Alþýðublaðið - 17.03.1963, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 17.03.1963, Qupperneq 15
„Nokkrar mínútur11, sagöi lækn irinn. „Tíu minútur — fimmtán mínútur — klukkutíma? Við höf um alla hluta dæmisins frammi fyrir okkur, Mark, þú og ég, við höfum þá alla. Viltu hjálpa mér að raða þeim saman?“ „Hvernig?“ spurði Mark hásri röddu. „Með því að fylgjast með þvi að ég fari rétt með“, sagði Dr. Smith, ,.og með því að hafa byss una tilbúna, svo að enginn fari út úr herberginu fyrr en við er um búnir.“ „Augnablik“, sagði Jeff. „Þú ert að leika þér að lífi okkar, læknir. „Höfum við nokkuð að segja í þessu?“ „Nei,“ sagði Dr. Smith, án þess að líta við. „Ég aetla að spila á spilin, eins og þau koma mér fyrir sjónir: Þið megið lijálpa, ef þið viljið. Ef mér mistekst, gerir Mark það, sem honum sýn ist.“ „En Mark er —“ „Líf Marks er í veði“, sagði læknirinn. „Hér í þessu herbergi verndaður með glöðu geði af ykk ur, er kúgari óg morðingi. Það er ykkar ósk að fieygja Mark fyr ir úlfana, en láta morðingjann sleppa." „En lögreglan —” „Lögreglan mundi leika sér að Mark“, sagði læknirinn. „Morð inginn mundi að öllum líkindum sleppa. Svo, einhvern tíma, þeg- ar eitthvert ykkar kynni af til- viljun að sjá hlutina í réttu ljósi, mundi hann taka upp aftur sína tómunduiðju að drepa. Að iniíiu viti er þetta meiri áhætta en að möguleikinn á að komast að sannleikanum núna strax“. t ' „En þú hefur okkur ekki „En þú gefur okkur ekki neitt val“, sagði Jeff. „Ef þú hefðir látið okkur i friði, hefðum við komizt héðan og hið opinbera löggæzlulið hefði ráðið gát- una.“ „Kannski", sagði læknirinn. „Hann er morðingi“, vældi Qeorge. „Hann vill, að við drep umst öll til þess að bjarga sjálf um sér. Hann gerði samning við Mark. Ég sá hann á bryggjunni — með byssuna við hliðina á sér. Hann hefði getað bundið endi á þetta þá. En hann var bú inn að semja við Mark —“ „Þegiðu, George“, sagði Laur een. „Þó að þú hefðir fétt fyrir þér, er of seint að gráta yfir því núna.“ „Það verður að falla saman“, sagði Dr. Smith. „Hver hluti gát unnar verður að falla saman, af því að það eru ekki hugsanleg tvö svör — aðeins eitt. Ef nokkuð verður afgangs, hefur okkur mis- tekizt“. „Hefurðu nokkra hugmynd um svarið?“ hrópaði Jeff. í fyrsta skipti sneri læknirinn sér við til að horfa á Jeff. „Já, ég veit hver það er“, sagði hann. „í guðs bændum hver?“ hróp aði Jeff. „Ég verð'að byrja að setja gát una saman frá hinum endanum, Jeff“, sagði Dr. Smitli. „Ef ég scgði, „það ert þú“ — þá mundu hin fara að reyna að rugla öllum hlutunum til að sanna, að ég hefði rangt fyrir mér. Ég verð að byrja yzt og færa mig inn að miðjunni — og þegar einn hluti er eftir, þá á hann að passa, og hann verður með nafni morðingj ans á“. „Jæja, en það er ekki ég!“ sagði Jeff. „Við sjáum til“, sagði Dr. Smith. „Við sjáum til, Jeff.