Alþýðublaðið - 16.03.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 16.03.1963, Blaðsíða 15
Leyndardómsfull skáldsaga eftir Hugh Pentecost sig um, að hann væri morðingi? Hvernig gat hann verið svo klók ur að notfæra sér þá blekkingu í heil sex ár? Hatrið að baki þessu var næsíum ótrúlegt, því að ekki virtist. um neinn ávinn- ing að ræða. Ef það hatur bryt- ist fram í slíku ástandi, sem nú ríkti, þá mundu þau komast að raun um, að þaii stæðu frammi fyrir mikltt hættulegri mann- eskju en Mark. Þeir voru komnir að þrepun- um upp á veröndiua. Dr. Smith liafði staðnæmzt þar í gær og séð andlit gsegjast á sig út um gluggana. Þaö voru engin and- lit í gluggunum í dag, en hann gluggarúðum sem glitruðu í síð gluggarúðum, sem litruðu í síð- degissólinni. í>au voru þar öll sömun og biðu spennt eftir komu Marks. Morðinginn mundi hafa gengið úr skugga um, að gildran mundi vera árangursrík. Morðing inn hafði sín vandamál. Mark var hættulegur — en Dr. Smith var líka hættulegur. Dr. Smith, sem var að grafa niður í klett endurminninganna, kynni þá og þegar aö liitta á guiiæðina. Þess vegna var það, sem þau liöfðu ekki beðiö. Dr. Smith velti því fyrir Sér, hvort nokkurt þeirra hefði sérstafelega hvatt til þess að biða ekki? Hnnn gat ímynd- að sér/ að morðiugínri hefði bent á, að a'ðferðir læknisj.ns tekju langan tíma og: engin trygging væri fyrir því, að þa r bæru ar angur. Giidran var tilbúin. Hvers vegna að bíða? Var cinhver leið til að hafa upp á þeim þeirra, sem hlaut að hafa ýtt á eins fast og liann gat og eins fínlega og liann gat? Þeir voru nú komnir upp á veröndina. ,,Opnið dyrnar”, sagði Mark, „Farið inn á undan mér.“ George kom að dyrunum. Hendur hans skulfu svo, að hann virtist ekki geta náð taki á þeim. Dr. Smith ýtti honum til hliðar og opnaði dyrnar, Hann gekk inn í setustofuna. Þau voru þar 811, nema Paul og Laureen. Það var eins og í gær. Fern var hálfsof andi í hægindastólnum sínum. Hin í meira eða minna ónáttúru lega eðlilegum stellingum. En það var tilgangur hér í dag. í gær höfðu þau beðið, velt því fyrir sér hver næsti leikurinn yrði. í dag ákváðu þau leikina. Jeff gekk fram. „Það var gott að þú komst strax, Mark“, sagði hann. „Paul líður heldur illa,“ „Hvar er hann?“ spurði Mark. „Hvers vegna er hann ekki hér?“ Hann stóð með bakið upp að veggnum hjá dyrunum. „Hann er í svefnherberginu hérna niðri“, sagði Jeff. „Það er ekki hægt að lireyfa hann, Mark. Læknirinn er búinn að binda upp á honum fæturna til að koma í veg fyrir, að þeir — að þeir —“ „Grói vitlaust saman“, sagöi George hraðmæltur. „Hann segist vita sannleikann, Mark“, sagði Jeff. „Hann seg- ist geta sannað það. En hann hefur neitað að tala við npkk- urn um þa'ð nema þig.“ Mark leit um herbergið. Dr. Smitli skynjaði veikar grun- semdir hjá honum. „Hvar er Laureen?" spurði Mark. „Hún situr hjá Paul“, sagði Jeff. „Ég held að það væri vit- urlcgt að fara til iians eins .fljótt og hægt er, Mark.“ Hann vætti varimar. „Hann — hann missir alltaf meðvitund við og við“. Yglibrúnin ú Dr. Smith dýpk- aði. Flýttu þér Mark, flýttp, þér! Gefðu þér ekki tíma til að iiugsa. Gefðu þér eklci tíma til að kanna málið. Sérhvert, barn ætti að geta séð í gegnum þennan á- kafa. Mark hikaði. Augu hans litu snöggt að ganginum, sem lá til svefnherbergisins niðri, síðan aftur til fólksins. „Þið komið öll með mér“, sagði hann. ■ „Hvað sem þú segir, Mark“, sagði Jeff. „Við hljótum 811 að verða að vita á endanum, hvað hann segir þér.