Alþýðublaðið - 20.02.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 20.02.1963, Blaðsíða 9
R hálfviti, þegar vígslan fór fram, svo og ef það af öðrum ástæðum var viti sínu fjær við þessa at- höfn. Þá er það ógildingarástæða, éf annað hjóna hefur verið neytt til vígslunnar eða annað hjóna komið hinu til að eiga sig með því að villa vísvitandi á sér heim- ildir eða leyna atvikum úr lifi sínu, sem fælt mundi hafa hitt frá hjónabandinu. Það er einnig ógildingarástæða, ef hjónaefni af vangá hefur látið vígja sig öðrum en þeim, sem það hafði bundizt hjúskapareiði. Hafi eiginmaður eða eiginkona, er vígsla fór fram, verið, án vitundar hins, haldið stótnæmum kynsjúkdómi, alltíðum flogaveikisköstum eða holdsveiki eða verið óbætanlega ófært til holdlegra samfara, þá getur hið heilbrigða krafizt ógildingar á hjónabandinu. Ógildingar hjónabands af þeim ástæðum, sem hér hafa verið nefndar, eru mjög' fátíðar, og er mér ekki kunnugt um neinn slík- an ógildingardóm hér á landi. Það er hugsanlegt að slíta hjónabandi með skilnaðardómi. Slík aðferð er mjög fátíð. en þó þekkist hún. Hjónaskilnaður á sér oftast stað með stjórnvaldsleyfi. Um þetta réttáratriði eru ítarleg fyrirmæli í lögum um stofnun og slit hjú- skapar frá 1921. Ilefur reynslan sýnt, að ekki er vanþörf slíkra á- kvæða, því að hjónaskilnaðir eru orðnir mjög alsengir hér á landi og fer þeim sifjölgandi. Nákvæm- ar skýrslur um þessi efni eru ekki f.vrir hendl fyrr en á þessari öld. Á fyrstu árum aldarinnar voru hjónaskilnaðir hér aðeins 3—7 á ári hverju. Þá var hjónaskilnaður hlutfallslega fátíðari aðeins í tveimur Evrópulöndum (Englandi og Austurríki). Nú eru íslending- ar hins vegar komnir í fremstu röð þjóðanna að þessu Jeyti. Meðfylgjandi tafla sýnir fjölda 1 hjónaskilnaða á árunum 1906-60. Tekin er meðaltala hvers árs fyr- ir fimm ára tímabil í senn. Vegna fólksfjölgunar gefur þessi tala ein ekki rétta mynd af þróuninni. Til að bæta úr því, er í síðari dálkin- um birt tala, sem sýnir, hve marg- ir hjónaskilnaðir tíu þ'úsund íbúa : koma á hverja 1906-10 8,4 eða 1,0 1911-15 11,4 eða 1,4 1916-20 15,2 eða 1,7 1921-25 20,6 eða 2,1 1926-30 29,4 eðá 2,8 1931-35 39,4 eða 3,5 1936-40 44,8 eða 3,8 1941-45 62,4 eða 5,0 1946-50 97,2 eða 7,1 1951-55 114,0 eða 8,0 1956-60 127,0 eða 8,3 Samkvæmt töflunni hafa hjóna- skilnaðir því rúmlega 8-faldazt frá fyrsta til síðasta tímabilsins, er hún tekur til. Einhverju veldur hér vafalaust, að með áðurnefnd- um lögum frá 1921 var aðgangur til skilnaðar gerður heldur greið- ari en áður var, því að skilnaðar- fresturinn að borði og sæng á und- an lögskilnaðí var styttur úr þrem árum niður í eitt: ár, ef báðir að- ilar eru ásáttir um lögskilnaðinn, en tvö ár, ef þeir eru ósammála um hann. Tvímælalaust ræður hitt þó miklu meiru, að áður fyrr virðast hjónabönd hafa verið byggð á traustari grundvelli. Þá voru hjónaefni yfirleitt talsvert eldri en nú gerist og viðkynning þeirra fyrir hjónaband mun meiri. Al- menningsálitið mun og á fyrri tímum hafa litið hjónaskilnað fremur óhýru auga, en nú er það viðhorf gjörbreytt. Sjálfsagt þyk- ir, að fólk skilji lögskilnaði, ef því fellur ekki hjónabandsvistin. Þetta almenna álit er vafalaust rétt út af fyrir sig, ef engin sér- stök vandkvæði eru hjónaskiln- aðinum samfara, t. d. tillitið til sameiginlegra barna. En um leið og þetta almenna sjónarmið er viðurkennt, má hins vegar spyrja, hvort stofnun hjónabandsins hafi þá ekki verið byggð á fljótfærnis- legum hugleiðingum og ótraustum grunni. Lögum samkvæmt eru til tvær tegundir hjónaskilnaðar, þ. e. skilnaður að borði og sæng — og lögskilnaður. Á þessum tveim