Alþýðublaðið - 20.02.1963, Side 5

Alþýðublaðið - 20.02.1963, Side 5
Tillaga Unnars Stefánssonar: ★ SEINHEPPIÐ BLAÐ. Frajnsóknarblaðið Dagur á Akureyri birti nýlega grein, sem átti að segja frá því, hvernig Framsóknar- menn hófu baráttuna fyrir útfærslu landhelginnar. Seg- ir frá ummælum og tillög- um 1946-47, og er augljóst, að' nú er ætlunin að sýna landslýðnum fram á, að þetta mál hafi verið einget- ið afkvæmi Framsöknar- flokksins. Svo seinlieppinn er Dag- ur þó að birta með grein- inni kort, þar sem síðasta útfæjrsla Iandhelginnar er sýnd. Þar eru merktar breytingar á grunnlínum, sem Guðmundur í. fékk Breta til að samþykkja, og þau stóru svæði kolsvört, sem þar með -bættust við landhelgina. Þessi mikla aukning land- helginnar, sem Ðagur sýn- ir á kortinu, . fékkst fram gegn fullkominni andstöðu Framsóknarflokksins. Þessi mikla aukning, sérstaklega frá Vestmannaeyjum til Reykjaness og við Langa- nes, var talin Iandráð af Framsóknarmönnum. Þetta gerðist fyrir aðeins tveim árum. Nú birta Fram- sóknarblöð kort af þessari útfærslu og segja frá því, að landhelgismálið hafi ver- ið framsóknarmál. ★ SKÝRSLA OECD. Hin árlega skýrsla efna- hags- og framfarastofnunar- innar OECÍ) um ísland hef- ur að sjálfsögðu dregið á eftir sér skrif í Þjóðviljan- um. Þar er skeggrætt um að erlendir herrar ráði hér öllu og ríkisstjórn okka þiggi einkunnir frá París eins og auðmjúkur skólastrákur. Sannleíkurinn í þessu máli er sá, að OECD eða önnur alþjóðleg samtö.k, sem ísland er í, geta eklii fyrirskipaö íslendingum eitt eða neitt. Skýrslugerð og annað slíkt er ekki minni meðal komm- únistaríkjanna í efnahags- samstarfi þeirra og fyrir- mælin frá Moskvu þar mun áhrifameiri en skýrslur frá París eru hér. Smám saman hljóta þjóðirnar þó að bind- ast öflugri og raunhæfari samtökum til að tryggja frið og velmegun fyrir alla. En það mun ganga seint, ef all ir skrifuðu eins og Þjóð- viljaritstjórarnir. Mannkynið vantar öflugri en ekki veikari alþjóðas.tofn anir til að tryggja réttlæti, heiðarlegt samstarf og þjóff- arétt um alla jörðina. UNNAR STEFANSSON, varaþing- maffur Alþýðuflakksins, flytur í sameinuðu þingi tillögu til þings- ályktunar um að Alþingi skori á ríkisstjórnina að láta fara fram athugun á því, hvernig unnt verði að fullnýta vetrarsíldarafla út af Suður- og Suðausturlandi mcff sér- stöku tilliti til nýtingar síldarinn- ar til manneldis og bræðslu. í greinargerð með tillögunni segir svo: Bæjarstjórnin í Vestmannaeyj- um samþykkti nýlega einróma til- lögu frá bæjarfulltrúa Alþýðu- flokksins, Magnúsi Magnússyni, um að leita eftir því að Síldar- verksmiðjur ríkisins reisi síldar- bræðslu í Vestmannaeyjum. Áður hafði komið fram tillaga frá sama bæjarfulltrúa á þá leið, að athugað yrði í samráði við opinbera aðila og einstaklinga, hvað gera þyrfti til undirbúnings fjölbreyttum síldariðnaði í Vestmannaeyjum. Málefni þetta blasir nú við mjög brýnt og aðkallandi. Stærri veiði- skip, ný leitar- og veiðitækni og örugg vitneskja um lífsvenjur síld- arinnar hafa skyndilega skapað þessi nýju viðhorf. Flutningsmað- ur þessarar tillögu hefur haft sam fMHSHj UNNAR STEFANSSON ráð við fiskifræðingana Jakob Jak obsson og Jón Jónsson og telja þeir ástæðu til að ætla, að síld muni verða í talsverðu magni á svæðinu frá Reykjanesi til Ingólfs höfða að jafnaði