Alþýðublaðið - 16.03.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 16.03.1963, Blaðsíða 9
e. manna, sem túlkuðu verk höf- unda með listflutningi, svo sem söngvara, hljóðfæraleikara, leik- sviðsleikara, upplesara o. s. frv. Sökum náins sambands slíkra lista manna við höfunda hefur á síðari tímum verið tálið haganlegt að hafa ákvæði um réttindi þeirra í höfundalögunum. Sama er að segja um réttindi einstaklinga eða fyrirtækja, sem framleiða hljóm- plötur eða önnur hljóðrit, svo og útvarpsstofnana. Á alþjóðlegri ráðstefnu, sem haldin var í Róm árið 1961, var samþykktur alþjóða sáttmáli um vernd listflytjenda, hljóðritaframleiðenda og útvarps- stofnana. útrætt á þinginu, og féll það þar með úr sögunni. Árið 1905 bar ríkisstjómin fram S Alþingi frumvarp til laga um rithöfundarétt og prentrétt. Var það sniðið éftir nýjum dönskum höfundalögum frá 1904, en þó með þeirri takmörkun, að ákvæði lag- anna skyldu aðeins ná til bók- mennta og tónsmíða, en ekki ann- arra listgreina. Er tekið fram í greinargerð, að listamennska sé svo í bernsku hér á landi, að of snemmt sé að setja lög um vernd íslenzkra listaverka. Frv, varð að lögum nr. 13 20. október 1905. Eru þau enn í gildi og hafa að geyma höfuðákvæði íslenzks höfundarétt- Á lögum nr. 13 frá 1905 hafa verið gerðar allmiklar breytingar • SAGA höfundaréttar hér á landi hefst ekki fyrr en á síðari hluta 19. aldar. Þó má geta þess, að hér var birt dönsk tilskip un frá 7. maí 1828 um bann við eftirprentun rita, útgefinna í ríkj- um, er Danmörk hafði gert við samninga um gagnkvæma vernd forlagsréttar. Var þar vísað til danskrar tilskipunar frá 7. janúar 1741, sem ekki hafði vcrið lög- leidd hér. Tilskipun 11. desember 1869 um einkarétt til að eftirmynda ljós- myndir o. fl. var lögleidd hér, eft- ir að Alþingi hafði á hana fallizt, og augl. 10. febrúar 1870. Með til- skipun þessari var veittur einka- réttur um 5 ára skeið hverjum þeim, „sem á sjálfs sín kostnað býr til frumlega ljósmynd eftir náttúrunni eða ljósmyndar eitt- hvert listaverk, sem enginn hefur einkarétt á að eftirmynda”. Svarar ákvæðið til þess, að listrænum ljósmyndum sé veitt vernd, en öðrum ekki. Einkarétturinn er í til- skipuninni bundinn ströngum formskilyrðum, og hefur því ver- ig óþjáll í framkvæmd. Lagaá- kvæði þetta hefur ekki verið fellt formlega úr gildi, en í lögum nr. ! 49. frá 1943 eru ljósmyndir taldar j meðal verndaðra verka, og eru á- j kvæði tilskipunarinnar því úrelt orðin. | Árið 1889 flutti Jón ÓlafSson i rithöfundur frumvarp á Alþingi ) um eignarétt á sömdu máli. Var það að mestu sniðið eftir dönsk- inn höfundalögum frá 1857. Al- þingi samþykkti frv. með nokkrum breytingum, en konungur synjaði því staðfestingar. Á þeim tíma var ráðgerð í Danmörku gagn- gerð breyting á höfundalögunum frá 1857 vegna tilkomu Bernarsátt- málans árið 1886, og mun það eink um hafa valdið synjuninni. Frum- varp Jóns Ólafssonar með áorðn- um breytingum var endurflutt á; Alþingi 1901, og voru flutnings- menn þeir Stefán Stefánsson skóla meistari og Hermann Jónasson á Þingeyrum. Frumvarpið varð ekki og við þau aukið. Með lögum nr. 11 frá 1912 var ákveðið, að höf- undavernd skyldi ná til hvers kon- ar mynda og uppdrátta, þar á með- al þeirra, er hefðu listgildi. Lög bessi voru afnumin með lögum nr. 49 frá 1943. Með lögum nr. 127 frá 1941 var meðal annars ákveð- in sérstök vernd á ritum eftir lok höfundaréttar. Gagngerðasta breyt ingin var svo gerð með lögum nr. 49 frá 1943. Þar eru teknar