Alþýðublaðið - 16.03.1963, Blaðsíða 4
GYLFI Þ. GÍSLASÓN SKRIFAR UM
ýjar v
Á IIÁTÍÐARSAMKOMU í Há
skólanum í tilefni af liundrað
ára afmæli Þjóðminjasafnsins,
flutti ég ávarp, sem orðið hefur
blöðum stjórnarandstöðunnar
uniræðuefni. Aðalefni þessarar
ra-óu var, að ég lýsti bjargfastri
trú á gildi íslen/krar menning-
ar og fullri vissu um, að Is-
leudingum gæti tckizt og myndi
takast að varðveita hana og
efla, þ.ótt það væri einkenni
þelrrar aldar, sem við lifum á,
að; stórveldi verða æ aðsóps-
meiri og voldugri og alls kyns
þjíðabandalögum er kornið á
fófc til að auka samstarT á sviði
utanríkis-, hernaðar-, efnahags-
og; menningarmála. — Eg taldi
Þjóðminjasafnið hafa mikil-
vadgu lilutverki að gegna í ei-
líffi baráttu íslendinga fyrir
þvl að vernda sjálfstæði sitt og
þjóömenningu. — Þess vegna
ræddi ég þetta mál á afmælis-
daginn.
En sá skringilegi lilutur gerð
ist, að blöðum stjórnarandstöð-
unnar þóknaðiát að telja mig
hafa sagi, því sem næst hið
gagnstæða, þ. e. aö ég liafi boð
að það, að íslendingar ættu að
afsala sér sjálfstæði sínu. Ég
hafði bent á þá staðreynd, sem
öllum viti bornum mönnum er
ljós, að nær öll þátttaka í al-
þjóðasamstarfi leggur aðildar-
ríkjunum skyldur á herðar, sem
takmarka sjálfsforræði þeirra.
Áður fyrr mundu ýmsar kvaðir,
sem ríki taka nú á sig samkv.
alþjóðasamningum, eflaust ekki
hafa verið taldar samrýmast ó-
skertu fullveldi. AHir málsmet-
andi þjóðréttarfræðingar skil-
greina hins vegar nú fullveldi
á svo miklu rýmri hátt en áður,
að enginn þeirra telur þær kvað
ir, sem t. d. aðildarríki Atiants-
hafsbandalags, Efnahags- og
framfarastofnunarinnar, Al-
þjóðagjaldeyrissjóðs, Alþjóða-
banka, Alþjóðatollastofnunar-
innar, Efnahagsbandalagsins
eða Fríverzlunarbandalagsins,
skerðingu á sjálfstæöi eða full-
veldi þeirra. Þessi skoðun kom
greinilega fram í merkum fyrir-
lestri, sem prófessorinn í þjóð-
réttarfræði við Háskólann, ÓI-
afur Jóhannesson, hélt í fyrra.
Ræða mín hefur oröið Ás-
mundi Sigurðssyni, fyrrum al-
þingismanni tilefni nokkurra
hugleiðinga í Þjóðviljanum. —
Hann telur mig vilja farga sjálf
stæði íslands með þáttíoku í
Efnahagsbandalaginu. — Allir,
sem kæra sig um að vita það,
vita þó eflaust, að ég hef aldrei
talið koma til mála að ísland
gerðist fullgildur aðili að Efna
hagsbandalaginu. Meðan horfur
voru á, að Efnahagsbandalagið
stækkaði og tæki til nær allrar
Vestur-Evrópu, taldi ég nauð-
synlegt, vegna augljósra við-
skiptahagsmuna íslendinga, að
þeir tengdust bandalaginu, ann-
að hvort í formi aukaaðildar
eða á grundvelli tollasamning;.
Tengsl við Efnahagsbandalagið,
eins og það er nú, eru islend-
ingum hins vegar engin knýi-
andi nauðsyn.
En af því að Ásmundur Sig-
urðsson ræðir sjálfstæðishug-
takið í grein sinni, án þess þó,
að skýrt komi fram, hvað hann
á við með sjálfstæði, langar
mig til þess að stuðla að því
að málið skýrist með því að
beina til hans tveim einfö!d”m
spurningum. Þær eru þessar:
1) Telur hann Eystrasaltsþjóð
irnar, Eisllendinga, Letta og Lit
háa, sjálfstæðar þjóðir?
2) Telur hann þjóðerni, tungu
og menningu þeirra nokkuð á
annað hundrað þjóðflokka, sem
byggja Sovétríkin, vera í hæltu
vegna þess, að þeir búa í „lýð-
veldum“, sem myndað liafa sam
bandsríki með mjög sterkri mið
stjórn, Sovétríkin?
