Alþýðublaðið - 16.03.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.03.1963, Blaðsíða 7
-SMÆLKI-SMÆLKI -SMÆLKI Dómarinn: Hvað kom til að yð- ur datt í hug að berja konuna yð- ar? Sakborningur: í fyrst lagi, þá snéri hún baki í mig. í öðru lagi var steikarpannan alveg við hend- ina. í þriðja laga voru bakdyrnar opnar, svo ég ákvað að freista gæfunnar. ★ — Stoppaði úrið þitt þegar þú misstir það á gólfið? — Auðvitað, hélztu að það mundi fara í gegn, eða hvað? i? - — Ég hefi borðað nautakjöt allt mitt líf, og nú er ég orðinn naut- sterkur. — Það var skrýtið. Ég hefi aldrei borðað annað en fisk, og samt get ég ekki synt. ★ — Hvernig fékkstu þessa kúlu? — Konan henti blómavasa í mig. — Hvers vegna beygðirðu þig ekki maður? — Ég gerði það og hún reikn- aði með því. ★ — Mikið skelfing er fólk ann- ars skrýtið. — Það segirðu satt. Ef þú segir einhverjum að stjörnurnar í himin- geimnum séu 270.678. 986.541 að tölu, þá trúir hann því umsvifa- laust. En sjái sami maður skilti sem stendur á „Ný málað", þá þarf hann endilega að prófa með fingr unum hvort það sem á skiltinu stendur, sé nú í raun og veru satt. ir Skyldi gíraffi fá hálsþólgu, ef hann blotnar í fæturna? — Já, en ekki fyrr en viku eftir á. — Hvað er hvolpaást? — Það er byrjunin á hunda- lífi. - Vitrir menn eru alltaf í vafa, það eru bara kjánarnir, sem eru vissir [ sinni sök. — Ertu viss um það? — Alveg handviss. ★ — Hvað tekurðu fyrir að mála bátinn minn? — Málarinn: fimm hundruð krón ur á dag. — Hvílíkt okur. Ég mundi ekki einu sinni greiða Michelangelo þá upphæð fyrir að mála bátsskriflið. — Þú skalt hafa verra af, ef þú ræður hann. Hann er nefnilega ekki í málarafélaginu. — Ég hefði keypt handa þér handskjól, bara ef þú hefðir beðið mig um það. DÝR KOSS í IBADAN í Vestur-Nígeríu vap sænskur sjóniaður nýlega d(emdu»- til að' greiða 1500 krónur fyrir einni koss. Hann hafði kysst nígeríska konu á markaðstorgi í Ibadan og: dómarinn, sem dæmdi hann, sagði„ að svona hegðuðu sér aðeins villi - menn og siðleysingjar. Scr til varnar sagði sjólnaður- inn, að konan hefði brosaið sím» blíðasta brosi til sín og beinlíniw boðið sér að kyssa sig. HIROSIMA ÞEGAR atómsprcngjunni var varp að á Iliroshima í ágúst árið 1945, gerðu menn sér litla grein fyrir l>ví, hvcr áhrif það' mundi hafa. Bandarískur prófessor I læknis- fræði hefur með umfangsmiklum rannsóknum komizt að þeirri niður stöðu, að vegna geislunar frá sprengjunni hafi hlutfallið milli drengja og stúlkua á eyjunni breytzt verulega. Þeir karlmenn, sem urðu fyrir geislun, eignuðust næstum ein- göngu syni, og konurnar, sem urðu fyrir geislun, eignuðust því sem næst eingöngu dætur. Ennfremur segir þessi banda- .ríski prófessor, að' tala vanskap- aðra barna á eyjunni, fæddra af inæðrum, sem orðið höfðu fyrir geisiun af völdum sprengjunnar, hafi ekkert aukizt. Rannsókn á konum á eyjunni sýndi, að þær, sem ekki höfðu orðið fyrir geislun er sprengjan sprakk, eignuðust alveg eins mörg vansköpuð börn og þær, sem orðið höfðu fyrir geislun. FYRIR skömmu átti að frumsýna í Feneyjum kvikmynd um réttar- höldin yfir Ciano greifa og aftöku hans. Ciano var tengdasonúr Musso linis og utanríkisráðherra Ítalíu um tíma. Frumsýningu kvikmynd- arinnar var frestað á síðasta augna bliki, því ekkja greifans setti fram dómkröfu um að kvikmyndin yrði gerð upptæk. Krafa hennar var byggð á þeim forsendum, að mynd in væri ekki sannsöguleg, og auk þess væri ósmekklegt að sýna kvik mynd um aftöku manns, sem enn ætti nána ættingja á lífi. Dóinarinn, sem hún kærði til, ákvað að sjá myndina sjálfur, og því var