4? Bezt er 7. f4, ásamt Df3 og 0—0. 7. — Be7 8. 0-0 0-0 9. f4 b5 10. Bb3 Ef 10. Bd3, þá Db6 og vinnur mann (Be2, e5). 10. — b4 11. Re2 Rxe4 12. Bxe7 Dxe7 13. f5!? Fórnar skiptamun 13. - e5 14. Rf3 Da7f 15. Khl Rf2t 16. Hxf2 Dxf2 17. Rg3 Db6? Sjálfsagt var 17. — Bb7 og svartur þarf ekkert að óttast. 18. Rg5! Ha7 19. Dh5 h6 20. Dg6! hxg5 21. f6! Gefið. SKEMMTILEG SKAK úr I. fl. Hvítt: Iíaukur Hlöðvir Svart:ViImundur Gylfason ítalski leikurinn 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. 0-0 Rf6 5. d4! Bkd4? 6. Rxd4 Rxd4 7. f4 De7 8. fxe5 Dxe5 9. Bf4 De5 10. Bxf7t! Kxf7 11. Be3 Dxc2 12. Dxd4 c5 13. Dd5t Ke8 14. De5f Kd8 15. Hxf6 He8 16. Dg5 gxf6 17. Dxf6t He7 18. Rc3 Ke8 19. Dh8f Kf7 20. Hflt Gefið. Svartur misstígur sig í 5. leik. Bezt var 5. — exd4 6. e5 d5! með svipuðum möguleikum. M5 5 Björn Þorsteinsson. 1 20. febrúar 1963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.