til- vikum ber að gera glöggan grein- arraun, því að um þau gilda í fléstum efnurji ólíkar réttarreglur og réttaráhrifin eru mismunandi. Það má segja, að skilnaður að borði og sæng sé eins konar bráðabirgðaúrræði. Einhver óein- ing ríkir hjá hjónunum og óeining bessi er með þeim hætti, að þau, ýmist annað eða bæði, óska eftir því að slíta samvistum, a.m.k. í bili. Þegar vissum skilyrðum er fullnægt, er þetta leyfi auðsótt. En þrátt fyrir þetta leyfi eru leyf- ishafar enn í hjónabandi, og þeir geta hVenær sem er tekið aftur upp samvistir án þess að nokkur atbeini hins opinbera þurfi til að koma. Skilnaðarleyfið að borði og sæng fellur þá sjálfkrafa úr gildi. Næst er að líta til þess, hvaða skilyrði þurfi að vera fyrir hendi til þess, að fólk fái skilnaðar- leyfið að borði og sæng. Ef hjón eru sammála um að slíta samvist- um, um framfærslu hvors annars 'og um það, hversu fara skuli um ráð fyrir börnunum, getur sýslu- maður eða bæjarfógeti (í Reykja- vík borgardómari) veitt þeim leyfi til skilnaðar að borði og sæng. Þó er það skilyrði fyrir slíkri leyfisveitingu, að sátta hafi verið leitað með hjónunum. Það er sáttanefnd, sem leitar sátta, ef bæði fara fram á það éða hvort heyri til sínu trúfélagi. Ella skal prestur leita um sættir með þeim eða löggiltur forstöðumaður trú- félags. Algengast er, að prestur leiti sátta í þessum málum. Gildir það einnig, þótt hjónabandið hafi verið stofnað á borgaralega vísu. Hjónum er skylt að sækja sjálf sáttafund, dvelji þau hér á landi og eigi hvorugt lengra en 30 km. leið til fundarstaðar. Vera má, að skilnaðarleyfi að borði og sæng verði veitt, enda þótt hjónin séu ekki sammála um að æskja slíks leyfis. Dæmi slíkra tilvika nefna lögin, að annað hjóna sýni af sér mikla van- rækslu um greiðslu meðlags með hinu eða börnum, eða brýtur mjög í bága við skyldur sínar gagnvart þeim, eða er mjög hneigt til drykkjuskapar eða annarra lasta, þá getur það hjóna, sem á var hallað, krafizt skilnaðar. Er þá skylt að veita leyfið til skiln- aðar, nema sérstaklega standi á. Það er dómsmálaráðuneytið, sem leyfið veitir í þessu tilfelli. Hið sama gildir, ef ætla má, að ósam- lyndi milli hjóna sé orðið svo magnað, að eigi megi una frekari samvistum, enda sé ósamlyndið ekki aðallega að kenna leyfisbeið- anda. Hvort sem skilnaðarleyfi að borði og sæng er veitt af ráðu- neytinu eða sýslumanni (bæjar- fógeta) hefur leyfið ýmis réttar- áhrif. Þar má fyrst og fremst nefna, að samvistir og samvistar- skylda hjónanna fellur niður. Sam eign þeirra fellur og niður, enda eiga búskipti að fara fram. í skiln- aðarbréfinu eru venjulega á- kvæði um framfærsluskyldu hvors hjóna gagnvart hinu. Um þessa framfærsluskyldu geta ýmis atriði komið til greina. Ef annað hjóna á aðallega sök á skilnaðinum, getur það yfirieitt ekki fengið rétt til framfærslu af hendi hins. Þegar ókvarða skal framfærslueyri þennan, ber að miða hann annars vegar við það, hváð ætla má, að framfærsluþegi geti aflað sér sjálfur, og hins vegar, hvað ætla má hitt hjóna aflögufært um. í reyndinni er torveidasta vandamálið í sambandi við skilnað forræði barnanna. Ef hjónin eru sammála um það atriði, er að jafnaði farið eftir því samkomu- lagi. Séu foreldrar ekki samdóma i þessum efnum, þá segja lögin, að upp skuli taka það ráð, sem ætla má að börnunum sé fyrir beztu. Þetta heilræði laganna er oftast lítilsvirði í hjónaskilnaðar- málum. Þá er sagt, að ef annað Framh. á 11. síðu SIGGA VIGGA OG TILVERAN „Sjáðu til, Sigga. Það er ekki vitund sárt.” ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 20. febrúar 1963 ®

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.