frumsýningunni frestað um nokkra daga. Framleiðandi kvikmyndarinnar hefur nú tilkynnt að hann muni láta frumsýna myndina annars staðar, — en hvar, hefur hann ekki gefið' upp. Þessi umdeilda kvikmynd heitir: „Réttarhöldin í Verona“. Þau sögu frægu réttarhöld hófust árið 1944, þann 8. janúar, og sakborningarn- ir voru ýmsir framámenn í ítalska fasistaflokknum, og var þeim gefið að sök, að hafa farið á bak við Mussolini og ætlað að semja frið við Bandamenn. Réttarhöldin stóðu aðeins tvo daga. 11. janúar var Ciano færður úr fangelsinu og skot inn af aftökusveit skammt fyrir utan Verona. ÞFTTA er hinn nvi foringi hrezka Verkamannaflokksins Harold Wilson. Mvndin er tekin skömmu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar milli hans og Brown urðu kunn. Fyrst til að óska honum til hamingju varð að sjálfsögðu kona hans og er myndin tek- in við það tækifæri. Að baki þeirra er tugur blaðaljós- myndara með myndavélarn- ar á lofti. ijúpfrystar MOSKVCUTVARPID skýrði ný- lega frá því, að sovézkum vísinda- I mönnum hafi tekizt að vekja tiW' | lífs að nýju tvær vatnssalamöndr- ur, sem varðveitzt hafa í íshelíui í finim þúsund ár. Sömuleiðis var skýrt frá því, að þetta hefði þá þýðingu, að í fram- tíðinni muni unnt að hraðfrysta geimfara, sem fcrðast eiga langai leiðir í geimnum, og með því móti mætti sleppa öllum matarforða tilr ferðarinnar. Fyrir skömmu síðan fundu so- véskir jaröfræðingar tvær vatns- salamöndrur í íshellu um það bií átta metrum undir yfirborði jarð- ar. Atburður þessi átti sér stað i Norður-Síberíu. Salamöndrurnai’ lifnuðu við eftir að hafa verið i herbergishita nokkra stund. Kannanir á jarðlögum í greniii} við fundarstaðinn sýndu, að dýrin hlytu að hafa verið „djúpfryst*'1 þarna fyrir um það bil fimm þús- und árum. Þegar þær vöknuðu af þcssum Þyrnirósarsvefni nærðusí- þær, hreyfðu sig og sváfu fullkom- | lega eðlilcga. Þær lifðu hins veg- ar ekki nema í þrjár vikur. CIANO GREIFI LÝÐVELDIÐ Andorra hefur ný- lega ákveðið að styrkja varnir sín- ar. Stjórn landsins hefur ákveðiö að lögregluþjónum landsins skuli fjölgað úr tíu í sextán. Tuttugu og fimm nýfrankar voru veittjr til skotfærakaupa handa lögreglunni. í Ándorra mæla lög- in svo fyrir, að lögreglan megi aðeins hleypa skoti úr byssu í heiöursskyni, þegar einhverjir sér stakir heiðursmenn koma þangað í heimsókn. Laugardagur 16. marz 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónl.—» 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónl. — 9.10 Vfr. — 9.20 Tónl.). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynníngar). 14.40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsin^. 13.00 Óskalög sjúklinga (Ragnheiður Ásta Pétursdóttir). 15.00 Fréttir. — Laugardagslögin. — (16.00 Veðurfregnh', 16.30 Danskennsla (Heiðar Ástvalsson). 17.00 Fréttir. I Æskulýðstónleikar, kynntir af dr. Hallgrími Helgasyni. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Bondola kasa“ eftir Þorstein Erling3< son; III. (Helgi Iljörvar). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar. — 19,30 Fréttir. 20.00 Tónleikar í útvarpssal: Karel Sneberg prófessor frá Ptag og Árni Kristjánsson leika saman á fiðlu og píanó. 20.20 Leikrit: „Franziska" eftir Alix du Frénes, í þýðingu Gissurar* Erlingssonar. — Leik-stjóri: Helgi Skúlason. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíusálmar. 22.20 Danslög, þ.á.m. syngur norski dægurlagasöngvarinn Barry Lee með TT-tríóinu. 23.20 Dagskrálok. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 16. marz 1963 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.