Ég geri ráð fyrir, að flem-
um en mér fyndist fróðlegt að
kynnast skoðunum Ásmundar
Sigurðssonar á þessum atriðum
Merkjasala til styrktar
Sumardvöl barna
úr Hafnarfirði
SÍÐAN 1957 hefur verið starf-
andi í Hafnarfirði nefnd, sem hef-
ur haft það hlutverk að útvega
.sumardvalarstað fyrir börn úr
Hafnarfirði. Það ár festi nefndin
(qiup á sumarbústað Theodors
Jieitins Mathiesen, lækhis: Glaum-
feæ, og hefur rekið þar sumardvöl
4síðan fyrir börn á aldrinum 6 til
8 ára. Nefndina skipa fiilltrúar
frá Rauðakrossdeild Hafnarfjarð-
ar, Kvenfélaginu Hringurinn,
Harnavinafélagi Hafnarfjarðar,
Marnaverndarnefnd og Hafnar-
■fjarðarbæ.
Börn þau, sem sumardvalar hafa
rtolið á vegum nefndarinnar skipta
nú orðið hundi-uðum. Kostnaður
við rekstur þessarar sumardvalar
Idýtur' að vera mikill og alltaf er
einhver hópur, sem ekki er fær
iffli að greiða gjald það, sem kraf
ízt er. Hefur nefndin því árlega
leitað á náðir bæjarbúa á afmæl-
isdegi Theodórs heitins læknis, —
hinn 12. marz. Að þessu sinni hef-
ur sunnudagurinn 17. marz verið
valinn. Undirtektir bæjarbúa hafa
oft verið með ágætum, enda á
allra vitorði, sem þekkja til, að
þörfin er mikil. Að þessu sinni
mun verða leitað til bæjarbúa sem
fyrr með merkjasölu og á annan
hátt og væntir nefndin góðrar
•undirtektar hjá öllum.
Félög þau, sem að þessum mál-
um standa hafa öll lagt að mörk-
um stórar fjárhæðir, miðað við
gjaldgetu þeirra og væntir nefnd-
in að þau geri það framvegis. Einn
ig liefur Barnaheimilissjóðsnefnd-
in notið allríflegs styrks frá bæ og
ríki.
Fyrir allt þetta vill nefndin
þakka bæjarbúum og öðrum þeim,
sem hafa lagt henni lið og jafn-
framt heita á þá til góðrar lið-
veizlu að þessu sinni. Bæjarbúar,
j verum nú öll samtaka um að gefa
sem flestum ungum Hafnfirðing-
um kost á að njóta sumarsins í
fögru og hollu umhverfi. Takmark-
ið er: — Allir með merki dagsins.
; í stjórn Barnaheimilissjóðs:
Jön Mathiesen, Ingibjörg Jónsd.,
B.jörney Hallgrímsd., Helgi Jónas-
snn. Stefán Júlíusson, Sólveig Eyj-1
ólfsdóttir, Eyjólfur Guðmundsson,
Þórunn Helgadóttir, Sigr. Sæland.
Sýnir málverk
eftir Magnús
• * jr
A. Arnason
UM þessar mundir stendur yf-
ir sýning á 26 landslagsmyndum
eftir Magnús Á. Árnason í Mál-
verkasölunni að Týsgötu 1. Mynd-
ir þessar eru allar nýlega gerðar
eða á árunum 1961-62. Er þetta
sölusýning, og verður hún opin
daglega klukkan 1-7 í vikutíma.
Sýningin verður ekki opin á
sunnudag.
Isafirði, 9. marz.
NÝJASTA gerö 35 mm. kvik
myndasýningarvéla, ásamt tilheyr
andi tækjum og nýjum tjaldútbúu
aði, voru teknar í notkun í Al-
þýðuhúsinu á ísafirði sl. föstu-
dag að viðstöddum fjölmörgum
boösgestum.
Áður en sýningin hófst, gerði
formaður liúsnefndarinnar, Björg-
vin Sighvatsson, grein fyrir þein;
framkvæmdum, sem hér um ræð-
ir, svo og þeim breytingum og
endurbótum á húsinu, sem jafn-
framt voru gerðar.
Alþý'ðuhúsið er eign Verka-
lýðsfélagsins Baldurs og Sjó-
mannafélags ísfirðinga, þ. e.
sjúkrasjóðs félaganna. Húsið er
byggt á árunum 1934-1935, og hef-
ur síðan verið helzta samkomil-
hús bæjarins. Það liefur verið
eina bíóið í bænum. Til ársins
1940 var notast við gamlar sýning-
arvélar, sem keyptar voru af Bæj-
arbíói á ísafirði, en það ár voru
keyptar nýuppgerðar vélar frá
Bandaríkjunum. Fyrir 4 árum var
sett upp nýtt hátalara og magn-
arakerfi, cinnig nýtt sýningar-
tjald. En nú var þetta allt saman
lagt til liliðar og nýtt keypt í
staðinn.
í byrjun sl. árs hófust fyrir al-
vöru athuganir á kaupum nýrra
sýningartækja og atliugun á
breytingum á húsinu. Á sl.
hausti bárust tvö tilboð um vél-
ar. Annað frá Philips, Hollandi,
hitt frá Bauer, Þýzkalandi.
Sérfróðir menn í þessum efnum
voru fengnir til ísafjarðar til að
athuga allar aðstæður í húsinu
og segja til um ýmiss fyrirkomu
lags- og tækniatriði.