allan fyrri hluta árs og allt fram í júlímánuð. Skipu legar rannsóknir, sem Atvinnu- mvorp um irkju í GÆR var tekið til umræðu í efri deild Alþingis frumvarp til laga um kirkjugarða. Er frumvarpið flutt af menntamálanefnd deildar- innar að beiðni kirkjumálaráð- herra. Fylgdi Auður Auðuns frum- varpinu úr hlaði í gær. Gildandi lög um kirkjugarða eru frá 1932 og eru því orðin 30 ára gömöl. Á þessu tímabili hafa orðið allverulegar breytingar á skipulagi kirkjugarða, bæði hjá nágranna- þjóðum okkar og víðar. Hér á landi er skipulagi og hirðingu kirkjugarð anna mjög ábótavant og hefur svo Iengi verið. Virðist nú vera að vákna áhugi manna víðsvegar á því aö sýna kirkjugörðum meiri ræktasemi en áður, girða þá sóma- samlegá, skipuleggja grafstæði og gangbrautir og prýða þá þeim gróðri, er bezt hentar. Þetta hafa nágrannaþjóðir vorar þegar gert með þeim árangri, að kirkjugarð- arnir í mörgum bæjum og þorpum eru orðnir þar fegurstu reitirnir, sem unun er að ganga um og skoða. Miðar frumvarpið að því, að kirkjugörðum hér á landi verði hér eftir sýndur meiri sómi en hingað til og skipulagi þeirra og hirðingu komið í betra horf. Frumvarpið var upphaflega sam ið af nefnd, er kirkjumálaráðherra skipaði árið 1955 til þess að end- urskoða kirkjulög og tilskipanir. Það var sent frá Alþingi til kirkju- i þings haustið 1958. Kirkjuþing af- greiddi það frá sér með nokkrum breytingum og ’var það þannig lagt fyrir Alþingi 1959—1960 og af- greitt þaðan með rökstuddri dag- ski-á þess efnis, að málinu yrði vís- að til umsagnar safnaðanna í land- inu. Fyrir kirkjuþing 1960 var frumvarpið enn Iagt af kirkjumála- ráðherra. Fjallaði þingið ýtarlega um málið og var frumvarpið sam- þykkt einróma með nokkrum breyt ingum. Þá var það lagt fyrir Al- þingi 1961—1962 af menntamála- nefnd efri deildar að beiðni kirkju- málaráðherra, en hlaut ekki af- greiðslu. Haustið 1962 skipaði kirkjumála ráðherra nefnd til þess að endur- skoða frumvarpið. Gerði nefndin allmikiar breytingar á því og var það siðan í breyttu formi lagt fyrir Kirkjuþing 1962, er enn gerði á því nokkrar breytingar, en sam- þykkti frumvarpið þannig breytt einróma. Jafnframt gerði þingið svohljóðandi ályktun: „Um leið og Kirkjuþing afgreiðir frá sér í þriðja sinn frumvarp um kirkju- garða, vill þingið skora á hið háa Alþingi, að hraða afgreiðslu máls- ins og gera frumvarpið að lögum“. deild Háskólans hefur framkvæmt1 á s.l. fjórum árum, gefa -ótvírætt 1 til kynna, að síldarganga sé ár-1 viss á þessum slóðum. Þessi niður ! staða fiskifræðinganna kemur heim við álit sjómanna, sem telja, að síld . hafi einatt verið í stórum stíl fyrir ! Suðurströndinni og þýzkir togar- ar munu stundum hafa tekið heila farma af síld út af Selvogsbanka í síldartroll. Síldin, sem veiðist á þessum tíma árs, er yfirelitt horuð, með fitumagn 8—12%, og því ekki heppileg til bræðslu í iýsi. Hins vegar stendur nú opinn markaður fyrir slíka síld til manneldis sé hún verkuð með súrsun og reyk- ingu. Til þessarar verkunar er vetr asíldin, sem nú veiðist við Suð- austurland, sérstaklega góð, og er einmitt beðið um síld með fitu- magn kringum 10%. Alveg sérstak lega munu síldarkaupendur þó óska eftir hrognfylltri síld, en hún veiðist eingöngu nú í síðari hluta febrúar og allan marzmánuð og síðar á vorinu við Suðurland. Tals verð