“ „Þið farið öll inn ganginn á undan mér og inn í herbergið Strax“. „Allt í lagi“,‘sagði Jeff. Hann sneri sér við og gaf honum merki. Hann studdi Fern á fæt- ur. Þau voru seinust. Fern var óstryk á fótunum. Læknirinn stanzaði í dyrunum að herbergi Pauls. Hann starði á fætur Pauls, sem haldið var uppi með langri snúru. Paul var græn-hvítur í framan og löðr- andi af svita. LaOrcen sat hjá honum og kreppti hendurnar í keltu sinni. Hún beit á rjóða vörina. Dr. Smith sá snúruna, sem lá skáhallt frá loftinu yfir dyrun- um að höfðalagi Páuls. Þetta-var sniðugt. Hann skildi, að þetta fólkna fyrirkomulag með fæt- urna var gert til að leyna þeirri snúru. Þau voru öll búin að troða sér inn í herbergið, nema Mark, sem stóð fyrir utan dyrnar og horfði á þau. Það var enginn efi á ársauka Pauls. Mark leit laus lega á snúrurnar. „Þú verður að koma inn fyr- ir, Mark“, sagði Jeff rólega. „Paul getur ekki talað hátt leng ur. Þú getur haft okkur í skot- máli, þó að þú sért hjá rúminu, ef þú hefur áhyggjur út af því”. Mark starði á Laureen. Það var nýr sársauki í augum hans. Nú, þegar allt var ofseint, vissi hann, að hann hefði ekki þurft að missa hana fyrir sex árum. „Allt í lagi“, sagði Mark hásrí röddu. „Farið öll þarna yfir aö veggnum. Þú líka, Laureen." Dr. Smith, lágvaxinn, grár og hlutlaus, hreyfði sig ekki. Hann dró djúþt andann. „Ég mundi ekki koma inn um dyrnar, ef ég væri þú, Mark“, sagði hann. „Paul heldur í endann á þess- ari snúru. „Hann benti á hall- andi snúruna. „Þegar hann slepp ir henni, fellur mikill þungi á höfðuðið á þér — og þar með er draumurinn búinn.“ Þögnin var eins og krampa- teygjur. Svo sprakk hún í' sker andi ópi George. „Morðingi"! Paul Rudd barðist við að lyfta sér .upp á olnbogana. „Guð minn góður, læknir, af hverju?“ Svo féll hann aftur niður á koddann. Snúran rann úr fingr um hans og straubor'ðið féll nið ur rne'ö miklu brambolti, og járn in og katlarnir dreifðust um allí. Aniiar katlanna snerist í hringi, eihs og feitur taktmælir. V,- „Rétt áðan hafði hann tæki- fi,-ri t.il að ná byssunni!“ veinaði ríeorge Lueas. „Plann sleppti því, og nú — nú —“ Taug kinntist til að kinninni á Jeff er hann tók skref í áttina til læknisins. Hann var mgð hnef ana á lofti. Það var Mark, sem stöö ’aði hann. „Vertu kvrr þar sem þú varst, Jeff‘.‘, sagði hann. Hann hafði stigið eitt skref aftur á bak frá dyrunum og byssan var í skot- siöðu og og var miðað á hvern af öðrum. „Ég sagði ykkur_ það“, sagði Nicky hörkulega. „Ég sagði ykk ur, að þetta mánnkerti mundi kála okkur öllum.“ Grá augu læknisins, björt af æsingi, horfði fast á Mark. Það hefði alveg eins getað verið, að enginn annar væri viðstaddur. „Hann hefur sviklð okkur!“ hrópaði George. „Hann hefur gert samning við Mark.“ „Þegiðu George!“ sagði Laur een. Hún stóð hjá rúminu og horfði líka á Mark. „Dr. Smith hafði einhverja ástæðu til þess. Ef þú gefur honum tækifæri, býst ég við, að hann segi okkur hver hún er.“ „Þakka yður fyrir, frú Laeus", sagði Dr. Smith rólega. „Ég hafði einmitt ástæðu. Ég held, að það sé öruggara svona.” „Öruggari!“ sagði Jeff. „Ör- uggara! Skilurðu —” „Já, Jeff, ég skil“, sagði Dr. Shimth og horfði enn á Mark. ,Síð asti möguleikinn til að veiða Mark í gildru er úti. Við eigum allt undir honum og því, sem hann ákveður." „En —” „Ég vil heldur eiga undir honum“, sagði læknirinn. „Ég 'varaði ykkur við að hefjast handa, án þess að ég væri búinn að gefa merkið. Ég veit ýmis- legt sem þú veizt ekki, Jeff. Ég '— Mömmt! þinni dettur ekki í hufr, að við höfum skrúfað fyrir vatnið hér úti, ogr þá sleppurðu við baðið í kvöld. vildi heldur veðja á, að Mark láti okkur ganga héðan út í heilu lagi, en að eiga nokkuð undir morðingjanum seinna.” Hann hikaði. „Mark“ „Já?“ Rödd Marks var lág. „Það er. hættulegt að leika guð, Mark. Þa'ð er, a'ð sumu leyti, það sem ég hef ákveðið að gera. Ég hef tekið ákvörðun, sem snertir þig ekki síður en okk ur hin. Að mínu viti ert þú í mestri hættunni af okkur öllum, og ég held, að þú sórt þess virði að bjarga þér. Ég veit, að ég hef aðc.'.s einn möguleika — að ég verð að hafa rétt fyrir mér í fyrstu tilraun. Viltu leyfa mér að hugsa málið til enda í þakk lætisskyni fyrir það, sem ég hef þegar gert fyrir þig?“ „Hugsa til enda?“ ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 16. marz 1963 Jg

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.