“ VI. Þetta yar einkennileg ,mynd. Einhvern veginn höfðu þau Jeff og Kay fært sig saman í öðrum enda herbergisins. Hönd hennar luktist um hans, svo að hnúarnir hvítnuðu. Laureen var aftur setzt í stólinn við rúm Pauls, óg horfði framhjá öllum á Mark, sem stóð í dyrargættinni með byssuna tilbúna. Fern stóð bak við stól Laureen og hélt um bak ið á honum. George var eins og maður, sem býr sig undir dauða dóm, og hafði snúið bakinu að öllum og starði út um gluggann við fótagaflinn. Nicky sat á gólf- inu innst í herberginu með gleði laust brot á andlitinu og starði á byssuna. í miðju herberginu stóð Dr. Smith hreyfingarlaus og grá augu hans horfðu þreytulega út í fjarskann. „Það eru sum ykkar“, sagði hann, „sem hafa orðið fyrir því, að líf ykkar hefur allt afbakazt vegna afls, sem þið höfðuð ekki neina stjórn á. Mark er meðal þeirra, og ég segi ykkur það strax, að ef við komumst út úr þessu án frekari blóðsúthellinga eða ofbeldis, er möguleiki á, að þið kunnið að finna einhverja gleði, sumir drauma ykkar kunni að rætast. Einn ykkar hef ur glatað öllum möguleika til hamingju eða nokkurs lífs yfir- leitt. Ég er ekki að tala til hans. Það er einkennilegt, að öll ó- hamingjan, kvölin og ofbeldið, sem yfir ykkur hefur dunið, staf ar frá einum manni, og sá maður er dáinn“. Það heyrðist óhljóst mótmæla hljóð frá Paul Rudd. „Ég er að tala um Owen Dougl as dómara“, sagði Dr. Smith, án þess að snúa sér við. „Sum ykk- ar sáu hann greinilega, eins og hann varð. hrokafullan, eigin- gjarnan og algjörlega miskunn- arlausan í sjálfshagsmunum sín um. Öll þessi örlagakeðja var smíðuð af hroka og skinhelgi dómarans. Það byrjaði fyrir rúm lega tíu árum. Sum ykkar hafa sagt við mig, að þau hefði ekki skilið, hvað Mark sá við Nicky. Bæði Nicky og Mark hafa sagt mér það. Dómarinn var regluleg ur viðskiptavinur í stofnun í Riverton, sem verzlaði aðallega með konur. Kvöld nokkurt, þeg ar lögreglan hugðist gera þar rannsókn, varaði Nicky, sem bar sína eigin hagsmuni fyrir brjósti, dómarann við og forðaði honum frá að lenda í hneyksli. Nicky heimtaði laun fyrir greiðann. Hann vildi fá að vera með Mark, umgangast vini Marks. Hann hafði viðskiptaástæður fyrir þessu. Dómarinn fór til Marks og sagði lionum sögu sína. Mark, sem elskaði föður sinn, tók — svo sltemt sem honum þótti Nicky undir sinn verndarvæng það. Hann verndaði föður sinn þá og hlét áfram að vernda hann þannig á meðan hann lifði. „Af þessum atburði lærði Dauglas dómari dálitið. Hann lærði hve mikillar tryggðar mætti vænta af Mark. Hann reyndi á það síðar með skelfi- legum afleiðingum. Næsti aðalleikarinn á þessu leiksviöi var Laureen. Dómarinn hafði haft áhuga á Laureen — allt frá því að hún var barn hafði liann litið hana saurugum aug- um. Kvöld nokkurt gerði dómar inn hosur sínar grænar fyrir Laureen á dansleik í klúbbnum. Laureen sló hann undan undir og hótaði að valda hneyksli, ef hann gerði slíkt nokkurn tíma aftur.“ Það vottaði fyrir viðbjóði í andliti læknisins. „Af þessu sést kemur fram maður, sem er svo viðurstyggllegur, að ég á erfitt með að gefa nægjanlega góða lýs ingu á honum. Þessi — þessi svo kallaði maður ákvað að liefna sin á Laureen vegna viðbragða hennar. Hann vissi, að það var hennar draumur áð verða eigin kona Marks. Hann hugðist koma í veg fyrir það, hvað sem það kostaði. Og hvilíkur kostnaður! Hann hafði eitt sinn gert Sam Tumer, afa Kay, greiða. Hann hafði hilmað yfir eitthvert smá- vægilegt afbrot Tanners og forð að honum frá tukthúsi. Hann fór til Tanners og