Ákveðið var að festa kaup á
nýjustu gerð sýningartækja frá
Philips, og er hér um að ræða
langfullkomnustu gerð, 35 mm.
sýningarvéla, sem nú eru fram-
leiddar, og er hér um fyrstu vél-,
arnar af þessari gerð, sem flutt-
ar eru til íslands.
Uppbygging sýningarvélanna
er í ýmsum aðalatriðum frá-
brugðin fyrri gerðum. Helzta tækni
nýjungin er sú, að kolbogaljós
er ekki ljósgjafinn, heldur svo-
kallaður leifturlampi, en hann
gefur miklu jafnari og betra Ijós-
magn en kolbogaljósin gera, auk
þess, sem hann er ódýrari í notk-
un. Lampinn er vatnskældur. —
Vélarnar eru mun sjálfvirkari en
fyrri tegundir og öruggari að
ýmsu leyti.
Hátalarakerfið er byggt upp af
tveim 25 vatta mögnurum, annar
þeirra er til vara. Hátalararnir
eru tveir, annar fyrir hærri tóna,
hinn fyrir lægri tóna. Eykur þetta
mjög tóngæðin. Kvikmyndasalur-
inn var hljóðeinangraður, svo nú
nýtur bæði tal og tónar sín mjög
vel í húsinu.
Sýningartjaldið, en það er 7,5
m. breitt, og tjaldútbúnaðurinn,
tjaldið er dregið upp með raf-
magnsvindu, er brezkt, dúkurinn
af sömu gerð og tjaldið í Há-
skólabíói.
Jafnframt því, að skipt var um
sýningartækin, fóru fram víðtæk-
ar endurbætur og breytingar á
húsinu í heild, og er þar um að
ræða mikið verk, enda unnu að
því faglærðir menn, sem tilheyra
sex iðngreinum. Það er samdóma
álit, að þetta margþætta verk hafi
verið mjög vel og smekklega af
hendi leyst.
Gunnar Þorvaldsson frá Reykja-
vík hafði yfirumsjón með upp-
setningu sýningartækjanna og
annars tilheyrandi útbúnaðar. —
Stefán Þórhal’sson, Rvík, og
Oddur Friðriksson, ísafirði, unnil
að því verki með Gunnari.
Þessir ísfirzku iðnmeistarar sáu
um vissa þætti framkvæmdanna:
Óli J. Sigmundsson, er sá um
alla trésmíði o. fl., Friðrik Bjarna
son, er annaðist málun, Þórólfur
Egilsson. er sá um raflagnir, Geir
Guðbrandsson, er sá um pípulagn-
ir, Ástvaldur Björnsson, er ann-
aðist múrverk og Jón Guðjónsson,
er sá um járnsmíði.
í ræðu sinni þakkaði Björgvin
Sighvatsson öllum þeim mörgu
mönnum, sem að þessu verki hafa
I unniö fyrir frábært starf, svo og
| öllum þeim aðilum, sem greitt
• hafa fyrir því áð unnt var að ráð-
ast í þessar umfangsmiklu fram-
kvæmdir og breytingár.
Sérstakar þakkir flútti hann
Snorra P. B. Arnar, Reykjavík,
umboðsmanni Philips ó íslandi,
fyrir frábæra fyrirgreiðslu, aðstoð
og lipurð í hvívetna. Snorri P. B.
Arnar er fæddur á ísafirði, sonur
Björns Pálssonar, liósmyndara, og
hefur hann nú með fyrirgreiðslu
sinni í máli þessu sýnt æskubyggð
i sinni einstaka ræktarsemi og
höfðingslund.
Frá 1. jan. 1961 hafa 35% af
brúttó verði aðgöngumiða á kvik-
myndasýningum á ísafirði runnið
í byggingarsjdð elliheimilis bæjar
ins, og er hér um að ræða helztu
tekjuöflun bvrtqingarsjóðsins, —
þannig, að þessar framkvæmdir
treysta miög þá tekjuöflun.
Nafni bíósins var breytt. Áður
hét bað Bíó Albvðuhússins, en
eftirleiðis heitir það ísafjarðar-
Bíó. — í húsnefndinni eru, auk
Björgvins: Sverrir Guðmundsson,
Jón H. Guðmundsson og Jóhannes
Biarnason.
Knattspyrnufélag Akur-
eyrar stendur um þessar
mundir • fyrir nýstárlegu
námskeiði í Gildaskála
KEA á Akureyri. Það er
hálfsmánaðar tízkunámskeið,
en frú Sigríður Gunna^s-
dóttir, forstjóri Tízkuskól-
ans í Reykjavík, kennir þar
almenna háttvísi í fram-
komu og hvers kyns snyrt-
ingu. Námsskeiðið sækja
eingöngu konur, 16 ára og
eldri, því að karlmenn sóttu
ckki xun kennslu að þessu
sinni. Aftur á móti mun
innan skamms verða haldin
tízkusýning á vegum skól-
ans þar nyrðra, og munu
þar koma nokkrir háttvísir
ungir menn og sýna fatn-
að.
4 -16. marz 1963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