undir vernd höfundaréttar hvers konar listgreinar, sem eldri lög náðu ,elcki til ,en ákvæði um efni rétt- indanna í cinstökum atriðum eru ófullnægjandi. Loks var verndar- tímabil verka gagnvart þýðingum lengt úr 10 árum í 25 ár með lög- um nr. 11 frá 1956. ísland liefur gerzt aðili að Bern- arsambandinu, sbr. lög nr. 74 frá 1947 og augl. nr. 110 frá sama ári. Af þess hálfu var samþykkt breyt- ing sú, sem gerð var á Bernarsátt- málanum í Briissel árið 1948, en fullgilding á sáttmálanum þannig breyttum hefur ekki farið fram. Þá hefur ísland einnig gerzt aðili að Genfarsáttmólanum, sbr. þings ályktun 4. nóv. 1953 og augl. nr. 82 frá 1956. Af íslands hálfu hef- ur og verið samþykktur sáttmáli sá um vernd listflytjenda o. fl, sem gerður var í Róm 1961, en fullgilding hans hefur ekki farið fram. 4 ' VIÐ samningu frv þessa hafa ' í öllum aðalatriðum verið lögð til grundvallar hin nýju, norrænu höfundalög frá 1960- 1961. Með því er fylgt þeirri stefnu, að ísland sé þátttakandi að samræmingu norrænnar lög- gjafar, þar sem því verður vel við komið. En ekki er síður á það að líta, að Norðurlandalögin höfðu fengið ágætan undirbúning og að þar er fylgt nýjustu fræðikenning- um ó sviði höfundaréttar. í nokkr- um atriðum víkur frv. þetta þó frá norrænu lögunum, enda eru Framh. á 13. síðu ,,ÉG ER 36 óra gömul, gift og á þrjú börn. Feiispor, sem henti mig á fyrsta hjónabandsári, kvelur mig mjög, þótt langt sé um liðið, enda er ég minnt á það svo að segja á hverjum degi. Ef ég gerði játn- ingu fyrir manni mínum, mundi ég særa hann djúpt. Ef ég þegi, verð ég að vera með blekkingar og ó- sannindi á svo að segja hverjum degi. Hvað vill presturinn segja um þetta?“ Fyrst og fremst vil ég taka það fram mjög ákveðið, að ég þori hvorki að segja já né nei, án þess að vita meira um það fólk, sem hér á hlut að máli, og hvers eðlis það „feilspor" hefur verið, sem hvílir enn á huga spyrjandans. t Þrátt fyrir það langar mig til að hugleiða spurninguna ofurlítið, því að það er í rauninni ekkert sjaldgæft, að fólk stríði við afleið- ingar gamalla yfirsjóna. í fyrsta lagi vildi ég ráðleggja yður að leggja fyrir sjálfa yður þá spurningu, hvort afleiðingarnar af því ástandi, sem skapast hefur, komi niður á yður einni — eða fleirum? Er það, sem þér nefnið blekkingar og ósannindi, fólgið í því einu, að maður yðar elski yður og treysti, og trúi yður ekki ti! að hafa nokkurn tíma stigið „feil- spor“ — og þér sjálf finnið yður óverðuga gagnvart þessu trausti, en látið hann samt standa í þeirri trú, að þér hafið alltaf verið sú, er hann hyggur að verið hafi? Sé þessu þannig háttað, veltur í raun- inni allt á því, hvað þér eruð nú, en ekki hinu, sem eitt sinn skeði. Páll postuli var vitur maður, en hsnn hafði margs að iðrast. Þó sagði hann: „Ég gleymi því, sem að baki er, og keppi eftir því, sem er framundan". — Gamlar syndir geta grafið um sig, og broddur þeirra getur haldið áfram að stinga langt fram eftir ævi. Fari svo, að hugsýki af þeim sökum nái að lama andlegt og jafnvel líkamlegt þrek, er hætta á ferðum, og full ástæða tii að taka slíkt alvarlega. Sálfræð- ingarnir ráða þá til að létta á huga sínum við nærfærinn trúnaðarvin, eða til sérfræðings um sálarlif mannsins. Prestarnir ráða til „skrifta". — Sálfræðingurinn vill hjálpa til að sjá hina gömlu synd i réttu ljósi gagnvart umheimin- um, og öðlast heilbrigði. Prestur- inn telur, að slík vandamál leysist betur, ef sá, er í hlut á, getur fundið fyrirgefningu og traust