sagði honum, að Mark vildi kvænast Kay og tími væri nú kominn til fyrir Tann- erfjölskylduna og greiða skuld sína við hann. „Og svo, guð hjálpi honum, fór hann til Marks. Hann þekkti Mark. Hann vissi hve langt Mark mundi ganga til að vemda hann. Hann bjó til sögu handa Mark. Hann sagði, að Tanner vissi óþægilegar staðreyndir um sig! Iíann sagði, að Tanner hót- aði að ljostra því upp, ef Mark giftist ekki Kay og hún fengi sinn hluta af Douglaseignunum. Dómarinn hefur vafalaust smurt dramanum þykkt á. Það væri úti um sig. Hann mundi eyða ellinni í fangelsi. Mark sneri baki við öllu, sem hann óskaði eftir í lí/inu og gerði þetta“: Rödd læknisins hafði liækkað af reiði, en varð nú aftur eðliieg. „Sum ykkar munu nú skilja hið fræga trúlof unargildi og hvers vegna hvorki Jeff né Laureen var gefin nein aðvörun um það, sem gerast skyldi það kvöld. Það var eng- in leið fyrir þau Kay og Mark að skýra þetta. Hvorugt vissi um þær þvinganir, sem hitt hafði ver ið beitt. Og þannig hófst trufl un á mannslífum og ástum, sem var algjörlega brjálæðisleg og án nokkurrar skynsemi. Smáskrít- legri hefnd var lcomið fram með gífurlegum kostnaði fyrir aðra.“ „Guð minn góður, ég verð að fá sjúss!“ sagði Fern. Enginn skipti sér af henni. ' Læknirinn hélt áfram: „Síðan kom annað aðalatriðið. Mark og Kay komu heim úr brúðkaups- ferðinni og dómarinn ákvað að halda helgarpartý hér. Þið héld- uð öll, að það hefði verið gert af góðvild að hann hefði aðeins ekki skilið hvert sambandið hafði verið innan hópsins. Þið liöfðuð rangt fyrir ykkur. Hann vissi — vissi það í smáatriðum. Þessi helgarsamkoma var hreinn sadismi, sem dómarinn naut í rík 4 t; um mæli. Það leiddi hins vegar til harmleiks, og ég á ekki“, sagði Dr. Smith þurrlega, „við dauða hans.- Það hefði getað revnzt blessun að liann dó. En vegna djöfullegs bragðs forsjón arinnar skapaði það Mark eitt li£ andi helvíti.-'miklu verra en nokk uð, sem hann hafði þolað til þess tíma. Sjáið þið nefnilega 1 til”, og læknirinn horfði hægt ; í kring um sig, „Mark sá föður sinn deyja.“ Dr. Smith fann fremur en heyrði viðbrögðin við þessum orðum. Hann var nú að koma inn á svið, sem ekkert þeirra vissi um. Hann fann hvernig slagæð hans sjálfs tók að slá hraðar, af því að liann var aö koma inn á svið, þar sern hann mundi verða að geta sér til, og tilgátur hans urðu að vera mestmegnis réttar, ella mundi állur málflutningur hans falla um sjálfan sig. And litin í hringnum kringum hann virtust vera nær, vera augljós- lega spenntari. Grindavík en ekki Sandgerði LANDSBANKI íslands opn- aði nýtt útibú í Grindavík 14. þ. m. Þá hefur bankinn sett á stofn afgreiðslu í Keflavík í samvinnu við sparisjóðinn á staðnum. í frétt í blaðinu í gær um útibúið og af- greiðsluna, varð sá óskiljan- legi ruglingur, að í fyrirsögn inni’ var talað um útibú I Sandgerði, sem átti auðvitað að vera Grindavík. Hins veg ar var i fréttinni sjálfri rétt farið með nöfnin. Eru við- komandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. — Þið verðið að fyrirgefa að ég stöðva útsendinguna, en ég er með mikils varðandi fréttir. ALþÝDUBLAQIÐ - 17. marz 1963 1$

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.