eftirspurn virðist nú vera eft ir slíkri síld og jafnvel sildar- hrognum einum saman, sem unnt er að gera að miklu verðmæti. Óþarft er að fjölyrða hér al- mennt um nauðsyn á fjölbreyttum síldariðnaði og knýjandi þörf, sem nú er á stórfelldu sölustarfi og víð- tækri markaðsleit samhliða upp- byggingu síldariðnaðarins, en meira vert að víkja að þeim erfið- leikum, sem nú eru á því að nýta vetrarsíldveiðiaflann. Fram til 2. febrúar s.l. höfðu borizt til Vest- mannaeyja 116.217 tunnur síldar og munu nú hafa borizt þangað, eftir aflahrotu seinustu dægur, á- móta mikið síldarmagn og til þeirra staða við Faxaflóa, sem tek- ið hafa móti mestu síldarmagni næst Reykjavík. Um aðra móttöku staði hefur varla verið að ræða í viðunandi fjarlægð frá miðunum, en margir bátar hafa orðið að sigla til Reykjavíkur eða annarra Faxa- flóahafna í þriggja sólarhringa ferðalag með aflann. Aflinn, sem borizt hefur til Eyja, hefur að mestu verið bræddur í 2000 tunna verksmiðju, sem fyrst og fremst er ætluð til annarra nota sem beinamjölsverksmiðja. Nokkuð hef ur verið fryst, nokkru umskipatJ í togara til flutnings á markað er- lendis, en sama og ekkert hefur. verið unnið með öðrum hætti. j Á sama tíma og sölumöguleikar' eru fyrir hendi og mikill markað-; ur fyrir verðmikla síldariðnaðar- vöru til manneldis, getur hið opin-í bera ekki horft aðgerðarlaust á i slíka verðmætaþróun, sem þarnaj á sér stað, meðan síldaraflinn er • ekki nýttur betur en raun er á. -} Því er þessi tilaga flutt, að Al- þingi mundi með samþykkt henn- ar láta í ljós hvatningu um cð gert verði nú þegar það átak, sem um munar til að nýta þau verðmæti, sem daglega fara í súginn meðan ekki er hafizt handa um úrbætur. SÆMILEG SÍLDVEIÐI NOKKUR síldveiði var í Skeiíar- árdjúpi í fyrrinótt, enda veður á- gætt. Aðeins 8 skip tilkynntu aíla sinn í morgun, og var afli þeirra samtals rúmlega 11 þúsund tunnur. Annars var vitað að nokkuö fleirl bátar höfðu fengið slatta í Djúp- inu, þótt ckki hefffu tilkynnt umi afla sinn. Síldin er mjög lítil og vill ánetjast, hálfgerð kræpa. Hún fer öll í bræffslu. Nú eru gerðir 14 bátar út frá Eyjum á síld. Afli þeirra báta, sem í gær til— kynntu afla sinn, var sem hér seg- ir: Sigurkarfi 1100, Haírún 1800, Reynir 1100, Marz 1400, Kári 8Q0, Helga 2000, Sólrún 1500, Ágústa 900 tunnur. Framh. af 16. síðu ann í Vínarborg, en nokkrir ís- ienzkir söngvara hafa stundað framhaldsnám hjá honum, Á tónléikunum á föstudags- kvöldið syngur Seefried aríur eft- ir Mozart, II Tramonte eftir Re- spigi og tvö lög eftir Richard) Strauss, Þá leikur austurriski fíðiu leikarinn Woifgang Schneiderhan einleik á fiðlu, fiðiukonsert -í A- dúr eftir Mozart. Schneiderhan. kom til ísiands árið 1927 í tón- leikaför, þá aðeins 12 ára. gamall. Ijann er kvæntur Seefried. Loks leikur Sipjóníuhljómsveit- in tilbrigði efíir Brahms um stef eftir Iíaydn, og forleik eftir Moz- art. Stjórnandi þessara tónleika, Gústav König er prófessor við tón listarháskólann í Essen, og ehm af kunnustu hljómsveitarstjórunV þar. Hann kemur hingað frá Am- sterdam. Irmgard kemur hingað frá Osló, þar sem hún hélt tón- leika í fyrrakvöld, og héðan ,fer hún til Vínarborgar ,en þar búa þau hjónin. I ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 20. febrúar 1963

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.