á Guði, því að innst í hvers manns sál búi í rauninni þrá eftir sam- félagi við hann, smbr. orð Ágúst- ínusar: „Hjarta mitt er órótt, unz það hvílist í þér“. En bæði sál- SENDIÐ spurningar til þess að þeim verði svarað í þessum dálki, spurningar um hvers konar persónuleg vandamál koma til greina. fræðingar og prestar verða þess oft varir, að gömul synd getur í minningunni orðið miklu alvar- legri en hún þyrfti að vera. Ekki þannig, að neinum eigi að standa á sama um slíkt. Ég á við hitt, að eitt misstigið spor fyrir mörgum árum má eltki halda áfram að eitra lífið fyrir þeim, sem ávallt síðan hefur gengið rétta götu. Hið misstigna spor átti oft rót sína að rekja til mannlegs breyzkleika, fljótfærni, án íhugunar, — frem- ur en vísvitandi svika við góðan ásetning. Samvizkubitið er mann- inum áskapað, — ekki til að lama hann að eilífu, heldur til að hjálpa honum tii að komast á rétt strik og halda því. Komi hin gamla synd niður ó öðrum, er vandamálið nokkuð ann- ars eðlis. Mér kemur í hug kona, scm óttaðist, að maður hennar væri ekki faðir að fyrsta barninu. Þegar farið var að athuga málið ofan í kjölinn, viðurkenndi hún með sjálfri sér, að hér væri um að ræða óljósan grun, sem tæp- lega gæti verið á fullum rökum byggður. Þannig getur það verið í fleiri tijfellum. Áður en lengra er farið, þarf hlutaðeigandi að vera viss í sinni sök, í bókstafleg- um skilningi. Viðkvæm samvizka getur stundum ýkt og aukið „af- leiðingarnar“. Bréfritarinn virðist hins vegar vera viss um, að hið gamla ,,feilspor“ — hvað sem það hefur verið — hafi raunverulcgar afleiðingar, og það verði ekki dul- ið, nema með blekkingum og ósann indum. Og eina leiðin til að forð- ast slíkt, sé það, að sannleikurinn komi í ljós. Það er gefið mál, að „játningin” mundi særa manninn, og það vill konan hans ekki gera. Sannleikurinn mundi falla honum þungt. Hér veltur í rauninni allt á því, hvort manninum er treyst- andi til að taka þessu áfalli. Og ef það er nauðsynlegt, að hann verði fyrir því fyrr eða síðar, þá kemur fram sú spurning, hvenær sé komin hin rétta stund. „Gull prófast í eldi, en geð í mótmæli“, segir forn orðskviður. Eru líkur til, að maðurinn láti hið gamla „feilspor" bitna á konunni og ef til vill fleirum? Eða er honum treystandi til að elska konuna sína svo heitt, að hann talti á sig henn- ar byrði, og beri hana með' henni? Slíks eru dæmi, sem betur fer, en auðvelt er það ekki ávallt. Ef mann inum er gefið slíkt andlegt þrek, þá mundi honum sennilega þykja vænt um, að sannleikurinn kæmi í ljós, og hann gæti ef til vill á sinn hátt'hjálpað til að greiða úr vandanum. — „Kærleikurinn sam- gleðst sannleikanum, hann breiðir yfir allt, trúir <þ. e. treystir) öllu, vonar allt, umber allt“, segir post- ulinn, sem ég áðan vitnaði í, og orð hans les presturinn yfir sér- hverjum hjónum, sem hann gefur saman. JAKOB JÓNSSON NV BREZK FLUTNINGA FLUGVÉL ÞESSI flugvél er mjög ein föld að gerð, en hins vegar mjög hentug til flutninga á stuttum leiðum, þar sem lenda þarf á stuttuin og ó- fullkomnum flugbrautum. Þetta er ný tegund, kölluð Short Skyvan, og á mynd- inni er hún að taka sig upp af flugvelli í Belfast. — Er hugmyndin að þessi vél geti orðið hentugt samgöngutæki fyrir hin afskekktustu svæði heimsins, þar sem sítrjál- býli veldur þvf, að óliugs- andi er að koma upp mikl- um maunvirkjum vegna samgangna. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 16. marz 1963 Q

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.